Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 20
S kyndilega eru alþingismenn orðnir réttlausir. Það má henda í þá eggj- um, tómötum og alls kyns óþverra, án þess að þeir sem það geri séu kallaðir til ábyrgðar fyrir ofbeldis- fullar gjörðir sínar. Þingmennirnir, fórn- arlömbin, fara svo afar varlega í að fordæma það ofbeldi sem þeir verða fyrir. Engu er lík- ara en þeir hafi misst alla sjálfsvirðingu og telji að þeir eigi engan rétt. Við vitum hvernig fer fyrir þeim sem glatar virðingu fyrir sjálfum sér. Aðrir hætta sam- stundis að bera virðingu fyrir honum og geta endalaust réttlætt fyrir sjálfum sér að það sé í góðu lagi að fá útrás með því að sparka í hann. Hann liggur svo vel við höggi og það er lítil hætta á að hann fari að bera hönd fyrir höfuð sér. Nú eru þingmenn komnir í þessa vondu stöðu fórnarlambsins og þeir finna enga útgönguleið. Það er heldur enginn að hjálpa þeim. Allra síst fjöl- miðlar. Fjölmiðlar hafa unun af mótmælum. Eggjakast er flott fyrsta frétt í sjónvarpstímum og prúðbúið fólk í vanda er ómótstæðilegt myndefni. Tölum ekki um ef það skyldi fá á sig högg og falla í götuna. Þetta eru sko fréttir í lagi! Á dögunum spurði fréttamaður í sjónvarpi spurningar sem ætti að þykja sjálfsögð: Er réttlætanlegt að kasta eggjum að alþingismönnum, er það ekki ofbeldi? Á næstu dögum urðu fjölmargir til að segja að svona spurning væri grófleg aðför að hundruðum eða þús- undum sem mótmæltu friðsamlega. Reyndar vakti sérstaka athygli manns að fjölmiðla- maður skyldi bera fram þessa spurningu því fréttaflutningur flestra fjölmiðla byggist á sérkennilegu afstöðuleysi gagnvart ofbeld- isverkunum á Austurvelli, rétt eins og þarna hafi sjálfsagðir og eðlilegir hlutir átt sér stað. Þetta var víst verknaður sem engin ástæða þykir til að fordæma, af því að þarna var reitt fólk á ferð. Og svo voru þetta víst ekki allir, bara sumir, sem köstuðu eggjum. Ef líkamsárás er gerð í miðbænum á helg- arnótt heyrum við þá rökin um að hundruð manna hafi hagað sér vel í miðbænum og þess vegna sé fréttin af líkamsárásinni tekin úr samhengi og gróflega ýkt? Nei, við heyrum það ekki. En þegar alþingismenn verða fyrir ofbeldi heyrast raddir, meðal annars frá tals- manni Hagsmunasamtaka heimilanna, um að óþarfi sé að einblína á þá fáu sem gerðust brotlegir. Svo heyrast rökin um að það sé allt í lagi að kasta eggj- um að þingmönnum af þeir séu svo vondir við þjóðina. Við höfum sem sagt rétt á því að beita þingmenn ofbeldi og subba út Alþingishúsið af því að lánin okkar eru verð- tryggð eða vegna þess að kaupið okkar er of lágt. Mikið óskaplega hefur fólk sem býður manni upp á svona mál- flutning litla siðferðiskennd. En þeir sem vilja réttlæta ofbeldi velja iðulega að fara ómerkilegustu leiðir. Við eig- um ekki að taka undir með þeim og við eigum ekki að þegja og láta eins og ofbeldi sé í lagi. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Réttlausir þingmenn 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rannsókn-arnefndAlþingis heyktist á fyrirætl- unum sínum um að veita Alþingi álit á því hvort efni stæðu til þess að draga rykfallin ákvæði um Lands- dóm fram og ákæra ráðherra, einn eða fleiri, vegna meintrar hlutdeildar í falli íslenska bankakerfisins. Nefnd á vegum Alþingis fékk það verkefni að leggja mat á störf og niðurstöður fyrri nefndarinnar og skila frá sér niðurstöðum og tillögum. Sú nefnd reis ekki undir sínu verkefni og lét sér nægja að klippa til efni úr skýrslunni sem hún átti að skoða og skeyta því saman í langan texta, sem lítið gagn var að. Nefndarmenn töluðu í fram- haldinu mjög um sína miklu vinnu við verkið, svo helst minnti á hinar hvimleiðu ræður Steingríms J. Sigfússonar um sig og sinn dugnað og þreytuna sem af honum hefur leitt. En eina vinnan og eina sjálf- stæða framtak meirihluta hinnar verklitlu nefndar þings- ins beindist að því að draga til- tekna ráðherra fyrir Lands- dóm. Þess var síðan gætt við framkvæmd atkvæðagreiðslu um það hugðarefni að telja sauði svo að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði örugglega einn látinn sitja uppi með Svarta Pétur þessa spilverks. Einkar ógeðfellt var að horfa á framgöngu ein- stakra þingmanna í því máli. Nú hefur Landsdómurinn vísað frá, að kröfu lögmanns Geirs, tveimur veigamiklum liðum ákærunnar á hendur honum með vísun til þess að þeir væru ekki tækir til að hljóta þar efnislega meðferð. Nú er það svo að ástæður þess að Landsdómurinn tók þessa afstöðu eru ekki nýtilkomnar. Þær lágu allar fyrir og blöstu við öllum þegar hinir haturs- fullu þingmenn, sem í hlut áttu, báru fram eða samþykktu ákæruliðina. Þetta voru ekki leyndir gallar. Og á þá var bent. Þess vegna er skömm þeirra sem skipuðu sér í sæti ákærandans í málinu svo mikil núna. Ákæruliðir sem eru svo meingall- aðir að þeir geta þegar af þeirri ástæðu ekki hlotið efnis- meðferð mega aldrei leiða til ákæru. Í 15 manna dómi, lang- fjölmennasta dómstól sem nokkru sinni hefur fellt dóm eða úrskurð síðan landið fékk stjórn eigin mála í hendur, var ENGINN dómari sem taldi að ákæruliðirnir tveir fengju staðist. Sú niðurstaða er þung- ur áfellisdómur yfir ákærand- anum, nafngreindum ein- staklingum í meirihluta á Alþingi. Við þetta bætist að þeir ákæruliðir sem eftir standa og geta gengið til efnismeðferðar virðast bera með sér að ekki sé hægt að vænta annars en sýknudóms vegna þeirra. Flestum var löngu orðið ljóst að þessi málatilbúnaður allur á hendur Geir H. Haarde var af pólitískri rót runninn og sem slíkur lýðræðislegt feigð- arflan. Þegar nú liggur fyrir til viðbótar hvert er álit 15 dóm- ara í Landsdómi á drjúgum hluta á málatilbúnaðinum, þá ættu allir að geta stutt nú þeg- ar ákvörðun um að skrípa- leiknum linni. Ákærandi máls getur hve- nær sem er séð að sér og er í raun skyldugur til að gera það ef fram kemur að ákæra hans er gölluð, svo ekki sé talað um standi hún á brauðfótum. Dóm- stólar, og allra síst Lands- dómur, eru ekki tilraunaeldhús hatursfullra stjórnmálamanna sem sjást ekki fyrir í ofsa sín- um. Ákærandinn í Landsdóms- málinu, meirihluti alþingis, ætti því, eftir þau þáttaskil sem orðið hafa, að sjá sóma sinn í að hætta hinum ógeð- fellda leik, sem skaðar ímynd laga og réttarfars í landinu. Það voru mikil tíð- indi þegar ljóst varð að ekki einn einasti dómari af 15 í Landsdómi taldi að tvö veigamikil ákæruatriði Alþingis væru tæk til efnisdóms} Ekki of seint að iðrast Hvers vegnagreindi for- sætisráðherra ekki frá fundi sem hún átti með for- seta um mál sem þau höfðu deilt um opinberlega? Hvers vegna er því haldið leyndu hvað fram fór á fundinum þó að forsætis- ráðherra hafi áður boðað hvað þyrfti að ræða? Hvers vegna er ekki greint frá nið- urstöðu fundarins þó að hún varði samstarf ríkis- stjórnar og forseta og þar með almenning? Hvers vegna allt þetta pukur? Er það í samræmi við loforð um gagn- sæja stjórnsýslu? Framkvæmd gagnsæisins er í hæsta máta óvenjuleg} Leynifundur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is G jaldþrot þriggja stærstu banka Íslands er á með- al tíu stærstu gjaldþrota viðskiptasögunnar. Enginn sparifjáreigandi er líklegur til að tapa fjármunum á þessum gjaldþrotum.“ Þetta segir í svari íslenskra stjórnvalda til Eft- irlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna Icesave-málsins sem skilað var inn um mánaðamótin síðustu en birt op- inberlega í gær. Í svarinu er ESA eindregið hvatt til að „loka málinu“, þ.e. að aðhafast ekki frekar og láta máið niður falla, enda muni greiðslur að fullu berast úr þrotabúi Lands- bankans. Svarið er ítarlegt, um tuttugu blaðsíður að lengd. Í því er vísað til fyrri sjónarmiða stjórnvalda og því mótmælt að rökstutt álit ESA sem birt var Íslendingum í júní sl. hnekki þeim. Þá greindi ESA frá því að eftir að hafa farið ítarlega yfir svarbréf frá íslenskum stjórnvöldum – sem skilað var inn í maí sl. – geti stofnunin ekki annað en haldið sig við fyrri afstöðu sína. Sú afstaða er að Íslendingum beri að greiða 650 milljarða króna innistæðutryggingar vegna Icesave, að öðrum kosti verði málinu vísað til EFTA-dómstólsins. Þýðingarmiklar upplýsingar frá Evrópusambandinu Meðal annars er í svarbréfi Ís- lendinga nú gerð grein fyrir upplýs- ingum sem komið hafa fram í und- irbúningi Evrópusambandsins að nýrri innistæðutilskipun. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið metur þessar upplýsingar „þýðingarmiklar“ og greindi Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, frá því á Al- þingi í gær í svari til Péturs H. Blön- dal, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um fyrirkomulag innistæðutrygginga- sjóðs. „[Í svarinu] rekjum við þær skýringar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram á nýjum hugmyndum að breytingum á innistæðutryggingakerfinu, þar sem skýrt er tekið fram að ríki eiga ekki að bera ábyrgð á innistæðu- tryggingakerfinu. Þetta er einn af þeim þáttum sem við færum fram í okkar málsvörn til að það sé engum vafa undirorpið, að það sé ekki laga- leg skylda Íslands að greiða.“ Erfitt er um að spá því til hvaða ráða ESA tekur eftir að hafa fengið svörin í hendur né hversu langur tími líður þar til viðbrögð berast. Eftir fund um svörin í utanríkismálanefnd Alþingis nýverið sagði Árni Þór Sig- urðsson, formaður nefndarinnar, að ESA gæti „ákveðið að kaupa rök ís- lenskra stjórnvalda og fellt málið niður, stofnunin getur líka komist að þeirri niðurstöðu að þetta breyti engu um afstöðu hennar og eins gæti verið að óskað verði eftir frekari svörum frá Íslandi“. Fari svo að þetta breyti ekki afstöðu hennar verður málinu vísað til EFTA- dómstólsins. Vísað í ummæli forseta ESA Einnig virðist sem Árni Páll hafi lesið grein Sigurðar Kára Kristjáns- sonar, varaþingmanns Sjálfstæð- isflokks, sem birtist í Morgunblaðinu eftir að fyrra svarbréfi var skilað inn. Í því bendir Sigurður Kári á að for- seti ESA hafi lýst eindreginni af- stöðu sinni til málsins í íslenskum fjölmiðlum í júní 2010, gegn hags- munum og málstað Íslendinga. Í svarbréfinu sem skilað var inn fyrir helgi er vísað í þau ummæli Per Sanderud, forseta ESA, að hefði Ís- land gengið að kröfum Breta og Hol- lendinga hefði málið verið látið niður falla. Þetta bendi til að aðgerðir ríkjanna tveggja séu þáttur í mati ESA á niðurstöðu í málinu. Icesave-kerti Í bréfinu er rakin staðan við slitameðferð Landsbankans og rökstutt að innstæðueigendur hafi ekki borið skarðan hlut frá borði. ESA eindregið hvatt til að aðhafast ekkert Icesave » Icesave-málið ætlar seint að hverfa frá íslensku þjóð- inni. Innlánsnetreikningarnir sem fyrst var boðið upp á í Bretlandi og síðar Hollandi. » Icesave vakti strax at- hygli fjölmiðla í Bretlandi, þá vegna hárra vaxta, en þeir voru 5,2% og bestu vaxtakjör á óbundnum innlánsreikn- ingum í Bretlandi. » Þegar Landsbankinn fór af stað með Icesave í Hol- landi, um mitt ár 2008, voru reikningshafar í Bretlandi orðnir 220 þúsund talsins. » Innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi sem nutu tryggingaverndar fengu kröfur sínar greiddar úr þar- lendum sjóðum eftir fall Landsbankans. » Eftirlitsstofnun EFTA segir að Íslandi beri að tryggja að innistæðueigendur fái greiddar að lágmarki 20.887 evrur í samræmi við tilskipun um innistæðutrygg- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.