Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Damaskus. AFP | Háttsettur aðstoðarmaður Bashirs al-
Assads, forseta Sýrlands, fagnaði því í gær að Kínverjar
og Rússar skyldu beita neitunarvaldi í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna á þriðjudag til að stöðva ályktun um að
fordæma valdbeitingu sýrlenskra stjórnvalda gegn mót-
mælendum og sagði að ákvörðun þeirra „um að standa
með fólkinu og gegn óréttlæti“ væri „söguleg“.
Sýrlenska þjóðarráðið, sem stjórnarandstaða landsins
myndaði í Tyrklandi á sunnudag þvert á hið pólitíska lit-
róf, sagði hins vegar að með því að beita neitunarvaldi
gegn tillögunni, sem Evrópa lagði fram, gætu Kínverjar
og Rússar ýtt undir að andstæðingar Assads beittu valdi.
Stjórnvöld á Vesturlöndum hörmuðu og fordæmdu at-
kvæði Kínverja og Rússa.
William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að
þeir sem hefðu beitt neitunarvaldi myndu „hafa það á
samviskunni“ og Gerard Araud, sendiherra Frakklands
hjá SÞ, sagði að neitunarvaldi hefði verið beitt „gegn ar-
abíska vorinu“.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands,
sagði að þrátt fyrir að ályktunin hefði ekki náð fram að
ganga myndu Tyrkir ótrauðir beita stjórn Assads þving-
unaraðgerðum.
Vitalí Tsjúrkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sagði að „óviðunandi“ væri að í ályktuninni hefði
verið hótað ofbeldi.
Sameinuðu þjóðirnar segja að sýrlenskar öryggissveit-
ir hafi myrt minnst 2.700 mótmælendur. Fréttir herma að
ellefu sýrlenskir mótmælendur hafi verið myrtir á þriðju-
dag.
Felldu ályktun um Sýrland
Rússar og Kínverjar gagnrýndir fyrir að beita neitunarvaldi í öryggisráðinu
Atkvæðagreiðslan
» Níu ríki greiddu á þriðjudag
atkvæði í öryggisráði SÞ með
ályktun um að grípa til „mark-
vissra aðgerða“ ef stjórn Sýr-
lands héldi áfram að beita
mótmælendur valdi.
» Kínverjar og Rússar beittu
neitunarvaldi. Fjögur ríki sátu
hjá.
Kínverskur verkamaður sést hér fá sér kríu á mjúku
bómullarbeði í Anhui-héraði. Verkamaðurinn vinnur á
stórum markaði þar sem bændur selja bómull sína til
framleiðenda. Ekki er annað að sjá en að bómullar-
framleiðslan sé í blóma enda ófáar flíkurnar úr kín-
versku bómullarefni framleiddar fyrir Vesturlönd.
Reuters
Bómullarframleiðsla Kínverja í blóma
Umvafinn bómull
Fimm ára baráttu fyrir tilvist ald-
argamals beykitrés í breska þorp-
inu Irton lauk í gær með því að mót-
mælendur gáfust upp og verktakar
geta fellt tréð. Bæjaryfirvöld hafa
staðið í stappi við mótmælendur í
mörg ár en nokkrir þeirra klifruðu
upp í tréð í lok september og neit-
uðu að fara. Sautján ára stúlka sem
kallar sig „Beykihnetuna“ var síð-
ust mótmælenda til að gefa sig en
kom loks niður úr trénu í gær. Fella
átti tréð þar sem rætur þess voru
farnar að eyðileggja lagnir í næsta
nágrenni þess. „Beykihnetan“ sagði
er hún kom niður úr trénu að orðið
væri ljóst að ekkert frekar væri
hægt að gera til að berjast fyrir
beykitrénu gamla. Hins vegar væri
baráttunni ekki lokið, fleiri tré
þyrftu vernd fyrir vélsögunum.
Dómstóll hafði þegar dæmt bæj-
aryfirvöldum í vil, þau mættu fella
tréð.
BRETLAND
Aldargamalt
beykitré fellt eftir
fimm ára mótmæli
Dalai Lama verður að aflýsa ferð
sinni til Suður-Afríku þangað sem
honum var boðið til afmælisfagn-
aðar biskupsins Desmond Tutu.
Fékk hann ekki vegabréfsáritun til
landsins. Fréttaskýrendur telja að
skýringin sé sú að stjórnvöld í Suð-
ur-Afríku hafi ekki viljað styggja
bandamenn sína í Kína með því að
veita Dalai Lama áritun. Kína er
helsta viðskiptaland Suður-Afríku
en Kínverjar hafa oftsinnis gagn-
rýnt þá þjóðarleiðtoga sem tekið
hafa á móti Dalai Lama.
Dalai Lama missir
af veislu hjá Tutu
Félagar Desmond Tutu og Dalai Lama.
SUÐUR-AFRÍKA
Reuters
Amanda Knox,
sem sýknuð hefur
verið af morði á
breskri stúlku á
Ítalíu árið 2007,
grét er hún steig á
bandaríska jörð
við heimkomuna í
gær. Hún sagði til-
finningarnar hafa
borið sig ofurliði
er hún leit út um gluggann á flugvél-
inni og sá föðurlandið. Þá sagðist hún
þakklát fyrir að komast heim svo fljótt
eftir að sýknudómurinn féll.
„Þegar ég leit út um glugga flugvél-
arinnar fannst mér þetta allt svo
óraunverulegt,“ sagði Knox við blaða-
menn eftir heimkomuna. Hún sagði
erfitt að tala ensku eftir að hafa verið í
fjögur ár í ítölsku fangelsi.
Knox var vel fagnað við heimkon-
una en hún ákvað að snúa ekki til
heimilis síns strax, nágrönnunum til
nokkurra vonbrigða en þeir höfðu
undirbúið mikla veislu henni til heið-
urs.
Amanda
Knox kom-
in heim
Grét er hún kom
út úr flugvélinni
Amanda Knox
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Sýrlensk kona, sem segist vera hin
18 ára gamla Zainab al-Hosni, kom
fram í sjónvarpi í gær og sagðist ekki
hafa verið hálshöggvin, eins og hald-
ið hefði verið fram í fjölmiðlum, held-
ur hlaupist að heiman og í felur.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International sögðu í síðasta mánuði
að konan hefði verið drepin og aflim-
uð. Amnesty er ekki sannfært um að
stúlkan sé sú sem hún segist vera, en
ef svo sé ættu sýrlensk stjórnvöld að
upplýsa hver konan er sem var myrt.
Táknmynd mótmælanna
Hosni var sögð fyrsta konan sem
drepin var í varðhaldi eftir að óeirðir
hófust í landinu í mars síðastliðnum.
Sögðu fjölmiðlar hana vera frá borg-
inni Homs og var Hosni fljótlega
gerð að táknmynd mótmælanna
gegn stjórn landsins. Fréttir
hermdu að hún hefði verið fangelsuð
í þeim tilgangi að pynta hana til
sagna um bróður hennar, sem hefur
verið áberandi í mótælunum í Sýr-
landi.
Fjölskylda Hosni sagði í gær að
það liti út fyrir að stúlkan sem kom
fram í sjónvarpinu væri Zainab al-
Hosni. Amnesty krefst nú svara um
af hvaða konu líkið er sem afhent var
fjölskyldunni til greftrunar.
Höggi komið á stjórnvöld
Í sjónvarpinu sagðist stúlkan hafa
strokið að heiman þar sem hún hefði
sætt ofbeldi af hendi bræðra sinna.
Sagði hún „lygi“ það sem fram hefði
komið um sig og fjölskyldu sína í fjöl-
miðlum. Fréttirnar af dauða hennar
hefðu verið sviðsettar til að koma
höggi á sýrlensk stjórnvöld.
Strauk en var
ekki hálshöggvin
Amnesty skoðar mál sýrlenskrar konu
Reuters
Mótmælt Fólk hefur þyrpst út á
götur í Sýrlandi til að mótmæla.
Skammtímaleiga - verð frá kr.
Engin útborgun
Bifreiðagjöld innifalin
Tryggingar innifaldar
Allir bílarnir á góðum
vetrardekkjum
Chevrolet AVEO 2011
Leigutími 90 dagar.
1.650 á dag!
Eitt verð - allt innifalið!
Bílaleigan Sixt / Borgartún 33 / 105 Reykjavík / 540 2220 - www.sixt.is - sixt@sixt.is
Nánari upplýsingar í síma
540 2220