Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 43

Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 VIÐTAL Arnar Eggert Thoroddsen arnart@nbl.is Ég brá mér út úr húsi í vikunni og það alla leið niður á BSÍ. Var það hugmynd Jóhanns Helgasonar, en hugmyndin var að ræða við hann og tón- og sálufélaga hans, Magnús Þór Sigmundsson, um feril þeirra sem lagasmiða sem nú spannar 40 ár. Ferlinum eru gerð skil á vand- aðri, tvöfaldri plötu sem ber heitið Ástin og lífið 1971-2011. Á henni flytja þeir félagar sjálfir öll sín þekktustu lög og eru upptökurnar ýmist þær upprunalegu eða nýrri útgáfur þeirra sjálfra á eigin lögum sem aðrir flytjendur gerðu fræg á sínum tíma. „Í sögulegu samhengi mætti líka hugsa sér að hittast á BSÍ, þeim eðla stað, þar sem útgefandinn Jón Ármannsson pikkaði okkur alltaf upp vegna fyrstu plötuupptöku fyr- ir 40 árum,“ sagði Jóhann í tölvu- pósti til blaðamanns. Varð það svo ofan á. Andans bræður Magnús og Jóhann tala sjálfir um sig sem andans bræður og sú stað- hæfing verður manni ljós bara við að fylgjast með þeim í viðtalinu. Þeir tala stundum báðir í einu, tal þeirra flæðir einhvern veginn sam- an og stundum klára þeir setningu hvor annars. „Sambandið kemur á undan tón- listinni,“ segir Magnús. „Það er eitthvað með andann á milli okkar, eitthvert svið þar sem tíminn stopp- ar. Hann hverfur. Takmark allra hlustenda, gerenda, flytjenda er bara eitt: Að gleyma sér. Þegar við vinnum saman myndast einstök stemning. Svo er svo fyndið að við fundum okkur síðan konur sem minna á okkur. Jói fann sér konu sem er lík mér í háttum og ég konu sem er lík honum í háttum (hlær).“ Tónlistarlega var það Kinks- lagið „Tired of Waiting for You“ sem færði þá félaga saman. „Við vorum að spila saman í Nes- mönnum og Maggi spilaði inngang- inn að laginu svo vel,“ rifjar Jóhann upp. Lagið er draumkennt og hægstreymt, smellpassar við þann stíl sem Magnús og Jóhann áttu eft- ir að beita fyrir sig upp úr 1970, söngvaskáldastílnum sem var að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Að sögn þeirra félaga urðu þeir stjörnur á einni nóttu. „Þetta gerðist mjög fljótt,“ segir Magnús. „Við ætluðum að fara hægar af stað. En þegar maður er svona ungur heldur maður að þetta eigi bara að vera svona. Maður stoppar aldrei til að velta þessu fyr- ir sér, maður bara gerir (Jóhann kinkar samþykkjandi kolli). Þetta brennur í þér á þessum aldri. Þú ert bara í eldinum.“ Þvergripið! Magnús og Jóhann áttu svo eftir að taka þátt í Change-ævintýrinu ásamt fleirum, gefa út sólóplötur og semja yfrin öll af lögum fyrir aðra. Svo afkastamiklir hafa þeir verið að þjóðin syngur með í fleiri lögum eftir þá félaga en hún gerir sér grein fyrir (og margt kemur þægilega á óvart þegar rennt er yf- ir lagalista plötunnar). Lögin koma tiltölulega auðveld- lega hjá þeim félögum og snemma lærðu þeir á gítar. Jóhann segist hafa komist yfir bók þar sem hann lærði öll gripin en hann þótti ekki gjaldgengur í hljómsveitir fyrr en hann var búinn að læra þvergripin. „Þótt ég kynni vinnukonugripin aftur og áfram þá þurfti ég að gjöra svo vel að læra „þvergripið“ (legg- ur áherslu á orðið) áður en ég gat hljómsveitastússast eitthvað.“ Magnús skýtur inn að hann hafi sjálfur upprunalega bara ætlað að spila sóló, sleppa hljómunum. „Maður var t.d. mjög hrifinn af þessum hljómsveitum eins og Sha- dows og Ventures. Lög eins og „Pi- peline“ eru svakaleg.“ Marglitur vegur Spjallið er orðið losaralegt og fer þægilega út um hvippinn og hvapp- inn. „Einn daginn, þetta var ’73, hringir Jói í mig og segist orðinn leiður á því að vera í svona kassa- gítardúói. Segist vilja gera þetta öðruvísi. Og þá semur hann „Ya- ketty Yak …“ Jóhann tekur við. „Ég var áskrifandi að Melody Maker og það var alltaf verið að birta myndir af Marc Bolan og Dav- id Bowie. Ég smitaðist af þessu, þetta voru töffarar. Ég var áhrifa- gjarn“ (brosir). Magnús segir að þeir hafi með- vitað farið inn í þessa deild. „Það hefur alltaf verið erfitt fyr- ir okkur að halda okkur á ein- hverjum einlitum vegi … (og Jó- hann tekur við) … Ég held að þetta sé sumpart afsprengi þess að alast upp í litlu samfélagi. Sérhæfing er ekki kostur. Þegar við vorum að spila á böllum þurftum við að vera með allan skalann undir. Gömlu dansarnir og jafnvel kóralög í bland við poppið. Svona var þetta bara … sem betur fer.“ Tengdir „Sambandið kemur á undan tónlistinni,“ segir Magnús. „Það er eitthvað með andann á milli okkar, eitthvað svið þar sem tíminn stoppar. “ Morgunblaðið/RAX Listin að gleyma sér  Glæsilegur ferill Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar gerður upp á veglegri safnplötu  Útgáfunni fagnað með tónleikum í Austurbæ á morgun og í Hofi, Akureyri, 21. maí SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D FAST FIVE KL. 3.10 (TILBOÐ) 5.20 - 8 - 10.40 12 FAST FIVE Í LÚXUS KL. (2.40 SUN.) - 5.20 - 8 - 10.40 12 THOR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SCREAM 4 5.45 - 8 - 10.20 16 HANNA KL. 8 - 10.25 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 1 - 3.10 (TILBOÐ) - 5.45 L RIO 2D ÍSLENSKT TAL KL. 1 - 3.20 (TILBOÐ) L RIO 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ KL. 1 (TILBOÐ) L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 1 - 3.20 (TILBOÐ) L FAST FIVE KL. 5.45 - 8 - 10.20 12 THOR 3D KL. 5.40 - 8 - 10.15 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L A.E.T - MBL MBL FAST FIVE KL. 3.10 (TILBOÐ) - 6 - 9 12 HÆVNEN KL. 5.25 – 8 – 10.35 12 THOR 3D KL. 6 - 9 12 HANNA KL. 8 - 10.20 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.50 L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum “Thor er klárlega ein óvæntasta mynd ársins... Hasar, húmor og stuð alla leið. Skottastu í bíó!” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó  “Myndin er algjör rússibana- reið og frábær bíóupplifun” A.E.T - MBL POWE RSÝN ING KL. 10 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 4, 7 og 10(POWER) THOR 3D Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 YOUR HIGHNESS Sýnd kl. 10 RIO ÍSLENSKT TAL 3D Sýnd kl. 2(950kr) RIO ÍSLENSKT TAL 2D Sýnd kl. 2(700kr) HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2(700kr), 4 og 6 KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 8  „Brjáluð afþreyingarmynd sem mun gefa þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt.” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.