Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2011  Tónlistarkonurnar Lára og Lay Low halda tónleika á Rósenberg í kvöld. Báðar vinna þær nú að nýju efni sem lítur dagsins ljós í ár. Lára fer svo til Bretlands í næstu viku að spila á The Great Escape-hátíðinni. Lára og Lay Low á Rósenberg  Opnunarhátíð Listar án landa- mæra 2011 á Norðurlandi fer fram í dag, 7. maí, í Ketilhúsinu á Ak- ureyri kl. 14. Með- al viðburða verður flutningur leik- hópsins Fjölmenntar á Apóllóníu, leikgerð eftir færeyskri sögu Ed- wards Fuglö, í þýðingu Úlfs Hjörvars og tónlistarhópur Fjölmenntar mun flytja þekkt íslensk dægurlög og þjóðlög. List án landamæra opnuð á Norðurlandi  Í tilefni af útgáfu bókarinnar Stuð stuð stuð – Rokk og popp á Íslandi 1950-2010 eftir Dr. Gunna leitar Rás 2 að stuðlagi íslensku þjóðarinnar í samvinnu við höfundinn. Fólk er hvatt til að senda tillögur að besta stuðlaginu á stuð@ruv.is eða skrifa á Facebook-síður Popplands, Virkra morgna eða Bergsson og Blöndal fyrir 13. maí. Lögin sem fá flest atkvæði verða spiluð á Rás 2 og íslenska þjóðin velur svo á milli þeirra í netkosningu. Leit að stuðlagi íslensku þjóðarinnar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enn er til fólk sem gengur í verkin þegar á þarf að halda en bíður ekki eftir því að aðrir sjái um vinnuna. Frændurnir og Vestfirðingarnir Jón Sveinsson á Suðureyri og Ólafur Friðbjarnarson í Hnífsdal eru í þess- um hópi, en þeir tóku sig til í fyrra- dag og lögðust í vegabætur í Hnífs- dal án þess að spyrja kóng eða prest. Holur og hvörf Dalbrautin í Hnífsdal hefur verið eins og svissneskur ostur, ekkert nema stórar holur og hvörf, og reynst vegfarendum erfið. Jóni Sveinssyni blöskraði að faðir sinn og bróðir Ólafs þyrfti að fara um göt- una í svona ásigkomulagi, vildi gera eitthvað í málinu og fékk föður- bróður sinn til að lappa upp á götuna með sér. „Það var bara olíumöl á henni og hún dugar nú skammt, eins og allir vita,“ segir Ólafur. „Það var stutt að fara og við bara kýldum á það,“ segir Ólafur, sem verður átt- ræður í næsta mánuði og býr í næstu götu við bróður sinn, sem er 82 ára. „Það þurfti að laga þetta, ég er áhugamaður um að betrumbæta gatnakerfið, sem er heldur báglegt, og brást því vel við.“ Væntanlega vegna ástandsins í þjóðfélaginu segir Ólafur að bærinn hafi ekki getað lagað Dalbrautina en Hnífsdælingar séu ekki einir um að standa í ströngu. „Það kreppir að víða, eins og allir vita,“ segir hann. Ekki hægt að bíða Ólafur segir að þeir hafi farið í áhaldahús bæjarins og spurt hvort olíumöl væri ekki væntanleg á götuna. Full- yrt hafi verið við þá að það kæmi að því þegar liði á sumarið, en ekki hafi verið hægt að bíða eftir því. Steypuhrærivél Jóns var sett aftan í bílinn sem og kerra með möl í. „Svo blönduðum við bara á staðnum og þetta gekk ljómandi vel,“ segir Ólafur, en frændurnir byrjuðu að vinna fyrir hádegi í fyrradag og luku verkinu um klukk- an hálfníu um kvöldið. „Við tókum smá matarhlé um hálfsjöleytið, kom- um sprækir til baka, holufylltum þetta og áttum við mestu hvörfin. Við notuðum steypu, höfðum ekki ráð á öðru, og kláruðum frá enda til enda. Þetta var lítið mál.“ Ólafur segir að engin áform séu um að halda áfram á sömu braut, en þvertekur ekki fyrir það. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir hann og minnir á að víða sé pottur brotinn í gatnakerfi bæjarins. Sprækir í steypuvinnunni  Frændur tóku að sér vegagerð- ina óumbeðnir Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Blandað á staðnum Jón Sveinsson og Ólafur Friðbjarnarson tvínónuðu ekkert við það og löguðu Dalbrautina. „Það var gaman að þessu í góða veðrinu þá loksins að það þornaði til í veðráttunni,“ segir Ólafur Friðbjarnarson um framkvæmdirnar á Dal- brautinni. „Það er ekki hægt að gera þetta í bleytutíð, eins og allir vita. Það er útilokað. En það er víða hægt að taka til hend- inni ef menn hafa áhuga á því.“ Ólafur var sjómaður í 55 ár en hætti að vinna fyrir nokkrum ár- um. „Þegar menn eru komnir í úreldingu eiga þeir bara að vera í golfi og því um líku,“ segir hann og segist ekki geta svarið fyrir að hann sé kominn með bakteríuna. „Ég hef kíkt á það,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að njóta lystisemdanna og lífsins. Liður í því sé að fylla í holur eins og voru á Dalbrautinni. Víða hægt að taka til hendinni MIKILVÆGT AÐ NJÓTA LYSTISEMDANNA OG LÍFSINS Ólafur Friðbjörnsson 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Anna Mjöll giftist ríkum bílasala 2. Kaupir í matinn í flatbotna skóm 3. Fór ekki út úr húsi í 5 ár 4. Maðurinn yfirbugaður FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 við suðausturströndina og syðst. Rigning með köflum en þurrt að mestu norðan- og norðvestanlands. Hiti 5-14 stig. Á sunnudag Norðaustan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en dálítil væta á Norðaustur- og Austurlandi. Bætir í vind um kvöldið með rigningu, en þurrt vestanlands. Hiti 6-17 stig. Á mánudag Ákveðin austlæg átt og víða rigning, en úrkomuminna eftir hádegi. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast vestanlands. „Að vinna titilinn er alltaf jafn gott og það er kannski einhver saga á bak við hvern titil,“ sagði hornamaðurinn Baldvin Þorsteinsson þegar Morg- unblaðið ræddi við hann en Baldvin hefur nú orðið Íslandsmeistari í handknattleik með þremur félögum. Fyrst með uppeldisfélaginu KA árið 2002, Val árið 2007 og nú síðast á miðvikudagskvöldið með FH. »3 Hefur orðið meistari með þremur félögum Einar Jónsson, þjálfari bik- armeistara Fram í hand- knattleik kvenna, er efstur á óskalista forsvarsmanna fé- lagsins yfir næstu þjálfara karlaliðs félagsins. Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði Fram á nýliðinni leiktíð, hætti í gær en hann var sjötti þjálfarinn sem stýrir Fram frá 2007. Reynir segir að breyta verði mörgu innan leikmannahópsins. »1 Sjötti þjálfarinn á fjórum árum „Ég er búinn að spila sömu stöðuna hvern einasta leik í vetur og það er mjög nýtt fyrir mér. Ég hef alltaf ver- ið að flakka á milli varnar, miðju og sóknar síðan ég kom til Grindavíkur. Mér finnst því eins og það sé kominn ákveðinn stöðugleiki í minn leik,“ segir Orri Freyr Hjaltalín sem fór á kostum með Grindavík í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi- deildinni í knatt- spyrnu. »4 Kominn meiri stöð- ugleiki í Grindvíkinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.