Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011
WWW.EBK.DK
Á þessum fundi, þar sem hægt er að fá einkaviðtöl, getum við skýrt þér frá þeim byggingarmöguleikum
sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á
Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum.
Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa:
Trine Lundgaard Olsen - farsími +45 6162 0525 – netfang: tlo@ebk.dk
Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi.
Vinsamlegast virðið tímaskráningu.
EBK Huse A/S hefur meira en 35 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré.
Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með
4 útibú í Danmörku og 3 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af
sumarhúsabyggingum á Íslandi, Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi.
EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar
20.–21. júlí 2011 í Reykjavík.
SLAGELSE: +45 5856 0400, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Mán.- fös. 8-16.30, sun. og helgidaga 13-17.
11
3
0
7
Ert þú í byggingarhugleiðingum?
DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR)
Flest ríki hafa milli-
stjórnsýslustig, það er
stjórnvald sem er
skipulagslega á milli
sveitarfélagastigs,
lægsta stigsins, og rík-
isins, hæsta stigsins.
Þau eru hluti af stjórn-
sýslulegri tilhögun
hvers ríkis og þau eru
jafnvel höfð mörg og
þau stuðla að jafnræði
og sjálfræði héraða og dreifingu
valds og fjármuna í ríkinu. En á Ís-
landi eru bara tvö grunn-stjórnsýslu-
stig, sveitarfélög og ríki. Þau gegna
ekki alveg sama hlutverki og hafa
ekki sömu áhrif. Þvert á móti, ef eng-
in millistjórnsýsla er, þá er það
sennilega örugg leið til þess að efla
miðlæga höfuðborg stjórnsýslu og
veikja aðra hluta ríkisins og gera þá
alla jafn fátæka.
Á Íslandi fær ríkið tæplega 75%
alls skattfjár og miðsækni opinbers
valds og fjármuna er því sennilega
einstakt hér á landi. Í Danmörku er
sambærilegt hlutfall um 25%. Ef Ís-
land fylgdi danska módelinu gæti ís-
lenskt millistjórnunarstig haft árlega
allt að 584 milljörðum úr að spila
(Hagstofan, gögn frá 2010).
Jafnræði
Hvernig á að skilja eftir meira af
skattfé og framleiðsluverðmætum
úti á landi þar sem þau verða gjarnan
til, en til þess geta staðið sanngirn-
isrök og þjóðhagsleg rök, eða hvern-
ig á að skila þeim til baka, án þess að
um spillingu eða kjördæmapot sé að
ræða? Í viðskiptalífinu virðist aug-
ljóst að rekstur og eignarhald þurfi
að vera staðsett í jaðarbyggðum ef
framleiðslan er þar, þannig að hún
valdi margfeldisáhrifum þar og er
það oft raunin, einkum í sjávarútvegi
og jafnvel stóriðju. Ef hagnaður af
atvinnustarfsemi rynni til fjarlægra
miðlægra aðila væri það hugsanlega
kallað arðrán á gæðum jaðarbyggða.
En hvað köllum við það þegar
stjórnsýslan sogar mestallt skattfé á
einn miðlægan stað? Skipulag henn-
ar á að ná fram jákvæðum stefnu-
markmiðum, sem gætu verið jafn-
ræði og sjálfræði aðila
og héraða og valddreif-
ing í ríkinu, að fjár-
munir séu ekki færðir
langt frá upprunastað
sínum og að landið sé
allt í byggð eftir því
sem hægt er, en líta má
það sem ákveðinn in-
frastrúktúr fyrir fram-
tíðina.
Tvö stjórnsýslustig
Að hafa aðeins tvö
stjórnsýslustig hér á
landi á sér sennilega fá eða engin for-
dæmi. Verkefni sveitarfélaga hljóta
jafnan að takmarkast við getu
smæstu sveitarfélaganna – og hefur
það bein áhrif á tekjumöguleika
þeirra. Tvö stjórnsýslustig styrkja
því sterkt og miðlægt ríkisvald og
leiða til þess að öll verkefni af sæmi-
legri stærð eru unnin í höfuðborg
stjórnsýslu, þar sem afleidd áhrif af
uppbyggingu þeirra og rekstri koma
líka fram.
Tvö stjórnsýslustig geta myndað
mikinn þrýsting á stækkun sveitarfé-
laga í þeim fróma tilgangi að þau fái
frekar verkefni frá hinu miðlæga rík-
isvaldi og hér á landi segja sumir að
rétt sé að hafa innan við 10 sveit-
arfélög. Slík tilraunastarfsemi er þó
dæmd til þess að mistakast, því hún
er ólýðræðisleg, lægsta stjórnsýslu-
stigið á að vera nálægt íbúunum. Ef
íbúar eru fáir, eins og víða er raunin,
eiga sveitarfélög einfaldlega að vera
smá. Sjálfræði lítilla byggða er því í
hættu og í okkar heimshluta er því að
jafnaði ekki fórnað. Minnt skal á að
opinber stjórnun og þjónusta er ekki
alveg það sama; á meðan sjálfstjórn
lítilla staða kallar á lítið sveitarfélag,
geta íbúar þess orðið að sækja þjón-
ustu út fyrir það af hagkvæmni-
ástæðum.
Hlutverk millistjórnsýslustiga
Í okkar heimshluta eru jafnan
millistjórnsýslustig og jafnvel mörg.
Þeim er meðal annars ætlað það
hlutverk að mæta eðlilegum mark-
miðum stjórnmálanna og stjórnsýsl-
unnar um sjálfstjórn svæða (þing og
héraðsstjórnir) og að halda skattfé
og verkefnum þar sem þau verða til,
enda hefur staðsetning stjórnvalds
mikil byggðaáhrif og hagnýting
skattfjár veldur afleiddum stað-
bundnum áhrifum. Hönnun milli-
stjórnsýslustiga er því eitt helsta úr-
ræði stjórnmálanna til þess að
styrkja jaðarbyggðir og þau eiga
þátt í því að mynda borgir eða þétt-
býliskjarna sem eru þjónustu-
miðstöðvar fyrir viðkomandi svæði,
jafnvel fjarri miðstöð stjórnsýslu rík-
is. Fjöldi og skipulag millistjórn-
sýslustiga er mismunandi eftir ríkj-
um og verkefni þeirra einnig eftir því
hvaða markmiðum um dreifingu
byggðar, stýringu opinberra fjár-
muna og þjónustu á að ná, sum hafa
löggjafarvald, önnur dómsvald eða
reglusetningarvald og önnur annast
bara verkefnastjórnsýslu. Þannig má
bæði hugsa sér að mynda einn þétt-
býliskjarna sem væri til mótvægis
við höfuðborg eða mismunandi
marga minni kjarna og má ná því
fram með mismunandi hönnun á
stjórnsýslustigi eða stjórnsýslu-
stigum.
Niðurlag
Hér á landi hafa stjórnsýslustig
verið mótuð með það í huga að mest-
allt skattfé renni til miðlægrar höf-
uðborgar. Það hefur eðlilega haft
mikil áhrif á byggðaþróun. Með-
allaun í úthverfum Reykjavíkur eru
um tvöfalt hærri en á Akureyri, sem
þýðir að eins og er gæti millistjórn-
unarstig í einhverri fjarlægð frá
Reykjavík veitt allt að tvöfalt meiri
opinbera þjónustu en nú er gert –
enda opinber þjónusta mannaflsfrek.
Það má velta því fyrir sér hvort
þeir sem hönnuðu kerfið hér á landi
hafi ekki gert sér grein fyrir afleið-
ingum gerða sinna.
Auglýst er eftir millistigi
stjórnsýslu
Eftir Hauk
Arnþórsson »Ef ekki er milli-
stjórnsýsla, þá eflir
það fyrirkomulag mið-
læga höfuðborg stjórn-
sýslu og veikir aðra
hluta ríkisins og gerir
þá alla jafn fátæka
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Í nýlegri bók „Reli-
gious diversity and
intercultural educa-
tion; a reference book
for schools“ sem er
gefin út af Evr-
ópuráðinu og fjallar
um fjölmenning-
arfærni og fjöltrúar-
legan veruleika í skól-
um er leitast við að
varpa ljósi á þá áskor-
un sem felst í því fyrir
skólayfirvöld að taka þennan veru-
leika alvarlega. Þar er meðal annars
minnt á að trúarleg og siðferðileg
gildi eru svið sem fela í sér hug-
myndir fólks um gildi lífsins. Slík
gildi sé ekki hægt að nálgast í gegn-
um þröngt sjónarhorn nám-
skrárgerðar eingöngu, né sé mögu-
legt að miðla þeim einhliða sem
þekkingu.
Trúarlega víddin
Í bókinni er lögð áhersla á nýja
vídd fjölmenningarlegrar kennslu í
Evrópu, trúarlegu víddina sem sé
bæði frá sjónarhorni mannréttinda
sem og sjónarhorni fjölmenning-
arlegs náms hluti fjölmenning-
arsamfélagsins og þar með skóla-
samfélagsins. Markmiðið sé að bæta
þjálfun sem hvetur til samtals (e.
dialogue), gagnkvæms skilnings og
bættrar sambúðar fólks. Slík nálgun
sé önnur en sú sem enn megi finna í
nokkrum evrópskum námskrám þar
sem gengið sé út frá einsleitni sam-
félagsins. Of lítið sé um trúar-
bragðakennslu, spyrja þurfi til hvers
menntun sé, horfa þurfi á þróun ein-
staklingsins og samfélagsins og
setja gildi framar skammtímamark-
miðum. Það er niðurstaða höfunda
að efla þurfi fjölmenningarlegt nám
sem hjálpi nemandanum að þroska
með sér fjöltrúarlega færni. Fjöl-
trúarleg færni felur í sér næmni á
fjölbreytileika menningarlegs og
trúarlegs bakgrunns fólks, getu til
að hafa samskipti við aðra og kunn-
áttu í þvermenningarlegum sam-
ræðum. Hún felst einnig í því að
geta unnið í þvermenningarlegum
hópi þar sem samræðan einkennist
af hluttekningu, hæfileika til að
kynna sér trú, venjur, tákn og helgi-
siði og síðast en ekki síst gagnrýna
hugsun og sjálfstætt mat. Mikilvægt
sé að hin trúarlega vídd fái notið sín
innan fjölmenningarlegs náms.
Þannig geti slíkt nám orðið mikil-
vægt framlag til friðar, til þjálfunar í
opnu hugarfari gagnvart öðrum
menningarheimum og til umburð-
arlyndis og viðurkenningar á mann-
réttindum í Evrópu.
Þjálfun í umburðarlyndi
Í bókinni er ítrekað að ekki sé
hægt að horfa fram hjá því að þegar
menningarheimar mætast þá mætist
um leið hugmyndir sem eigi sér
ýmsar rætur í trúarbrögðum eða
hafa trúarlegar skírskotanir eða
tengingar. Komið geti upp sú staða
að viðkomandi einstaklingar séu svo
sannfærðir um réttmæti eigin full-
vissu, gilda og heimssýnar að það sé
jafnvel illvinnanlegt að ná fram ár-
angursríku samtali. Um leið er
minnt á að reynslan sýni að félagsleg
samstaða á sér litla þróunar-
möguleika ef valdbeiting fær að vera
allsráðandi í samfélaginu eða ef ætl-
ast er til þess af einstaklingnum að
hann geti einfaldlega tekið það upp
hjá sjálfum sér að standa fyrir frið-
samlegum samskiptum
gagnvart einstaklingum
með aðra lífssýn en þeir
sjálfir. Umburðarlyndi
og skilningur séu hæfi-
leikar sem fólk þurfi að
læra og æfa sig í. Ríki
hljóti að hafa áhuga á
því að mennta unga
fólkið sitt sem flest
komi til með að þurfa að
lifa saman í ákveðnu
pólitísku samhengi með
(eða þrátt fyrir) mis-
munandi lífsskoðanir og
heimssýn. Í þessu samhengi þurfi að
taka hina trúarlegu vídd inn í fjöl-
menningarlegt nám.
Viðhorfsbreyting
Margir fræðimenn eru á svipaðri
skoðun og sett er fram í bók Evr-
ópuráðsins sem vitnað er í hér að
framan. Þar á meðal þýski fræði-
maðurinn Heinz Streib. Hann hefur
haldið því fram að skólar og aðrar
stofnanir samfélagsins virðist al-
mennt ekki undir það búnar að búa
einstaklinginn undir að takast á við
hið framandi og óskiljanlega. Þetta
hljótist af því að það sem er einum
sannleikur sé markað af hans menn-
ingarheimi og því reynist öðrum oft
erfitt að túlka og skilja þann veru-
leika. Afleiðingin sé sú að myndin af
hinum sem einstaklingurinn dregur
upp í huga sér er óskiljanleg, flókin,
ruglandi og blandin tilfinningum
hins framandi og bjóði upp á mis-
skilning. Að mati Streibs er þörf á
viðhorfsbreytingu. Hér leggur hann
til að ný nálgun sé fólgin í nokkurs
konar fyrirbærafræðilegu heim-
spekisjónarhorni (e. phenomenologi-
cal philosophical perspective). Það
felur í sér viðsnúning á viðhorfinu til
hins framandi, frá því sem fælir og
vekur ótta yfir í það sem vekur for-
vitni þó það sé um leið jafnvel hár-
beitt áskorun.
Ný tegund samsömunar
Hér bendir Streib á að þörf sé á
nýrri tegund samsömunar. Þau
hefðbundnu rök að einstaklingurinn
þurfi að byggja upp eigin samsömun
út frá trúarbrögðum sínum, til dæm-
is samsömun út frá lútherstrú, til að
geta tekist á við fjöltrúarlegan veru-
leika dugi skammt. Þó svo að slík
samsömun byggist á innri sannfær-
ingu skorti að hún sé sett í sam-
hengi. Einstaklingurinn verði að sjá
eigin samsömun sem ferli sem
stjórnast af opnum hug. Streib vill
snúa eldri kenningum við og líta svo
á að ferli sem feli í sér upplifun af og
þátttöku í fjöltrúarlegu umhverfi
geti orðið hluti þeirrar undirstöðu
sem samsömun er byggð á. Mark-
miðið sé því að innleiða menningu
hins framandi. Hér lærir ein-
staklingurinn að fást við eigin for-
dóma og taka við því sem er fram-
andi sem gjöf, nokkru sem auðgi
hann sem einstakling.
Fjölmenningar-
færni og fjöltrúar-
legur veruleiki
Eftir Pétur Björg-
vin Þorsteinsson
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
» Fjöltrúarleg færni
felur í sér næmni á
fjölbreytileika menning-
arlegs og trúarlegs bak-
grunns fólks, getu og
kunnáttu til þvermenn-
ingarlegra samræðna.
Höfundur er djákni í Glerárkirkju og
formaður AkureyrarAkademíunnar.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is