Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Eftir að samkomulag hafði náðst
hjá svo breiðum hópi um að fara
samningaleiðina er það með öllu
óskiljanlegt að fámennur hópur
skuli setjast bak við luktar dyr og
breyta þeim tillögum sem þar
komu fram, eitthvað sem setur
sjávarútveginn í algjöra óvissu,“
skrifar Sigurjón Aðalsteinsson í
grein í Eyjafréttir í vikunni.
Greinin er skrifuð sem sendibréf
til Jóhönnu Sigurðardóttur, for-
sætisráðherra, og þar gagnrýnir
Sigurjón vinnubrögð ríkisstjórnar-
innar og fer fram á svör við
ákveðnum spurningum.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Sigurjón engin svör hafa
fengið og sagðist ekki eiga von á
svörum. „Jóhanna hefur engin
svör, það er bara svo einfalt,“ segir
Sigurjón.
„Það er ekki verið að vinna á
grundvelli samningaleiðar og því
hafa forystumenn ríkisstjórnarinn-
ar forðast eins og heitan eldinn að
mæta á fundi í þessum sterku sjáv-
arplássum. Mér blöskrar hvernig
menn hafa reynt að koma óorði á
útgerðina og hvernig verið er að
dýpka gjána á milli landsbyggðar
og þéttbýlis.“
Hann segir að í áróðri stjórn-
valda gegn stórútgerðinni gleymist
að nefna að nokkur hundruð smá-
bátaútgerða standi höllum fæti,
hjá þeim eins og öðrum hafi lán
hækkað gríðarlega. „Það hentar
stjórnvöldum hins vegar ekki að
snúast gegn þessum útgerðar-
flokki heldur vilja stjórnvöld rétta
þeim meiri kvóta, sem tekinn yrði
af öðrum. Þeir sem seldu kvóta
eiga að komast inn aftur, en þeir
sem keyptu verða að blæða,“ segir
Sigurjón.
Án þess að steyta hnefann
Í greininni í Fréttum skorar Sig-
urjón á Jóhönnu „sem leiðtoga
þjóðarinnar að reyna að þiggja eða
rétta út sáttarhönd í málefnum
sjávarútvegsins og óska eftir því í
leiðinni að þú heimsækir okkur í
Vestmannaeyjum til að útskýra þín
sjónarmið í sjávarútvegsmálum og
hlusta á aðra. Og það án þess að
steyta hnefann framan í okkur úr
að mér finnst öruggri fjarlægð.“
Bréfið til Jóhönnu er að finna í
heild á eyjafrettir.is
Ekki unnið á
grundvelli
samningaleiðar
Gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda og
beinir spurningum til forsætisráðherra
Morgunblaðið/ÞÖK
Öflugur floti Frá Eyjum er gerður út fjöldi fiskiskipa af öllum stærðum.
Sigurjón er Vestmannaeyingur og hefur á liðnum ár-
um unnið margvísleg störf sem tengjast sjávarútvegi,
meðal annars á fiskmarkaði, í afurðalánadeild banka
og í 13 ár á Fiskistofu. Hann segist því þekkja vel til
sjávarútvegs á Íslandi. Í niðurlagi greinarinnar varpar
hann fram ýmsum spurningum um strandveiðar. Hann
spyr m.a. um nýliðun, gæði fisksins, hvert fiskurinn
fari, afkomu og brask.
Spurningunum svarar hann flestum sjálfur og segir
að nýliðun hafi verið mjög lítil og byggir svarið á op-
inberum upplýsingum. Hann segir gæðin minni en af
kvótabátum og að fiskurinn hafi verið seldur út og
suður en ekki eingöngu farið til að halda uppi atvinnu á stöðunum. Af-
koman hafi verið bágborin og útgerðarmenn sem hafi selt frá sér kvóta
hafi komið inn í þetta nýja kerfi. Aðrir leigi báta á okurverði.
Þá spyr Sigurjón hvort eitthvað sé hæft í því að verðminnsta aflanum
hafi verið hent fyrir borð til að drýgja þann afla, sem koma má með að
landi á hverjum degi.
Lítil nýliðun í strandveiðum
FISKURINN SELDUR ÚT OG SUÐUR
Sigurjón
Aðalsteinsson
Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn
með hreindýraveiðum
Umhverfisstofnun auglýsir fyrirhugað
námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn
með hreindýraveiðum.
Námskeiðið verður haldið á Egilsstöðum
9-12. júní og námskeiðsgjaldið er 160.000 kr.
Eingöngu verður tekið við umsóknum í
gegnum umsóknarkerfi á hreindyr.is en
opnað verður fyrir skráningu kl.12 mánu-
daginn 9. maí. Umsóknir sem berast á
annan máta verða ekki teknar gildar.
Allar nánari
upplýsingar
eru á ust.is og
hreindyr.is
Umsóknafrestur er
til og með 16. maí
Laugardagur til lista
Í dag milli kl. 12.00 – 17.00 eru verk í eigu Eldfjallasafnsins í
Stykkishólmi til sýnis í höfuðstöðvum Arion banka,
Borgartúni 19.
Í ráðstefnusal bankans verður sýnd upptaka af fyrirlestri
Haralds Sigurðssonar prófessors, eldfjallafræðings og
forstöðumanns Eldfjallasafnsins - viðskipti og vísindi.
Verið velkomin.
Í dag, laugardaginn 7. maí, verður
Öskjuhlíðardagurinn haldinn í fyrsta
sinn. Tilefni þess er að þá verður
undirritað samkomulag um stofnun
starfshóps sem ætlað er að móta
samstarf Reykjavíkurborgar, Há-
skólans í Reykjavík og Skógrækt-
arfélags Íslands um útivistarsvæðið
í Öskjuhlíð með það að markmiði að
styrkja svæðið sem náttúruperlu,
útivistar- og kennslusvæði.
Skipaður verður starfshópur sem
mun fyrst í stað greina þá möguleika
sem í svæðinu felast og vinna að
hugmyndum um hvernig megi
styrkja Öskjuhlíðina með samstarfi
þessara þriggja aðila.
Jón Gnarr borgarstjóri setur há-
tíðina kl. 11 og hann mun síðan
kenna gestum að búa til moltu kl.
11,30. Meðal atriða á hátíðinni er
rathlaupsleikur, gönguferð um
Öskjuhlíð, ljóðalestur, sjóböð, sigl-
ingar um Fossvog og fræsöfnun.
Starfsmenn Skálatúns kynna sköp-
un sína og Raggi Bjarna og HR-
bandið koma fram.
Öskjuhlíðardagurinn
haldinn í fyrsta sinn
Morgunblaðið/Ernir
Hátíð Öskjuhlíðin hefur alltaf haft
aðdráttarafl. Þar verður hátíð í dag.
Það sem af er þessu
fiskveiðiári hafa yfir
fjögur þúsund tonn af
úthafsrækju borist á
land. Það er talsvert
meira en veiddist á
fyrstu átta mánuðum síðasta fisk-
veiðiárs. Í ár er úthafsrækja utan
kvóta og sóknin því frjáls.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu veiddust 7.144 þúsund
tonn af rækju á síðasta fiskveiðiári,
en um miðja vikuna voru komin á
land ríflega fjögur þúsund tonn á
þessu fiskveiðiári. Í hönd fara þeir
mánuðir sem mest barst á land af
rækju í fyrra. Yfir sumarmánuðina á
síðasta ári var afli hvers mánaðar
um eða yfir þúsund lestir. Ekki er
ólíklegt að skipum fjölgi á þessum
veiðum í sumar með betri tíð og
minnkandi kvóta í öðrum tegundum.
Ráðgjöfin sjö þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun lagði til að
heildaraflamark úthafsrækju á
þessu fiskveiðiári yrði sjö þúsund
tonn, sem er það sama og lagt var til
fyrir síðustu fjögur ár. Rækjuveiðar
á Íslandsmiðum náðu hámarki á ár-
unum 1994–1997 þegar aflinn var yf-
ir 70 þúsund tonn á ári. Frá 1997
dróst aflinn hins vegar mjög hratt
saman. Árin 2006–2008 var aflinn
860–2.200 tonn. Hann jókst aftur ár-
ið 2009 og var þá um 5.500 tonn og
yfir sjö þúsund í fyrra. aij@mbl.is
Meira veitt
af rækju en
á síðasta ári
Mest aflaðist í fyrra
yfir sumartímann