Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 14
Andri Karl andri@mbl.is Eftirspurn eftir geitaosti hefur aukist mikið á Íslandi á umliðnum árum. Um árabil var hægt að kaupa ís- lenskan geitaost, sem þótti mjög góður, en frá síðasta ári hefur hann verið ófáanlegur og þurfa Íslendingar því að sætta sig við erlenda framleiðslu. Ötulust hefur í baráttunni fyrir betri nýtingu afurða af íslensk geit- inni verið Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítaársíðu í Borgarfirði. Hún segir margan ferðamanninn hafa farið vonsvikinn frá Háafelli í sum- ar þegar honum var ljóst að enginn væri íslenski geitaosturinn. „Í gangi var ostagerðarverkefni á vegum Bún- aðarsamtaka Vesturlands, Bændasamtakanna, Land- búnaðarháskóla Íslands, mjólkursamlags MS í Búð- ardal og Matís sem stóð í fimm ár og þá var geitamjólkin tekin inn. Þá var til Brie-ostur úr mjólk frá mér í nokkur ár,“ segir Jóhanna. Framleiðslan annaði ekki eftirspurn og eftir að henni var hætt, vegna fjármagnsskorts, kom bersýnilega í ljós hvers kyns var. „Seinni part sumars voru að koma frá fimm og upp í tólf fjölskyldur á dag. Þetta voru bæði Íslend- ingar og útlendingar og allir spurðu um osta.“ Jóhanna segir að Íslendingarnir hafi heyrt af geita- ostinum en útlendingar séð geitur í túni og út frá því talið sjálfsagt að til væru ostar á sveitabænum. „Þeir telja það bara fylgja, enda alþekkt víða um heim.“ Til þess að koma upp framleiðslu á geitaosti þarf Jóhanna betri aðstöðu á Háafelli, enda gilda strangar reglur hér á landi þegar kemur að matvælaframleiðslu. „Það er svo ergilegt að ná ekki að markaðssetja þess- ar frábæru vörur af því að maður hefur ekki fjár- magnið til að byggja upp aðstöðu. Ég á geitastofninn, nóg af mjólkurdýrum og reynsluna. Þá vantar bara að- stoð til að mjólka almennilega. Miðað við fjöldann í sumar gæti ég selt ótrúlega mikið bara beint héðan,“ segir Jóhanna. Enginn íslenskur geitaostur  Verkefni í ostagerð úr geitamjólk hætt eftir nokkur ár  Ferðafólk kom daglega í sumar og spurði um geitaost Morgunblaðið/Ómar Með geit Alexandra Freyja, Ísabella Ronja, Elísabeth Ýr og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir gefa pela á Háafelli. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Niðurstaða er loks komin í deilu sem staðið hafa í rúmt ár um rót- tækar tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um nýjar regl- ur um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Borgarstjórn samþykkti í vikunni með 10 atkvæð- um gegn fimm atkvæðum sjálfstæð- ismanna reglur sem ganga nokkru skemmra. Þær breyta samt á marg- víslegan hátt hefðbundnum sam- skiptum þessara aðila við trúfélög. Í reglunum sem samþykktar voru er rætt um að tryggja öllum börn- um rétt til „þátttöku í skólastarfi óháð þeirri trúar- eða lífsskoðun sem þau alast upp við. Upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu er mikilvæg í öllu starfi skóla borgar- innar. Trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana á þar ekki heima“. Haldið er fast við ákvæði í upp- runalegu tillögunum um að banna dreifingu í skóla á „boðandi efni“ af öllu tagi, þ.á m. bókum, sem hlýtur að merkja að Gídeonsfélagið má ekki sýna sig í skólunum með Nýja testamentið til fermingarbarna. Úlfaþytur í fyrra Fyrstu tillögurnar, sem bornar voru fram af meirihluta ráðsins í fyrra, vöktu úlfaþyt. Á annað hundrað tölvuskeyti bárust til Mannréttindaráðsins á viku hverri til að mótmæla hugmyndunum. Fjöldi presta reis upp gegn þeim og sama var að segja um talsmenn foreldrafélaga sem sögðu að ekki hefði verið haft neitt samráð við þau. Hægt væri að endurskoða með mildari hætti reglurnar um tengsl leik- og grunnskóla og frístunda- heimila við áðurnefndar stofnanir og félög, koma til móts við breyttar aðstæður og tryggja betur réttindi annarra en kristinna og trúleys- ingja án þess að ganga fram með jafnróttækum hætti. Ekki mætti fleygja umsvifalaust mörg hundruð ára hefðum. Sjálfstæðismenn tóku mjög undir þessa gagnrýni. Í greinargerð með upprunalegu róttæku tillögunum sagði meirihlut- inn m.a. að „fjölmörg umkvörtunar- efni“ hefðu borist frá foreldrum barna í leik- og grunnskólum vegna meints trúboðs í þessum stofnunum. Síðar kom fram að á tveimur árum hefðu alls 50-60 einstaklingsmál af þessum toga ratað á borð mannrétt- indastjóra, Önnu Kristinsdóttur. Prestar geta verið fagaðilar Fljótlega voru gerðar breytingar á upprunalegu hugmyndunum. „Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföll- um í stað þess að leitað sé til trúar- og lífsskoðunarfélaga,“ sagði í þeim. Nú var lagt til að prestum væri leyft að veita áfallahjálp þegar óskað væri eftir fagaðila til stuðnings. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði Líf Magneudóttir, fulltrúi VG, sem var ósátt og sagðist hafa haldið að eining væri um upprunalegu tillöguna. Fleira breyttist. „Ferðir í bænahús trúar- eða lífsskoðunarfélaga, bæna- hald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi er hluti af trúar- uppeldi foreldra en ekki hlutverk starfsmanna borgarinnar. Slík starf- semi á ekki heima í starfi með börnum í opinberum skólum. Kirkjuferðir skulu ekki farnar á starfstíma frí- stundaheimila og leik- og grunn- skóla,“ sagði í fyrstu tillögunum en tekið fram að ekki væri verið að hrófla við öðrum jólaundirbúningi í skólum. Nú er búið að leyfa jólasálmana á ný. Og skólastjórar fá leyfi til að bjóða fulltrúum trúar- eða lífsskoð- unarhópa að heimsækja „kennslu- stundir í trúarbragðafræði/lífsleikni sem lið í fræðslu um trú og lífsskoð- anir … skal heimsóknin þá fara fram undir handleiðslu kennara og vera innan ramma námsefnisins“. Trúin í skammarkrókinn? Morgunblaðið/Ernir Táknið burt Helgileikur á sviði í skóla á Seltjarnarnesi. Mikil andstaða var meðal almennings við hugmyndir um að hrófla við litlu jólunum í skólum landsins, áfram má syngja sálma en krossinn og biblían eru úti í kuldanum.  Nýjar reglur Reykjavíkurborgar gera prestum erfiðara að ná til barna í grunn- og leikskólum  Róttækar tillögur meirihluta Mannréttindaráðs frá því í fyrra, en samt útvatnaðar nokkuð Verða jólasálmarnir framvegis bannaðir í skólunum? Nei, tekið er skýrt fram að sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum skuli halda sessi sínum. „Jólasálmar og helgileikir tengdir jólunum falla hér undir.“ Má ekki framar dreifa biblíunni í skólum borgarinnar? Nei, ekki er hægt að skilja reglurnar öðruvísi en svo að það sé alveg bannað. Allt svonefnt boðandi efni sem notað er í kristnu trúboði, krossar, bækur, prentmyndir og kvikmyndir sem boða kristna trú verður bannað eins og slíkt efni frá öðrum trúar- og lífsskoðunar- félögum. Má prestur eða kennari lesa bænir með börnunum? Nei, svo virðist ekki vera og sagt er að þess verði gætt að nemendur sem fái heimsókn presta í kennslu- stofuna „fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og at- höfnum og að þær séu ekki vett- vangur fyrir innrætingu eða dreif- ingu á boðandi efni“. Hvað ef deilt verður um túlkun á nýju lögunum? Ljóst er að varla verður alltaf ein- ing um túlkun nýju reglnanna og kemur þá til kasta Skóla- og frí- stundasviðs. Það á að skipa úr- skurðarnefnd sem auk þess á að leggja mat á reynsluna af regl- unum innan árs. Spurt&Svarað Fram hefur komið að í innanrík- isráðuneytinu er nú unnið að frumvarpi til breytinga á lögum um skráð trúfélög auk breyt- inga á öðrum lögum eftir því sem við á, með það að markmiði að tryggja jafnræði lífsskoð- unarfélaga, þ.e. veraldlegra og trúarlegra. Hafa m.a. verið skoðuð gögn frá Siðmennt en systurfélag þess í Noregi er við- urkennt sem ígildi trúfélags. Með hugtakinu lífsskoð- unarfélag er átt við félag sem fjallar um siðferði, þekking- arfræði (hverju maður trúir og hvers vegna) og veitir þjónustu við félagslegar athafnir fjöl- skyldna. Slík félög má flokka í annaðhvort trúarleg, þ.e. trú- félög, eða veraldleg, og svo í mismunandi stefnur þar undir. Frumvarp í bígerð INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Skósmiðir • skóaratal Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð skóaratals á Íslandi frá upphafi. Litlar sem engar upplýsingar eru til og því allar ábendingar vel þegnar. Þeir sem þekkja til eða vita um einhvern úr þessari stétt vinsamlega hafið samband á netfang skoari@simnet.is Landssamband skósmiða Reyðarkvísl 1 110 Rvk Þrír voru með allar tölur réttar í Vík- ingalottóinu í gærkvöldi og fær hver þeirra rúmar 56,6 milljónir króna í sinn hlut. Allir vinningsmiðarnir voru keyptir í Noregi. Hins vegar var einn Íslendingur með fimm tölur réttar af sex og bón- us og hlýtur hann rúmar 18,2 millj- ónir króna í sinn hlut. Um var að ræða íslenskan bónuspott og var vinningsmiðinn keyptur á vef Ís- lenskrar getspár. Einn var með fjór- ar réttar tölur í Jóker og hlýtur 100 þúsund kr. í vinning, hann keypti miðann sinn í Snælandi í Furugrund í Kópavogi. Fær rúmlega 18 milljónir króna í bónusvinning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.