Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið kl. 10-15 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.is Gallabuxur í útileguna Kanaríflakkarar 2011 Kanaríhátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi 15.-17. júlí Siggi Hannesar og félagar skemmta með söng og dansi föstudagskvöld. Laugardagur: Hátíðarhlaðborð kl. 19.00 hjá nýjum frábærum veitingamanni, Gauta. Verð 2.500 á mann. Pantanir í síma 863 5269. Gamanmál, lukkumiðar, flottir vinningar. Harmonikkuball kl. 22.00. Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar ásamt flottri söngkonu, Rúnu. Allir velkomnir. Takið með ykkur gesti. Í Kanaríeyjastuði Stjórnin Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsalan • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is hafinwww.gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Sérsmíðaðir hnakkar 15. til 20. júlí verða hér í heimsókn enskir söðlasmiðir. Þeir taka mát af hestum sem þurfa sérsmíðaða hnakka. Uppl. veittar í s. 566 8045 og 698 5799 Netfang: valditryggva@simnet.is 120 m2 sumar/þjónustuhús til sölu Til sölu eða leigu 120 m2 hús á 4.000 m2 lóð, áður Bláa Lóns húsið. Gæti einnig hentað sem sumarhús, vallarhús, verslun, aðstöðuhús o.m.fl. Við húsið er 300 m2 sólpallur. Hús sem er auðvelt að flytja. Í byrjun þessa mánaðar lést í Dram- men í Noregi Per Aasen, fyrrum sendiherra. Hann var sendiherra Noregs á Íslandi frá 1988 til 1994. en áður var hann varamaður sendi- herra Noregs í norska sendiráðinu í Washington. Per Aasen starfaði á yngri árum sem blaðamaður og rit- stjóri við ýmis málgögn norska Verkamannaflokksins. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Alþjóða- sambands ungra jafnaðarmanna. Per Aasen átti marga vini og kunningja á Íslandi. Eiginkona hans, Liv Aasen, þingmaður norska Verkamannaflokksins, lést árið 2005. Síðustu árin átti Per Aasen við vanheilsu að stríða. Útför hans fór fram í kyrrþey í Drammen 8. júlí. Andlát Per Aasen „Það hefur gengið örlítið erfiðlega á köflum,“ segir Einar Þ. Samúelsson, sem hjólar nú hringinn í kringum landið til stuðnings fjölskyldu sem hefur glímt við MND-hrörnunar- sjúkdóminn, eins og Morgunblaðið greindi frá sl. laugardag. Einar hefur þurft að eiga við mjög sterkan mótvind nánast alla leiðina. „Ég þurfti að stoppa í einn dag í Vík í Mýrdal en þar bilaði hjólið og var sent til Reykjavíkur í viðgerð. Það tafði mig um einn dag,“ segir Einar. Einnig þurfti hann að láta tappa vökva af hné á Hornafirði. Hægt er að heita á verkefnið, sem nefnist „Á sumu má sigrast“, með því að hringja eða senda sms í núm- erið 904-1407. Með því eru gefnar 1.407 krónur. janus@mbl.is Hjólar ótrauður Ljósmynd/Einar Þ. Samúelsson Safnar Einar K. Samúelsson lætur mótvindinn ekki stöðva sig. Nokkrar breytingar eru á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fisk- veiðiárið 2011-2012, sem ráðherra gaf út í gær, vegna nýsamþykktra breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða. Í reglugerðinni, sem byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, er meðal annars kveðið á um 10% aukn- ingu heildarafla þorsks á milli fisk- veiðiára. Í reglugerðinni er kveðið á um 10% minnkun leyfilegs heildar- afla ýsu, sem þó er umtalsvert minni lækkun en Hafrannsóknastofnun hafði lagt til. einarorn@mbl.is Þorskafli aukinn Byggingaframkvæmdir standa yfir í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, en verið er að reisa stálgrindina yfir nýtt stórt varanlegt svið. Metaðsókn var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra, en 16-17 þúsund manns heim- sóttu þá eyjuna. „Við höfum ekki sett takmarkanir á miðafjölda því að við teljum að stærra vandamál geti skapast ef fólk mætir á svæðið án miða og beinist þá umferðin niður í bæ á nóttu til,“ segir Tryggvi Már Sæmundsen hjá ÍBV. „Nú erum við komin með knatt- spyrnuhúsið við hliðina á dalnum sem var ekki í fyrra og þar getum við rúmað nokkur þúsund manns ef á bjátar vegna veðurs.“ Gæslan verður með svipuðu sniði og í fyrra og um 100-120 manns munu sjá um öryggisgæslu frá ÍBV auk lögreglumanna. Einnig er búið að auka við samgöngur til Vest- mannaeyja þar sem Flugfélagið Ernir mun bætast við Flugfélag Ís- lands og Herjólf. „Við búumst við mikilli aðsókn en þó aðeins minni en í fyrra,“ segir Tryggvi. Nýtt svið í Herjólfsdal  Margar nýjungar á þjóðhátíð í ár Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Þjóðhátíð Nýtt varanlegt svið mun vera tilbúið í Herjólfsdal eftir 3 vikur og mun mannvirkið breyta umgjörð þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum talsvert. STÓRÚTSALA 30% - 50% AFSLÁTTUR Laugavegi 63 • S: 551 4422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.