Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guð- mundsson leika í Evrópudeildinni í knatt- spyrnu á næstu leiktíð fari svo að þeir haldi áfram með AZ Alkmaar eftir sumarið en liðið endaði í 4. sæti í hollensku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. AZ tapaði 5:1 í lokaleiknum en hélt þó 4. sætinu þar sem næsta lið, Groningen, gerði markalaust jafntefli við PSV. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var á varamannabekknum. Með því að ná 4. sætinu komst AZ beint í forkeppni Evrópudeild- arinnar og slapp við að fara í umspil um sæti þar eins og liðin í 5.-8. sæti þurfa að gera. Það umspil stendur yfir fram til mánaðamóta sem hefði ekki verið gott fyrir þá félaga sem eru í U21-landsliði Íslands. Kol- beinn endaði í 6.-8. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 15 mörk en markahæstur varð Belg- inn Björn Vleminckx hjá NEC Nijmegen með 23 mörk. Ajax varð hollenskur meistari í 30. sinn en þetta sögufræga félag hafði ekki orðið deildarmeistari síðan árið 2004. Liðið vann 3:1 sigur á Twente í gær en Twente hefði dugað jafntefli til að landa titl- inum annað árið í röð. sindris@mbl.is Landsliðsmenn sluppu við umspil Kolbeinn Sigþórsson Tottenham kom sér í góða stöðu fyrir loka- umferðina í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær með því að sigra Liverpool á Anfield í fyrsta skipti í deildarleik frá árinu 1993, 2:0. Raphael van der Vaart kom Totten- ham yfir með glæsimarki snemma leiks og Luka Modric bætti við öðru marki úr víta- spyrnu í seinni hálfleiknum. Sigurinn þýðir að Tottenham komst upp fyrir Liverpool og í 5. sæti deildarinnar, en það sæti gefur keppnisrétt í forkeppni Evr- ópudeildarinnar og er því afar dýrmætt. Einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina og á Tottenham heimaleik gegn Birmingham þá, á meðan Liverpool sækir Aston Villa heim. Liverpool átti erfitt upp- dráttar lengi framan af leiktíðinni en náði sér vel á strik eftir að Kenny Dalgl- ish tók við stjórnartaum- unum um áramótin. Liðið át upp forskot Tottenham og hafði unnið þrjá stóra sigra í röð þegar kom að leiknum í gær, á meðan Tottenham hafði ekki unn- ið sigur í fimm leikjum í röð. Úrslitin í gær komu því nokkuð á óvart og nú þarf Liverpool að treysta á Birm- ingham í lokaumferðinni. sindris@mbl.is Evrópudeildin blasir við Tottenham Raphael van der Vaart ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við höfum lagt grunninn með þess- um sigri og með því að komast í for- keppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta er grunnurinn og núna getum við reist húsið,“ sagði Vincent Kompany, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu á þessari leiktíð, eftir að lið hans Manchester City gat fagnað langþráðum titli með sigri á Stoke í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Það er óhætt að taka undir orð Kompany. Með þeim tveimur risa- skrefum sem City tók á þessari leik- tíð, það er að segja að landa fyrsta alvöru titlinum í 35 ár og komast í Meistaradeildina, hefur liðið af al- vöru sannað sig sem eitt það besta á Englandi. Forríkir eigendur félags- ins sem eignuðust það í ágúst 2008 spenntu bogann strax hátt en það er með þessum áföngum sem brautin hefur verið rudd fyrir glæsta tíma hjá félaginu. Bestu leikmenn heims ættu nú ekki að þurfa að óttast að fá ekki að keppa um bikara kjósi þeir að klæðast búningi Manhcester City. Að öðrum ólöstuðum má segja að miðjumaðurinn Yaya Touré hafi átt hvað stærstan þátt í því að City varð bikarmeistari um helgina. Touré skoraði sigurmarkið gegn Man- chester United í undanúrslitum bik- arsins og bætti um betur með því að skora einnig eina markið í sigrinum á Stoke á laugardag. Þessi 28 ára gamli Fílabeins- strendingur ákvað að söðla um í fyrrasumar og halda til Manchester frá Barcelona þar sem hann hafði til- heyrt einu besta liði knattspyrnu- sögunnar. Touré varð þar með launahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar og því mikil pressa á honum að standa sig vel strax á sinni fyrstu leiktíð. Hann stóðst þá pressu al- gjörlega. Eftir að hafa sinnt hlut- verki varnarsinnaða miðjumannsins hjá Barcelona hefur hann leikið framar á vellinum fyrir stjórann Ro- berto Mancini og skilað því hlutverki af stakri prýði. Enginn horfir í launakostnaðinn við Touré eftir mörkin mikilvægu. Ástæðan fyrir kaupunum „Þetta er ástæðan fyrir því að við keyptum hann. Hann er stórkostleg- ur leikmaður. Hann skoraði í undan- úrslitunum og úrslitunum, og hefur verið afar góður alla leiktíðina,“ sagði Mancini um Touré. Sigurinn um helgina var ekki bara mikill sigur fyrir City heldur einnig Ítalann Mancini sem hefur oft mátt sæta gagnrýni í vetur enda krafan um árangur rík þegar stórstjörnur hrannast inn í félagið. Mancini hefur nú svarað gagnrýnisröddunum með árangri sem er í góðum takti við feril þessa mikla sigurvegara, og það á hans fyrstu heilu leiktíð með félagið. Mancini er hins vegar strax farinn að hugsa lengra. „Þetta er bara byrjunin“ „Ég er hæstánægður fyrir hönd stuðningsmanna liðsins. Eftir svona mörg mögur ár eiga þeir skilið að fá þennan titil. Við réðum ekki beint lögum og lofum í leiknum, og þurfum að bæta okkur áfram, en við erum mjög glaðir. Við skráðum stuttan kafla í sögu Manchester City, en þetta er bara byrjunin,“ sagði Manc- ini. Stoke reyndi allt hvað það gat að jafna metin á laugardaginn en það dugði ekki til. Tímabilið hefur engu að síður verið gott og gjöfult fyrir Tony Pulis og hans menn. Þeir leika í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð þrátt fyrir tapið, og geta þakkað það árangri Manchest- er City í úrvalsdeildinni. Nú er hægt að reisa hús  Manchester City bikarmeistari og í Meistaradeild á fyrstu heilu leiktíð Mancini  Fyrsti alvöru titill félagsins í 35 ár  Yaya Touré reyndist auranna virði Reuters Fögnuður Leikmenn Manchester City nutu þess að fagna bikarmeistaratitlinum um stund en ekki lengi því liðið mætir Stoke að nýju í mikilvægum leik strax annað kvöld. Leikmenn voru því í áfengisbanni á laugardagskvöld. Titlasafnið » Man. City hefur nú orðið enskur bikarmeistari fimm sinnum. Síðasti bikarmeist- aratitillinn á undan þeim um helgina kom árið 1969. » City hefur tvívegis orðið Englandsmeistari og einu sinni unnið Evrópukeppni bikarhafa, árið 1970. Þá hefur liðið tvisvar unnið deildabikarinn, síðast ár- ið 1976. Tvö mörk fráfyrrum sam- herja Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Hoffenheim, Demba Ba, dugðu West Ham ekki til sigurs á Wigan í ensku úr- valsdeildinni í gær. Hamrarnir komust í 2:0 en Wigan tryggði sér 3:2 sigur með mark Charles N’Zogbia í uppbót- artíma. Þar með er West Ham fallið úr úrvalsdeildinni þó enn sé ein um- ferð eftir. Wigan á hins vegar enn von um að halda sæti sínu í deildinni og ljóst að fallbaráttan verður rosa- leg um næstu helgi. Eitt stig skilur á milli Blackburn í 15. sæti og Wigan í 19. og næstneðsta sætinu.    Arsenal tapaði sínum fjórðaheimaleik á leiktíðinni í gær þegar liðið lá fyrir Aston Villa, 2:1. Arsenal á því á hættu að missa 3. sætið í hendur Manchester City sem á leik til góða fyrir lokaumferðina um næstu helgi og er aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal. Robin van Persie náði að skora sitt 17. mark í deildinni á þessu ári, sem eru jafnmörg mörk og leik- menn Blackburn hafa skorað sam- tals! Villa hafði að litlu að keppa í leiknum en er í 13. sæti deildarinnar. Darren Bent skoraði bæði mörk liðsins.    Rangers varð skoskur meistari íknattspyrnu í gær með því að sigra Kilmarnock 5:1 í lokaumferð- inni. Liðið varð einu stigi á undan erkifjendunum í Celtic. Í þriðja sæt- inu urðu Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts þrátt fyrir 2:1 tap gegn Dundee í lokaumferðinni.    David Gill framkvæmdastjóriManchester United sagði frá því í viðtali við út- varpsstöð BBC um helgina að það kæmi ekki á óvart ef Paul Scholes legði skóna á hilluna í sumar. Scholes hefur verið mátt- arstólpi í United- liðinu í áraraðir og fagnað tíu Englandsmeistara- titlum en er orðinn 36 ára gamall. Í sama viðtali sagði Gill að búið væri að ákveða hvaða markvörður myndi leysa Edwin van der Sar af hólmi þegar hann hættir í sumar.    Chelsea gerði aðeins jafntefli viðNewcastle í næstsíðustu um- ferðinni í ensku úrvalsdeildinni í gær, 2:2. Newcastle jafnaði metin í uppbótartíma. Chelsea á því enn á hættu að missa Man. City upp fyrir sig þó það sé í raun aðeins töl- fræðilegur möguleiki. Fólk sport@mbl.is „Í þetta skiptið má þakka liðinu öllu fyrir titilinn. Ef maður spyrði tíu manns hver væri leikmaður ársins hjá okkur, þá fengi maður líklega tíu ólík svör. Það má nefna Nani með mörkin sín og stoðsendingar, Dimitar Berbatov með mörkin sín, Javier Hernandez hefur verið magnaður á sinni fyrstu leiktíð, Nemanja Vidic stórkostlegur eins og alltaf, Antonio Valencia kom inn af krafti á mikilvægum tíma, og Edwin van der Sar hefur verið stöð- ugur alla leiktíð- ina. Svona held- ur listinn áfram lengi, en það er ekki hægt að segja að einhver einn standi upp úr í þetta sinn,“ sagði Walesverj- inn Ryan Giggs eftir að hann hafði fagnað sín- um 12. Englandsmeistaratitli á ferl- inum með Manchester United, og 19. Englandsmeistaratitlinum frá upphafi. United hafði nánast tryggt sér titilinn um síðustu helgi með sigri á Chelsea, en gerði það svo endanlega með 1:1 jafntefli við Blackburn þar sem Wayne Rooney jafnaði metin úr vítaspyrnu. United náði þar með að komast fram úr Liverpool og á topp listans yfir þau lið sem flesta Englands- meistaratitla hafa unnið. Liverpool hefur þar með kannski verið „hrint af stallinum“ eins og Alex Ferguson á að hafa sagst ætla að gera. Giggs vildi þó ekki meina að titillinn væri sá kærkomnasti á ferlinum. „Mér finnst enn að fyrsti titilinn, árið 1993, hafi meira gildi. Þá hafði biðin verið orðin 26 ár sem er allt of langur tími fyrir félag eins og Unit- ed. Eftir að hafa unnið þann titil var eins og gríðarlegri pressu hefði verið létt af en mig grunaði samt ekki það sem fylgdi í kjölfarið,“ sagði Giggs. sindris@mbl.is Fyrsti titillinn hafði enn meira gildi  Ryan Giggs fagnaði sínum 12. Englandsmeistaratitli  Liverpool „hrint af stallinum“ Ryan Giggs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.