Morgunblaðið - 07.05.2011, Page 14

Morgunblaðið - 07.05.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Staða barna mun taka nokkrum breytingum, verði frumvarp Ög- mundar Jónassonar innanríkisráð- herra til barnalaga að lögum. Þar er meðal annars fjallað á skýran hátt um meðferð ágreiningsmála, sem kunna að rísa vegna forsjár barna og þar er lagaleg staða barna frá- skildra foreldra staðfest. Réttindi barna til umönnunar og til að hafa áhrif á eigin málefni verða lögfest, en í frumvarpinu segir að barn eigi rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við ald- ur sinn og þroska og án mismun- unar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa for- gang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ennfremur eiga börn rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem þau varða. Hagsmunir barna í forgrunni Lögunum er ætlað að leysa af hólmi gildandi lög frá árinu 2003, en heildstæð barnalög voru fyrst sett á Íslandi árið 1981. Frá þeim tíma hafa orðið umtalsverðar breytingar á stöðu barnafjölskyldna, ekki síst á hlutverki foreldra. Þátttaka beggja foreldra í uppeldi barna sinna hefur aukist mjög, en það sem hefur ráðið mestu um þróun barnalaga undan- farna áratugi er áhersla á sameig- inlega ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barna. Undanfarin ár hafa nokkrar breytingar verið gerðar á núgild- andi lögum. Árið 2006 var það gert að meginreglu að foreldrar færu sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað. Við samningu nýju laganna var haft mið af því hvaða reglur um samband barna og foreldra, sem búa ekki saman, væru líklegastar til að þjóna hagsmunum barnsins sem best. Einnig var höfð hliðsjón af þeim alþjóðlegu samn- ingum sem Ísland er aðili að og varða efnið, einkum samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barns- ins. Foreldrum gert að leita sátta Í frumvarpinu eru ennfremur skýr ákvæði um meðferð ágrein- ingsmála varðandi forsjá barna. Þar er foreldrum gert skylt að leita sátta, áður en krafist er úrskurðar eða höfðað forsjármál. Sáttameð- ferðarinnar geta þeir leitað eftir hjá sýslumanni, en einnig geta þeir leit- að til sérfræðinga. Markmiðið með þessari sáttameðferð er að hjálpa foreldrum að leysa málin á þann hátt sem er barninu fyrir bestu. Barnið á að öllu jöfnu að eiga þess kost að tjá sig við sáttameðferðina. Í frumvarpinu segir að barn eigi rétt á að umgangast með reglu- bundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, „enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess“. Búi foreldrar ekki saman, beri þeir báðir ábyrgð á því að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur. Hagsmunir barnsins í forgrunni  Í frumvarpi til barnalaga er réttur barna til að tjá sig um eigin málefni staðfestur  Tekið er mið af breyttri stöðu barnafjölskyldna  Foreldrum verður gert að leita sátta varðandi forsjá barna sinna Morgunblaðið/Kristinn Börn Staða barna mun taka breytingum verði frumvarpið að lögum. Í barnalögum frá 1992 var fyrst gert ráð fyrir því að foreldrar, sem ekki byggju saman, gætu samið um sameiginlega forsjá barns. Með lagabreytingu frá 2006 var gert ráð fyrir að for- eldrar færu áfram sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað. Í frumvarpinu, sem nú liggur fyrir, er ekki lögfest heimild fyr- ir dómara til að dæma sameig- inlega forsjá með tilteknum hætti. Foreldrar geta aftur á móti ákveðið með dómsátt að forsjáin verði sameiginleg. Fyrst lögfest árið 1992 SAMEIGINLEG FORSJÁ Páll Þórðarson, lög- fræðingur og fyrrver- andi framkvæmda- stjóri, lést fimmtudaginn 5. maí sl. á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 66 ára að aldri. Páll var fæddur 10. ágúst 1944 á Borgarfirði eystra og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Þórður Jóns- son skrifstofumaður og Sigrún Pálsdóttir kennari. Páll var stúdent frá MA 1964, stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ 1964-65 og lauk kandidatsprófi í lögfræði 1971. Einnig stundaði hann nám við nor- ræna heilsuverndarháskólann í Gautaborg nóvember-desember l980. Páll hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1971 og var skrifstofustjóri Félags- málastofnunar borgarinnar frá 1. september til 1. mars 1972 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. Því starfi gegndi hann mestan hluta starfsævi sinnar eða til ársins 1999. Þá var hann fram- kvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurlands í eitt ár og starfaði um skeið í launanefnd hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Síðast starfaði Páll hjá Fyrir- tækjaskrá Hagstofu Íslands þar til hann lét af störfum vegna veik- inda árið 2003. Páll rak jafnframt eigin bók- halds- og framtalsþjón- ustu frá 1974 til 2003. Páll gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann var meðal annars varafor- maður Orators og ritstjóri Úlfljóts 1968-69 og sat í stjórn stúdenta- félags HÍ 1969-70. Páll sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Læknafélagsins á meðan hann starf- aði þar. Páll lætur eftir sig eiginkonu, Þor- björgu Einarsdóttur, og þrjár upp- komnar dætur. Andlát Páll Þórðarson Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ekki rétt að tala um að frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu hafi tafist. Ríkisstjórnin ræddi málið á fundi sínum í morgun, en óvíst er hvenær frumvörpin verða afgreidd af stjórninni. Sjálfur ætlaði Jón þó upphaflega að flytja málið á Alþingi í mars síðastliðnum. Ráðherra skipaði nýverið hóp sér- fræðinga sem ætlað er að fara yfir hagræn áhrif kerfisbreytinganna, en honum er ætlað að skila af sér í byrj- un júní. Það er því tvísýnt að frum- varp komi fram fyrir þinglok, sé ætl- unin að notast við niðurstöður nefndarinnar. Bara nokkrar vikur Jón neitaði því ekki í gær að lítið myndi gerast í málinu fyrr en hóp- urinn skilaði af sér skýrslu. „Það er hluti af vinnunni við frumvarpið að þessi hópur á að gera eins konar hagræna úttekt á þeim breytingum sem verið er að leggja til, áhrifum þeirra á einstaka útgerðir, útgerð- arform, byggðir og þjóðarhag,“ sagði Jón. „Í sjálfu sér er afar mikil- vægt við grundvallarbreytingar á umgjörð aðalatvinnuvegar þjóðar- innar, að við fáum slíkt mat áður, og það eru bara nokkrar vikur þar til það kemur,“ bætti hann við. Sem fyrr vildi ráðherra ekki ræða efnisatriði frumvarpanna. Hann hafnaði því þó að óþarfa leynd ríkti yfir vinnunni. Fjölmargar skýrslur hefðu komið fram um málið og lengi hefði verið unnið að því. Hins vegar væru það hefðbundin vinnubrögð, þegar komið væri á lokastig frum- varpsvinnu, að frumvarp væri fyrst rætt í ríkisstjórn áður en það væri lagt fram á Alþingi. Fátt nýtt af sjávarútvegs- frumvörpum þar til í júní ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI (FKA) Í SAMSTARFI VIÐ SAMTÖK ATVINNULÍFSINS OG VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA FÖSTUDAGINN 13. MAÍ 2011. RÁÐSTEFNUNNI ER ÆTLAÐ AÐ ÝTA UNDIR UMRÆÐU UM KYNJAHLUTFÖLL Í STJÓRNUM, EN ÁKVÆÐI Í LÖGUM UM KYNJAKVÓTA MUNU TAKA GILDI HÉR Á LANDI ÁRIÐ 2013. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI NORSKA SENDIRÁÐIÐ CREDITINFO ICELANDAIR Húsið opnar - Létt morgunverðarhlaðborð Ávarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra Mari Teigen: Gender Quotas in Corporate Boards: The Norwegian Experiences Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans: Ný stefna - Nýtt hugarfar Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova: Við leitum að konu í Bogamerkinu Benja Stig Fagerland: Women Mean Business! Dagskrárlok BJÓÐUM Á STEFNUMÓT: Kona og karl sem koma saman greiða eitt ráðstefnugjald eða 5.900 krónur, morgunverður innifalinn. Þátttökugjald í vinnustofur er 3.900 krónur SÝNUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU! KARLA & KONUR VIRKJUM TIL ATHAFNA Tveir erlendir fyrirlesarar verða með framsögu, þær Mari Teigen og Benja Stig Fagerland. Mari Teigen er doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló. Benja Stig Fagerland er eigandi Talent Tuning sem einblínir á viðmið og stefnur kvenhag- fræðinnar (e. womenomics) auk þess sem hún aðstoðar fyrirtæki við að finna konur í stjórnir. Þá mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans ræða um nýja stjórnarhætti og Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova um reynslu af stjórnarsetu í erlendu fyrirtæki. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK DAGSKRÁ: 8.15 8:30 8:40 9:10 9:25 9:40 10:10 FUNDARSTJÓRN: Rakel Sveinsdóttir hjá CreditInfo Group og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa VINNUSTOFUR: Með Opna Háskólanum í HR, Menntavegi frá klukkan 13.00 til 16.10 13:00-14:00 14:10-15:00 15:10-16:10 Fjöldi þátttakenda í vinnustofur er takmarkaður EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ HILTON REYKJAVÍK NORDICA Skráning á: WWW.SA.IS LANDSBANKINN Benja Stig Fagerland: The road to the board room Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG: Hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna Mari Teigen: The ideal practises about gender quotas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.