Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Heilbrigðisyfirvöld misstu þarna af
góðu tækifæri til að nánast útrýma
okkar útbreiddasta kynfæra-
sjúkdómi, sem eru kynfæravörtur,“
segir Kristján Oddsson kven-
sjúkdómalæknir, en í síðasta mánuði
var á vegum sóttvarnalæknis hafin
almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8.
bekk grunnskóla gegn HPV-veirunni
sem er algeng meðal ungs fólks.
Margar tegundir eru til af HPV-
veirunni og geta sumar valdið
frumubreytingum í leghálsi og jafn-
vel leghálskrabbameini síðar.
Um mitt ár 2010 var samþykkt á
Alþingi þingsályktun um að veita fé í
bólusetningar gegn HPV-smiti og
leghálskrabbameini. Bólusetning fer
fram á heilsugæslustöðvum með efn-
inu Cervarix og fá stúlkurnar þrjár
sprautur á sex til tólf mánaða tíma-
bili.
Tapað tækifæri til útrýmingar
Kristján segir að bóluefnin Cerv-
arix og Gardasil vinni bæði gegn 60-
70% tilfella af leghálskrabbameini.
Það þýði að 30-40% kvenna séu óvar-
in gegn meininu.
Bólusettar konur þurfi því enn að
fara í krabbameinsleit svo að hægt
sé að greina meinið á frumstigi.
Gardasil vinni hins vegar einnig
gegn kynfæravörtum, en áætlað er
að 500-800 ný tilfelli þeirra greinist
hér á landi árlega.
Hefði ekki átt að fara í útboð
Í þingsályktunartillögu Alþingis
hafi einnig verið talað um að verja
gegn HPV-smiti en heilbrigðisyfir-
völd hafi hugsanlega gert mistök
með því að bjóða út bólusetningu.
Útboð sé nauðsynlegt ef sambærileg
vara sé á markaði en hún sé ekki til í
þessu tilfelli og aldrei hefði því átt að
fara í útboð.
„Talið er að um 12% kvenna undir
45 ára fái kynfæravörtur. Þetta þýð-
ir um 250 stúlkur í hverjum ár-
gangi,“ segir Kristján. Að minnsta
kosti jafnmargir karlmenn fá kyn-
færavörtur. Þótt sjúkdómurinn sem
slíkur sé ekki alvarlegur geti hann
valdið einkennum svo sem sviða og
brunatilfinningu á kynfærum.
Þá sé andleg vanlíðan oft
mikil.
„Ég held að mörgum
læknum þyki siðferðilega
erfitt að mæla með notkun
Cervarix þegar hægt
hefði verið að
nota Gardasil
sem veitir
mun víðtæk-
ari vörn,“
segir Krist-
ján.
Vill annað bóluefni
við HPV-veiru
Velja ætti bóluefni sem vinnur gegn kynfæravörtum
Bólusetning Árlega greinast um 1.700 konur á Íslandi með forstigsbreytingar í leghálsi og 14-17 konur með leg-
hálskrabbamein. Bólusetning við HPV-veirunni er talin geta komið í veg fyrir um 70% leghálskrabbameins.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Sláturtíðin er nú í hámarki og gengur
vel. Fallþungi dilka er þó ívið lakari
en á sama tíma í fyrra hjá flestum
sláturstöðvum. Kalt vor um allt land
og eldgos á Suðurlandi eru taldir
helstu orsakavaldar þess. Hvít jörð á
Norðurlandi í gærmorgun á heldur
ekki eftir að hjálpa til, að sögn Sig-
mundar Hreiðarssonar, vinnslu-
stjóra starfsstöðvar Norðlenska á
Húsavík.
„Efst í Bárðardal og í Mývatns-
sveit var 10-12 cm snjólag í morgun
sem þýðir að beit er lítil. Féð er úti en
það stendur bara og gerir ekki neitt,“
sagði Sigmundur síðdegis í gær.
„Bændur eru að ýta á að komast fyrr
að með féð en áætlunin er mjög þétt
hjá okkur og erfitt að bæta í hvern
dag. Það var vitað að fallþunginn
myndi minnka er liði á sláturtíðina en
þetta veðurfar hjálpar ekki til.“
Fallþungi dilka á Húsavík er rétt
um 16 kg núna en var í fyrra rúm 16
kg. Sigmundur gerir ráð fyrir að
meðalviktin minnki um 500 g milli
ára. Eftir gærdaginn var búið að
slátra 45.000 dilkum og er búist við að
32.000 verði slátrað til viðbótar.
Lítið af Íslendingum í sláturtíð
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel-
fossi var búið að slátra 45 þúsund
dilkum eftir gærdaginn. Einar
Hjálmarsson stöðvarstjóri segir
lömbin koma ljómandi vel út. „Með-
altalsþunginn er 15,7 kg. Það er að-
eins lakara en á sama tíma í fyrra.
Bændur senda alltaf vænstu lömbin
fyrst svo við eigum líklega eftir að sjá
þessa tölu fara eitthvað niður.“
Einar segir svolítið af Íslendingum
starfa við sláturtíðina en annars séu
níu Nýsjálendingar við störf og þrjá-
tíu og tveir Pólverjar, sumir að koma
í fjórða og fimmta skipti.
Það er aðeins hjá SAH afurðum á
Blönduósi sem meðalfallþunginn er
meiri en í fyrra. Er nú 16,5 kg en end-
aði í 16,1 í fyrra. Búið var að slátra
58.000 fjár eftir daginn í gær, að sögn
Gísla Garðarssonar sláturhússtjóra.
Býst hann við að heildartalan fari í
um 100.000 sem er aukning um sjö til
átta þúsund fjár frá því í fyrra. Í
sauðfjárslátruninni á Blönduósi
vinna aðallega Pólverjar og Nýsjá-
lendingar.
Hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga er
búið að slátra um 17 þúsundum fjár
það sem af er sláturtíð en búist er við
að talan endi í 29 þúsundum. Þórður
Pálsson, framkvæmdastjóri slátur-
hússins, segir lömbin vera aðeins
léttari en í fyrra. „Meðalfallþungi er
um 15,8 kg sem er um 200 g minna en
í fyrra. Kalt vor hefur sitt að segja,
sérstaklega hvað lömbin eru misjöfn
á milli framleiðenda, enda fengu bæir
misjafnt á sig af snjó og krapa í vor,“
segir Þórður.
Tólf útlendingar vinna við sauð-
fjárslátrunina á Vopnafirði, frá Sví-
þjóð, Lettlandi og Nýja-Sjálandi.
Fallþungi dilka
víðast heldur
lakari en í fyrra
Pólverjar og Nýsjálendingar við störf
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sláturtíð Sauðfjárslátrun gengur
vel en háannatími hennar er núna.
Lambakjöt
» Meðalfallþungi dilka er nú, á
hámarki sláturtíðar, 15,7-16,5
kg. Hjá flestum er það aðeins
lakara en á sama tíma í fyrra.
» Hjá Norðlenska gengur sal-
an á fersku lambakjöti mjög vel
og er mun meiri en í fyrra.
Haraldur Briem sóttvarn-
arlæknir hefur umsjón með
framkvæmd bólusetningar
stúlkna gegn HPV (Human Pa-
pilloma Virus). Þegar spurt er
hvað hafi ráðið vali á bóluefni
segir hann að horft hafi verið
á verndina gegn leghálskrabba.
Farið hafi verið í útboð og þar
metnir ýmsir þættir. Horft hafi
verið til varna gegn kynfæra-
vörtum en verðmunurinn hafi
gert útslagið. Þegar spurt er
hvort ekki hefði verið hag-
kvæmara að nýta Gardasil
og koma jafnframt í veg
fyrir útbreiðslu vartnanna
segir Haraldur það hafa
verið metið „en verðmun-
urinn var þvílíkur að það
dugði ekki til“. Hann
segist ekki geta
nefnt tölur en ann-
að bóluefnið hafi
verið 70% ódýr-
ara en hitt.
Mikill verð-
munur á efni
HPV-BÓLUSETNING
Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir
199.900.-
verd adeins
KOMINN AFTUR!
VINSAELASTI SÓFINN OKKAR ER
KOMINN AFTUR!
tilbodnú baedi
haegri og
vinstri legubekkur
pantanir óskast sóttar
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinn-
ar á Sauðárkróki, HS, er uggandi
um framtíð sína eftir að 62 milljóna
króna niðurskurður til stofnunarinn-
ar var kynntur í fjárlagafrumvarpi
ársins 2012. Forstjórinn efast um að
nokkur sparnaður felist í niður-
skurðarkröfunni. Þetta kom fram á
fundi starfsfólks sem haldinn var í
gær.
„Við kynntum tillögur ráðuneytis-
ins fyrir starfsfólkinu og gerðum
grein fyrir því hvernig þetta horfir
við okkur,“ segir Hafsteinn Sæ-
mundsson, forstjóri HS. „Það hefur
verið skorið niður um 35% hjá okkur
frá hruni, sem er miklu meira en hjá
öllum öðrum heilbrigðisstofnunum.“
Að sögn Hafsteins voru engar til-
lögur um hvernig brugðist verði við
kröfu stjórnvalda kynntar á fund-
inum. „Við eigum eftir að útfæra
það. En við þurfum að vera búin að
bregðast við frumvarpinu fyrir mán-
aðamót og þurfum þá að vera tilbúin
með fyrstu aðgerðir.“ Hafsteinn
segist vona að niðurskurðaraðgerð-
irnar verði mildaðar. „Það er sér-
kennilegt að það sé skorið svona
mikið niður hjá okkur. Að mínu mati
felur þetta í sér aukakostnað fyrir
ríkið. Til dæmis veitum við öldruð-
um heimaþjónustu, en ef við hættum
því eykst álagið á sjúkrahúsin. Það
sama gildir um endurhæfinguna,
það hefur bein áhrif á álagið á
sjúkrarýmin ef hún leggst af,“ segir
hann.
Hafsteinn segir að niðurskurðar-
tillögurnar feli í sér uppsagnir. „Ef
þetta verður, þá fer menntaða fólk-
ið. Ég vona í lengstu lög að þetta
gangi til baka, þetta er verulegt tjón
fyrir samfélagið.“ annalilja@mbl.is
Framtíð Heilbrigðisstofnunar-
innar á Sauðárkróki í óvissu
Hugsanlegar uppsagnir Forstjóri: „Enginn sparnaður“
Sparnaður HS er gert að spara.