Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 25

Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íhaldsflokkur Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, virðist hafa haldið að mestu sínum hlut í sveitar- og héraðskosningunum í Bretlandi í fyrradag og unnið veru- legan varnarsigur. Verkamanna- flokkur Ed Milibands vann mjög á en hann hefur gagnrýnt hart niður- skurðartillögur stjórnvalda. Leið- togi Frjálslyndra demókrata, Nick Mikill ósigur Frjálslyndra  Leiðtogastaða Cleggs gæti verið í hættu eftir sveitarstjórnarkosningarnar  Verkamannaflokkurinn vann mikið á og íhaldsmenn héldu sínum hlut Clegg aðstoðarforsætisráðherra, varð fyrir miklu áfalli, flokkurinn galt afhroð. Skoskir þjóðernissinnar (SNP) undir forystu Alex Salmonds, for- sætisráðherra skosku heimastjórn- arinnar, unnu mikinn sigur og hafa nú meirihluta á þinginu í Edinborg. Miliband sagði að Clegg hefði fengi þau skilaboð frá kjósendum að hann ætti ekki að starfa með íhalds- mönnum. Ljóst er að leiðtogastaða Cleggs getur verið í hættu og jafnvel stjórnarsamstarfið. Ekki bætti úr skák fyrir hann að fyrstu tölur úr þjóðaratkvæði um breytingar á kosningakerfinu bentu til þess að til- lögurnar, sem Clegg barðist fyrir, hefðu verið felldar með miklum mun. Núverandi kerfi tryggir þeim sem flest fær atkvæðin þingsætið, án til- lits til kjörfylgis. Frjálslyndir hafa víðast verið í þriðja sæti og lúta þing- mannsefni þeirra því oftast í lægra haldi fyrir Íhaldsmönnum eða fram- bjóðendum Verkamannaflokksins. Vildu forgangsröð » Í tillögunum sem féllu var gert ráð fyrir að hver kjósandi gæti raðað frambjóðendum í forgangsröð. » Þessi tilhögun myndi gagnast vel Frjálslyndum, at- kvæði þeirra myndu nýtast betur. Reuters Hugsi Nick Clegg aðstoðarforsætis- ráðherra við heimili sitt í gær. Liðsmenn íslamistasamtaka í Quetta í Pakistan hrópa slagorð gegn Bandaríkjunum eftir bænir í gær og veifa myndum af Osama bin Laden. Al-Qaeda sendi í gær frá sér yfirlýsingu á netinu og viðurkenndi að bin Laden væri fallinn, Bandaríkjamönnum var hótað grimmileg- um hefndum. Dauði leiðtogans myndi þýða „bölvun“ fyrir þá, einnig var hvatt til uppreisnar í Pakistan. Búið er að þýða nokkuð af þeim umfangsmiklu gögn- um, tölvudiskum, minnismiðum og öðru, sem sérsveit- armennirnir höfðu á brott með sér eftir að hafa vegið bin Laden. Bandarískur hershöfðingi, Richard Mills, segir gögnin geysilegan happafeng, þau muni t.d. geta dugað til að finna aðila sem hafi stutt uppreisnarmenn í Afganistan með fé og vopnum. Nú er ljóst að bin Laden var í virku sambandi við aðstoðarmenn sína og lagði á ráðin um ný hryðjuverk. Fram kemur að hann velti fyr- ir sér árásum á járnbrautarlestir og fleiri mannvirki í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Reuters Al-Qaeda segir bin Laden fallinn einn af uppkomnum sonum leiðtog- ans lét lífið ásamt þrem barnabörn- um. Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV), á aðild að samsteypustjórn Jens Stoltenbergs. Mikill urgur er meðal friðarsinna í flokknum og nokkrar flokksdeildir hafa þegar ályktað að stöðva beri aðild Norð- manna að átökunum. Þær segja að bandamenn hafi túlkað ályktun SÞ of frjálslega, nú sé líka greinilega ætlunin að setja Gadaffi af með vopnavaldi. Ólíklegt er að stjórnin springi vegna málsins, fullyrt er í Aftenposten að leiðtogi flokksins, Kristin Halvorsen, vilji að Norð- menn hætti ekki strax þátttökunni. Þeir hafi lofað að leggja fram flug- vélar í þrjá mánuði og verði að standa við það. En Halvorsen vill halda flokknum saman og segir að Norðmenn eigi að beita sér manna mest fyrir friðsamlegri lausn í Líbíu. Friðarsinnar gagnrýna aðgerðir NATO í Líbíu  Margir félagar Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi vilja að þjóðin hætti þátttöku í loftárásunum á stöðvar Gaddafis Komið hefur í ljós að dularfullt brott- hvarf Mahmouds Ahmadinejads Ír- ansforseta í 11 daga átti sér skýringu: hann var sennilega að mótmæla því að ajatollah Ali Khamenei, æðsti trúarleiðtogi og valdamesti maður landsins, skyldi grípa fram fyrir hendurnar á forsetanum. Khamenei setti leyniþjónusturáðherra landsins aftur í embætti eftir að Ahmadinejad hafði í reynd þvingað hann til að segja af sér. Hatrömm valdabarátta mannanna tveggja hefur orðið til þess að nokkrir nánir bandamenn forsetans hafa ver- ið handteknir og m.a. sakaðir um að nota galdra og ákalla framliðna sér til hjálpar. Starfsmannastjóri forsetans, Es- fandiar Rahim Mashaei, og fleiri hafa að sögn breska blaðsins Guardian þegar verið hand- teknir. Mashaei vill takmarka áhrif klerka í stjórnmálum og margir álíta að Ahmadinejad vilji að hann taki við af sér. Öflugir liðs- menn Khameneis úr röðum íhalds- manna á þingi vilja að forsetinn verði ákærður fyrir að óhlýðnast Khame- nei. Abdulhassan Banisadr, fyrsti for- seti landsins eftir byltinguna 1979, fór í útlegð eftir að hann var sakaður um að reyna að grafa undan klerka- stjórninni. kjon@mbl.is Menn Íransforseta sakaðir um galdra  Hörð valdabarátta í gangi milli æðstu manna og handtökur í Teheran Ajatollah Ali Khamenei Stjórn Gaddafis hefur framið stríðsglæpi og það sem á alþjóðalagamáli er nefnt glæpir gegn mannkyninu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunm Amnesty International. Fulltrúar Am- nesty hafa safnað upplýsingum með því að ræða við fulltrúa samtak- anna Læknar án landamæra, einnig fjölda Líbíumanna, m.a. í borg- inni Misrata þar sem sveitir Gaddafis hafa gert harðar flugskeytaárásir undanfarnar vikur. Uppreisnarmenn ráða enn borginni. Annars staðar er lítið um átök, þrátefli er í stríðinu. Gaddafi sekur um stríðsglæpi NÝ SKÝRSLA AMNESTY INTERNATIONAL UM LÍBÍU Skannaðu kóð- ann til að lesa meira um Líbíu. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Flugmenn ríkja Atlantshafs- bandalagsins, Svía og fleiri þjóða sem taka þátt í vopnaða flugeftirlit- inu í Líbíu, geta ekki beitt sér af fullu afli vegna skilyrða sem örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna setti. Að- eins má beita vopnavaldi til að vernda óbreytta borgara. En NATO, sem stýrir aðgerð- unum, hefur ákveðið að stjórn- stöðvar Gaddafis, þ. á m. í Tripoli, séu lögmæt skotmörk. Nú er ljóst að norskar F-16 þotur tóku þátt í árás fyrir tveim vikum sem menn Gad- dafis segja að hafi lyktað með því að Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 19. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. ÁRSFUNDUR 2011 Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Staða og framtíðarsýn í orkumálum, erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar 3. Almenn ársfundarstörf 4. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 5. maí 2011 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 46 44 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.