Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 1:0 21. Jóhann tók hornspyrnufrá vinstri og sendi boltann inn í miðjan vítateiginn þar sem Þór- ir Hannesson stökk hæst allra og skallaði boltann í netið. STÖNG 36. Jóhann Þór-hallsson var með boltann úti við vinstra vítateigs- hornið og átti fast skot sem small í fjærstönginni og fór þaðan aftur út á völlinn. Hefði orðið stórglæsilegt mark. STÖNG 58. Jón VilhelmÁkason var ná- lægt því að jafna metin fyrir Vals- menn þegar hann náði skoti rétt ut- an vítateigs en boltinn fór í vinstri stöngina og þaðan út. Guðjón Pétur fylgdi á eftir og skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vals- menn höfðu skorað annað mark sem einnig var dæmt af vegna rangstöðu. 2:0 69. Jóhann átti þrumuskotfrá hægra vítateigshorn- inu sem Haraldur varði en Albert Brynjar Ingason var vel staðsettur, náði frákastinu og skoraði af stuttu færi. 2:1 90. Guðjón Pétur tók auka-spyrnu af vinstri kantinum og Jónas Tór Næs stökk hæst allra, og náði að skalla boltann efst í hægra markhornið. I Gul spjöld: Þórir (Val) 75.(brot), Ásgeir Börkur (Fylki) 83. (brot). I Rauð spjöld:Engin. MMM Enginn MM Enginn M Þórir Hannesson (Fylki) Kristján Valdimarsson (Fylki) Valur Fannar Gíslason (Fylki) Tómas J. Þorsteinsson (Fylki) Gylfi Einarsson (Fylki) Andrés Már Jóhannesson (Fylki) Jóhann Þórhallsson (Fylki) Albert Brynjar Ingason (Fylki) Jónas Tór Næs (Val) Jón Vilhelm Ákason (Val)  Albert Brynjar Ingason hefur nú skorað fjórum sinnum í leikjum Fylkis og Vals í efstu deild. Þrisvar fyrir Fylki gegn Val og einu sinni fyrir Val gegn Fylki, en Albert lék með Valsmönnum 2008.  Baldur Bett gat ekki leikið með Fylki í gær vegna meiðsla en hann er með sprungu í rif- beini og óvíst hvenær hann getur leikið að nýju að sögn Ólafs Þórðarsonar þjálfara Fylkismanna.  Á miðjunni hjá Fylki í stað Bald- urs Bett var Ásgeir Börkur Ás- geirsson sem var að leika sinn fyrsta leik á þessu leiktímabili. Ástæðan er sú að Ásgeir Börkur var dæmdur í þriggja leikja bann í lok síðasta keppnistímabils og gat ekki tekið það bann út fyrr en nú í fyrstu leikj- unum í vor.  Haukur Páll Sigurðs- son gat ekki leikið með Val vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Grinda- vík í síðustu viku þar sem hann varð fyrir afar harkalegri tæklingu. Óvíst er ná- kvæmlega hvers eðlis meiðslin eru en það kemur í ljós í vikunni að sögn Kristjáns Guðmundssonar þjálfara Vals. Haukur Páll var engu að síður á meðal varamanna hjá Val en kom eins og áður segir ekkert við sögu.  Á mbl.is er að finna myndbands- viðtöl við Andrés Má Jóhannesson leikmann Fylkis og Sigurbjörn Hreiðarsson leikmann Vals. Þetta gerðist á Fylkisvelli Haukur Páll Sigurðsson Baldur Bett Morgunblaðið/Ernir myndinni, verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Hörður Árnson, sem felur sig á bakvið stöngin, átti góðan sprett á vinstri vængnum og sendinguna fyrir r Fram sem horfir á eftir boltanum í markið, þurfti fimm sinnum að hirða hann úr netinu, þar af fjórum sinnum á 25 mínútna kafla í seinni hálfleik. Í ÁRBÆNUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það var engin Evróvisjónþynnka í leikmönnum Fylkis þegar þeir sigr- uðu Valsmenn í Árbænum í gær- kvöldi, 2:1, og komu sér í hóp efstu liða Pepsideildarinnar í knatt- spyrnu. Fylkismenn komust 2:0 yfir í leiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu þó að Valsmenn næðu að minnka muninn í lokin. Fylkir hefur þar með náð í sjö stig úr síð- ustu þremur leikjum eftir tapið fræga gegn Grindavík í fyrstu um- ferð. Valsmenn hafa hins vegar nú tapað tveimur leikjum í röð eftir sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Fylkisliðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna undir stjórn Ólafs Þórðarsonar síðustu ár en virðist nú koma vel undan vetri. Af leikn- um í gær að dæma spila reynslu- miklir leikmenn á borð við Gylfa Einarsson og Jóhann Þórhallsson þar stórt hlutverk. Gylfi hefur mikla yfirvegun á miðjunni og stýr- ir spilinu vel með léttleikandi leik- menn eins og Jóhann, Andrés Má Jóhannesson og Ingimund Níels Óskarsson í kringum sig svo Fylk- isliðið getur boðið upp á flotta spila- kafla. Þeir mættu að ósekju vera lengri. Gylfi var svo með vinnuhest- inn Ásgeir Börk Ásgeirsson með sér á miðjunni sem mun eflaust koma enn betur út eftir því sem Ás- geir Börkur kemst í betra leikform, en þetta var hans fyrsti leikur eftir þriggja leikja bann. Fremstur er svo Albert Brynjar Ingason sem er feikilega góður framherji og nýtti markanef sitt vel í gær. Valsmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í tapinu gegn ÍBV á miðvikudag og sköpuðu sér vart færi í fyrri hálfleiknum í gær. Held- ur rættist úr í seinni hálfleiknum en leikmenn eins og Hörður Sveinsson og Christian Mouritsen verða að sýna meira því sóknarleikurinn var bitlaus. Ég hélt hreinlega að Fjalar Þorgeirsson væri að fara að halda hreinu annan leikinn í röð þegar mark Valsara kom á 90. mínútu. Fjalar hefur engu að síður aðeins fengið á sig tvö mörk í þremur leikjum eftir að Bjarni Þórður Hall- dórsson fékk á sig þrjú í fyrsta leiknum. Fjalar var með sterka vörn fyrir framan sig í gær og þurfti nánast aldrei að taka á hon- um stóra sínum. Fylkismenn hafa verið í ein- hverjum vandræðum með það að innbyrða sigur í leikjum sem þeir þó ná forystunni í og það læddist að manni sá grunur í upphafi seinni hálfleiks að sú yrði raunin í gær. Valsmenn náðu þá stjórn á leiknum og sóttu nokkuð en svo var eins og heimamenn áttuðu sig á því að eitt mark dugar sjaldan til sigurs. Þeir sýndu í gær hvernig á að gera út um leiki – leyfðu andstæðingnum aldrei að jafna metin, í fyrsta sinn á leiktíðinni – og það er list sem Fylkismenn ættu að tileinka sér. Mikið var rætt um titilvonir Vals- manna í byrjun móts í ljósi frábærs árangurs í vormótunum. Sigrar í fyrstu tveimur leikjum gáfu góð fyrirheit en prófraun Kristjáns Guðmundssonar og hans sveina, sem svo margir komu nýir á Hlíð- arenda í vetur, snýst um að sýna stöðugleika í gegnum allt sumarið. Valsmenn voru á toppi deildarinnar ásamt Fram eftir 8 umferðir í fyrra á tímabili sem þegar upp var staðið var talið gríðarlegt vonbrigða- tímabil. Eigi slík vonbrigði ekki að endurtaka sig þarf liðið að spila mun betur en í gær og sýna að það búi yfir vopnabúri til að bregðast við skakkaföllum. List sem Fylkismenn ættu að tileinka sér  Fylkir hélt loksins forystu út leikinn  Bitlaus sóknarleikur Valsmanna Fylkisvöllur, Pepsi-deild karla, 4. umferð sunnudaginn 15. maí 2011. Skilyrði: Nánast logn og hálf- skýjað. Völlurinn flekkóttur og slæmur. Skot: Fylkir 12 (5) – Valur 9 (5). Horn: Fylkir 7 – Valur 5. Lið Fylkis: (4-3-3) Mark: Fjalar Þorgeirsson. Vörn: Þórir Hann- esson, Kristján Valdimarsson, Val- ur Fannar Gíslason, Tómas Þor- steinsson. Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Gylfi Einarsson, Andr- és Már Jóhannesson (Davíð Þór Ásbjörnsson 88.). Sókn: Ingi- mundur Níels Óskarsson, Albert B. Ingason, Jóhann Þórhallsson (Andri Már Hermannsson 78.). Lið Vals: (4-3-3) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Jónas Þór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinusson (Andri Fannar Stef- ánsson 56.). Miðja: Sigurbjörn Hreiðarsson, Christian Mouritsen (Rúnar Már Sigurjónsson 46.), Guðjón Pétur Lýðsson. Sókn: Jón Vilhelm Ákason (Þórir Guðjónsson 73.), Hörður Sveinsson, Matthías Guðmundsson. Dómari: Örvar Sær Gíslason – 8. Áhorfendur: 1.463. Fylkir – Valur 2:1 rg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.