Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 39

Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 39
DAGBÓK 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVER ER RÉTTUR DAGSINS? TREYSTU MÉR ÞÚ VILT EKKI VITA ÞAÐ ÉG ÆTLA AÐ FÁ RÉTT DAGSINS! HANN ER ÁHÆTTU- SÆKINN ÞESSI MÉR LÍKAR EKKI VIÐ ÞIG MÉR HEFUR ALDREI LÍKAÐ VIÐ ÞIG OG MUN ALDREI LÍKA VIÐ ÞIG! ÞÁ ER ALLT KOMIÐ, NÚTÍÐ, ÞÁTÍÐ OG FRAMTÍÐ ER ÞETTA EKKI ÓÞARFA NÁKVÆMNI? ÞÚ LOFAÐIR MÉR AÐ ÞÚ YRÐIR KOMINN HEIM FYRIR KLUKKAN SEX!! JÁ OG KLUKKAN ER BARA HÁLF SEX ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ ÞÚ YRÐIR KOMINN HEIM FYRIR KLUKKAN SEX Á MIÐVIKUDAGINN! ...Í DAG ER FÖSTUDAGUR! Ó... ...JÁ, ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ FINNA DROTT- NINGUNA... SNÆFINNUR SKÚRKUR NÆSTUM ALLIR ERU KOMNIR TIL BAKA, EN ÉG SÉ MANNINN MINN HVERGI?! ÉG VONA AÐ HANN SKILI SÉR HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR FÓLK LEGGUR FRAM PENINGA HVORT SEM HANN LÝKUR EÐA EKKI ÞAÐ VAR NÚ EKKI ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF. 40 KM ER LÖNG LEIÐ OG HANN ER EKKI Í NEINU FORMI HEYRÐU, ER ÞETTA EKKI HANN? SKÓSVEINAR BIGSHOT REYNDU AÐ SANNFÆRA SANDMAN... ÞESSIR ÞRJÓTAR ÞÍNIR MINNA MIG Á MIG, ÞEGAR ÉG VAR YNGRI ÞEIR ERU ÓNYTJUNGAR! SEGÐU UNDIR- MÖNNUM ÞÍNUM AÐ LÁTA DÓTTUR MÍNA LAUSA! EKKI FYRR EN VIÐ KOMUMST AÐ SAMKOMULAGI Hvar er Áfengisvarnarráð? Mér er spurn: Hvar er forvarnarráð? Er eng- inn úr ráðinu sem horfir á sjónvarpsútsend- ingar? Kvöld eftir kvöld eru minnst þrjár bjór- auglýsingar í þessum miðlum. Það er karlinn í tunglinu, svo eru tveir bjórunnendur að skála í bjór og ekki gleymist konugreyið í fínum peysufötum að sötra Thule og ekki leynir hún vellíðan sinni. Mér finnst nú áfengisvörnin ekki standa sig vel. Ég hélt að það væri bannað að auglýsa bjór, en það er engu líkara en að þessir auglýsendur fái verðlaun fyrir hvað þeir eru duglegir að auglýsa þennan dýrindis vökva. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Ást er… … minning sem er svo ljóslifandi að þig langar að snerta hana. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum neðst í Bakarabrekk- unni. Hann sagðist hafa gaman af rímþrautum, hnykkti höfðinu að stjórnarráðshúsinu og horfði síð- an upp til himins: Okkar valdstjórn er grá og glugga- laust bákn. Ég grátklökkur lýt þér í náð, herra! Eins og árar í landinu er tilgerðar- tákn að titla sig velferðar-ráðherra. Ég rifjaði upp gamla rímþraut hér í vísnahorni, sem ég mundi ekki að væri ættuð frá Sveinbirni Egilssyni: Seint munu þverra Són og Boðn, seint munu Danir vinna Hveðn. Fyrr mun laxinn flýja úr Goðn og Finnar öllum sneyðast héðn. Eða: Seint mun þverra síld í Goðn, seint mun Finnum leiðast héðn. Þannig er rímþrautin prentuð í Ljóðmælum Sveinbjarnar frá 1952. Hannes Gissurarson skýrir botninn svo í Morgunblaðinu 12. maí 2010: „Goðn er eyjan Gudenå á Jótlandi. En hvað er héðn? Orð- ið héðinn merkir skinnfeldur svo að sennilega hefur skáldið smíðað sjálft orðið „héðn“ fyrir skinnfeldi (í fleirtölu). Þetta orð er hins veg- ar ekki til í ritmálssafni Orða- bókar Háskóla Íslands. Merking síðasta vísuorðsins er því, að seint munu Finnar (sem við köllum nú Sama) hætta að geta veitt loðdýr, sem urmull er af á Norðurslóðum, og skorið feldi þeirra sér til fata.“ Einar Laxness sagnfræðingur benti mér á að í Íslenzkri fyndni árið 1937 birtist enn eitt afbrigðið við þennan gamla fyrri part og var það Karl Ísfeld sem botnaði: Aldrei sviðnar Ásgeirs loðn, olíublettir sjást á Héðn. Skýringin er sú, að Ásgeir Ás- geirsson var á leið inn Alþýðu- flokkinn á árinu 1936, en hafði verið utanflokka síðan hann gekk úr Framsóknarflokknum. Spegill- inn var með sínum hætti pólitísk- ur annáll og Tryggvi Magnússon hugsar sér vistaskiptin þannig, að forystumenn Alþýðuflokksins, Sigurjón Á. Ólafsson, Héðinn Valdimarsson, Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson, taka Ás- geir og svíða af honum hárin yfir glóðheitu grilli frá Landsmiðj- unni, – en Ásgeir er sýnilega ekki ánægður yfir meðferðinni. Meistari Guðmundur Þorláks- son, Glosi, orti margt listavel: Þig dreymir hvorki dóm né hel, dregur gullið saman. Samviskan þín sefur vel, sú er ljót í framan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Aldrei sviðnar Ásgeirs loðn Sigurður Nordal prófessor vareinhver áhrifamesti ritskýrandi Íslendinga fyrr og síðar. Hann var snjallt skáld, góður rithöfundur og fyrirlesari og hafði sérstakt lag á fólki. Það leyndi sér ekki heldur, að hann var maður vitur, hafði jafnan þaulhugsað það, sem hann sagði. Í Oxford sagði mér roskinn kenn- ari í engilsaxneskum fræðum, að Nordal hefði komið þangað og haldið fyrirlestra og hefði mönnum þar þótt mikið til hans koma. Góður vin- ur minn var sendill hjá kaupmann- inum, föður sínum, í æsku og fór þá oft með sendingar heim til Nordals á Baldursgötu. Kvað hann engan mann sér óvandabundinn hafa verið elskulegri og skemmtilegri. Gaf Nordal sér tíma til að rabba við sendilinn unga og gaf honum jafnvel bækur, sem hann taldi honum hollt að lesa. Svo sem nærri má geta, mótaði Nordal nemendur sína í Háskóla Ís- lands. Kjartan Sveinsson bókavörð- ur sagði að vísu háðslega í hinni bráðskemmtilegu bók sinni, Af- brigðum og útúrdúrum, sem kom út 2005: „Hann kunni best við þá hvolpa, sem hann hafði sjálfur alið, þótt ekki fengi hann alltaf þakkir frá þeim að sama skapi.“ Einn nemandi Nordals var Jón S. Guðmundsson, sem kenndi mér ís- lensku í menntaskóla. Man ég enn vel eftir sumu því, sem hann hafði í kennslustundum eftir Nordal. Eitt var þetta: „Laxdæla saga hefði átt að heita Guðrúnar saga Ósvífurs- dóttur. En líklega hefur tíðarandinn ekki leyft, að saga væri kennd við konu.“ Seinna komst ég að því, að fleiri hafa bent á þetta. Til dæmis kallaði Albert U. Bååth þýðingu sína á Lax- dæla sögu, sem kom út árið 1900, „Sagan om Gudrun“. Breski nor- rænufræðingurinn Bertha S. Phill- potts sagði líka í Edda and Saga frá 1931, að Guðrún væri svo fyrirferð- armikil í Laxdæla sögu, að hún mætti heita ævisaga hennar. Annað, sem Nordal sagði nem- endum sínum og Jón S. Guðmunds- son okkur, nemendum sínum: „Hef- ur Þorgeir Ljósvetningagoði ekki verið að yrkja Völuspá undir feld- inum? Hún er svo sannarlega ort á mótum heiðni og kristni.“ Þórarinn Eldjárn fræddi mig síð- an á því, að líklega hefði Nordal sagt nemendum sínum eitt, sem Þórarinn fann skrifað eftir honum í minnis- kompu föður síns, Kristjáns forseta: „Það, sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifað og Konráð samþykkt, það kalla ég íslensku.“ Snjallt, skýrt, einfalt — þaul- hugsað. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesg@hil.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nordal og nemendur hans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.