Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Davíð Þór Viðarsson skoraðifyrsta mark Öster í gær þegar liðið vann IK Brage, 3:1, á heimavelli í næst- efstu deild sænsku knatt- spyrnunnar. Dav- íð Þór skoraði á áttundu mínútu. Öster er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig að loknum sex leikjum.    Katrínu Ásbjörnsdóttur brástbogalistin í vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir KR þegar liðið mætti Aftureldingu í 1. umferð Pepsi- deildar kvenna á Varmárvelli á laug- ardaginn. Liðin skildu jöfn í marka- lausum leik.    Tap Víkinga í Ólafsvík á heima-velli í fyrstu 1. deildar á laug- ardaginn fyrir Haukum var það fyrsta hjá liðinu á heimavelli frá sumrinu 2009. Víkingar komust í gegnum 2. deildina í fyrra taplausir og sömu sögu er að segja af bik- arkeppninni. Í henni töpuðu þeir heldur ekki á heimavelli, unnu m.a. úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í fram- lengdum leik og vítakeppni.    Ludovic Obraniak tryggði Lillesigur í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardaginn þegar hann skoraði eina mark úrslitaleiks- ins við Paris Saint-Germain. Sig- urmarkið var skorað á næstsíðustu mínútu leiksins. Lille hefur mögu- leika á að bæta franska meistaratitl- inum í safnið þar sem liðið hefur fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru óleiknar.    Einar Ingi Hrafnsson lék í síð-asta sinn á heimavelli með þýska 2. deildarliðinu Nordhorn á laugardaginn þegar liðið vann Edevecht, 35:31. Einar Ingi skor- aði eitt mark fyr- ir Nordhorn sem situr í sjötta sæti norðurriðlils 2. deildar þýska handknattleiks- ins. Einar Ingi er nú að ljúka tveggja ára samningi við félagið og fær hann ekki nýjan hjá því. Hvert Einar Ingi heldur nú er fullkomlega óljóst á þessari stundu.    Norska handknattleiksliðið Lar-vik vann um helgina Meistara- deild kvenna í handknattleik þrátt fyrir að hafa tapað síðari leiknum fyrir Itxako Reyno De Navarra í Pamplona á Spáni, 25:24. Lavik vann fyrri viðureignina á heimavelli, 23:21, og leikina tvo því samtals með minnsta mun, 47:46.    Leikmenn Gummersbach fórulangt með að vinna Evr- ópukeppni bikarhafa í handknattleik annað árið í röð í gær þegar þeir lögðu franska liðið Trémblay, 30:28, á útivelli í fyrri úrslitaleik liðanna. Síðari viðureign liðanna fer fram í Köln á föstudagskvöldið.    Maria Sharapova frá Rússlandisigraði Samönthu Stosur frá Ástralíu, 6:2 og 6:4, í úrslita- leik alþjóðlegs tennismóts í Róm í dag. Þetta er fyrsti sigur Sharapovu á tennismóti í tæpt ár. Hún lagði Caroline Wozniacki frá Dan- mörku, stigahæstu tenniskonu heims, í undanúrslitum í gær. Fólk sport@mbl.is Nýliðar BÍ/Bolungarvíkur, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir ÍR, 2:1, í fyrsta leik sínum í 1. deild á laug- ardaginn. Það var Axel Kári sem tryggði ÍR sig- ur með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en vítaspyrnudómurinn þótti nokkuð umdeildur að sögn tíðindamanns Morgunblaðsins eins og fleiri ákvarðanir dómara leiksins. Brynjar Benediktsson kom ÍR yfir á 16. mín- útu. Tomi Ameobi jafnaði metin fyrir heima- menn á Ísafjarðarvelli á 60. mínútu. iben@mbl.is Sigurmark ÍR kom í upp- bótartíma á Ísafjarðarvelli Haukar, sem féllu úr Pepsi-deild karla í fyrrahaust, hófu keppni í 1. deildinni á laugardaginn með því að leggja Vík- inga í Ólafsvík, 2:1, á Ólafsvíkurvelli. Haukar eru undir stjórn hins þraut- reynda þjálfara Magnúsar Gylfasonar sem ættaður er úr Ólafsvík. Víkingar sem komu upp úr 2. deild á síðasta hausti fengu óskabyrjun í leiknum þegar Dominik Bajda kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiks- ins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik þrátt fyrir upplögð tæki- færi til þess á báða bóga. Úlfar Hrafn Pálsson jafnaði metin fyrir Hauka þegar hann skallaði bolt- ann í mark Víkinga á 52. mínútu en markið varð til vegna misskilnings varnarmanna Víkinga. Björgvin Stefánsson innsiglaði sig- ur Hauka á 57. mínútu með föstu skoti nokkru utan teigs sem markvörður Víkinga réð ekki við. iben@mbl.is Magnús Gylfason Magnús hrósaði sigri í Ólafsvík FÓTBOLTI Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna hófst á laugardaginn með heilli umferð. Á Akureyri var ÍBV í heimsókn en Þór/KA hefur verið spáð góðu gengi í sumar eftir frá- bært tímabil í fyrra þegar þær end- uðu í öðru sæti. ÍBV sem er nýliði í deildinni fór með ótrúlegan sigur af hólmi 0:5 og nýttu þær sín færi afar vel. Ekkert gekk hinsvegar hjá sóknarmönnum Þórs/KA sem voru slakari framan af leik en sóttu í sig veðrið í þeim síðari. Sannkölluðu draumabyrjun hjá Eyjastúlkum sem hafa styrkt lið sitt verulega í vetur. Berglind Björk Þorvalds- dóttir skoraði eitt marka ÍBV en hún gekk til liðs við félagið fyrir sumarið frá Breiðabliki. Berglind er uppalin í Vestmannaeyjum og segir það gott að hafa byrjað á marki. „Það er gaman að vera komin aftur heim og spila fyrir sitt gamla félag. Það var ekki leiðinlegt að byrja á því skora. Það gekk allt upp hjá okkur í þessum leik og stemningin eftir hann var frábær. Nú hlökkum við allar til framhaldsins eftir þessa góðu byrjun.“ Góð byrjun á markmiðinu Þór/KA hefur af flestum verið spáð toppbaráttu á þessu tímabili og sigurinn því enn sætari fyrir ný- liðana. „Það er mikið sjálfstraust í hópnum eftir að hafa unnið liðið sem var spáð öðru eða þriðja sæt- inu. Sérstaklega þar sem þetta var á útivelli. Við erum með mjög góð- an hóp en markmiðið er alltaf að taka bara einn leik fyrir í einu og reyna að vinna hann. Þetta er mjög góð byrjun á því markmiði og við erum spenntar fyrir framhaldinu.“ Danka Podovac skoraði tvö mörk fyrir ÍBV og Vesna Smiljkovic eitt en þær léku einmitt með Þór/KA á síðustu leiktíð. Það er því óhætt að segja að þær hafi verið sínum gömlu félögum erfiðar. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði svo eitt mark. Fyrirfram var búist við hörkuleik í Garðabæ þar sem Fylkir var í heimsókn hjá Stjörnunni. Svo fór þó ekki því Stjarnan komst fljótlega í 1:0 í fyrri hálfleik og skoraði svo tvö mörk í þeim síðari án þess að Fylkir svaraði fyrir sig. Breiðablik fékk Þrótt R. í heimsókn og skildu liðin jöfn 1:1. Blikar geta nagað sig í handarbökin fyrir að nýta ekki vítaspyrnu sem þær fengu. Valur ekki sannfærandi Í Mosfellsbæ skildu heimastúlkur í Aftureldingu og KR jöfn. KR var sterkari aðilinn og brenndi meðal annars af vítaspyrnu og átti nokkur skot í tréverkið. Að Hlíðarenda tók Valur á móti Grindavík. Þrátt fyrir fjölmörg færi, sérstaklega í síðari hálfleik, náðu ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals aðeins að skora eitt mark. Grindvíkingar hefðu með heppni getað náð í stig en mun- urinn á liðunum hefur oft verið meiri. Morgunblaðið/Golli Sanngjarnt Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í átökum gegn Fylki í Garðabæ. Stjarnan hafði betur 3:0 og var vel að sigrinum komin. Sjálfstraust í liðinu  ÍBV kafsigldi Þór/KA á Akureyri  Breiðablik og KR nýttu ekki vítaspyrnur Næstu leikir » Næsta umferð í Pepsi-deild kvenna hefst 22. maí með leik Grindavíkur og Þór/KA. » Tveimur dögum síðar eða 24. maí klárast umferðin með þessum leikjum: ÍBV – Aftur- elding, Stjarnan – Þróttur R., Fylkir – Valur, KR – Breiðablik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.