Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is LungA, listahátíð ungs fólks á Austur- landi, er nú haldin í tólfta skiptið og hefst á morgun, 10. júlí. Hátíðin er haldin á Seyðisfirði eins og vanalegt er og hefur undirbúningur fram að þessu verið í há- marki. Hátíðin er sett með tónleikum á mánudagskvöldið og stendur í heila viku og á sunnudaginn 17. júlí verður kveðju- stund. Hátíðin felur í sér listasmiðjur, listasýningar, fatahönnunarsýningu, tónleika, gjörninga og fleira. „Hjarta hátíðarinnar er þessi „work shop“ eða listasmiðjur og byggir hátíðin á þeim. Seinna meir fór að hlaðast á há- tíðina tónlist og tónleikar sem er núna svo sterkt út á við,“ segir Ívar Pétur Kjartansson, tónlistarstjóri LungA. Dagskrá hátíðarinnar er veigamikil og fjölbreytt. Margir hæfileikaríkir ein- staklingar verða með listasmiðjur í ár og má þá meðal annars nefna Björn Thors, sem verður með leiklistarsmiðju, Sig- tryggur Baldursson og Kippi Kanínus verða með tónlistarsmiðju, Harpa Ein- ars verður með tískuteikningu og götu- list og Ingibjörg og Lilja Birgisdætur verða með tónlistarmyndbandagerð. All- ir ættu því að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Listasmiðjur kosta 15.000 krónur og innifalið í því er matur, gisting og aðgangur á alla viðburði tengda LungA. Skráning í smiðju skal sendast á lunga@lunga.is. Nánari upplýsingar á lunga.is. Gus Gus með sérsmíðað prógram Eftir því sem líður á vikuna mun há- tíðin vinda upp á sig og gestum fer fjölg- andi. Viðburðir hátíðarinnar stækka í samræmi við það og mun laugardags- kvöldið 16. júlí verða „aðalkvöldið“. Þá verður miðbærinn á Seyðisfirði girtur af. „Það eru stór og falleg hús í miðbænum sem mynda hring, gamalt skólahús sem er byggt 1907, félagsheimili og sundhöll- in og við setjum girðingu á milli þeirra allra og myndum svæði með tvö útisvið,“ segir Ívar. Hápunkturinn verður líklega þegar hljómsveitin Gus Gus með Presi- dent Bongo í fararbroddi stígur á stokk með sérsmíðaða dagskrá fyrir gesti LungA. „Við viljum helst ekki kalla þetta Gus Gus því það vantar Bigga Veiru en hinir mæta, Urður, Daníel Ágúst, Högni og Davíð Þór“. Wonderbras, 12 stúlkna blásarasveit Bjarkar Guðmundsdóttur, verður þeim til halds og trausts og mun þessi föngulegi hópur leika lög af nýj- ustu plötu hljómsveitarinnar ásamt sóló- efni þeirra allra í nýjum, spennandi bún- ingi. Einnig er vert að taka fram að ekkert aldurstakmark er á tónleikana og frítt er inn fyrir 50 ára og eldri. „Við viljum reyna að sameina alla aldurshópa á þess- ari frábæru hátíð, að koma saman og njóta lista,“ segir Ívar að lokum. Tón- leikarnir standa frá 16:00-01:00. Hægt er að kaupa sér sérstakan helg- arpassa fyrir þá helgi á midi.is sem gildir á alla viðburði LungA frá fimmtudegi til laugardags. Listin og lífið gerast á LungA  Listasmiðjur af öllu tagi fyrir alla á LungA  Gus Gus spilar lög af Arabian Horse í glænýjum búningi  Frítt inn á tónleikana fyrir 50 ára og eldri og ekkert aldurstakmark Útitónleikar Margar hljómsveitir leika fyrir gesti listahátíðarinnar LungA í ár. Á myndinni frá því í fyrra spilar hljómsveitin Hjaltalín ljúfa tóna undir berum himni. Dularfull Myndin er frá tískuteikningarnámskeiði í fyrra og verður boðið upp á það aftur í ár. Listahátíðin LungA var haldin í fyrsta skiptið árið 2000. Há- tíðin er mikil umfangs og hef- ur farið ört stækkandi síðustu ár. Á meðan á hátíðinni stend- ur eru um 250 gestir í bænum á beinum vegum LungA, þátt- takendur, starfsfólk, sjálf- boðaliðar, tónlistarfólk, leið- beinendur í listasmiðjunni og listafólk. Hins vegar sækja um 4.000 manns viðburði hátíð- arinnar ár hvert. Það er því mikið um að vera í þessum litla bæ sem Seyðisfjörður er, í þessa viku sem hátíðin stendur yfir. Hljómsveitir sem spila á há- tíðinni í ár eru Hanna Von Bergen frá Noregi, Klive, Nolo, Muted, Snorri Helgason, Jón Þór, Mammút, Berndsen, Reptile and Retard frá Dan- mörku, Sin Fang og svo verð- ur Gus Gus með sérhannaða dagskrá sérstaklega fyrir LungA. Hátíðin hefst á morgun en verður formlega opnuð með tónleikum á mánudagskvöldið, 11. júlí. Þar koma fram Pétur Ben, Kippi Kanínus, Bogomil Font og Hákarlarnir. „Þetta er einstaklega fjölbreytt dagskrá á einni kvöldstund þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Allt frá meló- dískri raftónlist í keyrslu á indí-rokk og Tom Waits- slagara í calypso-stíl.“ Venjan að um 4.000 manns mæti FJÖLBREYTT FJÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.