Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 ✝ Pétur Breið-fjörð Sig- urjónsson var fædd- ur í Lárkoti í Eyrar- sveit 30. nóvember 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grund- arfirði 28. apríl 2011. Hann var son- ur hjónanna Sig- urjóns Halldórs- sonar skipstjóra og útgerðarmanns, f. 1.2. 1898, d. 31.1. 1987 og Bjargar Her- mannsdóttur, f. 20.11. 1890, d. 31.3. 1977, konu hans. Á fimmta ári fluttist Pétur ásamt foreldrum sínum og yngri bróður, Hermanni Kristberg, f. 1922, frá Lárkoti, þegar for- eldrar hans keyptu Norður-Bár í Eyrarsveit. Pétur lagði ungur stund á sjó- mennsku, bæði með föður sínum og á eigin vegum en lengst af vann hann sem vélgæslumaður í arfirði, þar sem þau byggðu sér svo hús að Eyrarvegi 18. Pétur andaðist á Dvalarheimilinu Fella- skjóli í Grundarfirði 28. apríl sl. en þar bjuggu þau Guðrún síð- ustu æviárin. Börn Péturs og Guðrúnar eru: Pétur, f. 28.3. 1947, d. 28.4. 1947, Kristín, f. 17.2. 1949 og Sigurður Pétur, f. 11.4. 1956. Kristín er gift Kristjáni L. Runólfssyni, börn þeirra eru: Guðrún, f. 18.3. 1968, gift Kristni Sigurþórssyni, börn þeirra eru: Sjöfn Óskarsdóttir, f. 23.6. 1994, Sigurþór, f. 8.1. 2003 og Signý Lára, f. 24.3. 2005. Lára Ágústa, f. 25.5. 1971, gift Gunnari Valdimarssyni, börn þeirra eru: Jón Pétur, f. 7.9. 1991, d. 19.7. 1997, Arnar, f. 3.11. 1993, Bjarni, f. 31.8. 2003 og Haukur, f. 23.11. 2005. Runólfur Jóhann, f. 10.8. 1985, sambýliskona hans er Ingi- björg Eyrún Bergvinsdóttir. Sig- urður Pétur, f. 11.4. 1956. Sig- urður var giftur Ásdísi Björk Stefánsdóttur, þau slitu sam- vistum 2009. Stjúpdætur Sig- urðar og dætur Ásdísar eru Mar- grét Huld Guðmundsdóttir og Svanhildur Rós Guðmundsdóttir. Útför Péturs verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 7. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar eða í 51 ár. Eftirlifandi af bræðrum Péturs er Hermann, en yngri bræður þeirra, Ágúst, f. 1925, og Halldór, f. 1926, féllu frá langt fyrir aldur fram, Halldór árið 1979 og Ágúst árið 1982. Hálfsystur áttu þeir sammæðra, Jensínu Maríu, f. 1909. María giftist og bjó í Fær- eyjum til dauðadags árið 2003. Sigurjón og Björg voru Breiðfirð- ingar og Snæfellingar og bjuggu alla sína búskapartíð í Eyrarsveit og þéttbýlinu Grundarfirði. Það gerðu synir þeirra einnig. Pétur hóf sambúð með eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðrúnu Hansdóttur frá Brekkubæ á Hellnum árið 1943, en þau giftu sig árið 1995. Þau bjuggu fyrst í Norður-Bár en síðan í Grund- Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Elskulegi afi minn sem ég kallaði þó Pétur frá því ég hitti hann fyrst er fallinn frá. Honum fylgja þó ótal margar ljúfar og góðar minningar í huga mínum. Ég gleymi seint minni fyrstu ferð vestur þá nærri 4 ára gömul, farið var í samfloti á Willys og Volvo en ófærðin og veðrið var þó svo slæmt að skilja varð bíl- ana eftir á Kerlingarskarðinu og flytja okkur restina á flutninga- bíl. Síðan þá hafa hrannast upp margar góðar stundir á Eyrar- vegi 18 en þar átti ég mjög svo gott yfirlæti þangað til Gunna og Pétur fluttu þaðan. Ég man að ég átti mitt fasta sæti við eldhús- borðið við hliðina á Pétri og lét það eftir með herkjum svona inn á milli þegar hin barnabörnin mættu vestan úr borginni. Veit ekki hvað ég eyddi mörgum stundum við eldhúsborðið með þeim eða inni á þeirra yndislega heimili. Ég fékk janframt að fylgja Pétri ansi oft hvort sem hann var að stússa í bílskúrnum, berja harðfisk, gera við bíla eða sækja trillu. Það stendur þó upp úr þessum minningum hversu ljúfur hann var og góður, aldrei byrsti hann sig við mig og ekki var leiðinlegt þegar hann leyfði mér að vinna sig í „marías“ en það spiluðum við ansi oft. Ekki var síðra að koma þarna við á Eyrarveginum þegar ég var komin á unglingsárin og fá sér jólakökubita, eða þegar ég var komin á framhaldsskólaaldurinn og vann fyrir vestan á sumrin, alltaf var jafn gott að koma við á Eyrarveginum. Og seinna meir gaf það fjölskyldu minni og börn- um mikið að halda jól með þess- um kæru hjónum og urðu þau nokkur skiptin sem þau komu til okkar á aðfangadag og fannst Ír- isi og Hugrúnu það afar spenn- andi og minntust þær á það þeg- ar við héldum okkar jól í Danaveldi að nú vantaði fleiri til að halda jól með og þar með átt við Gunnu og Pétur. Ég vil því að endingu segja: Takk kærlega fyrir ótal margar góðar stundir sem hafa gefið mér mikið og ekki síður kennt mér mikið. Minning- arnar góðu lifa áfram um góðan og einstakan mann sem verður sárt saknað og hlátur hans og bros lifir í huga mér og kannski læðist einstaka hrota með. Svanhildur Rós Guðmundsdóttir. Það fór ekki mikið fyrir föð- urbróður mínum, drengnum sem fæddist í lágreistum húsakynn- um í Lárkoti í Eyrarsveit síðasta dag nóvembermánaðar árið 1918. Það voru viðsjárverðir tímar. Fyrstu mánuði Péturs í móðurkviði lifðu Íslendingar mestu frosthörkur sem sögur fara af, frostaveturinn mikla og heimsstyrjöld hafði þegar hert verulega að lífskjörum fólks. Heyfengur bænda það sumar varð rýr, um haustið gaus Katla og spænska veikin reyndi enn frekar á þolrif landans. Þegar Pétur fæddist var þetta þó flest á undanhaldi og nýir tímar fram undan. Daginn eftir að Pétur kom í heiminn fögnuðu Íslendingar fullveldi. Í ræðu Sigurðar Eg- gerz, starfandi forsætisráðherra, sagði: „Í dag byrjar ný saga […] Það eru ekki aðeins stjórnmála- mennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu, nei, það eru allir. All- ir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samviskusemi, auka veg hins íslenska ríkis. Og sú er skylda vor allra.“ Og víst er að Pétur Breiðfjörð sinnti skyldu sinni. Hann innti lífsstarf sitt af hendi af alúð og samviskusemi og átti þannig sinn þátt í að skapa hina nýju sögu. Hann lagði fyrst stund á sjómennsku en varð síðan vél- stjóri í Hraðfrystihúsi Grund- arfjarðar sem þá hafði verið stofnsett og varð mikil lyfti- stöng í atvinnulífi staðarins. Því starfi gegndi hann í meira en fimm áratugi og var án efa einn af traustustu stólpunum í starf- semi fyrirtækisins. Meðal fyrstu æskuminninga Péturs eru búferlaflutningar úr útsveitinni en vorið 1923 festu foreldrar hans, þau Sigurjón Halldórsson skipstjóri og Björg Hermannsdóttir kona hans, kaup á Norður-Bár. Á fimmta ári sat hann í bát föður síns, ásamt móður sinni og Her- manni bróður sínum ársgöml- um, fábrotinni búslóð og einni kú á leið yfir fjörðinn í fram- sveitina. Í Norður-Bár fæddust yngri bræðurnir Ágúst og Hall- dór, en hálfsystirin María, dótt- ir Bjargar, ólst ekki upp hjá móður sinni. Hagur fjölskyld- unnar vænkaðist með árunum, fyrir elju og með auknum bjargráðum, aðallega til sjós en líka til lands. Pétur fékk í vöggugjöf og með uppeldinu ýmsa kosti for- eldra sinna. Hann var trygg- lyndur og óáreitinn og lagði ekki illt til nokkurs manns. Hann var ósérhlífinn, laginn og góður verkmaður, útsjónar- samur. Hann var hæglátur, tranaði sér ekki fram, en þó höfðu orð hans vægi. Hann var kíminn og hafði lag á að skjóta hnyttnum athugasemdum inn í umræður. Pétur sóttist mjög í lestur, einkum á ýmsum fróð- leik og var með afbrigðum minnugur, á kveðskap, fólk og ættartengsl, en ekki síst á skip og báta og allt sem þeim við- kom. Upp úr stendur þó einstök góðmennska hans, ekki síst barngæska. Barnabörnin sóttu í að vera hjá afa og ömmu, og önnur börn sömuleiðis. Ekki spilltu fyrir góðu kökurnar hennar Gunnu – og kleinurnar. Það verður ekki betur orðað en dótturdóttir Péturs gerði þegar hún var barn að aldri og sagði: „Hann afi er svo góður að ég gæti grátið.“ Við það er engu að bæta. Við fjölskyldan sendum Gunnu, Stínu og Sigga og þeirra fólki innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Björg Ágústsdóttir. Pétur Breiðfjörð Sigurjónsson ✝ Ásta KristínGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 28. mars 1926. Hún lést á sjúkrahús- inu í Neskaupstað 27. apríl 2011. Foreldrar hennar voru Elín Lára Ingjaldsdóttir, f. 31. október 1902, fórst með Goða- fossi 10. nóvember 1944, og Guðmundur Árni Júlíus Þórð- arson, f. 1. júlí 1902, drukkn- aði af togaranum Venusi 19. Ásta Kristín. Börn Ástu Krist- ínar og Sigurðar Þorkelssonar eru, 1) Guðmundur Árni Þor- kell, f. 13. nóv. 1948, eig- inkona hans er Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 17. júní 1953, börn þeirra: a) Petrína Margrét, b) Kristófer Eiríkur, c) Þorkell. 2) Elín Lára, f. 16. feb. 1950, eiginmaður Sig- urður Oddur Gunnarsson, f. 1. ágúst 1931, börn þeirra eru: a) Guðrún Sigríður, b) Ólafur Oddur, fyrir átti Elín Lára Sigurð Þorkel Kristjánsson og Ástu Kristínu Guðmundsóttur. 3) Ásta Sigríður, f. 2. okt. 1957, eiginmaður Sigurbjörn Árnason, f. 7. feb. 1954, börn þeirra eru: a) Katrín Ósk, b) Margrét Auður, c) Selma Rut, d) Sindri Fannar, e) Sigurður Árni. Þann 18. nóv. 1961 gift- ist Ásta Kristín Birni Jóns- syni, f. 30. júní 1935, börn þeirra eru: 1) Ingveldur Björk, f. 8. mars 1963, eig- inmaður hennar er Magnús Hreinsson, f. 14. mars 1955, börn þeirra eru: a) Agnes Ösp, b) Ásta Birna, c) Katla Rún. 2) Jón Rúnar, f. 18. maí 1965, eiginkona hans er Jonah Socorro M. Marchadech, f. 27. júní 1978, börn þeirra eru: a) Victoría Isabelle, b) Elín Sa- brína. Útför Ástu Kristínar fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 7. maí 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. júlí 1948. Ásta Kristín giftist Sigurði Þorkelssyni, f. 23. júní 1922, þann 19. júní 1948, þau skildu. Fyrir átti Ásta Kristín Vic- tor Björgvin Ing- ólfsson, f. 1. okt. 1946, d. 8. júlí 2004. Eiginkona hans er Kristín Sigrún Halldórsdóttir, f. 11. okt. 1947, börn þeirra eru, a) Guðrún Emelía, b) Halldór Gunnar, c) Victor Björgvin, d) Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Fallin er frá sómakonan Ásta Kr. Guðmundsdóttir eftir erfið veikindi sem hún tók eins og hetja. Langar mig með þessum orðum að kveðja mína kæru vin- konu og þakka um leið fyrir ára- tuga vináttu mér og mínum til handa. Orð fá ekki lýst þeirri góð- mennsku, sem hún sýndi okkur alla tíð, jafnt í gleði og sorg. Ár- um saman vorum við nágrannar í Garðabænum, þar sem einnig myndaðist traust vinátta milli barnanna okkar. Þó margt hafi breyst í áranna rás og fjölskyldur okkar hafi dreifst víða um land, þá hafa aldrei rofnað þau vina- bönd sem þar voru bundin. Síðar lágu leiðir Ástu til Djúpavogs ásamt eiginmanni og börnum, þar sem þau bjuggu sér glæsilegt heimili, sem bar hús- móðurinni fagurt vitni. Alltaf var jafn gaman að hittast og spjalla saman, hvort sem var á heimilum okkar eða í gegnum símann, sem var gjarnan gripið til. Það er allt- af sárt er leiðir skilur en að sama skapi gleði að geta litið til baka með svo yndislegar minningar sem ekkert fær grandað og bera með sér birtu og yl. Eiginmanni Ástu, börnum og fjölskyldum þeirra flyt ég inni- legar samúðarkveðjur frá okkur hjónum, sonum mínum og fjöl- skyldum þeirra. Ó, hve sælt er að sofna hér síðasta blund að ævikveldi, helst er kvöldsól kveðja fer, krýnir fjöllin rauðum eldi. Englaskari ofan stígur, upp með sálu mína flýgur. (Halla Eyjólfsdóttir) Guð blessi minningu minnar góðu vinkonu og leiði hana í ljósið til sín. Ingibjörg Halldórsdóttir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Imma á Hernum, til heimilis að Norðurgötu 38, Akureyri, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Ingibjargar er bent á sjóð til styrktar æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins, 162-26-37722, kt. 140132-7999. Rannveig Óskarsdóttir, Einar Björnsson, Hákon Óskarsson, Heiður Agnes Björnsdóttir, Daníel Óskarsson, Anne Gurine Óskarsson, Mirjam Óskarsdóttir, Torhild Ajer, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU STEINÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hlíf 2, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við Þorsteini Jóhannessyni yfirlækni og samstarfsfólki hans á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir umönnun í veikindum hennar. Þorbjörg Jónsdóttir, Vésteinn Jónsson, Erna Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Pétur Jónsson, Hansína Sigurðardóttir, Eggert Jónsson, Kristín Björnsdóttir, Halldór Jónsson, Dagrún Dagbjartsdóttir, Óttar Jónsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bestu þakkir til allra sem heiðruðu minningu mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARINBJARNAR HJÁLMARSSONAR frá Vagnbrekku í Mývatnssveit, Lindasíðu 2, Akureyri, og sýndu fjölskyldunni samúð og vinarhug við andlát hans og útför. Halldóra Sigríður Þórarinsdóttir, Kristín Arinbjarnardóttir, Sigurður R. Ragnarsson, Þórarinn Arinbjarnarson, Ingibjörg Antonsdóttir, Halldór Arinbjarnarson, Edda G. Aradóttir, Hjálmar Arinbjarnarson, Gizelle Balo, Ásdís H. Arinbjarnardóttir, Þórður Pálsson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, BALDVINU JÓNU GUÐLAUGSDÓTTUR, Bellu. Ebba Gunnlaugsdóttir, Magnús Bjarnason, Margrét Gunnlaugsdóttir, Björgvin Þorleifur Gunnlaugsson, Hafdís Sigurbergsdóttir, Gunnlaugur Jón Gunnlaugsson, Ósk Finnsdóttir, Kári Gunnlaugsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Albert Gunnlaugsson, Víðir Gunnlaugsson, Rósa Ragúels, Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir, Jónas Rafn Tómasson og fjölskyldur. ✝ BENEDIKT BENEDIKTSSON kennari, Þórðarsveig 6, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðju- daginn 10. maí kl. 13.00. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.