Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 1
GOLF Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Birgir Leifur Hafþórsson náði sínum besta árangri á Áskorandamótaröðinni í golfi um liðna helgi. Mótið fór fram á Ítalíu en Birgir Leifur lék samtals á 274 höggum eða 10 und- ir pari. Sigurvegarinn, Anthony Snobeck frá Frakklandi var á 12 undir pari. Besti árang- ur Birgis Leifs var áður fimmta sætið en þessi árangur skilaði honum í þriðja sætið ásamt einum öðrum kylfingi. Hann fær fyrir vikið um 10.000 evrur eða um 1,6 milljón króna. Ekki náðist í Birgi í gær vegna ferða- tilhögunar hans sem var stíf en þjálfari hans Andrés Jón Davíðsson var ekki síður ánægð- ur með skjólstæðing sinn þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. „Þetta er frábær árangur hjá honum, sérstaklega í ljósi þess hversu stuttur fyrirvarinn var. Hann fékk að vita það eftir hádegi á mánudegi að hann tæki þátt. Þriðjudagurinn fór svo í það að ferðast og miðvikudaginn notaði hann í að skoða völlinn. Hann lék ekki æfingahring fyr- ir þetta mót sem gerir árangurinn enn betri.“ Birgir Leifur hafði ekki leikið keppnisgolf síðan í desember á síðasta ári. Leikæfingin var því ekki mikil sem virðist þó greinilega ekki standa í vegi fyrir Birgi sem er leik- reyndur. „Við erum búnir að vera mjög dug- legir í vetur að æfa bæði tæknileg atriði og líkamann. Þar höfum við fengið frábæra að- stoð frá Gauta Grétarssyni og Pétri Einari Jónssyni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Síðan er þetta líka oft þannig að þetta er bara eitt högg sem skoppar til hægri en ekki vinstri, það getur hjálpað.“ Mikilvægt fyrir framhaldið Þessi árangur Birgis nýtist honum til framtíðar að komast inná fleiri mót að sögn Andrésar. „Þetta var mjög mikilvægt. Hann verður að öllum líkindum með á móti í Belgíu á Áskorendamótaröðinni eftir tvær vikur. Nú verður hann líklega, gróft áætlað, í 25. sæti á peningalistanum eftir uppfærslu og það ætti að gefa okkur fleiri mót. Við vorum með það lélega stöðu á listanum að við gátum ekki valið okkur mót. Þetta mót á Ítalíu er dæmi um það. Undirbúningurinn verður alltaf erf- iðari fyrir vikið.“ Besti árangur Birgis Leifs  Fær fleiri mót og lengri undirbúning  Lék síðast keppnisgolf í desember  Lék á 10 höggum undir pari á Ítalíu  Hélt utan með skömmum fyrirvara  Fór í þrjár flugferðir í gær á heimleiðinni Spáð í spilin Birgir Leifur Hafþórsson hefur oft velt vöngum yfir stöðunni síðustu daga á Ítalíu. Morgunblaðið/Ómar MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 íþróttir Fótbolti Yaya Touré tryggði Manchester City fyrsta stóra titil félagsins í enskri knattspyrnu í 35 ár þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley 7 Íþróttir mbl.is Ágúst Björg- vinsson heldur áfram að safna liði á Hlíð- arenda en hann tók á dögunum við kvennaliði Vals í körfu- knattleik sem leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Telma Björk Fjalarsdóttir hefur nú skrifað undir samning við Val og er fjórði leikmaðurinn sem geng- ur til liðs við félagið á skömmum tíma. Þrjár þeirra eru mjög leik- reyndar, Telma, Kristrún Sig- urjónsdóttir og Þórunn Bjarna- dóttir. Sú fjórða er Guðbjörg Sverrisdóttir sem á framtíðina fyrir sér í boltanum. Ágúst hefur einnig verið farsæll í því að fá til sín snjalla erlenda leikmenn og nýliðar Vals eru því til alls líkleg- ir á næstu leiktíð. Telma er framherji og styrkir Val í baráttunni um fráköstin. Telma lék lítið í vetur vegna anna og ökklameiðsla en var fyr- irliði Hauka þegar liðið varð bik- armeistari í fyrra. kris@mbl.is Telma Björk Fjalarsdóttir Telma Björk til Vals Reuters Heimsmeistarar Finnar fagna sigri á heimsmeistaramótinu í íshokkíi í gær en þeir lögðu Svía í úrslitaleik í Bratislava.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.