Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Þriðja leikinn í röð skilja ÍBV og Breiðablik jöfn og markatalan er alltaf sú sama, 1:1. Þetta voru úr- slit í leikjum liðanna sumarið 2010 og þau héldu uppteknum hætti á Hásteinsvelli í gær þar sem Guð- mundur Kristjánsson kom gest- unum yfir í fyrri hálfleik en Þór- arinn Ingi Valdimarsson jafnaði í þeim síðari og skoraði þar með annað mark sitt í jafnmörgum leikjum. Segja má að leikurinn hafi verið tvískiptur þar sem Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Eyjamenn öllu beittari í þeim síð- ari. Þó var ekki mikið sem skildi að, hvorki í fyrri né seinni hálfleik. Bæði lið spiluðu boltanum ágætlega sín á milli og eru greinilega bæði að finna taktinn. En í fyrri hálfleik voru Blikar beittari í sínum sókn- araðgerðum og í raun var það sanngjarnt að þeir væru yfir í fyrri hálfleik. Blikar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og fylgdu sigrinum eftir með góðum leik í Eyjum. Styrkleikar liðanna liggja þó sínum hvorum megin á vellinum því Blikum fer betur að sækja á meðan Eyjamenn tefla fram einni af öflugustu vörnum Íslandsmóts- ins, þar sem miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen fara fremstir í flokki. Eyjamenn duttu svo sannarlega í lukkupottinn með danska varn- armanninn, sem hefur spilað eins og herforingi í byrjun Íslandsmóts- ins. Ef eitthvað er, þá geta leikmenn Breiðabliks nagað sig í hand- arbökin enda small boltinn í tví- gang í tréverkinu á Eyjamarkinu. Þeir hefðu getað stolið sigrinum undir lokin þegar Viktor Unnar Ill- ugason átti þrumskot í stöng en til þessa hafa Eyjamenn séð um það að skora mörkin í uppbótartíma. Leikmenn Fram og Vals hefðu hugsanlega brosað út í annað ef skotið hefði ratað inn enda skoruðu Eyjamenn sigurmark í leikjunum gegn Reykjavíkurfélögunum í upp- bótartíma. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði eftir leikinn að nú tæki við langþráð hlé á Íslandsmótinu en liðin hafa leikið þétt fyrstu fjór- ar umferðirnar. Næsti leikur ÍBV verður í Keflavík eftir slétta viku. „Nú eru bara heitir pottar í tvo daga og svo afslöppun. Svo gírum við okkur upp rólega af stað aftur. Það bíður okkar mikilvægur leikur í Keflavík og Keflvíkingar eru sterkir. Það eru alltaf læti þegar þessi tvö lið mætast og við eigum ekkert sérlega góðar minningar úr Keflavík síðustu tvö ár. Við verðum að fara að snúa því okkur í hag.“ Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sókndjarfur Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, sækir að Ingvari Þór Kale, markverði Breiðabliks. Enn eitt jafnteflið  Þriðji leikurinn í röð í Íslandsmótinu hjá þessum liðum þar sem úrslitin eru 1:1  Kærkomið frí framundan að mati þjálfari ÍBV  Nú taka við heitir pottar Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 4. umferð sunnudaginn 15. maí 2011. Skilyrði: Hiti 8 gráður, hæg gola og völlurinn góður. Skot: ÍBV 8 (7) – Breiðablik 7 (5). Horn: ÍBV 3 – Breiðablik 2. Lið ÍBV: (4-4-2) Mark: Albert Sæv- arsson. Vörn: Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner. Miðja: Guðmundur Þórarinsson (Arnór Eyvar Ólafsson 65.), Andri Ólafs- son, Bryan Hughes (Anton Bjarna- son 80.), Þórarinn Ingi Valdimars- son. Sókn: Jordan Connerton, Denis Sytnik (Tonny Mawejje 46.). Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Orri Mar- geirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson. Miðja: Guð- mundur Kristjánsson, Jökull I. El- ísabetarson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Arnar Már Björgvinsson (Viktor Unnar Illugason 73.), Krist- inn Steindórsson (Olgeir Sig- urgeirsson 67.), Tómas Óli Garð- arsson (Haukur Baldvinsson 60.). Dómari: Valgeir Valgeirsson – 7. Áhorfendur: 864. ÍBV – Breiðablik 1:1 FÆRI – 10. Bryan Hughessendi frábæra send- ingu inn fyrir vörn Breiðabliks á landa sinn Jordan Connerton sem sendi fasta sendingu fyrir markið ætlaða Denis Sytnik en Elfar Freyr Helgason bjargaði á elleftu stundu. Færi – 13. Fínn samleikur Breiða- bliks í gegnum vörn ÍBV endaði með því að Arnar Már Björg- vinsson sendi hælsendingu á Krist- in Steindórsson en Tómas Óli Garð- arsson tók af honum ómakið og skaut en beint á Albert í marki ÍBV. SLÁ – 24. Kristinn Stein-dórsson lét vaða á markið utan vítateigs. Skotið var gott en small í þverslánni og út í vítateiginn þar sem varnarmenn ÍBV náðu að hreinsa. FÆRI – 25. Enn áttiBryan Hughes sendingu inn í vítateig á landa sinn Jordan Connerton. Í þetta sinn var hann í upplögðu skotfæri í mark- teig en hitti ekki boltann sem sigldi aftur fyrir endamörk. 0:1 – 37. Kristinn Stein-dórsson fór upp að enda- mörkum vinstra megin og negldi með jörðinni fyrir markið. Við fjær- stöng lúrði Guðmundur Krist- jánsson einn og óvaldaður og gat ekki annað en skorað úr markteig. 1:1 – 59. Þórarinn Ingi Valdi-marsson jafnaði metin af miklu harðfylgi og skoraði í öðrum leiknum í röð. Andri Ólafsson sendi fram völlinn þar sem Þórarinn hafði betur í kapphlaupi við Elfar Frey og negldi boltanum í markið frá vítateigslínunni. Vel gert hjá baráttuhundinum Þórarni Inga. FÆRI – 68. Andri Ólafs-son gerðist aðgangs- harður upp við mark Blika þegar hann skallaði að marki eftir fyr- irgjöf Arnórs Ólafssonar. Skallinn var reyndar ekki eins góð- ur og tilefni gafst til en Elfar Freyr gerði vel í að trufla Andra. Færi – 78. Guðmundur Kristjánsson átti svakalega rispu inn í teig ÍBV og var kominn í skotfæri við mark- teigshornið. En í stað þess að skjóta reyndi hann sendingu inn í vítateiginn þar sem Andri Rafn Yeoman kom aðvífandi en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu í horn. FÆRI – 83. Andri Ólafs-son vann boltann af varnarmönnum Blika og var kom- inn í skotfæri við vítateigslínuna. Andri lét vaða á markið og skotið var gott en Ingvar Þór varði vel. STÖNG – 90 +5 Undirlokin náðu Blikar fínni skyndisókn sem endaði með því að Viktor Unnar Illugason lék inn í vítateig og átti þrumuskot að marki sem small í stöng, fór það- an í varnarmann ÍBV og aftur fyrir endamörk. I Gul spjöld:Andri Rafn (Breiðablik) 35. (leikaraskapur), Ólafur (Breiðablik) 40. (mótmæli), Eiður Aron (ÍBV) 45. (brot), Þórarinn (ÍBV) 53. (brot). I Rauð spjöld:Enginn. MMM Enginn. MM Enginn. M Kelvin Mellor (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Rasmus Christiansen (ÍBV) Bryan Hughes (ÍBV) Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) Ingvar Þór Kale (Breiðabliki) Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Tómas Óli Garðarsson (Breiðabliki) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Þetta gerðist á Hásteinsvelli Bryan Hughes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.