Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrun- arfræðingur Rauða kross Íslands, hefur hafið störf á vegum Rauða krossins í Kúrdahéruðum í Írak. Nú eru þrír íslenskir hjúkrunar- fræðingar við störf í landinu. Auk Hólmfríðar eru Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir við verk- efni í Írak á vegum Rauða krossins. Hólmfríður er einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Hún hefur meðal annars starfað. á vegum Rauða krossins í Afganistan, Bosníu-Hersegóvínu, Tansaníu, Norður-Kóreu, Súdan, Íran, Indóne- síu, Mósambík og Malaví. Hún hefur meistaragráðu í lýðheilsu í þróunar- löndum. Meginverkefni Hólmfríðar í Írak verða að fylgjast með frumheilsu- gæslu á svæðinu ásamt því að heim- sækja fangelsi og huga að velferð fanga. Á síðasta ári heimsóttu starfsmenn Alþjóða Rauða krossins 23.000 fanga í haldi yfirvalda í Írak og 3.500 í haldi stjórnvalda í Kúrdahéruðum. Þá hef- ur Rauði krossinn þjálfað hundruð lækna og hjúkrunarfræðinga í land- inu. Þrír hjúkrunarfræð- ingar við störf í Írak Írak Hólmfríður Garðarsdóttir heimsækir fæðingardeild í Írak. Laugardaginn 8. október verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stendur að hátíðinni en þar munu matreiðslumeistararnir Ólöf Jak- obsdóttir og Jakob H. Magnússon töfra fram krásir úr hráefni beint frá býlum. Kl. 19 verður sérstök kynning á nýjasta „landnemanum í Kjós“, grjótkrabba, sem Halldór Pálmar Halldórsson líffræðingur sér um. Framleiðendur í Kjós munu jafnframt kynna framleiðsluvörur sínar og bjóða gestum að bragða á. Borðhald hefst kl. 20 og kostar kvöldverðurinn 6.500 kr. Borða- pantanir sendist á netfangið kjos- arstofa@kjos.is. Veislustjórn verð- ur í höndum Sólveigar Ólafsdóttur. Kynning Fjölmenni í Félagsgarði. Matarhátíð í Kjós Ný dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, mun á þessu hausti veita þeim, sem misst hafa í sjálfs- vígum margvíslegan stuðning: Þannig verður fræðslufyrirlestur um sjálfsvíg í kvöld 6. október kl. 20.30 í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Fyrirlesari er sr. Svavar Stefánsson. Húsið verður opnað kl. 19 þar sem fólk getur komið, spjall- að og fengið kaffi. Í kjölfarið eða 10. október fer af stað stuðningshópur fyrir aðstand- endur sem verður vikulega á mánu- dögum kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Umsjón hefur sr. Svavar Stef- ánsson. Hvert sjálfsvíg skilur oft stóran hóp fólks eftir í sárum og það tekur nánustu aðstandendur undantekningarlaust langan tíma að vinna úr sorginni. Fundur um sorg og sorgarviðbrögð Í kvöld kl. 20 mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmanna- höfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Stofan er margverðlaunuð og hefur starfað allt frá árinu 1959. Hún er alþjóðlegt fyrirtæki með útibú og verkefni í yfir 20 löndum. Mikil áhersla er lögð á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Stofan hefur komið að stórum verk- efnum á Íslandi, m.a. Háskólanum í Reykjavík og tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu Hörpu. Ræðir um arkítektúr Stuðnings- mannaklúbbur Manchester Unit- ed á Íslandi fagn- ar 20 ára afmæli sínu í október en klúbburinn hefur aldrei verið fjöl- mennari en nú. Í tilefni af af- mælinu koma til landsins tveir af Evrópumeisturum félagsins frá 1968, þeir Alex Stepney og Paddy Crerand, ásamt upptökufólki frá sjónvarpsstöðinni MUTV. Þeir verða heiðursgestir á af- mælishátíð klúbbsins sem fram fer á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á laugardagskvöldið kemur, 8. október. Þekktir leikmenn á afmælishátíðinni Paddy Crerand STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.