Austurland


Austurland - 23.12.1966, Blaðsíða 4

Austurland - 23.12.1966, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Jólin 1966. ræðá, en þó bjarglegt bú, þar sem einnig mátti hafa sjávar- gagn og hlunnindi af varpi og reka. Börn Jóns eru 6 á lífi við skiptin. Jón, sem verið hefur elztur og sennilega farinn að búa með föður sínum í Leiðarhöfn, Egill og Steinunn, bæði fædd 1739, og Guðrún f. 1746. Síðan Grímur og Katrín, seinni konu börnin, sem eru ómyndug. Ekkj- an heldur náttúrlega helmingnum af eignunum, og það gæti hugs- azt hún hefði tekið jörðina í sinn hlut, og hennar svo ekki verið við getið í skiptunum. Ekkert er vitað1 um fyrri konu börn Jóns. Þó fæðist Vigdís Jónsdóttir í Leiðarhöfn 1782. Hún hefur sennilega verið dóttir Jóns Jóns- sonar. Hún átti Jón Kollgrímsson af Héraði og var þeirra dóttir María, kona Sigurðar á Eyvind- arstöðum Hinrikssonar og margt manna af þeim- komið. En hvað sem um þetta er að ræða, þá er það Grímur einn sem eignast Leiðarhöfn og það eru engar lík- ur á því, að svo hafi getað orðið, nema hann hafi í því efni haft meiri rétt, en systkini hans, hvernig sem til hefur verið kom- in, og er það í alla staði réttast að hafa það, að Guðrún Marteins- dóttir hafi greitt Jóni Egilssyni þjónustulaun með því að gefa Grími jörðina. Kæmi það bezt heim við orðsporssöguna af þess- um Leiðarhafnareignarétti. Marteinn á Bustarfelli dó 1777, sama árið og Jón Egilsson, og í skiptum eftir hann sést, að Guð- rún eldri er dáin. Kristín var einnig dáin, barnlaus. Rannveig sem átti Hannes Hansson Schev- ing á Möðruvöllum og Guðrún á Hjartarstöðum fá hvor um sig 204 ríkisdali úr búi hans. Jón sonur hans er einnig dáinn. Dótt- ir hans, sem er á lífi, fær 408 ríkisdali. Málfríður fékk Einars- staði. Egill var úti í Kaupmanna- höfn, gullsmiður, og hefur sjálf- sagt verið búinn að fá sinn hlut úr Bustarfellsbúi. Sést á þessu, að enn eru hin gömlu arfaskipti, að synir erfi helmingi meira en dætur, í gildi. Hefur Marteinn verið með allra ríkustu mönnum í landinu á sinni tíð, og ekki ó- eðlilegt, að ýmsir hafi notið góðs af. Hinsvegar er svo ástatt með almennan efnahag, að fólkinu finnst það einungis geta verið sýslumenn, sem gátu svo mikið, að gefa heilar jarðir, og það gleymist að’ Marteinn bóndi gat dálítið líka. En ef því ætti að trúa, að einhver sýslumaður hafi gefið Jóni Egilssyni Leiðarhöfn, þá yrði það að vera Pétur Þor- steinsson, og yrði til þess að liggja einhver afbrigðileg saga, og gat það að vísu verið í sam- andi við sjóðina, sem minnzt var á. Kærumál urðu út af meðferð Péturs á þessum peningum, en lítið varð úr þeim, og veit enginn neitt um hvað var að ræða, en það var Hans Wium, sem kærði, en þeir Pétur voru þá litlir vinir. Stóð sú hríð harðast 1768 og sigldi Pétur í þeim málum, og gjörði grein á meðferð sinni á fénu. Formyndari hinna ómyndugu barna Jóns Egilssonar, Gríms 18 ára og Katrínar 14 ára, var skip- aður Oddur hreppstjóri Ólafsson, sem þá bjó í Vopnafirði, en ann- ars lengst á Bakka á Strönd. Hann var sonur Ólafs Skörvík- ings Finnbogasonar frá Hauks- stöðum í Vopnafirði, Steinmóðs- sonar og átti Ólafur Helgu Jóns- dóttur úr Vopnafirði. Eru ekki líkur á frændsemi Gríms barna við þetta fólk og sýnir jafnframt, að eigi hafa þau átt forstanduga frændur í Vopnafirði þar sem svo virðist, að þetta beri undir hreppsstjórann sem skylda í emb- ættisnafni. Björg hélt áfram búi í Leiðarhöfn og börn hennar uxu nú til þroska. Katrín hefur gifzt eigi síðar en 1781 þá 18 ára göm- ul, því 1785 er hún ekkja í Leið- arhöfn með son sinn Benedikt Benediktsson, 3 ára gamlan. Hef- ur hún líklega átt Benedikt Niku- lásson sem býr í Skálanesi 1753, næsta bæ innan við Leiðarhöfn, en þeir bæir standa báðir á Kol- beinstanga, sem skilur á milli Vopna- og Nýpsfjarða. Getið finnst þó um bæinn Línbæ, sem stóð á milli þeirra, þar sem verzl- unarhúsin voru reist eftir 1800 í hans landi. Á einokunartíð virð- ist þau hafa staðið í Skálaness- landi, sem að vísu stundum hefur náð yfir Línbæjarland. Ekki finnst getið um neinn Nikulás er búið hafi í Vopnafirði á 18. öld, en í manntalinu 1816 finnast tveir Eiríkar, sem þar eru fædd- ir, Nikulássynir, annar fæddur 1732, hinn 1740. Sjálfsagt hefur Benedikt verið bróðir þeirra og f. um líkt leyti og þó heldur fyrr, þar sem hann er farinn að búa 1753. Enginn Nikulás er í Vopna- firði 1703. Katrín giftist aftur Gísla Jónssyni frá Strandhöfn, er lengi bjá á Hámundarstöðum. Var hann ekkjumaður, og átti mörg börn, Þau áttiu einn son, sem Davíð hét f. 1800. Um Benedikt son hennar er ekki vitað neitt. 1 þriðja sinn giftist Katrín, stuttu fyrir 1816, og býr með manni sínum, Jóni Skúlasyni frá Heið- arbóli í Þingeyjarsýslu, í Gunn- ólfsvík, 54 ára gömul, en Jón er þá 28 ára. Hefur Katrín kerling verið seig. Grímur Jónsson kvæntist um 1785, Ingveldi Jónsdóttur frá Strandhöfn systur Gísla er átti Katrín systur hans. Þau eru það ár í Strandhöfn, en fluttu í Leið- arhöfn 1786. Eiga þau hjón Leið- arhöfn og voru dugnaðarmann- eskjur og höfðu gott forstand, strax í byrjun búskapar. Ing- veldur var mikilhæf kona, sem raun bar á og er rétt að gera grein á ætt hennar. Jón Geitir. Sá maður kom að Strandhöfn í Vopnafirði um 1740, er Jón hét, kallaður Geitir af búsetu í Geitavík í Borgarfirði, eða Geita- víkurhjáleigu. Hann var Guð- mundsson. Árið 1734 búa á þess- um nefndu jörðum Jónar Guð- mundssynir. Jón Geitir er eflaust sá sem er á Nesi í Loðmundar- firði 1703, 19 ára hjá móður sinni Þuríði Árnadóttur prests á Hofi á Skagaströnd, sem borinn var göldrum 1681 og strauk síð- an til Englands. Móðir Þuríðar var Ingibjörg Jónsdóttir, sem nefnd hefur verið Galdra-Imba, og er fræg í þjóðsögum. Á þetta bendir einnig, að sumir hafa talið að Jón Geitir væri sonur Imbu, og Árnason, en því má hafna, og er því Jón Geitir Guðmundsson, einmitt af hennar ætt. Jón Geitir átti að vera göldróttur og eiga í illdeilum við nafna sinn, en hvor- ugur vinna á öðrum. Sendu þeir hvor öðrum drauga, en þeir mættust milli bæja og sukku þar báðir í dý, sem síðan heitir Djöfladý. Jón Geitir á líka í brös- um við Sigurð Magnússon í Njarðvík, en hinn Jóninn Guð- mundsson er áreiðanlega frændi hans, og hefur ekki staðið í ill- deilum við Sigurð. Jón Geitir er sá sem talinn er stjúpi sakasyst- kinanna, Jóns og Sunnefu, og eft- ir misferli þeirra virðist Jón leita burtu úr Borgarfirði og koma að Strandhöfn. Jón Geitir átti dóttur, sem Elísabet hét, og er hún á líkum aldri og sakasystkinin, og bendir þetta nafn á skyldleika við Hans Wium, en með móðurfólki hans kom það til landsins, en var þá Lísebet og helzt í ættinni í báðum þessum gerfum. Hét þó Elísabet móðir Bjarna sýslu- manns á Bustarfelli Péturssonar, hollenzk að ætt, en þar gekk nafnið síður í ætt. Ekki verður það nú vitað hvernig þeim skyldleika hefur verið varið, en faðir Jóns Geitis var Guðmundur á Nesi Oddsson lögrm. í Húsavík eystra, Jónsson- ar. Gat Oddur þessi átt dóttur Jóhanns þýzka á Egilsstöðum, langafa Hansar Wium. Jón Geitir kom að Strandhöfn, en þar bjó fyrr Lisebet Willemsdóttir, Jó- hannssonar þýzka, ekkja eftir Magnús Högnason, er þar bjó 1703. En ekki býr hún í Strand- höfn 1732, en gat þó verið á lífi og átt með jörðina. Elísabet, dótt- ir Jóns, giftist manni, sem hét Jón Guðmundsson f. um 1716. Er ætt hans ókunn, en verið gæti hann sonur Guðmundar á Brú Jónssonar, se.m átti 2 Jóna að sonum, sem ekkert er vitað um, auk hins þriðja, sem er þekktur. Jón í Strandhöfn kvænist Elísa- betu fyrir 1750. Það ár er Gísli sonur þeirra fæddur, en yngst barna þeirra er Pétur, f. 1768. Hafa þau hjón líklega átt fjölda barna, en við skipti á búi Jóns, að honum önduðum 1782, lifa að- eins 4 þeirra Geiti, Ingveldur, Kristín og Pétur. Skiptin á búi hans telja eignirnar 108 ríkisdali, svo hann hefur verið líkt efnum búinn og Jón í Leiðarhöfn, sem dó 5 árum fyrr. Ekki benda nöfn- in á börnum Jóns og Elísabetar til neinna ákveðinna ætta nema Ingveldar sem bendir á Njarðvík- urætt, en svo hét mikill fjöldi kvenna 1703, sem kominn var af Ingveldi Pétursdóttur, konu Ein- ars digra lögsagnara í Njarðvík, Magnússonar, en hún hefur verið fædd um 1590. Jón Guðmundsson í Strandhöfn er þingvottur á Ás- brandsstöðum 1754 og er það lík- lega þessi Jón, þótt verið gæti, að þá sé Jón Geitir enn á lífi. Ekki er ætt frá Jóni Geiti nema þá Elísabetu og ekki ætt frá Elísabetu nema Gísla og Ingveldi börnum hennar. Margir ættliðir eru þetta orðnir og imikil saga sem af lífi þeirra hefur gengið. Þetta hefur verið vel gefið fólk, hrekklaust og skyldurækið og hagleiksfólk á hendur, og ekki hefur það aukið misfarasögu þjóðarinnar við lögin. Samt skoð- ar maður sögu þess í ýmsum greinum og spyr sjálfan sig: Hvað kom með Jóni Geiti inn í forlög niðja hans? Og enn verð- ur manni að stanza við það, sem Sigfús Sigfússon segir í sögum sínum upp úr eins manns hljóði, formálalaust og án frekari eftir- þanka: ,,I hvaða sambandi stend- ur dauði Jens Wium sýslumanns við Sunnefumálið ?“ Það reikar hugur víða um háttu og sálarlíf þessarar þjóðar. Hver á ekki fyrst og fremst hefnda von? Hvað hefur skeð? En maður lokar sögunni og læt- ur sem ekki sé og hefur ekki leyfi til annars. Sýslumannsboði heitir úti fyrir nyrðri strönd Seyðisfjarðar. Hann hefur verið látinn tala í þessu máli og hlýtur að halda áfram að gera það. Eins og fyrr segir komu þau Grímur og Ingveldur til búskap- ar í Leiðarhöfn 1786. Ekkert orð- spor er nú til af Grimi Jónssyni nema að hann hafi verið söng- maður góður. Ekki urðu samfar- ir þeirra hjóna langar, því um veturinn 1789 dó Grímur, 30 ára gamall. Var Ingveldur þá vanfær og fæddi sveinbarn um sumarið. Áður höfðu þau átt eina dóttur, sem hét Elísabet, en hún lifði stutt. Drengurinn fæddist 14. ág- úst þ. á. og var látinn heita Grím- ur. Grímur Grímsson, Álfa-Grím- ur, var kominn til sögunnar. Ing- veldur hélt áfram búskap í Leið- arhöfn. Hún er 33 ára að aldri, á Leiðarhöfn, og er gjörfuleg forstandskona. Slíkar ekkjur skorti jafnan ekki biðlana og þá jafnvel af betra taginu, enda varð sú raunin á. Það er líka að fæð- ast nýr tími. Á fyrirfarandi árum var snúið lyklinum í hurðinni að einokunartukthúsi þjóðarinnar og ískrið í skránni verkar eins og söngur í þjóðarsálinni. Vopna- fjörður var eitt af bælum einok- unarinnar og nú skyldi staðið þar upp úr óþrifum aldagamalla mein- dýra. En þetta er þung hurð og hún er lengi að opnast. Allt situr í sama farinu fyrst um sinn. En framtíðin á þetta mál eins og öll önnur mál, og hvað getur skeð ef henni er hjálpað til að

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.