Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Reykjavík
Til leigu eða sölu öll húseignin við Bitruháls 2, áður höfuðstöðvar Osta- og smjör-
sölunnar. Húseignin er 4.723,5 fm að stærð og er að hluta til á tveimur hæðum. Góð
staðsetning á hornlóð með góðu athafnarými og fjölda bílastæða. Eignin skiptist
þannig í stórum dráttum: Vinnslusalir með fjórum vörumóttökupöllum, afgreiðsla
(verslun) o.fl. um 4.300 fm, og skrifstofur um 570 fm. Áætlaður viðbótarbygginga-
réttur er fyrir allt að 18.400 fm atvinnuhúsnæði á lóðinni.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Bitruháls 2 – atvinnuhúsnæði og byggingarréttur – til leigu eða sölu
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Aðalfundur Gigtarfélags Íslands
Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn
11. maí nk. kl. 19:30 í húsnæði Gigtarfélags Íslands að
Ármúla 5, 2. hæð. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun
Dr. Ingibjörg Jónsdóttir, associate professor, við Institute of
Stress Medicine í Gautaborg vera með fyrirlestur um:
“Áhrif streitu og hreyfingar fyrir heilsuna”
Allir eru velkomnir
Gigtarfélag Íslands
Nú þegar kjara-
samningar sigldu í
strand og ríkisstjórn-
armeðlimir tala um
óbilgirni LÍÚ finnst
mér kominn tími til að
fólkið í þessu landi átti
sig á því að við sem
stundum sjómennsku
sem atvinnu erum líka
launþegar.
Það er alveg ljóst frá
mínum bæjardyrum að ekki er hægt
að gera kjarasamning
við sjómenn né þá sem
að fiskvinnslu koma
nema útgerðirnar viti
eftir hvaða leikreglum
þær eiga að fara. Það er
nú einu sinni þannig
með fyrirtæki að það
verður að byggja á
tekjugrunni til að það
sé rekstrarhæft.
Grunnur útgerðar eru
aflaheimildir.
Áður en lengra er
haldið ætla ég að út-
skýra hvernig makrílveiði hófst.
Var það Hafrannsóknastofnun
sem hafði frumkvæði að þeirri til-
raun?
Voru það stjórnmálamennirnir
sem hringdu í útgerðirnar og hvöttu
þær til veiðanna? Nei, það var þannig
að tvö skip frá Vestmannaeyjum voru
að toga eitt troll saman í yfirborðinu
fyrir austan Ísland sumarið 2006 og
fengu makríl með síldinni sem þeir
ætluðu að veiða, fljótlega bættist
þriðja Eyjaskipið við, Huginn VE.
Gott mál fyrir okkur sem á þessum
skipum vorum, ágætis búdrýgindi
fyrir áhafnir og fyrirtækið. Þetta
skilaði gjaldeyri í þjóðarbúið og sjó-
menn borguðu meiri skatta sem skil-
aði sér í meiri veltu inn í þjóðfélagið
öllum til heilla. Menn sáu tækifæri í
þessum veiðum og undanfarin ár
hafa menn eytt ómældum tíma og
peningum í þróun á veiðarfærum,
eyðslu á olíu og öðrum kostnaði til að
ná tökum á þessum veiðum og skapa
með því veiðireynslu. Ef drifkraftur
þessara útgerða og áhafna hefði ekki
komið til þá væri staða Íslands tals-
vert önnur í dag. Fyrir sumarið 2009
þurftu stjórnvöld að grípa til þess að
fara að stjórna þessum veiðum, eða
þannig. Sjávarútvegsráðherra gaf út
heildarkvóta til skipa. Nú var farið í
kappfiskirí til að ná sem mestu í hús
og lauk veiðunum um miðjan júlí það
ár. Fyrir sumarið 2010 var farin önn-
ur leið, úthlutað eftir veiðireynslu til
þeirra sem höfðu stundað þessar
veiðar. Síðan var tekinn hluti af kvót-
anum og dreift til hinna og þessara
aðila allt niður í árabáta. Hvernig
gekk svo þessi ráðherrasnilli fyrir
sig? Margir héldu að þetta væri nú
ekki mikið mál en guggnuðu með
brostnar vonir. Trúðu því að það væri
nú ekki mikið mál að losna við aflann.
En ráðherrann Jón vildi líka að mak-
ríllinn yrði unninn til manneldis en
færi sem minnst í mjöl og lýsi. Ekk-
ert var hugsað um það hvar mestu
verðmætin yrðu til. Þannig er að verð
á fiski til mjöl- og lýsisvinnslu hefur
verið í hæstu hæðum og er ég viss um
að þjóðbúið hefur grætt á því að stór
hluti af þessum afla fór í mjöl og lýsi.
Það er nú einu sinni þannig að það
sem skiptir máli að lokum er það
hvað er eftir í buddunni og ég er
nokkuð viss um að staðreyndin síð-
asta sumar hafi verið sú að mjöl- og
lýsisvinnsla hefur skilið meira eftir
þar. Margir halda að það sé ekkert
mál að finna markaði fyrir fram-
leiðslu sem verður til í sjávarútvegi.
Það tekur jafnvel áratugi að skapa
sér nafn í þessum bransa, veit ég
mæta vel. Við á þessum þremur skip-
um, Sighvati Bjarnasyni VE, Kap
VE og Huginn VE, fiskuðum rúm
34% af heildarmagni makríls fyrsta
árið en fáum úthlutað nú um 14% af
úthlutuðu magni. Var það kvótabrask
sem varð þess valdandi að við misst-
um þessar tekjur á þessum skipum?
Nei, stjórnmálamenn eru þess
valdandi og ég er viss um það að ef
menn skoða söguna þá hefur meiri-
hluti aflaheimilda sem flust hafa frá
Vestmannaeyjum verið vegna beinna
aðgerða stjórnmálamanna, ekki
vegna útgerðanna sjálfra.
Nú dreymir hluta þessarar þjóðar
um það að útgerðir þessa lands borgi
meira fyrir að fá að veiða en nú er.
Hvernig eiga stórskuldugar útgerðir,
sem margar hverjar eru, að bæta á
sig álögum? Hafa stjórnmálamenn
ekki talað um að útgerðin væri skuld-
sett upp í rjáfur? Flestir vita að sjó-
menn eru á hlutaskiptakerfi. Ef vel
gengur, verð á afurðum hátt og
kvótastaða góð hjá fyrirtækjum þá
höfum við sjómenn ágætis laun,
borgum skatt til ríkisins, útsvar til
sveitarfélagsins og tökum þátt í
neyslunni með því að fæða okkur og
klæða. Það er ljóst mál að ef farin
verður sú leið að auka álögur á út-
gerð þá lækka tekjur hjá sjómönnum
því það er sá kostnaður sem hægt er
að breyta en þú breytir ekki kostnaði
eins og olíu sem við stjórnum ekki.
Sveitarfélögin missa útsvars-
tekjur, skattar sjómanna minnka en
ríkið gæti haldið sínu vegna meiri
gjaldtöku og veltuáhrif minnka í
samfélaginu vegna launalækkunar
sjómanna.
Tökum dæmi.
200.000 kg farmur af ísuðum
þorski á togara. Gjaldtaka í ríkissjóð.
kr. 30 per kg sem gerir þá kr.
6.000.000. Það þýðir að hásetahlutur
er lægri um kr. 88.800. Ef útsvars-
prósentan er 12% þá missir sveitarfé-
lagið kr. 10.656 úr sínum aski, bara
vegna eins háseta. Er ekki eðlilegra
að þessir peningar myndi veltuáhrif í
samfélaginu frekar en að gímaldið
mikla taki þá til sín. Það vantar heil-
brigða umræðu um þessi mál og öf-
undlausa hugmyndafræði.
Þurfa stjórnmálamenn ekki að afla
sér trausts hjá þjóðinni áður en þeir
hætta sér út í þessar breytingar?
Sýnir ekki nýlegt Icesave-dæmi að
þjóðin telur þá allflesta dómgreind-
arlitla?
Kjarasamningar, LÍÚ, kvótakerfið og fleira
Eftir Örn
Friðriksson » Það er ljóst að ekki
er hægt að gera
kjarasaming við sjó-
menn og landvinnslu-
fólk nema útgerðir viti
eftir hvaða leikreglum á
að fara.
Örn Friðriksson
Höfundur er yfirvélstjóri á Sighvati
Bjarnasyni Ve.