30. júní - 15.06.1968, Page 3

30. júní - 15.06.1968, Page 3
r 30. JÍJNÍ 3 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON, rithöfundur, Hafnarfirði: Er óh|ákvæm!legt? aö forseti íslands hafi mikla stjórnmálareynslu ? Val á þjóðhöfðingja íslands er ekki hégómamál, og þess vegna ríður mikið á, að lands- menn reyni að missa ekki sjón- ar af dómgreind, rökhyggju og hlutlægni, ekki einungis að því er varðar forsetavalið, heldur jafnframt í umræðum og skrif- um þar að lútandi. — Eftir að hafa lesið blöð þau, sem stuðn- ingsmenn dr. Gunnars Thorodd- sens hafa þegar sent frá sér, verður mér helzt á að hugsa til orða hins kunna rímnaskálds, Sigurðar Gíslasonar: „Sumt var gaman, sumt var þarft, en sumt vér ekki um tölum“. Víglundur Möller, ábyrgðar- maður Þjóðkjörs, lætur liggja að því í grein sinni „Valið er auð- velt“, að óhjákvæmilegt sé, að til forseta á íslandi veljist mað- ur, er hafi mikla reynslu í stjórnmálastörfum og djúpstæða þekkingu. Ýmsir aðrir, sem rit- að hafa í Þjóðkjör, leggja ríka áherzlu á það sama. Víglundur Möller segir orðrétt eftir að hafa rakið í stuttu máli starfsferil dr. Gunnars Thoroddsens: . Tals- verð hætta gæti verið á, að mað- ur, sem er öldungis ókunnugur öllum þeim málum, sem forseti þarf að f jállá ufh, mundi af þeim sökum gera embættisskyssur, sem gætu haft örlagarík áhrif." — En mér er spurn: Hvar á byggðu bóli er sá máður, sem ekki gerir skyssur? Annað mál er svo það, hversu alvarlegar Lúðvík Kristjánsson. þær eru, hversu afdrifaríkar af- leiðingar þær geta haft fyrir þá, er þær bitna á, hvort sem það er hópur manna eða þjóðárheíld. ' w' Þegar ritað er um forsetakjör- ið, finnast mér ekki við hæfi Viðtal við Guðjón Jóhannesson, formann Sjómannafél. ísfirðinga meistari hefði á honum mikið dálæti og vænti þjóð sinni ekki litils af honum. Svo er Af hverju styður þú Krist- ján Eldjárn í forsetakosning- unum? Ég vann á Hj alteyri nokkur sumur þegar Kristján Eldjárn var ungur námsmaður, og þá Guðjón Jólianncsson. heyrði ég aö hann væri í röð þeirra æskumanna við Eyja- fjörð sem glæstastar vonir væru bundnar við. Þá heyrði ég líka að Sigurður skóla- skemmst frá að segja, að mér virðist' allur ferill mannsins síðan í samræmi við þessar björtu vonir. í öðru lagi geðjast mér ekki að þvi, að harðbundinn flokksmaður sé valinn í for- setaembætti. Ég hefi alltaf viljað sjá yfir flokkssjónarmiö þegar það á við. Annars vil ég ekki á neinn hátt lasta Gunn- ar Thoroddsen. Kona Kristjáns er héðan frá ísafirði, og frá því ég kom hingað árið 1946 hafa þau Ingólfur Árnason og kona hans haft almannalof, og enginn sem til þekkir dregur i efa greind og myndarskap barna þeirra. Svo spillir það ekki að frú Halldóra er af breiðfirzkum ættum eins og ég, þó að það sé vitanlega aukaatriðl. Ég treysti því, aö þau Krist- ján og Halldóra verði þjóð sinni til sóma. og sú skoðun byggist á öllu sem ég veit um þau. greinar í líkræðustíl með ljóma hástemmdrar rómantíkur, jafn- vel þótt hún sé breiðfirzk. Getur það verið þungt á metum eða til þess að hafa á orði, að væntan- leg forsetafrú beri vel búning sinn og skart? Einn nafntogaðasti skemmt- unarmaður þjóðarinnar hefur ritað rammagrein í blað ungra stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsens. Ef henni er ætlað að vera framboði dr. Gunnars til framdráttar, þá er mér illa brugðið og þýðingarlaust að ýja í þá átt, að íslendingar beiti dómgreind við val á þjóðhöfð- ingja sínum. — Illmælgi, hnjóð og Gróusögur ættu að minnsta kosti að liggja í láginni, þegar um er að ræða væntanlega hús- bændur á Bessastöðum. Ekki er loku fyrir skotlð, að Æri-Tobbi hafi komið upp í höfundinum, og er ekkert við því að segja, þegar hann er að skemmta fólki, en ég lít ekki á forsetakjör sem grín, og svo mun því farið um obba þjóðarinnar. — Ekki er það ný- tilkomið á íslandi, að mönnum, sem eru í fararbroddi, séu valin óblíð orð og oft ómakleg. Jón Sigurðsson fór jafnvel ekki var- hluta af þvi, sem m. a. má ráða af eftirfarandi ummælum úr einu bréfa hans: „Ef oss brestur ekki samtök til að leggja fram það afl, sem vér höfum til, þá þurfum vér ekki að kviða því, að mál vor fát ekki framgang, þó að einstaka katt- uglur skræki. Þær verða Iíka að lifa og fylgja eðli sínu, en það ætti að vera nóg skynsemi hjá þjóð vorri til þess að skilja rödd þeirra og fylgja henni ekki, heldur hafa hana til varúðar.“ Ég tel mig þekkja nokkuð bæði forsetaefnin og hafa gert um langt skeið. Eigi að síður treysti ég mér ekki til þess að koma þeim fyrir á skálavog til að ; kanna, á hvorn veginn hallast, að því er snertir gáfur, almenna menntun eða rökræðulist. Auð- sætt má vera, að til forsetakjörs geta trauðla valizt aðrir en þeir, sem njóta miklls trausts og búa yfir verðleikum, er þjóðhöfð- ingja eru ómissandi. Mér finnst dr. Kristján Eldjárn bera að for- setadyrum eftir ólíkt æskilegrl leið én keppinaut hans. Braut herra Ásgeirs Ásgeirssonar lá að vísu rakin af vettvangi stjórn- i mála i forsetaembættið, og munu allir teija, að hann hafi gegnt því með sóma. En þar með er ekki sagt, að ætíð þurfi eða eigi að velja forseta úr hópi stjórnmálamanna. Að svo rniklu leyti sem ég fæ áttað mig á, í hverju störf forseta íslands eru fólgin, get ég ekki séð, að óhjákvæmilegt sé, að hann komi úr fylkingu reyndra stjórnmála- manna. Sú var og skoðun Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar núverandi forsætisráðherra og fleiri stjórnmálaforingja árið 1952. Þarflaust er að fjölyrða um, að þeir hafi ekki gert sér ljóst verksvið forseta íslands. Lítt er af hljóði mælt, að meðal ýmissa Sjálfstæðismanna sé mjög slegið á þá strengi, að þeir megi nú með engu móti bregðast fyrrverandi varafor- manni flokksins, dr. Gunnari Thoroddsen. En vart eru ís- lendingar svo gleymnir, að þeir muni ekki, hvað gerðist fyrir sextán árum. Hver gekk þá ótrauðastur fram fyrir skjöldu til þess að brýna fyrir Sjálfstæð- ismönnum að virða að vettugi flokkssjónarmið og flokkssam- þykkt? Ég ber engan kvíöboga fyrir því, að dr. Kristjáni Eldjárn verði fremur á að gera skyssur sem forseta íslands en þaul- reyndum stjórnmálamanni. Ég hygg bak hans svo traust, að honum reynist vel unnt að axla þá byr.ði, sem forsetaembættið leggur honum á herðar. Einnig er ég geiglaus að því leyti, að frú Halldóra, kona hans, muni ekki sóma sér með ágætum við hlið hans á Bessastöðum eða hvar sem er annars staðar sem for- setafrú íslands, Skömmu áður en kosið var fyrst til hins endurreista Al- þingis barst Páli Melsteð sagn- fræðingi, er í þann mund átti heima á Brekku á Álftanesi, bréf, þar sem voru m. a. þessi orð: — „Ég vona þú agiterir, bróöir minn, þaö sem þú getur, því nú riður á----------“. Þessi áskorun til Páls Melsteðs er reyndar orðin 125 ára, en eigi að síður jafntímabær nú og þá. Þess vegna vil ég gera hana að minni og beina henni til alls stuðningsfólks dr. Kristjáns Eld- járns hér i Hafnarflrði og hvar- vetna annars staðar á landinu. Lúðvík Kristjánsson. Kosningaskrifstofur REYKJAVÍK: Aðalskrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, Banka- stræti 6, er opin alla daga frá kl. 9 f. h. til kl. 10 á kvöldin. SÍMAR 83800 - 83801 - 83802 Og 83803. Utankj örfundarskrifstofa, stuðningsmanna Kristjáns Eld- járns er í Garðastræti 17, SÍMAR 42420 - 42421 - 42422. Opin daglega kl. 9—22. KÓPAVOGUR: Skrifstofá stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er á Borgar- holtsbraut 43. Opið frá kl. 5—9. SÍMI 42565. HAFNARFJÖRÐUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er á Strand- götu 4 (á horni Fjarðargötu og Strandgötu). Opið frá kl. 2—10. SÍMI 52727. AKRANES: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er í Félags- heimilinu Röst. Opið frá kl. 5—7 og 8.30—11. SÍMI 1716. PATREKSFJÖRÐUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns á Patreks- firði er á Urðargötu 7. Opið allan daginn og öll kvöld. SÍMI 1288. ÍSAFJÖRÐUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er í Hafnar- stræti 7. Opið frá kl. 20—22. SÍMI 495. S AUÐÁRKRÓKUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Aðal- götu 16, opið frá kl. 1.00 alla daga. SÍMI 5421. SIGLUFJÖRÐUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Aðal- götu 25, opið frá kl. 13.00—22.00. SÍMI 71668. AKUREYRI: Skrifstofa stuöningsmanna Kristjáns Eldjárns er i Kaup- vangsstræti 4, opin frá 9.00—22.00. SÍMI 12940. Skrifstofa ungra stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Hótel Varðborg, opin eftir kl. 8.00 e. h. SÍMI 21616. HÚSAVÍK: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Marar- braut 7, opin öll kvöld frá kl. 8"30 SÍMI 41305. NESK AUPSTAÐUR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er í Tónabæ. Opið fyrst um sinn 5—7 síðdegis SÍMI 90. EGILSSTAÐIR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Lauf- ási 2, SÍMI 140. VESTM ANN AEY J AR: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Vest- mannabraut 33, op'in eftir kl. 5.00 e. h. SÍMI 1060. HVERAGERÐI: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Breiðu- mörk 26. Opið frá kl. 16—22 alla daga. SÍMI 4144. SELFOSS: Skrifstofa stuöningsmanna Kristjáns Eldjárns er á Selfoss- vegi 9. Opið allan daginn. SÍMI 1640.* KEFLAVÍK: Skrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er að Hafn- argötu 57. SÍMI 2240. i

x

30. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.