Austurland


Austurland - 23.12.1966, Side 13

Austurland - 23.12.1966, Side 13
Jólin 1966. AUSTURLAND 13 Framh. Bezta — eða réttar sagt eina sannsögulega heimildin, sem ég kannast við um þennan bátstapa, er í Desjamýrarannál við áður- nefnt ártal. Þar er þess getið, að daginn eftir að báturinn fórst hefði hann borið að landi sunnan fjarðarins milli Skálaness og Austdals, yztu bæjanna, sem þá voru í byggð á suðurströnd Seyðisfjarðar, og hefðu 4 lík ver- ið í honum. Eitt þeirra var lik Jóns Jónssonar á Brimnesi, sem hefur sennilega verið formaður bátsins. Eitt líka hafði fundizt daginn eða kvöldið áður, sam- dægurs og lagt var af stað í ferðina og hefur þá ekki verið löngu síðar. Það fannst í fjöru skammt fyrir utan Brimnes, „er kallast Sléttanessfjara. Var hald- ið hann hefði lifandi á land kom- izt. Út undan þessari fjöru er boði, kallaður Sléttanessboði. Héldu margir þeir mundu of nærri honum farið hafa, þó aðrir hefðu þar um ýmislegar tilgátur . ..“ Lík sýslumannsins, aðstoð- armanns hans ig konu, sem var með í ferðinni, fundust ekki. Frásögnin í annálnum ber það með sér, að báturinn hefur far- izt með þeim hætti, að brotsjór hefur gengið yfir hann, og eflaust hefur sá brotsjór verið á Slétta- nesboðanum, eins og þar er líka bent á, og kunnugum mun koma saman um, að það sé langsam- iega trúlegast. — Þegar opnir bátar verða fyrir slíkum áföllum, brotsjó svo miklurri, að hann gengur algjörlega yfir þá, skolast að jafnaði flest eða allt lauslegt út úr þeim og oft fara sumir mannanna, sem í þeim eru, einn- ig útbyrðis, en bátarnir marra borðstokkafullir í sjólokunum, þegar sjórinn er um garð geng inn, aðeins með hníflana upp úr og ræðin líklega einnig, en menn- irnir, sem ekki hafa misst af Eftir Sigurð Helgason bátnum, halda sér í flakið án þess að geta nokkra björg sér veitt og eru dauðadæmdir af kulda innan rúmlega tveggja klukkustunda nema þeim berist hjálp innan þess tíma, eða svo hefur reynzt, er vel þekkt atvik af þessu tagi hafa átt sér stað (smb. Brim og boða, I. b., bls. 235—242). Þessi Sléttanessboði er dálítinn spöl frá landi skammt fyrir utan Brimnes, inn og fram af nesinu, sem hann er kenndur við, eða „út undan fjörunni“, sem er inn- an við það, eins og tekið er til orða í annálum. Það er töluvert djúpt á honum, verður því að vera allmikil alda til þess að brjóti, og brotin eru líka að sama skapi stór — eða geta verið það. Einnig er boðinn hættulegur sök- U;.m þess, að hann liggur oft lengi niðri, en rís svo allt í einu með heljarmiklum holskeflum. — Jón bóndi á Brimnesi, sem bæði hlaut að vera nákunnugur á þessum slóðum og þar að auki vanur sjó- maður, hefur vitanlega þekkt boðann mæta vel. Saimt mætti draga það í efa, að hann hafi gætt fullrar varúðar, en að vísu verð- ur ekkert um það dæmt eða full- yrt. Segja má þó, að ferðalag þetta hefur óneitanlega tekizt mjög slysalega, hver sem orsök þess hefur verið. Þessar „ýmislegu tilgátur“ um það, hvers vegna báturinn hefði farizt, sem drepið er á i annáln- um, vita menn nú ekki gjörla hverjar hafa verið upphaflega. En það leynir sér ekki, að höfundur hans hefur ekki lagt trúnað1 á þær og eyðir því ekki orðum til að skýra nánar frá þeim. En tilgáturnar fengu sína tals- menn seinna, sem gerðu mikinn mat úr þeim í frásögnum sínum. Sarma er að segja um Jón Sigfús- son ættfræðing. Eftir hann er af- rit af Desjamýrarannál eða ágripi af honum, þar sem hann lætur Ijós sitt skína með smávegis inn- skotum hér og þar. Þar sem seg- ir frá bátstapanum í annálnum, hefur hann skotið inn eftirfar- andi línum: „Margrætt var um þennan skip- tapa. Sýslumaður Jens var synd- ur eins og selur. Mælt var, að stingir hefðu fundizt á tveimur heldur en fleirum, annar Guð- mundur Valdason. Sagt var enskt fiskislcip hefði legið þar inni, þó utarlega, og lagt út um nóttina. Það hafði átt að vera búið að hvíla sig þar í fimm daga“. Hér er að visu fremur óljóst til orða tekið, en sumt af þessu er þó sennilega eitthvað nálægt því, sem skrafað var um orsök báts- tapans á sínum tíma. Hins vegar er þetta varla skiljanlegt án frek- ari upplýsinga, en þær er að finna í sögnum, sem skráðar hafa verið um atburðinn, og birzt hafa í sagnasöfnum bæði hjá Gísla Kon- ráðssyni, Sigf. Sigfússyni og ef til vill fleirum. 1 sögnum þessum segir, að stungurnar á sumum líkunum, hefðu verið eftir Jens sýslumann Wium, er hefði lógað mönnunum með korða sínum. Konan, sem var með á bátnum, hefði verið vinnu- kona sýslumannsins, sem hamn hefði haft með til sinna þarfa í þingaferðinni. Þessar upplýsingar um samband hennar við sýslu- manninn eru einnig í afriti Jóns Sigfússonar af Desjamýrarannál í innskotslínu frá honum. Sund- frækni sýslumannsins er tiltekin í sögnunum, enda láta þær hann vinna það feikilega afrek að synda með þessa vinnukonu sína á bakinu út í enskia fiskiskútu, sem lá úti í fjarðarmynninu, er létti svo akkerum allt í einu og lét i haf nóttina eftir að bátur- inn fórst. Þannig slapp Jens Wi- um sýslumaður til útlanda eftir manndrápin með vinnukonu sína. Fjarstæður þessara sagna eru miklu fleiri en þessar, en ástæðu- laust að rekja þær nánar. Kona Jóns Jónssonar á Brim- nesi var Valgerður (f. 1702) Torfadóttir bónda í Skógum í Mjóafirði Björnssonar og k. h. Guðnýjar Þorsteinsdóttur. Um foreldra hennar er ókunnugt að öðru leyti en því, að þau voru gefin saman 13. nóvember 1701, hann 16 ára, en hún 21. Um s:um- arið, þegar trúlofað var með þeim, var samanlögð eign þeirra í föstu og lausu 32-hundr, Þau hafa því verið vel efnum búin. Fjögra ára tímabilið 1699—1703 bjó Torfi í Skógum og líklega einnig um tíma bæði áður og síðar. Sumarið 1710 mun hann þó ekki hafa bú- ið í Mjóafirði. Þau Jón Jónsson og Valgerður á Brimnesi áttu einn son, sem kunnugt er um, Jón að nafni (f. 1738), en vel má vera, að börn þeirri hafi verið fleiri. Jón sonur þeirra, bjó á Brimnesi, var setzt- ur þar að búi 1762, þá um 24 ára gamail, og bjó þar til dauðadags, haustið 1786, alltaf í tvíbýli og allan tímann við sama bónda. Jón Andrésson hreppstjóra. Kona Jóns Jónssonar (yngra) var Þuríður Runólfsdóttir prests á Skorrastað Hinrikssonar, sem áður var gift Birni bónda á Sel- stöðum Vigfússyni prests á Dvergasteini Sigfússonar (smb. áður ritað um séra Vigfús meðal bænda í Mjóafirði). Fyrri maður Þuríðar sagður holdsveikur og hafa dáið fyrir 1750. Næstu árin þar á eftir varð hún þrísek fyrir barnaeignir. I fyrsta sinn með Guðmundi Árnasyni, sem var „bróðursonur manns hennar, er þá var dáinn“, segir í heimildinni, en það er líklega ekki rétt, skyld- leiki Guðmundar við mann henn- ar hefur ekki verið1 svo náinn, en Björn átti föðurbróður, sem Árni hét. 1 annað sinn varð hún brot- leg imeð giftum manni, sem hét Þórður Árnason. Þriðja brotið kom fyrir rétt á manntalsþinginu að Dvergasteini sumarið 1755. Barnsfaoir hennar að því sinni hét Bjarni Hildibrandsson (smb. þingb. norðurhl. Múlasýslu 1755). Dóttir þeirra Þuríðar og seinna manns hennar, Jóns Jónssonar (yngra) bónda á Brimnesi, hét Oddný (f. 1765), var ógift vinnuk. í Odda á Seyðisfirði árið 1800 (smb. skiptab. N-Múlasýslu 1781, dánarbússkipti eftir Jón Jónsson bónda á Brimnesi). Imríður, eldri systirin á Brim- nesi, skrifuð 7 ára gömul í mann- talinu 1703, var næst elzt af börnum þeirra Jóns Ketilssonar og Þóru Skúladóttur. Hún giftist myndarbónda og mætum manni, se.m Oddur hét (f. 1688) Guð- nundsson b. á Nesi í Loðmundar- firði (d. fyrir 1699) — Oddsson- ar bónda í Húsavík og .lögréttum. (1670) Jónssonar. Móoir Odds, manns Þuríðar frá Brimnesi, hét Þuríður (f. 1660). Foreldrar hennar voru séra Árni Jónsson, er síðast var prestur að Hofi á Skagaströnd og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Séra Árni var kærður fyrir galdra (1678), en fór þá með leynd til Aust- fjarða, komst þar í skip og með því út til Englands. Ingibjörg, kona hans, var kölluð Galdra- Imba í munnmælasögnum, sem um hana voru sagðar á sínum tíma og flestir kannast við. Hún fluttist líka til Austfjarð'a um sama leyti og maður hennar — eða sköimmu síðar — með börn þeirra flest eða öll, ílendist þar eystra og dó þar skömmu fyrir aldamótin 1700. Þuríður, dóttir hennar, hafði alllengi búið ekkja á Nesi — um það bil 15—20 ár, þegar sonur hennar kvæntist nöfnu hennar frá Brimnesi er hafa þá þegar tekið við búsfor- ráðunum á Nesi eða innan skamms. Þau bjuggu þar síðan góðu búi til dauðadags — í 30 ár mun láta nærri — og áttu margt barna. I sögn einni urn afkomendur Galdra-Imbu, þar sem Þuríðar Jónsdóttur er getið, er látið svo um mælt, að hún hefði verið val- menni og hvers manns hugljúfi. Tæpum fimm árum eftir að bróðir Þuríðar, Jón Jónsson á i Brii.nnesi drukknaði, létust þau bæði samtímis Þuríður og Oddur, maður hennar vegna hörmulegra slysfara. Hún var því enn ein af fjölskyldu Jóns Ketilssonar á Brimnesi, sem beið bana með þeim hætti. Þetta gerðist snemma ársins 1745. Hún var því aðeins á 49. ári, en Oddur tæplega 57. — Og enn er það Desjamýrarannál að þakka, að sannsöguleg tildrög Þsttir frd norðurfjörðuni

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.