Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.05.1967, Side 4

Siglfirðingur - 08.05.1967, Side 4
4 SIGLFIRÐINGUR Mánudaginn 8. maí 1967 Nokkrir miðar til sölu fyrir nýja þátttakendur í Siglufirði og Fljótum. Umboðsmaður: GESTUR FANNDAL — Sími 71162 — SIGLUFIRÐI II.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsal félagsins 1 Reykjavík, föstu- daginn 12. maí 1967 kl. 13.30. Dagskrá: 1) Tekin fyrir þau mál, er um getur í 13. gr. samþykkta félagsins. 2) Ákvörðun aðalfundar 12. maí 1966 um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa og aukningu hluta- fjár til fullnaðarafgreiðslu. 3) Aðrar tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef fram koma). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 9.—10. maí. Reykjavík, 31. marz 1967. STJÓRNIN Bókasafnsnotendur, Siglufirði Munið að skila bókunum reglulega. — Lánstími 14 dagar. BÓKAVÖRÐUR Lóðaklukkurnar komnar aftur Kaupfélag Siglfirðinga Fasteignagjöld 1967 Fasteignagjöld 1967 féllu í gjalddaga 2. janúar sl. Þeir, sem enn hafa ekki lokið greiðslum þeirra, eru vinsamlegast hvattir til að gera það hið allra fyrsta. Siglufirði, 23. febrúar 1967. BÆJARGJALDKERINN t KRISTINN HALLDðfiSSON Minningarorð Kjörskrárstofn fyrir Siglufjarðarkaupstað vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga í júnímánuði 1967 liggur frammi á bæjarskrifstofunni, bæjarbúum til athugunar, á venjulegum skrifstofutíma frá og með föstudeg- inum 7. apríl 1967. Athygli skal vakin á að heimilisföng í skránni miðast við 1. desember 1966. Athugasemdir við kjörskrárstofninn þurfa að hafa borizt bæjarstjórn Siglufjarðar þrem vikum fyrir kjördag. Siglufirði. 7. apríl 1967. BÆJARSTJÓRINN iSú sorgarfregn barst hing- að til Siglufjarðar 16. des. s. 1. að Kristinn Halldórsson væri dáinn. Okkur vini hans setti hljóða. Alltaf virðist dauðinn koma mönnum á óvart, og vissulega gerði hann það í þetta skipti. Kristinn var fæddur hér í Siglufirði 7. desember 1915, jsonur merkishjónanna Krist- (ínar Hafliðadóttur, Guð- j mundssonar, hreppstjóra, j þess þekkta og vinsæla manns, og Halldórs Jónas- sonar, kaupmanns. j Hann ólst upp á fyrir- myndarheimili foreldra sinna ásamt f jórum systkinum sín- ' um, en hann var yngstur þeirra. Kristinn brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands 1938 með miklum sóma, enda námshæfileikar mikhr, trútt minni og gáfur góðar. Hann byrjaði ungur að starfa við verzlun föður síns og tók við rekstri hennar að öllu 1940, en áður hafði Hafliði bróðir hans veitt fyrirtækinu for- stöðu. Um nokkurt árabil fékkst Kristinn einnig við síldarverkun á eigin söltun- arstöð, en varð að hætta þeim rekstri sem aðrir fleiri, þegar síldin hætti að veiðast fyrir Norðurlandi. SíðuStu árin vann hann á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Sem fyrr greinir var Krist- inn mjög vel greindur mað- ur, en dulur og fremur ó- mannblendinn, og langt frá því að vera allra, en hann var trölltryggur þeim, sem hann valdi að vin- um sínum. Hann hafði opin augu og eyru fyrir því skoplega sem fyrir bar á lífsleiðinni. Svip- aði honum þar til Halldórs föður síns. Kristinn gat verið manna skemmtilegastur í þröngum vinahópi, orðheppinn og fyndinn, — og orð hans geiguðu eikki frá marki. Hann var flestum mönnum hreinlyndari, sjálfstæður í skoðunum og ábyggilegur í viðskiptum öllum. — Hann var manna fróðastur um allt sem Siglufjörð varðaði, og hafði viðað að sér miklum gögnum þar að lútandi, enda var hann fenginn af bæjar- stjórn Siglufjarðar til að skrifa sögu bæjarins, sem út átti að koma á 50 ára afmæli Siglufjarð- arkaupstaðar, 20. maí 1968. Eftirmæli dr. Jóns Þor- kelssonar um fræðaþulinn Ólaf Davíðsson enda þannig: „Viltu taka upp verkin hans, og verða þar að manni?“ Og við getum líka spurt, hver vill taka upp verk Kristins um ritun sögu Siglu f jarðar. Verður ekki sá mað- ur vandfundinn? Kristinn var kvæntur Ingibjörgu Karlsdóttur, mik- ilhæfri húsfreyju. Þau eign- uðust tvö börn, Dóru, f. 3. marz 1945 og Halldór, f. 29. sept. 1948. Síðast liðið haust fór Kristinn með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og ætl- aði að dvelja þar vetrar- langt, því að börn hans stunda þar nám, Dóra í Há- skólanum, en Halldór í Verzl unarskólanum. En hann hafði aðeins dvalið stuttan tíma í Reykjavík þegar kall- ið kom. Kallið, sem allir verða að lúta. Hann andað- ist 16. desember og var bor- inn til igrafar frá Siglufjarð- arkirkju 30. s. m. Hann er kominn heim til Siglufjarð- ar, sem hann unni svo mik- ið. Konu og börnum hans, systkinum og ættingjum votta ég innilega samúð. Hin sanna trú og minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. St. St.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.