Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Dagskrá
1. Flutt skýrsla stjórnar
2. Ger› grein fyrir ársreikningi
3. Tryggingafræ›ileg úttekt
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt
5. Önnur mál
Ársfundur 2011
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður
haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 16.00,
að Borgartúni 29, 4. hæð.
Reykjavík 19. 04. 2011
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
um nýgerðan kjarasamning VR og SA verður haldinn
mánudaginn 9. maí nk. kl. 19:30 á Hilton Nordica hótel.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.
Félagsfundur VR
smálax og 13% stórlax, lax sem hafði
dvalið tvö ár í sjó.
Sumarið 2010 var metveiði í all-
mörgum ám, flestum á norðan- og
austanverðu landinu en einnig í Sog-
inu og Stóru-Laxá á Suðurlandi.
Betri heimtur úr hafi
„Almennt séð er gott ástand á
laxastofnunum og veiðin hefur verið
góð. Ástandið hefur verið gott til
sjávar og áa og laxveiðin vaxandi
vegna betri heimta úr sjó og auk-
innar seiðaframleiðslu. Seiðavísitölur
hafa hækkað á síðustu árum,“ sagði
Guðni.
Hann bendir á tölur um end-
urheimt seiða úr Elliða-
ánum en þær hafa verið
allt að 14% síðustu tvö
árin, það er langtum
hærra hlutfall en áður.
„Það er væntanlega
skýringin á aukinni
veiði á
síð-
ustu
árum, að meira af laxi skilar sér úr
sjó,“ sagði hann.
Guðni sýndi á fundinum súlurit yf-
ir ganginn í veiðinni síðustu áratugi
og síðustu þrjú ár stíga súlurnar um-
talsvert hærra en áratugina á undan.
„Ef við trúum sögunni þá erum við
ennþá í uppsveiflunni,“ sagði hann.
Hátt í 16.000 laxar í net
Netaveiddir laxar voru 15.903.
Flestir veiddust í Þjórsá, 8.990, og er
það nær 4.000 löxum meira en sum-
arið 2009. Fiskgengd og netaveiði í
Þjórsá hefur aukist á síðustu árum í
kjölfar þess að fiskvegur var byggð-
ur við fossinn Búða árið 1991 en lax-
inn hefur verið að nema land ofan
hans. Í Ölfusá og Hvítá á Suðurlandi
veiddust 6.178 laxar í net og 450 í
Hvítá í Borgarfirði.
Stórlaxinum verði hlíft
Sigurður Guðjónsson forstjóri
Veiðimálastofnunar hefur síðustu ár
hvatt veiðimenn til að hlífa stórlax-
inum og hélt því áfram.
„Stórlaxinum hefur hnignað og við
þurfum að taka okkur á til að við töp-
um honum ekki,“ sagði hann. „Það
hefur nokkuð gengið, menn eru farn-
ir að stytta veiðitímann í byrjun þeg-
ar stórlaxinn er á ferðinni og einnig
að sleppa honum. Það er reynt að
koma því á í gegnum nýtingaáætlanir
en það gengur fremur hægt. Ef allt
um þrýtur geta stjórnvöld gripið inn í
en best er að hver grípi til friðunar-
aðgerða á sínu svæði.“
Sigurður sagði sjóbleikju hafa látið
undan síga á Suður- og Vesturlandi
og sjóbirtingur væri að nema land
þar sem bleikja var áður ríkjandi.
Rannsókna sé þörf á því sviði.
Hann greindi einnig frá því að
unnið sé að því að koma upp rafrænu
skráningarkerfi í laxveiðinni, þannig
að hægt sé að skrá alla veiði jafn-
óðum á netið, og er stefnt að því að
kerfið verði komið í gagnið þegar lax-
veiðitímabilið hefst.
Áfram spáð góðum endur-
heimtum laxa og góðri veiði
Sumarið 2010 var næstbesta laxveiðisumarið 74.419 laxar veiddust
Morgunblaðið/Einar Falur
Nýrenningur í Hafralónsá Metveiði var í sumum laxveiðiánum á Norður-
landi í fyrra og þriðja sumarið í röð í Hafralónsá í Þistilfirði.
Sumarið 2010 var næstbesta
laxveiðisumarið frá upphafi en
hátt í 75 þúsund laxar veiddust.
Hlutfall laxa sem sleppt er aftur
hefur aldrei verið hærra en
21.463 löxum var sleppt. Er það
28,8% veiðinnar. Hlutfallið er
hærra ef aðeins er horft til laxa
af náttúrulegum stofnum,
35,6%. Sífellt fleiri veiðmenn
hafa svarað kalli Veiðimála-
stofnunar um að sleppa stór-
laxi, laxi sem hefur verið tvö ár í
sjó, en það er komið í 56,5%.
Hlutfall slepptra smálaxa úr
náttúrlegum stofnum er
30,8%. Rannsóknir sýna að
um 26% slepptra laxa veiðast
aftur og um fjögur prósent
veiðast oftar.
28,8% sleppt
FLEIRI LÖXUM SLEPPT
Stórlaxi sleppt í
Vatnsdalsá.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það eru engin merki um annað en að
fiskgengd og veiði komi til með að
vera áfram góð og yfir meðaltali í ám
með náttúrulega laxastofna og um-
talsverð í ám með hafbeitarlaxi,“
sagði Guðni Guðbergsson fiskifræð-
ingur á ársfundi Veiðimálastofnunar
í gær, þegar hann spáði fyrir um
ástand og horfur í laxveiðinni í sum-
ar.
Megindrættir í laxveiðinni á síð-
asta sumri liggja einnig fyrir. Sum-
arið 2010 var næstbesta laxveiðisum-
arið frá upphafið. Guðni sagði að
samkvæmt fyrirliggjandi tölum hafi
74.419 laxar veiðst í fyrra en það er
rúmum tug meira en fært var til bók-
ar sumarið 2009. Sumarið 2008 var
metveiði, 84.124 laxar.
Veiðin í fyrra var um tvöföld með-
alstangveiði áranna 1974-2009.
Best úr náttúrulegum stofnum
Þegar rýnt er í veiðitölurnar sést
að veiðin í hafbeitaránum, ám á borð
við Rangárnar þar sem veiðin byggir
á sleppingum hafbeitarseiða, var alls
17.572 laxar eða um 24% af allri
stangveiði á landinu. Þegar hafbeit-
arveiðin er undanskilin sést að stang-
veiðin í ám með náttúrlega stofna var
56.847 laxar en það er mesta veiði
laxa af náttúrlegum uppruna sem um
getur hér á landi, 2,4% meira en sum-
arið 2009. Er það um 67% yfir með-
alstangveiði fyrrgreinds tímabils,
1974-2009.
Guðni segir að hafa beri þó í huga
að með sífellt aukinni sleppingu laxa
veiðist margir fiskanna aftur. Því eru
forsendur talnanna að vissu leyti
breyttar. Það breytir þó ekki því að
aldrei hafa fleiri náttúrulegir laxar
veiðst.
Af lönduðum afla úr náttúrlegum
laxastofnum í fyrra voru um 87%
Ford Focus verður frumsýndur hjá
Brimborg í dag, laugardag, á milli
kl. 12 til 16 en Þetta er fyrsti bíllinn
sem Ford hefur hannað í einni og
sömu útgáfunni fyrir alla markaði
heimsins. „Með þessu móti tekst
Ford að nýta þróunarkostnað al-
heimsbílsins í að framleiða bíl sem
býr yfir búnaði, öryggi og sparnaði
sem áður þekktist ekki nema í mun
dýrari bílum,“ segir í frétt frá fyr-
irtækinu.
Hjá Brimborg í Reykjavík verða
nokkrir bílar til sýnis á laugardag-
inn og munu gestir fá tækifæri til
að kynna sér einn nýstárlegasta
búnað bílsins en hann getur stýrt í
stæði sjálfur. Þegar stefnuljós er
gefið segir skynjari til um hvort
nægt rými sé til að leggja. Hann
leggur svo sjálfur á stýrið meðan
ökumaður bílsins stýrir eldsneyt-
isgjöf og bremsum auk þess að
fylgjast með umhverfinu.
sbs@mbl.is
Brimborg frum-
sýnir Ford Focus
Ákveðið var á félagsfundi veiði-
félags Þverár-Kjarrár í Borgarfirði
að bjóða út veiðina í ánni, frá og
með sumrinu 2013. Þverá og
Kjarrá, ásamt Litlu-Þverá, eru eitt-
hvert eftirsóttasta og besta lax-
veiðisvæði landsins en upptök þess
eru á Arnarvatnsheiði. Þverá sam-
einast Hvítá í Borgarfirði þar sem
heitir Brenna. Veiðifélagið Sporður
hefur verið leigutaki svæðisins í á
þriðja áratug.
Að sögn Kristjáns Axelssonar í
Bakkakoti, formanns veiðifélagsins,
fer Sporður með leiguna nú í sumar
og á næsta ári en talsverður meiri-
hluti félagsmanna samþykkti á
fundinum að setja ána í útboð.
Hluti landeigenda sat hjá en 32
eiga hlut í veiðisvæðinu.
„Menn vilja leita fyrir sér og sjá
hvaða verð er á þessu,“ segir Krist-
ján og bætir við að ýmis veiðisvæði
hafi farið í útboð á síðustu miss-
erum, enda hafi miklar breytingar
orðið á efnahagsumhverfinu.
Í fyrra veiddust 3.760 laxar á 14
stangir í Þverá-Kjarrá og var hún
fjórða aflahæsta áin. efi@mbl.is
Þverá-Kjarrá
í útboð