Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hafði áhrif á mig að sjá fyrir mér, að ef vel tækist til, væri gaman að geta skilið varanlegan hlut eftir í mínu heimahéraði sem þakklæti fyr- ir að fóstra mig og fjölskyldu mína,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, handavinnukennari og bóndi á Akri í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu. Hún stendur fyrir miklu menningar- og ferðaþjónustuverkefni, að sauma út 50 metra langan refil um Vatnsdæla sögu í anda hins þekkta Bayeux- refils í Normandí. Jóhanna hefur gengið með þessa hugmynd í maganum um tíma en nú er undirbúningurinn kominn á loka- stig. Stefnt er að því að hefja út- sauminn á Húnavöku í júlí. „Það eru nokkur púsl sem þurftu að raðast saman,“ segir Jóhanna þegar hún er spurð um hugmyndina, hvernig hún hefði fæðst. Hún er handavinnukennari. „Þegar ég var við nám í skóla í Danmörku var Ba- yeux refillinn kynntur fyrir okkur. Segja má að Bayeux sé mín Mekka. Þangað þarf ég að fara einhvern tím- ann.“ Hún hefur kennt ullarvinnslu við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og unnið mikið við sitt fag, samhliða búskapnum, en langar að gera meira. Svo kallaði Vatns- dæla saga á hana en hún gerist í um- hverfi Jóhönnu. „Mér fannst ástæða til að gera meira með söguna. Hún er að því leyti ólík mörgum Íslend- ingasögum að til eru svo miklar minjar að maður getur komist vel í snertingu við söguna með því að fara um söguslóðirnar. Púslin fóru að raðast saman. „Það er búið að skrifa mikið og mála og gera allskyns verkefni út frá Íslend- ingasögunum en enginn hefur saum- að út. Mér datt í hug að það gæti orðið verðugt verkefni og fór að nefna þetta við fólk sem vit hefur á og fékk allsstaðar hvatningu til að halda áfram,“ segir Jóhanna. Strax í upphafi kom félag um landnám Ingi- mundar gamla að verkefninu sem og Textílsetur Íslands. Hafa fulltrúar þeirra unnið með Jóhönnu að und- irbúningi. Tekur 10-12 ár Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands myndgerðu Vatnsdælu á refli undir stjórn Kristínar Rögnu Gunn- arsdóttur, listræns stjórnanda, sem samræmdi teikningarnar þannig að úr varð samfellt listaverk. Sagan mun renna eftir reflinum eins og teiknimynd. Ístex spinnur og litar bandið sem notað er til sauma en það er gert úr sérvalinni lambsull. Jóhanna hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars fjárstuðning frá Menningarráði og Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Refilsaumur er þekktur í íslenskri textílgerð vegna þess að mörg okkar fegurstu altarisklæði eru með refil- saumi. Hann hvarf í Evrópu á mið- öldum en lifði hér og er þess vegna stundum nefndur forníslenskur saumur. Danir kalla hann aðeins nið- urlagðan saum. Þar hefur verið unn- ið að fleiri en einu verkefni í þessa veru, meðal annars við að gera eft- irmynd Bayeux-refilsins. Teikningarnar verða yfirfærðar á efnið og myndasagan síðan saumað út. Byrjað verður á bæjarhátíðinni Húnavöku 16. júlí næstkomandi. Bayeux refillinn er 70 metra lang- ur. Blönduós-refillinn átti að verða 40 metra langur en teiknararnir lifðu sig svo inn í söguna að hann verður upp undir 50 metrar. Mynd- irnar eru 50 sentimetrar á hæð og að auki verður 15-20 sentimetra bil of- an og neðan við þær til að ramma söguna inn. Þetta er mikið verk sem áætlað er að taki 10 til 12 ár að vinna, og þarf þó að halda vel á spöðunum. Ferðafólk tekur þátt Jóhanna ætlar ekki að gera þetta ein. „Hugmyndin er að gefa ferðafólki kost á að kaupa sig inn á saumastofuna til að fá að skoða refilinn og fá kennslu og leiðbeiningar – og setja sitt spor í söguna. Nöfnum allra sem koma við sögu verður haldið til haga í bók sem fylgir verk- inu.“ Nú er vitað að ekki hafa allir gestir áhuga á að sauma og segir Jó- hanna að hugmyndin sé að gefa þeim kjarklausu kost á að borga sig frá saumskapnum. Jóhanna og samstarfsfólk hennar mun einnig sitja við sauma svo verk- ið komist eitthvað áfram. Á veturna er síðan hugmyndin að bjóða hópum upp á ýmis námskeið í refilsaum, meðal annars í tengslum við ferða- þjónustu. Hópum verður þá boðið að fara á slóðir Vatnsdælu til að skoða sögusviðið. „Ef ein manneskja gerði þetta þá yrði útsaumurinn flatari en því fleiri sem leggja sitt af mörkum þeim mun fjölbreytilegra verður verkið,“ segir Jóhanna og óttast ekki vinnubrögð- um hjá misvönum gestum. Hún og aðstoðarfólk hennar hefur umsjón með saumaskapnum og leiðbeinir þannig að tryggt verður að farið verður eftir forskriftinni. Hún vonast til að verkefnið skapi nokkur störf í ferðaþjónustu, til dæmis við sölu minjagripa, auk þess sem það muni draga fólk á staðinn. Saumaskapurinn fer fram í Kvennaskólanum á Blönduósi. Þar er nægt pláss til að vinna verkið. „Það er markmið mitt og von að ref- illinn verði síðar settur upp á Þing- eyrum þar sem talið er að Vatns- dæla saga hafi verið skrifuð. Hjarta Húnvetninga slær á Þingeyrum,“ segir Jóhanna. Til þess að gera þann draum að veruleika þyrfti að byggja viðbyggingu við Klausturstofu. Vill gefa af sér til heimahéraðsins  Jóhanna Erla Pálmadóttir handavinnukennari á Akri stendur fyrir útsaumi á fimmtíu metra löngum refli um Vatnsdæla sögu  Ferðafólk getur tekið þátt og markað spor í menningarsöguna Ingimundarsynir hefna föður síns Jökull og Hrolleifur velta niður brekkuna. Ljót kerling hefur gert sig ósýnilega með göldrum og rekur fötin fram yfir höfuð og birtist svo með tröllslega skotið augnarráð með höfuðuð aftur á milli fóta sér. Þá kemur Jökull fram hefndum með því að vega Hrolleif. Bayeux refillinn sýnir herferð Vilhjálms sigursæla til Englands og orrustuna við Hastings árið 1066 í myndasöguformi. Hann er eign dómkirkjunnar í Bayeux í Normandí og heldur nafni borg- arinnar á lofti. Refillinn er talinn saumaður í Englandi, skömmu eftir þessa sögulegu atburði, og gæti því verið 930 ára gam- all. Hann er sýndur í sérstöku safni sem byggt var utan um hann og er vinsæll við- komustaður ferðafólks. Bayeux refillinn vinsæll SJÖTÍU METRA LÖNG MYNDASAGA Í NORMANDÍ Bayeux refillinn lýsir miklum átökum árið 1066. Jóhanna Pálmadóttir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þá fjóra mánuði sem af eru ársins var hiti fyrir ofan meðallag, í Reykjavík var hann 1,2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990, og 0,1 stigi fyrir ofan meðallag áranna 2001-2010. Á Akureyri var hitinn 2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,1 stigi ofan meðallags áranna 2001-2010. Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veður- stofu Íslands, segir veturinn hafa verið hlýjan og að meðalhitinn frá nóvember og fram í apríl hafi verið um 0,9 stigum fyrir ofan meðallag í Reykjavík og 1,3-1,4 stigum fyrir norðan. Veturinn hafi hins vegar verið afar tvískiptur. „Það var þurrt og stöðugt veður framan af en eftir janúar er búin að vera umhleypingatíð, sérstaklega í apríl og sérstaklega í Reykjavík,“ segir hann. Úrkoman í apríl hafi ver- ið 2,4 sinnum meðallagið og yfir meðallagi í febrúar og mars en mikið undir meðallaginu í nóvember, des- ember og janúar. Trausti segir að umhleypingarnir nú gefi ekki endilega vísbendingu um það sem koma skuli, þeir séu til- fallandi. „En veturnir gætu orðið svona næstu sjö árin þess vegna. Það er langviðrasamt á Íslandi, eins og sagt er; ef eitthvað byrjar þá heldur það oft áfram.“ Hvað sumarið varðar vill hann sem minnstu spá, enda hafi aldrei tekist almennilega að spá nokkra mánuði fram í tímann. Honum líst hins vegar ágætlega á útlitið. „Sumr- in eru búin að vera mjög hlý í mörg ár, þetta er eiginlega tíunda árið sem byrjar með hlýindum og engin sér- stök merki um að það hafi breyst.“ Þrátt fyrir að veðrið sé illfyrirspá- anlegt segir Trausti að Reiknimið- stöð evrópska veðurstofa gefi út spá fjóra mánuði fram í tímann og hafi í síðastliðnum mánuði spáð fínasta sumri. „Fyrir mánuði spáðu þeir svipuðu veðri og var í fyrrasumar og þeir spáðu því líka í fyrra og höfðu þá rétt fyrir sér. En það er engin trygging fyrir því að þeir hafi rétt fyrir sér núna,“ segir hann og vill augljóslega hafa varann á. Hafið gefi hins vegar hugsanlega góð fyrirheit: „Sjávarhiti er frekar hár í kringum landið núna og það eru nú oft einhver tengsl milli hans og hitans almennt.“ Veturinn var hlýr en afar votur  Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa spáir svipuðu veðri nú í sumar og var á síðastliðnu ári Morgunblaðið/Ómar Hvítt Esjan var enn skrýdd vetrar- búningnum í byrjun maímánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.