Austurland - 23.12.1966, Side 15
Jóiin 19ÚÚ.
A U S T U R L A N D
15
að þessum atburði eru kunn nú á
tímum. — Frásögn hans við árið
1745 er þannig — orðrétt:
„Var vetur (1744—45) harður
með frostgrimmdum. — Kom
snemma hafís að Austurlandinu,
so allar víkur voru fullar og firð-
ir. Mátti það allt ganga.
Sunnudaginn í föstuinngang
(28. febr.) skeði það í Loðmund-
arfirði, að bóndinn, sem bjó á
Nesi, Oddur Guðmundsson, gekk
til kirkju með konu sinni og
börnum, og með því fjörðurinn
var lagður, gekk sumt af fólkinu
á ísi, en so fór, að það gekk ó-
gætilega og hitti á veikan ís.
Týndist þar téður bóndi með
konu sinni, Þuríði Jónsdóttur, og
tveimur börnum þeirra. Konan
náðist lifandi úr vökinni, so hún
talaði við fólk, sem nálægt var,
og haft fataskipti. Þó dó hún í
sama sin-n, meintu menn af of 1
miklum kulda“.
Sannarlega hefur þetta ferða-
lag tekizt mjög slysalega ekki síð-
ur en sjóferðin, þegar báturinn
fórst á Sléttanesboðanum. Hér er
það tekið fram, að orsök þessara
ófara hafi verið ógætni, og verð-
ur þó að gera ráð fyrir, að það
hafi verið sjálfur heimilisfaðirinn,
sem stjórnaði ferðinni, fullorðinn
og trúverðugur maður. — En
næm eru slysin, segir máltækið,
og það mun hafa sannazt hér.
Börnin, sem drukknuðu í vökinni
ásamt föður sínum, voru piltur
og stúlka, Snjólfur og Guðrún að
nafni.
Afkomendur hjónanna á Nesi,
Þuríðar frá Brimnesi og Odds,
hafa verið nefndir Galdra-Imbu-
ætt (smb. Ættir Austfirðinga, nr.
10643), fremur en aðrir afkom-
endur Ingibjargar og séra Árna,
enda hefur niðjatali þeirra verið
haldið vel til haga frá upphafi,
en óábyggilegar upplýsingar um
hina. Börn þeirra Neshjóna voru
átta, sex synir og tvær dætur.
Þau, sem fórust ásamt föður sín-
um eru áður nefnd, nöfn hinna
voru þessi: Jón (eldri), Jón
(yngri), Guðmundur, Ögmundur,
Tómas og Málfríður.
Hér verður svo ekki gerð nán-
ari grein fyrir þessum systkinum
eða afkomendum þeirra, en að
minnstra kosti hjá fyrstu ættlið-
um voru góðir kostir og hæfileik-
ar greinilega ríkjandi einkenni.
Sama má eflaust segja einnig um
síðari kynslóðirnar, ef það væri
athugað gaumgæfilega.
I Ættum Austfirðinga, 6. b. nr.
10643—10844, eru góðar og
greinilegar upplýsingar um
Galdra-Imbu-ætt.
Sigríðar Jónsdóttur Ketilsson-
ar frá Brimnesi hefur verið getið
hér að framan í kaflanum um
bændur í Mjóafirði í sambandi við
mann sinn, Jakob Pétursson, er
siðast bjó á Brekku þar í sveit.
Barna þeirra er einnig getið þar.
Sigríður mun að vísu hafa gifzt
aftur, að Jakob látnum, en þar
sem flest er óljóst og óvíst um
síðari hluta ævi hennar verður
ekki nánar frá henni sagt hér.
2. — Árni Hjörleifsson bjó í
Firði í Seyðisfirði sumarið 1710
og hefur greinilega verið í miklu
trjáviðarhraki um þær mundir,
eða svo er að sjá af skýrslunni
um vogrekasöluna þar í sveit
þetta sumar, þar sem þess er
getið sérstaklega um kaup hans á
tveimur rekaviðarspýtum, að hann
hafi fengið þær keyptar vegna
„stórrar þarfar“ og „stór-nauð-
synja“, og þar að auki fékk hann
fyrirheit um meira seinna hjá
sýslumanninum.
Árni var fæddur 1664, dó 1720
—30, líklega nær síðara ártalinu.
Faðir hans var Hjörleifur b. á
Geithellum í Álftafirði og víðar
— Jónsson prests í Bjarnanesi í
Nesjum (1622—71) Bjarnasonar
silfursmiðs á Berunesi á Beru-
fjarðarströnd — Jónssonar. En
kona Bjarna silfursmiðs á Beru-
nesi var Sigríður Einarsdóttir
prests í Heydölum Sigurðssonar,
hins mikla skálds 16. aldar og
hins mikla ættföður, sem Hey-
dalaætt er rakin til, svo sem
kunnugt er.
Kona Hjörleifs Jónssonar á
Geithellum og móðir Árna bónda
í Firði hét Emerenzíana Árna-
dóttir — stundum kölluð Emma,
ættuð af Vesturlandi (smb. Ætt-
ir Austfirðinga neðanmálsgr. bls.
643, eftir E. Bj.). Árni Hjörleifs-
son var því aðfluttur til Seyðis-
fjarðar úr suðurhluta Múlasýslu
og þaðan ættaður og upprunninn.
Bessi Guðmundsson sýslumaður,
sem var frá Melrakkanesi í Álfta-
rui, og Árni voru því úr sömu
sveit og tengdir þannig, að ein af
systrum Árna var kona Brynjóifs
bónda á Melrakkanesi, bróður
Bessa sýslum.
Fardagaárið 1699—1700 var
Árni farinn að búa í Firði og
trúlegt, að hann hafi flutzt þang-
að fáeinum árum áður. Það' ár
bjó hann þar tvíbýli og sömuleið-
is þrjú þau næstu — að einu þó
undanteknu — og trúlegt, að oft-
ast hafi verið þar tvíbýli á þess-
um árum, en búskapur var í
smáum stíl hjá sambýlisbúendun-
um, að því er virðist á þessu
tímabili, sem kunnugt er um það
efni. Árni hefur auðsjáanlega
verið aðalbóndi jarðarinnar. Hann
bjó enn í Firði fardagaárið 1710
—11, eins og áður er sagt, en sex
árum síðar (1717) var hann
kominn til Mjóafjarðar og bjó þar
það ár, en ókunnugt bæði hvenær
á þessu tímabili hann fluttist
þangað og hvar hann bjó þar í
firðinum. Tveimur árum síðar
hefur hann sennilega verið farinn
þaðan aftur og líklega flutzt þá
að Staffelli í Fellum. Þar bjó
hann að minnsta kosti síðast og
andast þar. Fardagaárið 1731—
32 var ekkja hans skrifuð þar
fyrir búi (smb. bændatal þar ár
í norðurhluta Múlasýslu).
Af þriggja ára manntalsbók-
inni úr miðhluta Múlasýslu má
sjá, að efnahagur Árna hefur
verið með því betra, sem tíðkaðist
á þessum slóðum um það ley.ti,
sem hún nær til. Lausafjártíund
hans samanlögð þessi þrjú ár var
31-hundr. að verðmæti, og gjöld
sín greiadi hann með fiski, 18
fjórðunga tvö fyrstu árin (90
kg.), en 3. árið er tekið fram, að
hann hafi goldið skatt og gjaf-
toll í hörðum fiski, en þyngdin ó-
tilgreind. Þess er og getið í sömu
heimild, að hann væri jarðeig-
andi, en ekki hver sú jarðeign
væri eða getið um verðmæti
hennar, en varla mun það hafa
verið ábýlisjörðin, Fjörður í
Seyðisfirði, sem átt var við. Hins
vegar er trúlegt, að hann hafi
átt Staffell í Fellum, þegar hann
bjó þar, og sé annað hvort átt
við þá jörð í manntalsbókinni
eða hluta af henni, eða hann hafi
síðar eignazt hana.
Kona Árna var Ragnhildur (f.
1672) Högnadóttir prests í Ein-
holti á Mýrum í Hornafirði
(1650—78) — Guðmundssonar
prests s.st. — Ólafssonar prests
og sálmaskálds á Sauðanesi —
ættföður Sauðanesættar. — Móð-
ir Ragnhildar var seinni kona
séra Högna, Þórunn að nafni,
dóttir séra Sigfúsar prests í Hof-
teigi Tómassonar og Kristínar
konu hans, Eiríksdóttur frá Bót,
sem nefnd voru hér að framan í
sambandi við giftingu Snjólfs
Indlandsfara á Urriðavatni. Ragn-
hildur og séra Eiríkur Sölvason
prestur í Þingmúla hafa því líka
veiið systrabörn.
Fyrri kona séra Högna Guð-
mundssonar hét Þóra (yngri)
Sigurðardóttir prests á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð — Einars-
sonar skálds í Heydölum. Séra
Sigurður, faðir hennar, og Oddur
biskup Einarsson voru albræður.
Meðal barna þeirra — hálfsyst-
kini Ragnhildar — voru þrír syn-
ir, sem allir urðu prestar og komu
nokkuð við sögu á sínum tíma og
þó einkum ættfræðina austan-
lands á 18. öldinni. Nöfn þeirra
voru: Sigurður, var prestur í
Einholti eftir föður sinn, Páll
prestur á Valþjófsstað1 og Guð-
mundur prestur á Hofi í Álfta-
firði (1683—1745). Guðlaug hét
systir þeirra, seinni kona Sveins
Jónssonar, sem oftast er kenndur
við Svínafell í Öræfum, en hann
var langafi Sveins Sveinssonar
,,eldra“ bónda og hreppstj. í
Vestdal í Seyðisfirði.
í manntalinu 1703 eru þrjú
börn skrifuð hjá þeim Árna og
Ragnhildi í Firði, það elzta Emer-
enzíana, 7 ára, Þrúður, 6 ára og
Sigfús, 4 ára. Auk þess er kunn-
ugt um tvo syni, sem þau áttu
seinna, Jón og Hjörleif. — Tvö
þessara barna koma við sögu
síðar, Emerenzíana og Hjörleifur
— og Jón einnig litið eitt, en
Þrúður og Sigfús eru meðal
þeirra mörgu, sem skráð eru í
áður nefndu manntali, en finnast
svo hvergi nefnd síðar. Veldur
því einkum tvennt, annað, að
lítið er um skjöl og persónuleg
skilríki frá 18. öld, einkum fyrri
hluta hennar. Margur lifði því
eolilega ævilengd á þeim tíma og
dó án þess að nafnið sé nokkurs
staðar að finna í skjölum frá
samtímanum eða öðrum heimild-
um. Hitt er drepsóttin Stóra-
bóla, sem fór um landið 4—5 ár-
um eftir að öll þjóðin var skrá-
sett og varð rúmlega þriðja
hverjum mianni að bana.
Emerenzíana giftist Þorsteini
(f. 1692) Þorsteinss. b. í Firði í
Mjóaf. fyrir og um 1703 — Þor-
steinssonar, bróður þeirra Bjarna
og Jóns Þorsteinssona, sem áður
er getið. I mannt. 1703 er hann
skráður hjá foreldrum sínum í
Firði, 11 ára gamall, ásamt syst-
kinum sínum. Hann bjó þar líka
á árunum 1717—20 og ef til vill
eitthvað lengur, en fluttist síðan
að Kirkjubóli í Norðfirði og bjó
þar lengi — líklega fram yfir
1750, því að sumarið 1754 var
Jón, sonur þeirra, sem þá var um
tvítugt, búandi þar annars veg-
ar. Seinna bjó hann víða bæði á
Norðfirði, en þó einkum á Mjóa-
firði. Dótturbörn hans voru Þor-
leifur b. á Brimnesi í Seyðisfirði,
Kristín kona Hermanns Sigurðs-
sonar, sem kallaður var „skræk-
ur“ o. fl. — Jón sonur Þorleifs
b. á Brimnesi, fluttist að Úlfs-
stöðum í Loðmundarfirði og bjó
þar síðast (1880—1904) og síðan
afkomendur hans þar til fyrir fá-
um árum. —- Börn Kristínar voru
m. a. a) Jón Hermannsson í
Hvammi í Mjóafirði (1877—88),
afi Hermanns Jónssonar, fyrra
manns frú Önnu Jónsdóttur frá
Fjarðarkoti í Mjóaf., nú í Nes-
kaupstað og sömuleiðis afi Þrúð-
ar Guðmundsdóttur kennslukonu
í Neskaupstað, b) Rósamunda,
móðir Hermanns Þorsteinssonar
kaupm. á Seyðisf. og c) Guðný,
seinni kona Þorsteins Hinriks-
sonar á Norðf. og síðar Mjóa-
firði, o. fl.
Auk Jóns áttu þau Emerenzí-
ana og Þorsteinn þrjár dætur,
sem kunnugt er um, hétu Guð-
rún, Þórunn og Þrúður. Guðrún
giftist bónda á Fljótsdalshéraði,
Þórunn var kona Jóns „eldra“
Jakobssonar, eins og fyrr segir,
þar sem sumira barna þeirra er
einnig getið, s. s. Þorleifs, er
keypti 2/3 af Nesi í Norðf. á
sínum tímia — áisamt meðfylgj-
andi hjáleigum (1787). En sú
þriðja Þrúður (f. 1736) giftist
séra Þorsteini Benediktssyni
presti í Mjóafirði (1758—66)
og á Skorrastað (1771—96),
prýðilegum manni og góðum
piresti. Afkomendur þeirra eru
mjög ma-rgir og vonu lengi fjöl-
mennir bæði á Norðfirði og Mjóa-
firði. Meðal bama þeirra var séra
Benedikt prestur á Skorrastað
eftir föður sinn til 1845. Dóttur-
sonur séra Þorsteins, séra Jón
Hávarðsson, var lengi aðstoðar-
prestur hjá honum og síðan all-
lengi sóknarprestur að honum
látnum. Framh.