Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011
Sudoku
Frumstig
4 9
9
1 8
6 4
7 1 6 4 2
2 1 9 8
6 8
7 8 1 5 6
6 4 7 9 1
8 4 6
1 7 9 4 2
5 7
4 2 9 8
9 6 7
7 1
7 1 5
8 9 4
9
4 7 3 2
5 1 9
1 6 3
8 7
3 6 9 1
1 7 3 8
6 9
2 3 4
2 7 4 5 9 1 3 8 6
6 3 9 2 8 7 4 5 1
1 5 8 6 3 4 7 2 9
9 1 6 7 2 8 5 3 4
7 8 3 4 1 5 9 6 2
4 2 5 3 6 9 1 7 8
5 6 2 9 4 3 8 1 7
8 9 7 1 5 6 2 4 3
3 4 1 8 7 2 6 9 5
3 4 7 5 9 2 1 8 6
8 5 2 3 6 1 4 9 7
9 1 6 7 8 4 3 5 2
2 9 1 6 3 5 7 4 8
6 3 4 1 7 8 5 2 9
7 8 5 4 2 9 6 1 3
5 6 8 9 1 7 2 3 4
1 7 9 2 4 3 8 6 5
4 2 3 8 5 6 9 7 1
9 7 5 1 2 8 3 4 6
2 4 1 5 6 3 7 8 9
3 8 6 4 9 7 2 1 5
7 6 9 2 8 1 4 5 3
5 2 8 7 3 4 9 6 1
4 1 3 6 5 9 8 7 2
8 5 7 9 1 2 6 3 4
6 9 4 3 7 5 1 2 8
1 3 2 8 4 6 5 9 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 9. júlí, 190. dagur
ársins 2011
Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, - frá
hjarta hans munu renna lækir lifandi
vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.)
Víkverji dagsins skilur ekki lúp-ínuhatara. Lúpínuhatarar eru
svo skrýtið fólk. Vissulega er Alaska-
lúpínan ágeng planta sem leggur að
velli mikið af þeim lággróðri sem fyr-
ir henni verður. Þetta getur í fljótu
bragði virst mikil ógn við líf-
fræðilegan fjölbreytileika á stórum
landsvæðum, fyrst og fremst í jurta-
ríkinu en ef til vill líka í ríki skordýra
og þar með fugla.
x x x
Gott og vel. Enginn er fullkominn.Ekki einu sinni lúpínan, þótt
þessi hætta sé að líkindum dálítið ýkt
að mati Víkverja. Víkverji tekur þó
skýrt fram að hann er ekki nátt-
úrufræðingur, heldur aðeins unn-
andi. En hvernig tekst fólki að líta al-
gerlega framhjá augljósri gagnsemi
plöntunnar og fegurð hennar? Byrj-
um á plöntunni sjálfri. Hún er íðilfög-
ur! Víkverji finnur hreinlega ham-
ingjustrauma flæða um líkamann
þegar hann horfir yfir þétta lúp-
ínubreiðu í fullum blóma. Það er eins
og að hafa dáið og farið til himna-
ríkis.
x x x
Svo er það gagnsemin. Lúpínan ertöfrum líkust því hún megnar að
búa til eitthvað úr engu. Hún sprett-
ur upp á líflausum söndum, bindur og
sýrir jarðveginn í allnokkur ár og
ryður brautina fyrir aðrar plöntur og
síður harðgerar. Á mörgum stöðum
sést birkikjarr nú læða sér upp úr
lúpínubreiðum á láglendi, þar sem
áður var auðn og kuldalegt um að lit-
ast. Lúpínan skýlir, verndar og nærir
annan og hávaxnari gróður sem kem-
ur á eftir. Þegar hún hefur sinnt sínu
hlutverki tekur sá gróður smám sam-
an yfir og eftir stendur gróskumeiri
náttúra. Þessu má finna dæmi mjög
víða. Hvert er vandamálið nákvæm-
lega, veltir Víkverji fyrir sér?
x x x
Náttúrufræðingar segja að Ís-lendingar séu að upplifa byrj-
unina á nokkurra áratuga hitaskeiði.
Þennan tíma á að nota til að græða
landið sem mest upp. Í því verkefni
er lúpínan vinnuforkur. víkverji@m-
bl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hvetja, 4 sívaln-
ings, 7 guð, 8 rör, 9 fæði, 11
skrifa, 13 vendi, 14 undrast,
15 ári, 17 gagnsær, 20
málmur, 22 hakan, 23
ósætti, 24 valdi tjóni, 25
hjarar.
Lóðrétt | 1 stendur við, 2
skrölt, 3 tóma, 4 hörfi, 5 ves-
öldin, 6 harma, 10 nam, 12
skyldmenni, 13 duft, 15
rými, 16 matbúa, 18 heitir,
19 tölur, 20 á höfði, 21 vítt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tækifærið, 8 kolin, 9 launa, 10 aka, 11 lagað, 13 rænir,
15 hross, 18 sagan, 21 kát, 22 síðla, 23 afurð, 24 hroðalegt.
Lóðrétt: 2 ærleg, 3 iðnað, 4 ætlar, 5 Iðunn, 6 skál, 7 maur, 12
als, 14 æpa, 15 hæsi, 16 orður, 17 skarð, 18 stall, 19 grugg, 20
næði.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Straumhvörf. S-Allir.
Norður
♠DG974
♥D2
♦843
♣Á103
Vestur Austur
♠10653 ♠ÁK82
♥Á1076 ♥4
♦9 ♦ÁDG106
♣8765 ♣D92
Suður
♠--
♥KG9853
♦K752
♣KG4
Suður spilar 2♥ dobluð.
Nákvæmlega við hálfleiksmörk –
eftir 24 spil af 48 – hefði Bessis 60 stiga
forskot á Mahaffay í úrslitaleik opna
flokksins í Poznam. Það er umtalsvert í
stuttum leik. En svo urðu straumhvörf.
Sagnir gengu nákvæmlega eins á báð-
um borðum fram að úrslitaákvörðun:
Suður vakti á 1♥, norður svaraði á 1♠,
austur kom inn á 2♦ og suður sagði 2♥
til að sýna sexlitinn. Sú sögn var pöss-
uð til austurs, sem doblaði til úttektar.
Aumingja vestur. Í því sæti sátu
Thomas Bessis og Eric Rodwell. Bess-
is ákvað að freista gæfunnar í vörninni
og passaði niður 2♥ dobluð, en Rodwell
sagði 2♠, sem norður leifturdoblaði.
Niðurstaðan? 670 á báðum borðum, en
í ólíkar áttir (!) og 16 stig til Mahaffey,
sem á endanum vann með 23ja stiga
mun, 156-133.
9. júlí 1946
Skemmtigarðurinn Tivoli var
opnaður í Vatnsmýrinni í
Reykjavík. Þar voru meðal
annars bílabraut, hringekja,
parísarhjól og danspallur.
Starfseminni var hætt árið
1964.
9. júlí 1976
Mesti hiti í Reykjavík á tutt-
ugustu öld, 24,3° C, mældist
þennan dag. Hitinn var meiri
en tuttugu stig frá hádegi og
fram á kvöld. Aðalfyrirsögn
Vísis daginn eftir var: „Íslensk
hitabylgja.“ Metið var slegið í
ágúst 2004 og aftur í lok júlí
2008.
9. júlí 1994
Síldarminjasafn var formlega
opnað í Roaldsbrakka á Siglu-
firði, en safngripir höfðu um
skeið verið til sýnis í öðru
húsi. „Það ríkti hátíðarstemn-
ing á Siglufirði,“ sagði í Degi.
9. júlí 1998
Leikritið Hellisbúinn var
frumsýnt. Rúmu ári síðar
höfðu 57.106 leikhúsgestir séð
það, sem var aðsóknarmet hér
á landi.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Við höfum nú verið með þetta í huga lengi. Við
ætluðum að gera þetta fyrir fimm árum þegar ég
varð sjötugur. En núna ætlum við að láta verða af
þessu,“ segir Sveinn Ásgeir Sigurðsson vélfræð-
ingur, en hann og kona hans, Nanna Sigurðar-
dóttir, ætla að halda upp á 150 ára sameiginlegt
afmæli sitt á morgun, sunnudag, á skógræktar-
skika sínum Kotvelli fyrir ofan Hvolsvöll. Sveinn
verður 75 ára á morgun en Nanna náði sama aldri
8. janúar síðastliðinn.
Sveinn segir að þau hjónin eigi von á mörgum í
afmælisboðið, bæði vinum og ættingjum. Ætlunin
er meðal annars að bjóða gestunum upp á að ganga með þeim um
landið þar sem þau hafa ásamt fleirum unnið að skógrækt undanfarin
18 ár. Langi gesti að setja niður trjáplöntu er það velkomið.
Sveinn stundaði sjómennsku í yfir hálfa öld. Hann lærði vélfræði í
Vélskóla Íslands og varð eftir það yfirvélstjóri á Ögra RE-72 og síðar
vélstjóri á Þerney RE-101. Fyrstu kynni hans af sjómennsku voru á
Reyðarfirði þegar hann var unglingur á Snæfuglinum hjá Bóasi Jóns-
syni. „Þar byrjuðu allir unglingar. Ég held að þetta hafi verið hugsað
sem eins konar manndómsskóli,“ segir Sveinn. hjorturjg@mbl.is
Sveinn Ásgeir Sigurðsson 75 ára á morgun
Halda upp á 150 ára afmæli
Nýirborgarar
Reykjavík Róbert Nikulás
fæddist 31. janúar. Hann vó
3.650 g og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Jóna Krist-
ín Nikulásdóttir og Róbert Elís
Erlingsson.
Flóðogfjara
9. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.09 3,3 6.26 0,9 12.50 3,3 19.07 1,1 3.24 23.43
Ísafjörður 1.59 2,0 8.27 0,6 14.53 1,9 21.14 0,7 2.38 24.39
Siglufjörður 4.37 1,2 10.47 0,3 17.20 1,2 23.23 0,3 2.18 24.25
Djúpivogur 3.19 0,6 9.43 2,0 16.08 0,7 22.10 1,8 2.43 23.23
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft
að gefa þér tíma til að njóta þeirra eins vel og
þú getur. Reyndu að hafa áhrif því þú átt mik-
ið undir því hvernig fer.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þótt gaman sé að njóta velgengninnar
skaltu muna að allt er best í hófi. Samningar
sem þú gerir í dag geta fært þér hagnað í
framtíðinni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Athafnir á ólíkum sviðum lífsins
gleðja þig. Gefðu þér tíma til þess að hugsa
málið vandlega og leysa það svo.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Möguleikar til tekjuöflunar eru góðir í
dag og aðstæður fyrir verslun og viðskipti
hagstæðar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er engin skömm að því að leita sér
aðstoðar þegar verkefnið er margþætt og
flókið. Hjálpaðu öðrum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Vinir og vandamenn sækjast eftir tíma
þínum og þú átt að láta þeim hann í té eftir
fremsta megni. Leggðu hart að þér til þess að
ná markmiðum þínum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
Slakaðu á og vertu góður við sjálfan þig.
Komandi vikur verða lifandi og skemmtilegar.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Breyttu vinnulaginu svo þú náir
sem mestum árangri á þeim tíma sem þú
ætlar þér. Vertu auðmjúkur gagnvart lífskraft-
inum.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú átt ekki að þurfa að hafa nein-
ar áhyggjur því dugnaður þinn og útsjónar-
semi skila þér heilum í höfn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Annaðhvort verðurðu að leggja
meira á þig, eða gæta þess að lofa ekki upp í
ermina á þér. Láttu slag standa því þú hefur
alla burði til þess að taka að þér verkefni.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þið eruð með ýmsar vangaveltur í
sambandi við ákveðna samstarfsmenn. End-
urskoðaðu málflutning þinn og æfðu þig svo
á góðum vini.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Dragðu það fram eftir degi að taka
ákvarðanir. Reyndu að skipuleggja eyðsluna
en ekki óttast örlæti.
Stjörnuspá
Gústaf Hinrik
Ingvarsson frá
Stykkishólmi er
sextugur í dag, 9.
júlí. Gústaf mun
eyða deginum
með fjölskyldu
og vinum.
60 ára
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Be2 Rf6 8.
O-O Be7 9. f4 d6 10. Kh1 O-O 11. De1
Rxd4 12. Bxd4 b5 13. e5 Rd7 14. exd6
Bxd6 15. Bd3 Bb7 16. Dh4 f5 17. Hae1
Hae8 18. Dg5 Rc5 19. Bxb5 He7 20.
Bc4 Re4 21. Rxe4 Bxe4 22. Bb3 Kh8
23. Bc3 Db7 24. Hd1 Bb4 25. Be5 Bc6
26. a3 Bc5 27. Hd3 a5 28. Hfd1 a4 29.
Hd8 Hfe8 30. Bxe6 Hxe6 31. H1d7
Staðan kom upp í FM-flokki fyrstu
laugardagsmótaraðarinnar í júní sem
lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ung-
verjalandi. Gabor Ritter (2083) frá
Ungverjalandi hafði svart gegn
Nökkva Sverrissyni (1881). 31…
Dxd7! 32. Hxd7 Hg6 33. Hxg7 Hxe5!
34. fxe5 Kxg7 35. Dd2 Bxg2+ 36.
Dxg2 Hxg2 37. Kxg2 Bd4 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik