Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Það er ekki margt fallegtsem maður getur sett nið-ur á blað eftir að hafa fariðá tónleika með 80’s-hetj-
unni Paul Young í Eldborgarsal
Hörpu. Tónleikarnir hófust á
skemmtilegu og lofandi forspili,
hljómsveitarmeðlimirnir tíndust inn
á sviðið og síðastur á svið var Paul.
Fyrsta lag kvöldsins var Joy Div-
ison-slagarinn „Love will tear us a
part“ og verð ég að viðurkenna að
það fór ánægjulegur fiðringur um
mann, en það breyttist fljótt í kjána-
hroll. Rödd og raddsvið Pauls hefur
mátt muna sinn fífil fegurri, því
hann bókstaflega hékk í tónunum,
var falskur og reyndi ítrekað að
bjarga sér fyrir horn með falsettum
og oft og iðulega dró danska bak-
raddasöngkonan hann í land og
bjargaði því sem bjargað varð. Von-
aði maður að raddstyrkur Youngs
mynd eflast eftir því sem liði á tón-
leikana, en það gerðist ekki. Um
miðja tónleikana stigu hljómsveit-
armenn fram á sviðið og fluttu þrjú
lög í akústík-útgáfum og það var
helst þá að stemningin náði ein-
hverju marki. „All shook up“ Elvis
Presley-slagarinn var fluttur í blús-
aðri útgáfu. „Don’t dream its over“
sem Paul flutti á Nelson Mandela-
tónleikunum 1991 og loks nýtt lag
frá Paul sem fjallar um hvernig á að
táldraga giftar konur.
Undir lok tónleikanna var Paul
greinilega kominn í góðan fíling því
hann hljóp út um allan sal og heilsaði
upp á fólk í laginu „Come back and
stay“ og lokalag kvöldsins var
„Every time you go away“ og lagðist
Paul á gólfið og söng til æstra
kvenna á fremsta bekk. Paul býr yfir
þónokkrum persónutöfrum og þegar
hann var á spjalli við salinn lifnaði
yfir öllum og maður fann smátöfra
myndast.
Ég verð bara að segja að að lokn-
um tónleikum fannst mér ég svolítið
svikinn og svekktur. Þessi glæsilega
umgjörð sem Eldborg er og glæstur
ferill Youngs hafði allt til að bera að
skapa eftirminnileg kvöld. „Radd-
leysi“ Pauls er bara það mikið að það
er ekki boðlegt að selja inn á tón-
leika hans dýrum dómum. Maður
spyr sig líka hvers vegna vinir eða
vandamenn hans hafi ekki haft orð á
þessu vandamáli við hann?
Brostnar vonir
… og röddin líka!
Paul Young
bmnnn
Paul Young í Hörpu,
þriðjudaginn 4. október.
FRIÐJÓN F.
HERMANNSSON
TÓNLEIKAR
Óboðlegt Young klikkaði á því sem ekki mátti klikka á, sjálfum söngnum.
Eins og sjá má í dómnum hér til hliðar reyndist rödd Young
ekki upp á marga fiska og er rýnir ekki einn um þá skoðun.
Fésbókin reynist oft vettvangurinn þar sem fólk blæs út um
hin ýmsu málefni. Seint á þriðjudagskvöldi hrúguðust inn
athugasemdir frá tónleikagestum og flestir þeirra ósáttir.
Arnar Halldórsson
„Halli, hér er dómur frá einum sem fór á tónleikana: „Sá
Paul Young í gær í Hörpu! ég held að hann hafi ekki fundið
röddina aftur eftir að hann missti hana um árið kallgreyið.“
Halli Civelek
„Þetta er svo lélegt að ég var fyrst alltof meðvirkur til að
pósta, en gad dem! Paul Young … hvar hafa dagar lífs þíns
blómum þínum glatað, eða eitthvað svoleiðis? Og segðu
bara svarið, plís ekki syngja það.“
Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas
„Greyið þú og mamma og pabbi sem fóru á þetta – fengu
einhverja el chippó-miða last minute, greyin þau fá þennan
tíma aldrei aftur!!“
Viðbrögð á Fésbókinni
FORSÝNING Í KVÖLD
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
-ENTERTAINMENT
WEEKLY
HHHHHHHHH
- A.E.T MORGUNBLAÐIÐ
HHHHH
-FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ.
Þegar önnur vopn
brugðust beittu
þau töfrum leikhússins
HRAFNAR,
SÓLEYJAR
MYRRA&
REAL STEEL FORSÝNING kl. 8 - 10:40 2D 12
REAL STEEL FORSÝNING kl. 8 - 10:40 2D VIP
CONTAGON kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 5:50 2D L
JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7
KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L
DRIVE kl. 5:50 VIP - 8 - 10:20 2D 16
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7
HORRIBLE BOSSES kl. 10:20 2D 12
/ ÁLFABAKKA
REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D 12
CONTAGON kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12
KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L
DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16
ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:30 2D 7
CONTAGON kl. 10:10 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L
JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D 7
30 MINUTES OR LESS kl. 10:10 2D 14
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
THE KITCHEN - Kl. 6 Leikrit í beinni úts. frá National Theatre í London L
REAL STEEL kl. 10 2D 12
CONTAGON kl. 8 - 10 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 5:50 2D L
KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L
LION KING Enskt tal - Ótextuð kl. 8 3D L
DRIVE kl. 10:20 2D 16
CONTAGION kl. 8 - 10:10 2D 12
HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L
SHARK NIGHT kl. 10:10 2D 16
KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
SÝND Í ÁLFABAKKA OG
KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA.
EGILSHÖLL OG AKUREYRI
ROWAN ATKINSON
ÍSLENSK
TAL
SÝND Í
SÝND Í ÁLFABAKKA,
EGILSHÖLL, KRINGLUNNI
OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG
EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA,
EGILSHÖLL, KRINGLUNNI
OG AKUREYRI
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHH
- CHICAGO READER
HHHH
- NEW YORK TIMES
HHHH
BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM
STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER
LADDI
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR
VICTORIA BJÖRK FERRELL
HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON
ÍSAK HINRIKSSON
SIGRÍÐUR BJÖRK
BALDURSDÓTTIR
PÉTUR EINARSSON
NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRA-
MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
6. okt í beinni útsendingu
www.sambio.is
Kitchen
The
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG
KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HUGH JACKMAN ER FRÁBÆR Í EINNI
ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS
„STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA.“
„KLASSÍK SEM ÞÚ VILT SJÁ AFTUR OG AFTUR“
- J.C. SSP
HHHH
Í KVÖLD Í BEINNI ÚTSENDINGU
WWW.SAMBIO.IS
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Tíska & förðun
SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 14. október 2011.
Í Tísku og förðun verður
fjallað um tískuna veturinn 2011
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Krem
Umhirða húðar
Ilmvötn
Brúnkukrem
Neglur og naglalakk
Fylgihlutir
Skartgripir
Nýjar og spennandi vörur
Haust- og vetrartíska kvenna
Haust- og vetrartíska karla
Íslensk hönnun
Fullt af öðru
spennandi efni