Morgunblaðið - 05.08.2011, Side 24

Morgunblaðið - 05.08.2011, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2011 ✝ ÁstríðurKarlsdóttir fæddist á Stokks- eyri 12. mars 1946. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Foss- vogi 23. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Karl Elías Karls- son skipstjóri, f. 10. nóvember 1922, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1930, d. 22. mars 2004. Systkini Ástríðar eru: 1) Guðfinnur, f. 1947, maki Jóna Kristín Eng- ilbertsdóttir. 2) Jón, f. 1949. 3) Karl Sigmar, f. 1951, maki Guðrún Sigríks Sigurðardóttir. 4) Sigurður, f. 1954, d. 10. októ- ber 1999, maki Lára Jóna Helga- dóttir. 5) Erla, f. 1957, maki Þórður Eiríksson. 6) Kol- brún, f. 1959. 7) Sigríður, f. 1961, maki Jóhann Magnússon. 8) Halldóra Ólöf, f. 1962, maki Svavar Gíslason. 9) Jóna Svava, f. 1963, maki Sveinn Jónsson. Ástríður giftist 10. júní 1967 Jóni Arvid Tynes, fé- lagsráðgjafa og húsasmið, f. 27. september 1945. Foreldrar hans voru Sverre A. Tynes, f. 10. apríl 1906, d. 8. febrúar 1962, og Hrefna Tynes, f. 30. mars 1912, d. 10. maí 1994. Ástríður og Jón skildu árið 1986. Börn þeirra eru 1) Hrefna, f. 9. desember 1968, læknir, maki Roberto Di Ri- enzo, börn þeirra eru a) Dario Ingi, f. 1994, b) Aurora María Sif, f. 1998, og c) Júlía Sólveig, f. 2006. 2) Dóra Sif, f. 16. apríl 1972, héraðsdómslögmaður. Seinni maður Ástríðar var Ingimundur Pálsson lyfsali, f. 1. apríl 1952. Þau skildu árið 2001. Ástríður lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1968 og framhaldsnámi í heilsuvernd frá Statens Ut- danningssenter í Osló árið 1971. Hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur alla tíð, framan af við heilsugæslu en síðar við öldrunarhjúkrun, síðast á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Útför Ástríðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 5. ágúst 2011, kl. 11. Í dag berum við systurnar móður okkar til hinstu hvílu. Enn er það með öllu óskiljanlegt að kallið hafi komið svo allt of fljótt. Hún sem var svo smart og eleg- ant kona á besta aldri, búin að koma sér vel fyrir í íbúðinni sem hún ætlaði að eldast í, farin að minnka við sig vinnu og njóta eft- irlauna, hún sem ætlaði að hlúa svo vel að barnabörnunum þegar árin færðust yfir. Smart og elegant eru orðin sem lýsa henni mömmu best. Hún var fagurkeri mikill, hvort heldur var á föt og skó eða inn- anstokksmuni, tónlist, mat, leik- hús, bækur, myndlist. Hún hafði yndi af því að ferðast og kynnast nýju fólki, nýjum siðum, nýjum mat. Eitt það besta sem hún vissi var að fara með okkur systrunum niður í bæ hvort heldur var í Reykjavík eða Rómaborg, setjast niður á huggulegum stað, panta freyðivínsglas og horfa á mann- lífið. Mamma var ekki há vexti en krafturinn og seiglan þeim mun meiri. Stundum var mér óskilj- anlegt hvar þessi litla kona næði í alla þessa orku. Hún var fylgin sér, stundum vel svo að mati okk- ar systra, en ákaflega réttsýn kona. Hjúkrunarstörfin stundaði hún af köllun og bar ávallt hags- muni stéttarinnar fyrir brjósti. En fyrst og fremst var hún mamma mín, sem dansaði við mig í stofunni þegar ég var lítil, gaf mér Tab og súkkulaði þegar ég varð leið, hvatti mig ávallt áfram í leik og starfi og kenndi mér að njóta fegurðarinnar í líf- inu. Dóra Sif. Í dag kveðjum við með söknuði hana Ástu, hún var allt í senn frænka, mágkona og svilkona. Að þurfa að kveðja hana í dag er allt of snemmt. Ég kynntist Ástu þegar við Ottó rugluðum saman reytum sem var 1967, þá var hún partur af hans fjölskyldu, gift Jóni bróð- ur Ottós. Hún tók mér opnum örmum í fjölskylduna og við urðum góðar vinkonur og hélst það líka eftir að Jón og hún slitu samvistir. Ásta var fagurkeri sem merkja mátti bæði á heimili hennar og fatavali, hún var alltaf flott kona, kom vel fyrir og var eflaust fyrirmynd margra. Ég þekkti ekki Ástu í starfi, en efast ekki um að þar hefur hún staðið sig með sæmd. Það er svo margs að minnast í gegnum tíðna með Ástu, við vorum að sjálfsögðu í fjölskylduböndum í öll þessi ár. Börnin okkar voru náin og eru enn. Ég man alltaf hvað Ásta var mér hjálpsöm þegar ég átti yngri son okkar sem ekki var rór um nætur, þá var Ásta að vinna við ungbarnaeftirlit í Reykjavík, hún var mér alveg ótrúleg stoð. Dæt- ur hennar og barnabörn voru hennar stolt og það sem hún lifði fyrir. Ég man alltaf þegar við fórum í brúðkaup Hrefnu dóttur hennar til Rómar hve stolt hún var og ekki var leiðinlegt að vera með pabba hennar Kalla og mömmu Siggu sem gerði ferðina enn skemmtilegri. Dóra Sif leiddi okkur og fræddi um borgina. Það var greinilegt að þarna voru allar mæðgurnar á heimavelli. Við hjónin erum jafnan með boð á jóladag og alltaf var jafngaman þegar Ásta hoppaði inn um dyrn- ar og sagði „æ ég kom bara líka“ og alltaf var hún jafnvelkomin. Ég trúi varla að hún komi ekki inn oftar og segi „ég kom bara líka“, það er mikill söknuður að því. Elsku Ásta, ég vil þakka þér fyrir allar góðar stundir sem við áttum saman og þær eru ekki fá- ar. Ég vil líka þakka þér fyrir að skilja eftir þig svo frábæran fjár- sjóð sem þú gerir með börnum og barnabörnum og ég lofa þér að ég skal gera mitt til að halda góðu sambandi við þau. Fyrir hönd allra minna þökk- um við samveruna, við kveðjum þig með trega, elsku Ásta. Við vottum Hrefnu, Dóru Sif, Roberto, Dario Inga, Áróru, Júl- íu og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þín Bryndís. Kær vinkona og skólasystir er látin. Ég held að ég halli ekki á neinn þó að ég segi að Ásta hafi verið mín besta vinkona, en við vorum 18 ára þegar við hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Alla tíð síðan hefur vinátta okkar og fjölskyldna okkar verið til staðar og aldrei borið skugga á. Á árunum frá 1970 til 1985 bjó Ásta með fjölskyldu sinni á Norð- urlöndunum en ég og mín fjöl- skylda í Kaliforníu. Á þeim tíma sáumst við ekki en þá voru bréfa- skrifin og jólakortin notuð til hins ýtrasta til að koma fréttum af fjölskyldunum á milli. Börnin okkar, dætur Ástu og dóttir mín og sonur, hafa fylgst hvert með öðru gegnum árin og ennþá hafa dætur okkar, sem búa erlendis, samband; dóttir Ástu í Róm og dóttir mín í New York. Ásta var mjög vel gefin og dugleg í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var frábær hjúkr- unarfræðingur sem lagði áherslu á öryggi og velferð sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Ég varð áskynja um hæfni hennar sem hjúkrunarfræðings þegar við fengum tækifæri til að taka vaktir saman á Landakoti fyrir nokkrum árum. Ásta var vinsæl meðal starfsfólks og sjúk- linga. Hún hafði sterka réttlæt- iskennd sem gat verið hindrun í samvinnu við þá sem vildu skauta létt í gegnum störf dagsins. Ég minnist námsferða okkar til Bandaríkjanna þar sem við sóttum m.a. viku námskynningu á Mayo Clinic í Rochester og einnig á Beath Israel Hospital í Boston. Þessar ferðir voru ekki leikur einn en mjög árangursrík- ar, þar kom berlega í ljós hversu fjölhæf Ásta var bæði hvað varð- aði faglega þætti, tungumála- kunnáttu og samskiptahæfni. Ásta var listræn og hafði gam- an af því að hlusta á tónlist og fara í leikhús og eftirminnileg er ferð okkar til New York þar sem leikhúsferðir voru settar í for- gang. Hún hafði einnig sérlega mikla hæfileika við val á klæðn- aði og átti fallegt heimili sem gaf til kynna mikla natni og um- hyggju. Á síðasta sumri fórum við Sig- urður ásamt vinum okkar til Ítal- íu þar sem við dvöldum meðal annars í Róm. Til Rómar var Ásta komin og hélt okkur öllum boð ásamt vinum sínum á þaki hótels við Spönsku tröppurnar, hótels sem er í eigu dóttur henn- ar og fjölskyldu. Það var skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Ásta hugsaði vel um heilsu sína alla tíð og varð varla mis- dægurt öll þessi ár. Það var því ekki auðvelt að sjá hvernig heilsa þessarar duglegu konu hrundi á svo skömmum tíma. Elsku Hrefna, Dóra Sif, Ro- berto, Dario, Arora og Julia, þið áttuð mömmu, tengdamömmu og ömmu, sem skilur eftir sig sögu um frábæra, gáfaða, hæfa og góða konu sem alla tíð sýndi trúnað og traust í gjörðum sínum gagnvart öðru fólki. Það er hverri fjölskyldu mikilvæg gjöf til að geyma. Við Sigurður vott- um ykkur og allri fjölskyldu Ástu okkar dýpstu samúð. Rakel Valdimarsdóttir. „Du skal få en dag i mårrå“ sungum við fullum hálsi á góðri stundu á námsárunum í Ósló fyr- ir tæpum fjörutíu árum. Lífið var sjálfgefið. Við áttum rétt á því. Við héldum að við yrðum ung að eilífu – framtíðin virtist óendan- lega löng og björt. Nú sjáum við grá hár í vöngum barna okkar og innihald textans hefur fengið nýja merkingu. Það er ekki sjálf- gefið að við eigum dag á morgun og því er það eins gott að njóta stundarinnar. Ásta kunni þá list. Hún kunni að lifa lífinu lifandi. En allt í einu er hún horfin – að- dragandinn nánast enginn. Síð- ast þegar hún hringdi í mig var hún að fara í pílagrímsgöngu til Suður-Evrópu. Nú er ég að fara í kveðjugöngu – að fylgja henni til grafar. Ásta átti engan sinn líka. Hún var vel gefin, falleg, full af hlýju, töffari, húmoristi, útivistarkona fagmanneskja, fagurkeri, traust- ur vinur og síðast en ekki síst frá- bær móðir. Ásta kenndi mér að meta fallega hluti, hún kenndi mér að búa til góðan mat og að velja föt. Ásta hafði vandaðan smekk. Hver einasti smáhlutur á heimilinu hennar var sérvalinn og var liður í að mynda fallega umgjörð utan um daglegt líf hennar. Dætur hennar tvær áttu allan hennar hug. Stundum grét hún yfir því hve barnabörnin hennar væru langt í burt, í Róm á Ítalíu. En þrátt fyrir fjarlægðina er ég þess fullviss að fáar ömmu geta státað af betra sambandi við barnabörnin en Ásta. Hún ljóm- aði þegar hún talaði um þau. Ég var svo lánsöm að eiga Ástu og hennar fjölskyldu sem granna á stúdentabænum í skóg- arjaðrinum við Sognsvatn í Ósló upp úr 1970. Hún opnaði heimilið sitt fyrir okkur nýliðunum, sem ekkert vissum og ekkert kunnum um norskt samfélag. Hún kenndi mér muninn á norsku ketilkaffi og venjulegum uppáhellingi. Hún fræddi okkur um norska þjóðar- sál og „brunost“. Hún varð vinur. Þegar ungt fjölskyldufólk er við nám í útlöndum, skapast gjarnan sérstakt samband milli þess. Skiptifyrirkomulag með börn til þess að komast af bæ, sameig- inleg jól fjarri stórfjölskyldunni, þjóðhátíðarskemmtanir, þorra- blót og gönguskíðaferðir um helgar og kvennaleikfimi í kjall- ara á stúdentabænum. Minning- arnar streyma fram. Við komum öll ríkari heim úr námi í Noregi og hófum nýjan kafla í lífinu. En þó að vegalengd- irnar yrðu lengri, hélst vináttan við Ástu. Við áttum yndislega daga saman á Akureyri, í Kaup- mannahöfn, Reykjavík og í Stykkishólmi. Alltaf glens og gaman. Síðasta heimboðið henn- ar var í vor þegar hún varð 65 ára. Þangað bauð hún mér og hinum hjúkrunarfræðingunum, eins og hún orðaði það þegar hún bauð mér í veisluna. Hún geislaði af gleði í veislunni. Þessa mynd vel ég að varðveita til framtíðar auk síðustu myndarinnar af Ástu á göngu í Bankastræti, þar sem við hittumst óvænt á sólbjörtum sunnudegi. Hún var hress, glöð, og full af lífsgleði. Hrefna og fjöl- skylda og Dóra Sif hafa misst mikið en eiga líka heilt ríkidæmi af minningum um góða móður og ömmu. – Þær gerast ekki betri. Farðu í friði, elsku Ásta. Þín vinkona, Sigrún Stefánsdóttir. Það er undarleg tilfinning að sjá á eftir Ástu vinkonu minni, hún er farin og kemur aldrei aft- ur. Hún var falleg, ungleg og skemmtileg og manni finnst óréttlátt að hún hafi þurft að kveðja aðeins 65 ára gömul. Leið- ir okkar hafa legið saman und- anfarin 25 ár eða frá því að við kynntumst í gegnum störf á Heilsuverndarstöðinni. Þar myndaðist góður og samhentur hópur sem hefur haldið vinabönd síðan. Vinatengsl okkar Ástu voru sérstaklega mikil og gjöful. Mér þótti ákaflega vænt um heimsóknir hennar til Vilnius þegar ég bjó þar en þangað kom hún nokkrum sinnum að heim- sækja mig. Við ferðuðumst einn- ig mikið saman síðar, m.a. til Afr- íku og Moskvu og margra fleiri staða. Ásta var skemmtilegur ferðafélagi. Upp úr standa ferð- irnar til Ítalíu þar sem ég fékk að kynnast fjölskyldu Hrefnu, dótt- ur Ástu. Ekki hvarflaði það að mér að ferðin okkar til Ítalíu sl. haust yrði okkar síðasta ferð saman. Elsku Ásta mín, mikið mun ég sakna okkar fjörugu umræðna bæði í símanum og hér á Berg- þórugötunni. Við vorum ekki allt- af sammála en enduðum alltaf í góðu. Anna Björk og Céilí munu líka sakna þess að þú komir ekki í mat eða lítir inn eins og áður. Þú varst kærkominn gestur. Elsku vinkona, ég kveð þig með söknuði. Megi minningarnar um þig lifa í okkur öllum. Við mæðgurnar sendum Dóru Sif, Hrefnu, Roberto, Dario, Áróru og Júlíu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorvarðardóttir. Við áttum okkur framtíðar- draum, vinkonurnar, um að búa saman í ellinni í einu stóru húsi og ráða sjálfar fólk til að annast okkur, eins konar einka-elliheim- ili. Nú er ljóst að Ásta okkar verður ekki með í þeirri draum- sýn. Hún hefði þó sannarlega orðið liðtæk við skipulagningu og innanhússarkitektúr, því hún hafði svo einstaklega næmt auga fyrir fallegum hlutum. Svo hefði ekki verið verra að hafa reyndan hjúkrunarfræðing á staðnum. Vinskapur okkar hófst árið 1963 þegar við sex lögðum af stað til Bandaríkjanna ásamt 14 öðr- um ungmennum. Við vorum skiptinemar á vegum Þjóðkirkj- unnar og dreifðumst vítt og breitt um landið þar sem við dvöldum í eitt ár. Þetta var fyrir tíma tölva og gsm-síma. Sam- skiptum okkar var þannig háttað, að við skrifuðumst á og kynnt- umst vel í gegnum sendibréfin. Eftir heimkomuna styrktust vin- áttuböndin enn frekar og það má segja að í þau 48 ár, sem liðin eru, hafi ekki borið skugga þar á. Þegar Ásta kom heim eftir nám á Norðurlöndum með nýjar róttækar stefnur og strauma, sköpuðust oft fjörugar umræður og voru skoðanir skiptar. Með ár- unum nálguðumst við þó æ meir og vorum oftast sammála um flest það sem máli skipti. Vinátt- an þróaðist og varð svona eins og langt og gott hjónaband, þar sem við hugsuðum eins, og orð urðu jafnvel óþörf. Ásta var sannkallaður fagur- keri og smekkmanneskja. Allir hlutir í kringum hana voru fal- legir, vandaðir og valdir af kost- gæfni. Hún fylgdist vel með í menningarlífinu og sótti listvið- burði, bæði tónleika, málverka- sýningar og leikhús. Hún var heimskona og ferðaðist víða, var göngugarpur og gekk um fjöll og firnindi hér heima og í öðrum löndum. Ásta var skemmtileg vinkona. Á ferðum okkar í útlöndum var það hún sem dró okkur um lista- söfn og benti okkur iðulega á hvar fegurðina var að finna. Þótt við séum sorgmæddar nú, þá eru minningarnar svo margar og góðar. Við sjáum okkur í Met- ropolitan-óperunni í New York, dansandi á bryggjunni í South Street Seaport, röltandi um Central Park með nesti í tösku, á siglingu um Breiðafjörð, leikritin óborganlegu í Tjaldanesi, faðm- lög og falleg orð ef einhver okkar var döpur – endalausar myndir, sem er svo ómetanlegt að eiga nú. Líf Ástu var ekki bara dans á rósum. Hún lifði sínar sorgir og söknuð. Gleði hennar og ham- ingja voru dætur hennar, Hrefna og Dóra Sif, og síðustu árin naut hún þess að dvelja hjá Hrefnu, tengdasyni og börnunum þeirra þremur, sem búa í Róm. Hún ferðaðist um lönd og álfur með þeim og andlit hennar ljómaði þegar hún talaði um barnabörnin sín. Í auðmýkt og þakklæti göng- um við nú með Ástu síðustu skrefin hér á jörð. Líf okkar var betra vegna þess að við áttum vináttu hennar. Fari hún í friði inn í eilífa ljósið, sem hún sjálf trúði á, ævinlega blessuð og um- vafin kærleika. Guð styrki fjöl- skyldu hennar, sem hún elskaði svo heitt. Við fimm lútum höfði, söknum og syrgjum, en treystum því að við munum hittast á ný. Vilhelmína, Hjördís, Aðalheiður, Kristín, Sigríður. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég minnist Ástu er hvað hún var alltaf smart, allt í kringum hana, hvort sem var hennar eigið útlit eða heimilið, var smekklegt og fallegt. Þetta er eiginleiki sem dætur hennar, Hrefna og Dóra Sif vinkona mín, hafa tekið frá mömmu sinni. Ég kynntist Ástu nánar en maður oftast kynnist mæðrum vin- kvenna sinna þegar ég bjó sum- arpart á heimili hennar á Seyð- isfirði. Í minningunni vildi hún allt fyrir okkur Dóru Sif gera og þegar okkur langaði á ball á Ak- ureyri var því bara reddað og skipulögð heimsókn í kringum ballferðina. Hún var einstaklega umhyggjusöm, gerði kröfur til okkar og var stundum pínulítið áhyggjufull út af engu fannst okkur. Einhvern veginn eru allar minningar frá þessari dvöl á Seyðisfirði góðar. Nú síðustu ár höfum við Ásta verið í sambandi á fyrstu mán- uðum ársins sem mér hefur þótt vænt um. Þegar síðasta jólakúlan fór í geymslu mátti ég búast við símtali frá Ástu sem vantaði að- stoð fyrir skattframtalið sitt, Ásta ætlaði ekki að klikka á framtalinu enda ekki þekkt fyrir annað en að standa skil á sínu. Það var alltaf auðsótt mál og kall- aði á nokkrar hringingar okkar á milli þar til ég kláraði framtalið við fyrsta tækifæri. Dætur Ástu, þær Hrefna og Dóra Sif, eru besti og mesti minnisvarðinn um mannkosti hennar og hjá þeim er hugur minn nú. Ég kveð Ástu með orð- um sem hún sagði oft sjálf: Guð geymi. Anna Sif Jónsdóttir. Það var ferskur gustur sem fór um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, þegar þær stöllur hjúkrunarfræðingarnir Ástríður Karlsdóttir og Kolbrún Ágústs- dóttir hófu þar störf að nýju, að loknu sérnámi í heilsugæslu í Noregi, fyrir u.þ.b. 30 árum. Þær sáu að kominn var tími á breyt- ingar hjá þessari fremur íhalds- sömu og virðulegu stofnun. Ekki var hugmyndum þeirra tekið fagnandi af stjórnendum stofn- unarinnar, þar sem þá sem endranær voru engir peningar til í slík umbótastörf. Starfsemin mjakaðist þó í átt að þeirra hugmyndum enda létu þær ekki deigan síga. Námskeið af ýmsu tagi, fræðsluefni, sér- hæfð kynfræðsludeild, þar sem þær störfuðu án þess að þiggja laun fyrir, sá dagsins ljós, að þeirra frumkvæði. Það var Ástríður Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessu ljóði kveðjum við kæra skólasystur. Ástu þökkum við samfylgdina og vináttu, sem haldist hefur frá því að við allar hófum nám við Hjúkrunarskóla Íslands í ágúst árið 1965. Við sendum dætrum Ástu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra úr Hjúkrunarskólanum, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.