Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. 1:0 25. Rafn Andri tók horn-spyrnu frá vinstri og sendi boltann á fjærstöng þar sem Kári Ársælsson stökk hæst og skallaði boltann af miklum krafti í markið. 2:0 41. Olgeir tók við-stöðulaust skot úr víta- teigsboganum sem Guðmundur Kristjánsson stýrði í hægra hornið en hann var staðsettur rétt utan markteigsins. 2:1 45. Sveinn Elías tók boltanná lofti hægra megin í vítat- eignum og knötturinn virtist vera á leiðinni framhjá vinstri markstöng- inni en þá birtist Dávid Disztl og skoraði nokkuð auðveldlega. Nokkr- um sekúndum síðar var flautað til leikhlés. 3:1 55. Rafn Andri sendi góðafyrirgjöf frá hægri á fjær- stöngina þar sem Dylan Macallister skallaði boltann í netið. 4:1 63. Rafn Andri tók horn-spyrnu frá hægri og sendi á fjærstöng þar sem Dylan skallaði boltann niður á Kristin Steindórsson og hann skoraði af stuttu færi enn eitt markið sitt á Kópavogsvelli. I Gul spjöld:Kári Ársælsson (Breiðabliki) 15. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) M Ingvar Þór Kale (Breiðabliki) Finnur O. Margeirsson (Breiðabl.) Guðmundur Kristjánsson (Brei.) Rafn Andri Haraldsson (Breiðabl.) Dylan Macallister (Breiðabliki) Srdjan Rajkovic (Þór) Ármann Pétur Ævarsson (Þór) Sveinn Elías Jónsson (Þór)  Kristinn Steindórsson skoraði sitt níunda mark á Kópavogsvelli í sum- ar og ljóst að hann kann vel við sig á vinnustaðnum. Kristinn eyddi reyndar meiri tíma en 90 mínútum á vellinum á laugardaginn en hann skokkaði allt leikhléið úti á velli á meðan að aðrir leikmenn ræddu málin í búningsklefunum. Þetta gerði Kristinn til að stífna ekki upp í löppunum, en hann á við einhver meiðsli að stríða.  James Adcock, 27 ára Englend- ingur frá Nottingham, var annar að- stoðardómaranna á leiknum á laug- ardag. Hann stóð sig með prýði.  Þórsarar gátu ekki teflt fram fram- herjanum Jó- hanni Helga Hannessyni né heldur bakverðinum Inga Frey Hilmarssyni því báðir þurftu að taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda.  Leikurinn fór fram kl. 16 á laug- ardaginn og ljóst að sá leiktími hent- ar afar illa þegar um ferðalagahelgi er að ræða eins og þá sem nú er ný- liðin. Aðeins mættu 615 áhorfendur á leikinn og þeir létu ansi lítið í sér heyra lungann úr leiknum. Tíma- setningin helgast að einhverju leyti af því að Blikar leika gegn Rosen- borg í Noregi í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.  Á mbl.is er að finna myndband- sviðtöl við Atla Sigurjónsson úr Þór og Kára Ársælsson úr Breiðabliki. Þetta gerðist á Kópavogsvelli Jóhann Helgi Hannesson Í KÓPAVOGI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Óhætt er að segja að vendipunktur leiks Breiðabliks og Þórs í Pepsi- deild karla í knattspyrnu á laugar- dag hafi verið á 25. mínútu. Fyrirliði Blika, Kári Ársælsson, kom Íslands- meisturunum þá á bragðið með hör- kuskallamarki, rétt eftir að hann hafði verið viðriðinn atvik sem Þórs- arar eru líklega enn að svekkja sig á þar sem Kári hefði hugsanlega átt að fá rauða spjaldið. Atvikinu má lýsa þannig að Sveinn Elías Jónsson, kantmaðurinn óþreytandi í liði gestanna, elti stungusendingu Atla Sigurjóns- sonar í gegnum miðja vörn Blika og virtist vera sloppinn einn gegn markverði þegar hann féll um fætur Kára sem renndi sér á eftir bolt- anum. Mín fyrstu viðbrögð voru að um brot og þar með rautt spjald væri að ræða, sem hefði augljóslega haft mikil áhrif á leikinn. Lýsing Kára á atvikinu rennir ákveðnum stoðum undir að um brot hafi verið að ræða en hann sagðist við Morg- unblaðið ekki hafa snert boltann, en að Sveinn Elías hefði verið klaufi að falla við. Fáum ef nokkrum á Íslandi er betur treystandi til að dæma um þetta atvik en Kristni Jakobssyni sem var dómari í leiknum, en hann lét leikinn halda áfram. Ég tel hins vegar að það hafi verið mistök. Það var samt í góðum takti við gang leiksins að Blikar kæmust í 2:0 en Þórsarar minnkuðu muninn á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Þeir óðu svo í færum í byrjun seinni hálfleiks og ljóst að varnarleikur meistaranna, sem hafa fengið á sig mark í öllum leikjum sínum í sumar, er enn mikill höfuðverkur. Það getur hins vegar verið unun að fylgjast með sóknarleik þeirra og sér í lagi töktum Kristins Steindórssonar. Hann skoraði enn eitt markið á heimavelli og það er einnig fagn- aðarefni fyrir Blika að Ástralinn Dylan Macallister er farinn að skila mörkum. Hann skoraði annan leik- inn í röð, og gat hæglega gert fleiri. Guðmundur Kristjánsson skoraði einnig annan leikinn í röð og Rafn Andri Haraldsson var mjög góður. Blikar eru nú taplausir í fjórum leikjum í röð í deildinni en þurfa að ná góðri hrinu sigurleikja til að blanda sér í toppslaginn. Þeir hafa enn ekki unnið tvo leiki í röð í sumar. Nýliðar Þórs voru vel meðvitaðir um það fyrir Íslandsmótið að þeir yrðu í fallbaráttu. Eftir taplausan júnímán- uð hafa þeir nú tapað tveimur leikj- um í röð með þriggja marka mun og eru nærri fallsæti. Það er þó engin ástæða til örvæntingar ef liðið fer að nýta færin sín aðeins betur en það gerði á Kópavogsvelli. Morgunblaðið/Golli Einbeittir Kristinn Steindórsson reynir að skýla boltanum frá Atla Sigurjónssyni en Srdjan Rajkovic fylgist einbeittur með í markinu. Slapp við rautt og skoraði  Fyrirliðinn kom Íslandsmeisturunum á bragðið gegn Þór eftir að hafa sloppið við rauða spjaldið  Ástralinn kominn í gang  Enn fá Blikar á sig mark Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla, 10. umferð, laugardag 9. júní 2011. Skilyrði: Hæg gola og sólskin. Völl- urinn flottur. Skot: Breiðablik 22 (13) – Þór 13 (5). Horn: Breiðablik 8 – Þór 4. Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingv- ar Kale. Vörn: Jökull I. Elísabetarson, Kári Ársælsson, Elfar F. Helgason, Arnór S. Aðalsteinsson. Miðja: Guð- mundur Kristjánsson, Olgeir Sig- urgeirsson (Arnar M. Björgvinsson 67.), Finnur O. Margeirsson. Sókn: Rafn A. Haraldsson, Dylan Macallis- ter (Viktor U. Illugason 84.), Kristinn Steindórsson (Andri Yeoman 78.). Lið Þórs: (4-3-3) Mark: Srdjan Rajkovic. Vörn: Gísli Páll Helgason, Þorsteinn Ingason, Janez Vrenko (Pétur H. Kristjánsson 87.), Kristján Páll Hannesson (Baldvin Ólafsson 70.). Miðja: Ármann P. Ævarsson, Aleksandar Linta, Gunnar Már Guð- mundsson. Sókn: Sveinn Elías Jóns- son, David Disztl (Sigurður M. Krist- jánsson 76.), Atli Sigurjónsson. Dómari: Kristinn Jakobsson – 6. Áhorfendur: 615. Breiðablik – Þór 4:1 Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Kára Ársælsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.