Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Grundvallarbreyting er að eiga sér stað á fasteignalánamarkaðnum, en kaupendur fasteigna þurfa nú al- mennt að reiða fram aukið eigið fé við kaup á fasteignum en áður. Arion banki kynnti í gær til sögunnar val- kosti viðskiptavina í fasteignalánum, sem bera lægri vexti en boðist hafa frá hruni. Arion banki býður verðtryggð lán með 4,3% vöxtum til 25 eða 40 ára og er um er að ræða hagstæðari vaxta- kjör en Íbúðalánasjóður býður upp á um þessar mundir, en þar fást verð- tryggð lán með 4,4 til 4,9% vöxtum, allt eftir því hvort uppgreiðsluákvæði er í lánasamningum. Athygli vekur að Arion banki býður þá að hámarki upp á 60% veðhlutfall. Er þar um að ræða nokkra breytingu frá því sem tíðkað- ist á Íslandi á árunum 2004-2008, þeg- ar einstaklingar gátu fengið íbúðalán með allt að 100% veðhlutfalli. Því er ekki hægt að bera saman innreið Ar- ion banka á markaðinn nú, við kosta- boð KB banka árið 2004, þegar blásið var til harðrar samkeppni við Íbúða- lánasjóð. Raunar lánaði KB banki langmest af sínum fasteignalánum á árunum 2004 til 2006. Eftir það varð mestur vöxtur hjá aðilum á borð við sparisjóði og Íbúðalánasjóð. Talsverð breyting Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, segir að grundvallarbreyting sé að eiga sér stað á fasteignalánamarkaðnum. „Bankar lána með tilliti til veðs ann- ars vegar og greiðsluflæðis hins veg- ar. Á árinu 2004 fóru bankar að líta í auknum mæli til greiðsluflæðis, sem gerði til að mynda ungu fólki mun auðveldara fyrir að festa kaup á sinni fyrstu fasteign. Þetta hefur snúist við að nokkru leyti,“ segir hann. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta reitt fram 40% eigið fé við fyrstu fasteignakaup, að sögn Ásgeirs. Hann segist því reikna með því að flestir sem nýti sér nýkynnta leið Arion banka verði þeir sem þegar búi yfir jákvæðri eiginfjárstöðu í íbúð og þurfi að stækka við sig. „Ég tel að ungt fólk hafi í dag mun verri aðgang að fjár- magni en tíðkast hefur síðustu tvo áratugi. Því má reikna með að ungt fólk þurfi nú að leigja húsnæði í lengra tíma, það er að segja ef bankar ætla sér nú að krefjast aukins eig- infjárframlags,“ segir hann. Fagnar fjölbreytni Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segist líta samkeppni Arion banka jákvæð- um augum. „Þetta er gott fyrir mark- aðinn og eigendur fasteigna,“ segir hann. „Núna eru uppi allt aðrar að- stæður en árið 2004. Arion banki býð- ur tíu punktum hagstæðari kjör en Íbúðalánasjóður í fyrstu 60% af kaup- verði og það kemur þeim kaupendum sem eiga eigið fé til góða. Þeir sem þurfa að fjármagna hærra hlutfall kaupverðs t.d. 70% veðhlutfall eða hærra fá hagstæðari vaxtakjör.“ Sigurður nefnir að veðhlutfall vegi sennilegra þyngra við fjárfestinga- ákvarðanir einstaklinga heldur en vaxtakjör. „Það er alltaf erfiðast að útvega eigið fé, sérstaklega í tilfelli fyrstu íbúðakaupenda. Veðhlutföllin voru hins vegar ívið há á síðustu ár- um, það er einn lærdóma síðustu ára. Við höfum líka verið að sjá lægri veð- hlutföll í löndunum í kringum okkur.“ Hærri vextir annars staðar Þau fasteignalán sem Arion banki kynnti til sögunnar í gær eru ein- göngu verðtryggð. Hinir stóru bank- arnir, Landsbankinn og Íslandsbanki bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð lán. Landsbankinn birtir ekki vaxtakjör á óverðtryggðum lán- um á vefsvæði sínu en tekið er fram að vextir séu breytilegir. Verðtryggð lán bera 4,8% breytilega vexti. Samkvæmt upplýsingum frá Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra við- skiptabankasviðs Íslandsbanka, er unnið að útgáfu á sértryggðum skuldabréfum til að fjármagna bank- ann. Vöruframboð og stefna bankans í þeim efnum haldist í hendur við þá vinnu. „Við höfum á síðustu misserum lagt áherslu á að bjóða viðskiptavin- um óverðtryggð húsnæðislán á mjög góðum kjörum. Má nefna að bankinn hefur boðið tímabundin afsláttarkjör vegna endurútreiknings á erlendum húsnæðislánum.“ Samkeppni í fasteignalánum á ný Morgunblaðið/Ásdís Fasteignamarkaður Samkeppni er hafin á fasteignalánamarkaði á ný. Kaupendur þurfa nú meira eigið fé.  Arion banki kynnir ný og hagstæðari fasteignalán til sögunnar  Lægra veðhlutfalls er krafist við fasteignakaup en tíðkast hefur á síðustu árum  Erfiðara að fjármagna við fyrstu kaup en áður Fjármögnun fasteigna » Arion banki kynnti í gær hagstæðari vaxtakjör á fast- eignalánum en tíðkast hafa á síðastliðnum tveimur til þrem- ur árum á Íslandi. Hins vegar er krafist 40% eiginfjár- framlags frá væntanlegum fasteignakaupendum. » Líklegt er að krafa um aukið eiginfjárframlag muni torvelda fyrstu kaupendum aðgang að fasteignamarkaðnum. » Hinir stóru bankarnir bjóða óhagstæðari vexti, ef marka má upplýsingar á netinu. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Eigendur tæplega helmings þeirra erlendu ríkisskuldabréfa, sem Seðla- bankinn bauðst til að kaupa um miðj- an apríl, tók tilboði bankans. Í útboðinu, sem lauk á fimmtudag, samþykkti Seðlabankinn, fyrir hönd ríkissjóðs, að kaupa á nafnverði bréf fyrir um 346 milljónir evra, eða um 57 milljarða króna. Um er að ræða tvö erlend skulda- bréf ríkissjóðs, sem falla á gjalddaga árin 2011 og 2012. Voru þau upphaf- lega að fjárhæð 1.000 milljónir evra annars vegar og 250 milljónir evra hins vegar. Fyrir útboðið núna voru samtals útistandandi um 800 millj- ónir evra, en eftir það standa úti samtals 454 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að kaupin séu þáttur í lausa- fjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýr- ingu Seðlabanka Íslands. Í lok mars nam gjaldeyrisforði Seðlabankans 767 milljörðum króna, sem samsvar- ar um 4,7 milljörðum evra og segir í tilkynningunni að Seðlabankinn og ríkissjóður séu því í góðri stöðu til að greiða þau erlendu lán sem falla í gjalddaga samkvæmt lánasamning- um á næstu árum, þar á meðal þau skuldabréf sem hér um ræðir. Þegar greint var frá þessum áformum um miðjan apríl síðastlið- inn sagði Már Guðmundsson seðla- bankastjóri að niðurstaðan gæti ekki annað en verið jákvæð fyrir Ísland. „Vextir á skuldabréfunum eru ann- ars vegar 3,75 prósent og hins vegar 5,4 prósent. Ávöxtun á lausu fé í gjaldeyrisforðanum er hins vegar í kringum eitt prósent. Ef við getum keypt bréfin losnum við því við að greiða háar vaxtagreiðslur til eig- endanna. Ef þeir hins vegar ákveða að halda bréfunum í staðinn fyrir að selja þau er það mjög mikilvæg traustsyfirlýsing á íslenska ríkinu,“ sagði Már. Ríflega helming- ur vill halda skuldabréfunum Morgunblaðið/Ernir Jákvætt Már sagði niðurstöðuna aðeins geta verið jákvæða.  Seðlabanki kaupir til baka skuldabréf ● Lánamál ríkisins buðu í gær út tvo óverðtryggða flokka ríkisbréfa, með gjalddaga 2012 (RIKB 12 0824) og 2016 (RIKB 16 1013). Sex gild tilboð bárust í þann fyrr- nefnda, að fjárhæð 3.600 milljónir að nafnverði, og var þremur tekið fyrir 700 milljónir, á 3,23% ávöxtunarkröfu. Jafnmörg tilboð bárust í síðarnefnda flokkinn og var fimm tekið fyrir 785 milljónir að nafnverði, á 5,54% ávöxt- unarkröfu. 1,5 ma. ríkisbréf seld ● Fyrirtækið Handpoint ehf. hefur hlotið Vaxtarsprotann 2011, sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbygg- ingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en fjórfaldaði veltu sína milli áranna 2009 og 2010. Fyrirtækin Marorka, Trackwell og Gogogic fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári. Vaxtarsprotann veita Samtök iðnaðarins, Rann- sóknamiðstöð Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Handpoint verðlaunað Skuldabréfa- vísitala GAMMA lækkaði um 0,21 prósent í gær og hefur þá lækkað um 1,16 prósent í vikunni. Verð- tryggði hluti hennar lækkaði um 0,95 prósent í gær og sá óverðtryggði um 0,09 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði nam 10,6 milljörðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,53 prósent í gær og endaði í 995,62 stigum. Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 3,49 prósent á meðan gengi bréfa Öss- urar lækkaði um 1,76 prósent. Þá hækkaði gengi Century Aluminum um 0,16 prósent. Hlutabréfaveltan nam 117 milljónum króna. bjarni@mbl.is Skuldabréf lækka                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-1/ ++2-13 ,+-13, ,4-3/0 +/-+33 +,1-++ +-045, +/+-41 +25-., ++,-1/ +/3-05 ++.-,1 ,,-4+2 ,4-203 +/-,4/ +,1-0. +-04.5 +/+-25 +20-+/ ,+.-111 ++5-,3 +/3-// ++.-25 ,,-4/ ,4-.42 +/-,2+ +,1-/5 +-0++0 +/,-+. +20-20 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA KÓPAVOGSBÆJAR ÁRSFUNDUR 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn mánudaginn 23. maí kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins • Breyting á samþykktum • Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttar- félög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Kópavogi, 3. maí 2011 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.