Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 3
RITSTJÓRI: Steingrímur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Sími: 81248 LÍFogLIST TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL Kemur út í byrjun hvers mánaðar. Árgangurinn kost- ar kr. 50.00. Sími: 81248 2. árgangur Reykjavík, apríl 1951 4. hefti >* Olafur Halldórsson: Átómkvæði um T. S. Eliot ★ Það er sagt urn Leirulœkjar- Fúsa, að hann gekk á vit mcistara síns, — hélt út t flóa einn og frar að runna, en i honum miSjum var djúpur og dimmur pyttur. Þar sat Fúsi daglangt, en aS kvöldi stakk böfðinginn úr neðra koll- inum upp úr pyttinum. Þá segir Fúsi: ,JÞarna kemur hann, gló- kollurinn." Og vinur minn einn léði mér hók eftir T. S. Eliot. The Waste Land and Other Poems, frví að nú á dögum geta ung skáld ekki há- stuðlað sína ferskeytlu nema lesa Ijóð Eliots, — og ég settist að freim djúpa og dimma pytti, en var ekki jafn fraulsætinn og Fúsi, enda kom ekki glókollurinn að frylja mér frecði sín. Þessi bók, sem vinur minn léði mér, bar fjess greinileg merki, að um hana hafði verið gerð ceðis- gengin leit að spiritus vitae, en The Waste Land hefur reynzt þessum vini minum waste land, og frví hafði hann veitt um það lífslindum spiritus ardenti. Þcer lindir voru allar þornaðar, cr' ég fékk bókina. En sá bölvaði pyttur heldur áfram að blífa, og hann kallar á mig eins og pytturinn t mýrinni á Guðmund Danielsson, og gló- kollurinn er á iði einhvers staðar djúpt niðri, en setjist ég aftur að pyttinum, og sitji ég daglangt og komi glókollurinn og spyrji mig, hvers vegna ég hafi ort þetta atámkvæði, þá hvað? . . . Ó. H. >--------------------------------------J Elíot, Eliot, sástu, hvar lífið léttfætt um skógarstíg gekk. Eliot, Eliot, þú varst sem vindur, er þáut um skógarins lauf. Hvaðan kom vindurinn? Hvaðan komst þú? Hvers vegna skrælna lauf? Hvers vegna flýr hið léttfætta líf laufbrunninn skógarstíg? Eliot, Eliot, þurr var sá vindur, er þaut um skógarins stíg kominn af uppsviðnum auðnum, þar úlfurinn hýenu fyrrum bráð sína fékk Eliot, Eliot, þurrt varð mér orðið, er þrumaði af vörum þínum — þurrum vörum og þyrstum. Eg sá, að þig vantaði vökvun, þú varst að skrælna, — svo ég tók þig og brá þér í bað af brennivíni — lét þig í brennivínsbað, svo það blotnaði í þér. En þú skorpnaðir aðeins og skældist og skitnaðir líka, lífsvökva sneyddur og snjáður og snúinn, sem roð í hund. Eliot, Eliot, aldrei aftur mun lífið ganga glatt á þinn fund. LÍF og LIST 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.