Austurland - 23.12.1966, Side 3
Jólin 1966.
AUITUKLÁNB
3
AÐ ER UPPHAF Alfa-
Gríms að Jón hét maður
Egilsson. Hann er í ætt-
um Austfirðinga talinn, eftir orð-
spori, ættaður vestan af landi, á
að hafa þjónað Guðmundi sýslu-
manni í Krossavík Péturssyni
með trú og dyggð, en lítt hirt
u:m að heimta kaup sitt, en er
hann brá á sitt ráð til sjálfstæðs
búskapar, átti sýslumaður að
segja honum að kjósa sér pina af
jörðum sínum í þjónustulaun og
hafi Jón þá kosið Leiðarhöfn í
Vopnafirði. Hafði þá sýslumaður
sagt: ,,Þar kaustu augað mitt“.
Því Leiðarhöfn hafði hann talið
með betri eignum sínum. Þetta
virðist vera þjóðtrúarskýringin á
því hvernig Jón, og þó öllu held-
ur Grímur sonur hans, eignaðist
Leiðarhöfn, því fátækir almúga-
menn voru ekki vanir því, að
gerast allt í einu sjálfseignar-
bændur, og víst er, að eitthvað
Álfa-
Gríms-
saga
afbrigðilegt hefur skeð, er þessir
feðgar eignuðust Leiðarhöfn. En
ekkert af þessu fær staðizt, sem
talið var. Þetta afbrigðilega hef-
ur kannski ekki þótt viðeigandi
að hafa í sögum og kannski
aldrei staðið í fullu ljósi fyrir
Benediht Gíslason
fró Hofteigi
mönnum, hvernig var, og síðan
umvilt fyrir mönnum að vita hið
rétta, þangað til þessi tilvitnaða
saga verður sannleikur málsins,
síuð úr mörgum, meira og minna
órökstuddum grundsemdum eða
orðsporsfleipringi í ýmsum mynd-
uim.
Jón Egilsson var fæddur um
1700. Hann býr í Gunnólfsvík í
Skeggjastaðahreppi 1762 og tjá-
ist 60 ára. Hinsvegar er líklegt,
að hann sé sami maður og er
sveitarómagi á Fremra-Nýpi í
Vopnafirði 1703, 5 ára gamall, og
ætti því að vera 64 ára 1762.
Hinsvegar var Jón 1762, kvæntur
fyrir skömmu ungri konu og mun
þá hafa yngst um þessi 4 ár. Svo
margfaldlega er það sannað, að
manntalsaldur í skjölum og bók-
um, er lítt að marka, að engan
þarf að undra, þótt aldur Jóns
sé ekki réttar greindur en þetta,
1762. Hverra manna Jón hefur
verið’ í Vopnafirði er með öllu
hulið, en geta má þess, að Egill
Sturluson, sem býr á Stóra-
Steinsvaði í Utmannasveit 1703
er talinn kominn úr Vopnafirði,
og kannski fyrir stuttu fluttur
þaðan í Stóra-Steinsvað. Gat
þessi drengur orðið eftir í Vopna-
firði á hreppaforlagi, kannski
ungabarn er Egill flutti, því fá-
tækur mun han hann hafa verið,
og barnmargur 1703. Jón hét son-
ur Egils og bjó í Jórvík í Hjalta-
staðaþinghá, mjög merkur maður
og mikill ættfaðir, en Jónar gátu
heitið tveir synir Egils, svo altítt
var það að systkini væru sam-
nefnd. Enginn Egill finnst á þess-
um slóðum 1703, er gæti verið
faðir Jóns f. 1704 eftir aldri
hans 1762. Rétt er þó að geta
þess, að á Ásbrandsstöðum býr
1732 Egill Sveinsson, en svo
heitir drengur í Skógargerði í
Fellum 1703, og gæti verið sá
sami. Þó má athuga það að út
úr manntali fellur í Vopnafirði,
Sveinn Snjólfsson, sem er í
Skálanesi þ. á., eftir verzlunar-
bókum. Gat hann verið fjarver-
andi, ef til vill í siglingu með
kaupmönnum til Danmerkur, en
hann býr fram yfir 1740 á
Hrappsstöðum, og gæti Egill
Sveinsson á Ásbrandsstöðum ver-
ið sonur hans, og fæddur eftir
1703, en sonur Sveins, hvorki Eg-
ill né annar, gæti verið svo gam-
all að eiga son 1648. Því þá yrði
Sveinn að vera um 100 ára 1740.
Vera má að Egill Sveinsson hafi
verið vestan af landi og sé faðir
Jóns, en drengurinn í Skógargerði
getur ekki verið faðir hans ef
hann er f. 1704, hann er 3 ára
þ. á. Um þetta þýðir ekki að
bollaleggja, aðeins er rétt að
skrifa það, ef nýjar heimildir
kæmu í ljós er þetta snerta.
Guðmundur Pétursson sýslu-
maður tók ekki sýslu fyrr en
1773, á gamals aldri Jóns, svo
honum hefur hann ekki þénað.
Pétur faðir hans tók sýslu 1747
og er Jón þá af þénustualdri, svo
þessari þjónustusögu Jóns við
sýslumann má óhætt hafna, að
minnsta kosti í því sambandi, að
Leiðarhöfn sé þjónustulaunin.
Jón hefði getað verið í þjónustu
Þorsteins sýslumanns er tók
sýslu 1721 en Leiðarhöfn gat
hann ekki tekið í þau laun, því
Þorsteinn átti aldrei Leiðarhöfn
og sennilega enginn þessara
sýslumanna, sem bráðum segir.
Jón er farinn að búa að Lauga-
nesi fyrir 1750, og bjó þar, m. a.
í Eiðiseli, en um það leyti hefur
hann misst konu sína, og er ekki
í búendatölu 1753 í Skeggjastaða-
þingsókn en þá nær sú sókn enn
yfir austurhluta Langaness,
Bakkaflóameginn á nesinu. Árið
1762 á Guðrún Marteinsdóttir
Leiðarhöfn. Er þetta án efa Guð-
rún eldri Marteinsdóttir frá
Bustarfelli, Björnssonar. Hún
hafði ekki gifzt, en auðvitað átt
eignir. Þó gæti það verið sú
yngri, en hún átti frænda sirm
Pétur Vigfússon á Hjartarstöðum
í Eiðaþinghá. Verið gat að þau
hjón hefðu selt Leiðarhöfn eftir
1762, og var þá enginn líklegri
til að kaupa en Pétur sýslumaður
á Ketilsstöðum. Leiðarhöfn er í
eyði 1762, eins og hálf sveitin. og
Pétur sýslumaður er að reyna að
koma sveitinni í byggð með fjár-
hagsaðstoð en skattur var lagður
á aðrar sýslur í landinu til að
byggja upp norðasta hluta Múia-
þings og austurhluta Norðurþing-
eyjarsýslu. Ekki hefði þurft stór-
fé fyrir Leiðarhöfn, og hún var
þá og lengi áður og síðar, kot
eitt í mati, 4 hndr. um 1800.
Björn sýslumaður á Bustarfelli
Pétursson hefur eignazt Leiðar-
höfn eins og svo margar jarðir
sem komu til sölu eftir daga
Brynjólfs biskups er eignaðist
stóra hluta sveitarinnar og keypti
af bændum. Marteinn hefur svo
eignazt jörðina og síðan Guðrún
dóttir hans, en á þessum tíma er
Marteinn lifandi og ekkert af
eignum hans komið til skipta, þótt
hann hafi auðvitað þurft að gifta
börn sín með heimanmundi. Trú-
legast er, að Guðrún eldri hafi
sett bú í Leiðarhöfn stuttu eftir
1762, en átt erfitt að reka bú-
skapinn fyrir fólksieysi og leigt
jörðina Jóni Egilssyni, en þangað
kemur Jón árið 1767, 69 ára gamt-
all, ef hann er fæddur 1698. Eru
þá börn hans eftir f. konu upp
komin, og liðskostur því allgóð-
ur en Leiðarhöfn hefur marghátt-
aðar nytjar, eggver og sjósókn.
Hafi þetta svo staðið um nokkur
ár, en þar sem vitað er, að Guð-
rún eldri er dáin á undan Mar-
teini 1777, gæti svo hafa orðið,
að hún hafi gefið Grími syni Jóns
jörðina og kallað þjónustulaun,
því ekki mátti gefa nema ákveð-
inn hluta eigna sinna frá erfingj-
um. Hér gæti þó sem annað ko.m-
ið til greina, sem þó aldrei verð-
ur sannað.
Jón Egilsson kvæntist í annað
sinn, en aðdragandi þess var, að
1759 er hann í sökum fyrir barn-
eign með Björgu Gunnlaugsdótt-
ur. Greiðir Jón sína sekt og fyrir
stúlkuna líka. Stúlkan er um 30
aldur, og nú líkist þetta svolítið
því, sem allfrægt hefur orðið, að
höfðingjarnir fá sér pabba handa
börnum sínum, þegar þeir mega
ekki eiga þau sjáifir fyrir lögum
og velsæmi svokölluðu. Voru til
sögur um það að slíkar barnsmæð-
ur voru giftar með nokkru for-
standi, og er þetta allt saman
nokkuð eðlilegt á lífsins grein,
eins og í pottinn var búið. í
Vopnafirði hnigu þessar sögur
helzt að kaupmönnunum á Vopna-
firði sem voru danskir menn og
í þjóðsögum er sagt,' að góðar
mæður hafi tekið dætrum sínum
vara á þeim dönsku, þeir hefðu
hann hjá sér. Eigi að síður verð-
ur það, að þau ganga í hjóna-
band Jón og Björg upp úr 1760,
og fæðist þeim annað barn, Kat-
rín árið 1763. Björg hefur verið
dóttir Gunniaugs, sem býr í
Skógum í Vopnafirði 1753 Ivars-
sonar, talinn var hann ættaður
norðan af Langanesi, og er þar
þrítugur maður 1703 sem heitir
Ivar ívarsson, og gæti hann verið
faðir Gunnlaugs, en þar býr líka
Ivar Þorkelsson á Eldjárnsstöð-
um kvæntur Elísabetu Jónsdóttur
bónda á Egilsstöðum í Vopna-
firði Sigfússonar prests í Hof-
teigi Tómássonar. Kona Jóns á
Egilsstöðum var Sesselja dóttir
Jóhanns þýzka á Egilsstöðumi, en
hann virðist vera einn af Málm-
eyjarkaupmönnunum á einokun-
artímunum 1620, en setti bú að
Egilsstöðum og kvæntist bónda-
dóttur frá Syðrivík. Líklega hef-
ur Gunnlaugur verið sonur Ivars
Þorkelssonar, og Gunnlaugur er
fæddur Jitlu eftir 1703 ef Björg
dóttir hans er f. 1724, eins og
henni er talinn aldur þegar hún
deyr 1784. Afkomendur Jóhanns
þýzka eru sjálfsagt góðir kunn-
ingjar kaupmanna, sem fram
kemur er Sesselja dóttir hans,
sem nefnd var, er í skjóli kaup-
manna í Stóru-Breiðuvík 1703.
Gunnlaugur er farinn frá Skóg-
um 1758. Þá býr þar Arngrímur
Jónsson. Hefur hann líklega dáið
í Skógum, en börn hans leitað
norður á bóginn. Bjó þó dóttir
hans síðar í Skógum. Skógar
liggja í Vestrárdalnum, utarlega,
stutt norður af Vopnafjarðar-
kaupstað. Nafnið á þessum syni
Jóns, Grímur, er dálítið merki-
legt, og segir kannske beina sögu,
sem þó ekki á að vera bein. Þó
kemur það upp á þessum slóð-
um um þetta leyti, og hét Grím-
ur sonur Hrólfs á Heiði á Langa-
nesi, Sigurðssonar lögréttumanns,
Hrólfssonar sýslumanns, Sigurðs-
sonar sýslumanns, Hrólfssonar
sterka. 1 þeirri ætt gekk nafnið
Björg 0g gat kona Gunnlaugs
verið dóttir Hrólfs á Heiði og
systir Gríms í Miðfirði og þaðan
komi nafnið, því Grímur í Mið-
firði var dáða bóndi og Björg gat
kosið að láta sveininn heita hans
nafni, meðan hún ekki vissi hvert
yrði sitt forstand. Björg er italin
að vera 30 ára 1762 og er það
líklegur aldur þar sem faðir henn-
ar fæðist ekki fyrr en eftir 1703.
Jón Egilsson hefur dáið um
áramót 1776—1777. Skipti á bú-
inu fara fram 2. ágúst þ. á. Búið
virðist ekki nema 603 ríkisdalir,
og Leiðarhöfn ekki nefnd á nafn,
svo ekki er að sjá, að1 Jón hafi
átt hana. Þetta eru þó um 26
kúgildi og þegar búið er að
breyta þeim í ær, kýr, hesta, bú-
slóð, kannski bát og veiðarfæri,
er hér einungis um smá bú að