Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 14
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sunnudagskvöld MYNDSKREYTING EFTDl HÖFUNDINN til mánudagsmorguns EF EINHVER hefði tekið eftii* hvernig hær horfðu á mig, rétl áður en ég. fór, hvermg þœr litu hver á aðra, þegar þær gengu f ra.ni hjá mér,. hefði hunn ályktað — Þarna er sú seka, — skækjan! Hvernig áttu þær að geta skilið mig? Þarna hölluðu þær scr upp að eigiu- inönnam sínum og möluðu við þá í trún- aði, sviphreinar, Iútlaust greiddar og hof- leg* málaðar. Hver um sig hafði elskað cinn, — aðeins einn mann. Eg leit út eins og mella og horfði ásæln- islega á alla knrlmcnn, varð að halda fost i stólana til að hlaupa ekki í fangið á þeim. Eg horfði lengi á hárið á einum þeirra og beið færis aS setjast hjá honum. — Þú ert frek, sagði bann. — Faiðu! llann stóð upp, þegar ég settisl hjá hon- um. Hárið hylgjaðist eins og úthaf úr gljáandi máhnþráðum. Ég greip i það báðum höndum, vafði því utan um fingurna og togaðí í. Það var dásamlegt, og ég tók ekki eftir uppþotlnu, sem varð, heyrði óljósan óm af hljóðunum í kvenfólkinu og brothljóðinu i glösunum. Ég fann, hvernig höfuðið beygðist niður. þegar hann lét undan af sársaukanum. Bráðum yrði það mitt, og ég myndi baða hendurnar í þessu ólgandi hári. Hann kippti i, og ég naait þess að herða takið — ég fann, að ég mátti ekki missa það, ekki fyrir nokkurn mun — ég myndi fyrr láta li'fið. Það var einhver, sem tók í fingurna á mér og beygði þá svo, að brast í. Kir kenndi ekki til, en höndiu losnaði. Eipandi hársins og annar karlmaður los- uðu svo hæeri hnndina, en á meðan náði ég taki með þeirri vinstri. Þannig gekk |>að nokkra stund. Engum datt í hug, að i'-g hefoi nema eina hönd. Eg var alveg róleg, — ég vissi, að ég myndi vinna simir og eiimast djásnið. Ég kenndi ekkert til, hvernig sem þeir sneru og teygðu fingurna á mér. £m>&>íUsii Líf og lisl hirtir ná sSgu ejtir ungan kvenrithöfund, nœstum aldrei þessu vant. Ungfrúin er tvítug, snœjelh}(_, Ifennari að mennt, módel a8 atvinnu, leggur gjörva hönd á margt: yr)fir, málar, tei^nar, renn- ir og skreytir leirker; auk, þess driffjöSur í endurreistum atómskáldaklúbbi. Hún ríiaði greín um leirmunalist í janúar- hefti þessa árgangs, en hún hefir aldrei á&ur birt eftir sig smásögu, hvorki hir ! ritinu né annars staoar. Ég þurfti lieldur ekkert að hugsa, því að hendurnar leituðu hársins, jafnóðum og þær vcni slitnar úr því. Allt j einu fann ég ægilegan sársauka. Einhver var að rífa sundur höndina á mér. þumalfingurinn rifnaði frá. Eg fann, hveni- ig beinin í haudleggnum aðskildust. — Viltu sleiipa, vargurinn þinn! hvæsti eigandi hársins. Eg vildi ekki sleppa, Iiöndin seiglaðist treglega npp úr hárinu, — nokkrir slitnir. gljnaiidi kopnrþræðir fylgdu fingrunum. Ermin á kjólnum miniim rifnnði frá. og einhver hrinti mér, svo að ég datt á gólfið. Teppið var blautt, og það braet i gierbrot- unum undir líkama mínum. Eg fann, hvernig þau stungust inn úr fötunum — inn í holdið. Andlit húsbóndans sveimaði yfir mér, spikfeitt, móðgað á svipinn, — furðulegt tnngl. Hann tók í handlegginn á mér og dró mig eftir gólfinu. — Þér getið farið út, ég vil ekki sjá svona götustelpur hér inni. Yður hefur aldrei verið boðið hingað, — við hjónin bjóðum ékki svona kvenfólki, svona — svona drósum! Stigaopið gein \'ið mér kolsvart, tilbúið að gleypa mig lifandi. Ég fann, að það liafði botn einhvers staðar langt niðri. Of- boðsleg hræðsla greip mig, og ég þreif í liiun handlegginn á ofsækjandanum. £g octlaði að biðjn um miskunn, en kom ekki upp nokkru orði fyrir ekka. Ég var að hrapa niður í þetta ægilega myrkur, — maður er langa ævi að hrapa, hrapa, og lengst niðri í botninum er tjara, tjöru- díki, þar sem litlar mýs byltast og krafsa í seigri efjunni, með örlitlum, smágerðum fótum og berjast við dauðann. Tjaran drekkir svo mjúku hárinu og fyllir dökku. stóru augun þeirra------- ég var að byrja að detta, hrapa. þegar einhvev tók utan um mig og dró mig upp aftur. — Ekki henda henni út, — hentu mér þa líka. — Hún er módel hjá mér. Hún skelfur eins og hrætt dýr. Þeir toguðust á um mig stundarkorn. — Slepptu henni, — gkisin þín kosta aldrei nema tvær og fimmtíu stykkið. Svo hjálpaði hann mér í stöl. Ég ]>orði ekki að líta upp, — tárin runnu stöðugt niður kinnarnar og útúi uösuuum. Þau söfnuðust saman í keltu iiiinni, þar sem flauelið drakk þau í sig- Mér datt í hug áveitan, sem ég bjó cinu sinni til. Eg vildi ekki, að fólkið sæi, að ég grét^ 14 LlF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.