Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
L
yf hafa náð yfirhöndinni
sem meðferðarform við
geðröskunum á Íslandi,
jafnvel þótt lyfin henti
ekki öllum og oft sé ekki
vitað hvernig þau virka. Þetta má
rekja annars vegar til þeirrar ofur-
áherslu sem lögð er á líffræðilegar
skýringar á orsökum geðraskana og
hinsvegar til áhrifa frá lyfjaiðn-
aðinum.
Þetta segir dr. Steindór J. Erl-
ingsson, vísindasagnfræðingur. Hann
ritar grein, sem er afrakstur tveggja
ára rannsóknarvinnu, í nýjasta tölu-
blað Tímarits félagsráðgjafa, þar sem
hann leiðir líkur að því að geðlæknis-
fræðin glími við hugmyndafræðilega
kreppu.
Líffræðin ósönnuð tilgáta
Enn er fjarri lagi að hægt sé að
segja til um með nokkurri vissu hver
orsök geðraskana sé í raun og veru.
Síðustu áratugi hafa hinsvegar líf-
fræðilegar tilgátur smátt og smátt
orðið ráðandi, ekki síst sú útbreidda
hugmynd að þunglyndi, kvíði og fleiri
geðraskanir stafi af ójafnvægi í tauga-
boðefnum heilans.
„Þessu er haldið að fólki sí og æ,
en þetta er algjörlega ósönnuð til-
gáta,“ segir Steindór og vísar í grein
sem birtist í fræðiritinu American
Journal of Psychiatry í október 2010
þar sem niðurstaðan var sú að þrátt
fyrir áratugalangar rannsóknir hefði
ekki tekist að sannreyna að efnaójafn-
vægi ylli geðröskunum.
Einkenni, ekki orsakir
Að sögn Steindórs var það í
kringum 1980 sem byrjað var að
leggja aukna áherslu á líffræðilegu
skýringarnar. Nýtt greiningarkerfi
geðraskana var smíðað sem byggðist
á flokkun ákveðinna einkenna í skýrt
afmarkaðar raskanir. „Þeir sem
bjuggu til þetta kerfi sáu fyrir sér að í
framtíðinni myndu líffræðilegu skýr-
ingarnar finnast með aukinni tæki. Nú
30 árum síðar eru þær ekki komnar.
Þannig að þetta kerfi lýsir bara ein-
kennum, en greinir ekki orsakirnar.“
Flokkunarkerfið sem geðlæknis-
fræðin reiðir sig á virðist því vera hluti
af vandanum, að sögn Steindórs, því
það byggist á veikum vísindalegum
grunni. Afleiðingarnar virðast m.a.
vera þær að fjöldi þeirra einstaklinga
sem hægt er að greina með geðröskun
hefur aukist verulega, og lyf yf-
irgnæfa önnur meðferðarform geð-
raskana.
Í ljósi þess að ekki er vitað fyrir
víst hvað það er sem veldur geðrösk-
unum eins og t.d. þunglyndi, þarf
heldur ekki að koma á óvart að ekki er
með vissu vitað hvernig t.d. þung-
lyndislyfin virka í raun.
Steindór rekur einnig í grein
sinni í Tímariti félagsráðgjafa að
hvorki ríkir einhugur um mögulega
virkni geðlyfja né hversu mikið beri að
nota þau til að meðhöndla geðrask-
anir, en óvíða eru fleiri ávísanir á geð-
lyf en einmitt á Íslandi.
Fleiri valmöguleikar en lyf
Steindór segir að horfast verði í
augu við þá veikleika sem séu í kerfinu
og skapa umræðu milli fagstétta.
Hann segist t.d. gjarnan vilja sjá að
meðferð hjá sálfræðingum verði einn-
ig niðurgreidd af Sjúkratryggingum
Íslands, enda hafi sýnt sig að hún
gagnist mörgum ekki síður og jafnvel
betur en lyfjameðferð, sérstaklega
þeim sem þjást af vægu eða miðlungs
þunglyndi.
„Það er þægileg leið að ávísa lyfj-
um, og lyfin hjálpa auðvitað mörgum,
það má ekki líta fram hjá því. En þau
hjálpa ekki öllum og við verðum að
fara að horfa í aðrar áttir en aðeins til
lyfjagjafar og gera fleiri valmöguleika
sýnilegri.“
Hugmyndafræðileg
kreppa geðlækninga
Morgunblaðið/Ásdís
Lyf Líffræðilegar tilgátur um orsakir geðraskana urðu smám saman ráð-
andi í rannsóknum innan geðlæknisfræðinnar. Notkun geðlyfja er mikil.
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íjúní 2009undirrituðuJóhanna Sig-
urðardóttir og
Steingrímur J. Sig-
fússon stöðug-
leikasáttamála við
aðila vinnumarkaðarins í þeim
tilgangi að lengja kjarasamn-
inga og stuðla að endurreisn
efnahagslífsins. Sáttmálinn var
ítarlegur og þar var einkum
horft til þess að ríkisstjórnin
mundi hleypa framkvæmdum
af stað og bæta stöðu atvinnu-
lífs og heimila. Auk þess lögðu
atvinnurekendur sérstaka
áherslu á að endurskoðun fisk-
veiðistjórnunar yrði í þeim
sáttafarvegi sem lagt hefði ver-
ið upp með við skipan sér-
stakrar sáttanefndar um það
mál.
Skemmst er frá því að segja
að stöðugleikasáttmálinn, sem
undirritaður var við hátíðlega
athöfn og fylgt úr hlaði með há-
stemmdum yfirlýsingum, hélt
ekki. Ríkisstjórnin stóð ekki
við sinn hluta sáttarinnar og
eftir að hafa sýnt nokkurt lang-
lundargeð sögðu bæði atvinnu-
rekendur og verkalýðshreyfing
sig frá sáttmálanum og hafa
síðan verið gagnrýn á fram-
göngu ríkisstjórnarinnar í
þessu efni.
Þetta er ástæða þess að um
leið og því er fagnað að verk-
föllum hefur verið forðað þá
hljóta menn að hafa miklar efa-
semdir um að forsendur ný-
gerðra samninga haldi. Þegar í
fyrradag kom í ljós að forsætis-
ráðherra gerði sér enga grein
fyrir því hver efnahagsleg áhrif
samninganna kynnu að verða
og fór með fleipur í
því sambandi. Sú
staðreynd gerir yf-
irlýsingu ríkis-
stjórnarinnar í
tengslum við ný-
gerða kjarasamn-
inga enn ótrúverðugri en ella.
Annað sem gerir yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar ótrúverðuga
er hve mjög hún minnir á stöð-
ugleikasáttmálann, til dæmis
hvað varðar fyrirhugaðar
framkvæmdir. Þar er rík-
isstjórnin ítrekað að lofa sömu
framkvæmdunum eða að kynna
óljós fyrirheit um ótilgreindar
stórfelldar fjárfestingar. Full-
komlega óútskýrt er hvers
vegna menn ættu að taka meira
mark á þessu nú en áður.
Með nýgerðum kjarasamn-
ingum er teflt á tæpasta vað í
efnahagslegu tilliti. En þar
sem launþegar hafa orðið fyrir
miklum búsifjum og laun of
margra eru allt of lág er eðli-
legt að reynt sé að ná saman
um mjög metnaðarfull mark-
mið. Vandinn er hins vegar sá
að án verulegrar stefnubreyt-
ingar hjá stjórnvöldum verða
að teljast litlar líkur á að at-
vinnulífið geti staðið undir
þeim mikilvægu kjarabótum
sem samið hefur verið um. Allir
hljóta að vona að nú sé komið
að því að ríkisstjórnin breyti
um kúrs, láti hendur standa
fram úr ermum og horfi á hags-
muni landsmanna en ýti kredd-
unum og fordómunum til hlið-
ar.
Það getur hins vegar seint
talist mikið raunsæi að treysta
því í blindni að slíkar breyt-
ingar gangi eftir.
Margt þarf að breyt-
ast hjá stjórnvöldum
til að grundvöllur
kjarasamninga haldi}
Teflt á tæpasta vað
Innanrík-isráðherra
hafði í vikunni uppi
góð orð um að
tryggja traustar
samgöngur við
Vestmannaeyjar. Þetta kom
fram í utandagskrárumræðu
um Landeyjahöfn og næstu
skref í samgöngum milli lands
og Eyja þar sem stjórnvöld
voru gagnrýnd fyrir að hægt
gengi að koma Landeyjahöfn í
nothæft ástand.
Vissulega er það rétt sem
ráðherra benti á að veðurfar
hefur verið óhagfellt það sem
af er ári. Þá má líta það já-
kvæðum augum að um miðjan
mánuðinn muni Siglinga-
málastofnun skila af sér
skýrslu um málið, eins og ráð-
herra boðaði.
Meginatriðið er þó að stjórn-
völd geri sér grein fyrir að
samgöngur við Vestmanna-
eyjar eru enn í algerum ólestri.
Enn fremur að þessar að-
stæður eru óþol-
andi fyrir íbúa
Vestmannaeyja og
aðra þá sem þang-
að vilja komast.
Síðast í gær
voru, með óþægilega skömm-
um fyrirvara eins og oft hefur
verið, afboðaðar ferðir til
Landeyjahafnar og ákveðið að
sigla til Þorlákshafnar. Aug-
ljóst er að þetta getur ekki
gengið lengur og stjórnvöld
verða án tafar að grípa til
þeirra aðgerða sem duga til að
koma samgöngum við Vest-
mannaeyjar í það horf sem lof-
að hefur verið. Núverandi
stjórnvöld hafa haft ríka til-
hneigingu til að setja mál í
nefnd og hugleiða aðgerðir í
stað þess að framkvæma. Slík
vinnubrögð duga ekki lengur í
þessu máli. Óvissan um sam-
göngur til Eyja hefur verið
nógu slæm í vetur, en ekki er
hægt að bjóða upp á að hún
haldi áfram í sumar.
Landeyjahöfn má
ekki vera í lamasessi
fram eftir sumri}
Samgöngur í ólestri
V
ið mannfólkið erum almennt mjög
íhaldssamar skepnur og óttumst
breytingar.Á það sérstaklega við
þegar kemur að því sem skiptir
okkur hvað mestu máli, aðbúnaði
barna og heilbrigðismálum almennt.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því hvernig
stendur á því að svo margir eru alfarið á móti
grundvallarbreytingum í mennta- og heilbrigð-
ismálum.
Margir eru sannfærðir um að besta, ef ekki
eina leiðin til að skila hágæða heilbrigðis- og
menntaþjónustu til almennings sé sú að ríkið
sjái um að veita hana. Ég er ekki að fullyrða að
þeir sem trúa þessu geri það af íhaldssemi einni
saman, en hún gerir þeim hinum sömu erfiðara
fyrir að íhuga breytingar á þessum kerfum.
Hagfræðiprófessorinn Donald J. Boudreaux
skrifaði áhugaverðan pistil í Wall Street Journal í vikunni
þar sem hann velti upp þeirri spurningu hvernig mat-
vörumarkaðurinn liti út ef hann væri skipulagður á sama
hátt og hið opinbera grunnskólakerfi.
Hér á Íslandi myndi þetta kerfi líta þannig út að við
myndum öll greiða skatt til ríkisins sem svo væri notaður
til að standa undir rekstri matvöruverslana. Hver íbúi
gæti aðeins verslað í einni slíkri verslun. Hann gæti hugs-
anlega flutt sig úr einni verslun í aðra, en slíkur flutningur
væri flókinn og tímafrekur.
Verslunin sjálf væri frábrugðin þeim verslunum sem
við þekkjum nú. Í stað þess að ganga um verslunina og
velja sjálf hvað við viljum kaupa myndum við
koma að afgreiðsluborðinu og fá mat-
vörupakkann okkar „ókeypis“. Allir fengju
samskonar matvörupakka og hefðu lítið ef
nokkuð um það að segja hvað í honum væri.
Vel meinandi fólk væri nefnilega búið að
reikna út hvað við ættum að fá, hvað væri best
fyrir okkur. Niðurstöður þessara útreikninga
væru birtar í matvöruskrá, sem stjórnendur
og starfsmenn verslananna hefðu til hliðsjónar
í sínu starfi.
Lítil sem engin samkeppni væri á milli
verslananna, hvort heldur sem væri í gæðum
eða verði, og því enginn hvati fyrir stjórn-
endur þeirra að bæta þjónustuna, nema að því
leyti sem pólitískir yfirboðarar þeirra krefð-
ust.
Það merkilega við þetta er að mjög fljótlega
myndi stór hluti þjóðarinnar venjast þessu og telja þetta
hið besta mál. Þeir sem myndu mæla gegn þessu kerfi og
vilja gera það markaðsdrifnara yrðu annaðhvort af-
greiddir sem froðusnakkar eða úthrópaðir sem nýfrjáls-
hyggjumenn sem hata allt og alla.
Til allrar hamingju lifum við ekki í slíku samfélagi. Mat-
vælaverð er vissulega hátt á Íslandi en það hefur lækkað,
þökk sé verslunum eins og Bónus og Krónunni. Úrval
matvæla er margfalt það sem var fyrir nokkrum áratug-
um og gæðin hafa aukist sömuleiðis. Það er áhugavert að
velta því fyrir sér hvar menntakerfið stæði ef sömu kraft-
ar og hvatar hefðu fengið að móta það líka. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Matvælaverslun ríkisins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Einn
af hverjum fimm, eða um 20%
fólks, upplifir depurð eða þunglyndi
einhvern tíma á ævinni.
104.149
Íslendingar notuðu geðlyf árið 2010
samkvæmt lyfjagagnagrunni land-
læknis.
34.500
af þeim einstaklingum notuðu
þunglyndislyf.
952.619
ávísanir á geðlyf voru gefnar
árið 2010.
‹ LYFJANOTKUN ›
»