Austurland


Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 15

Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 15
J>ær á rás út Bakkann. Þegar J>ær voru komnar í hæfilega fjarlægð frá Björgu, kölluðu pær: — Hrekkjusvín, greppitrýn, skammast Jn'n! Við strákamir skemmtum okkur alveg konunglega. Þetta bragð hafði heppnast sérlega vel. Þetta var alveg mátulegt á stelpumar, þær vom svo oft merkilegar með sig. Björg stóð alveg dolfallin utan við vambagatið og vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið, sem vonlegt var. En nú hirtum við ekkert um varkámi lengur, heldur skutum allir í einu á Björgu. Kartöfl- umar dundu á henni. Nú varð hún svo gáttuð, að hún reyndi ekki að grennslast fyrir, hvaðan J>essi skothríð kom, heldur tók til fótanna og hvarf fyrir húshomið. — Þá er þessi skemmtunin búin, sagði ég. —- Nei, bíðið við. Þama kemur Grímsi gamli. Við skulum aldeilis punda á hann. Hann á pað skilið fyrir alla geðvonskuna, sagði Valur. Eyvi skaut fyrstur og hitti í aðra öxl Grímsa. Hann nam staðar og leit í kringum sig. Nei, hann sá engan. Þá skaut ég og hitti ofan í stígvélið hans. Karlinn fór með hendina ofan í }>að og sá varð hissa á svipinn, J>egar hann dró ]>aðan upp kartöflu. Hann horfði smástund á hana, hristi svo hausinn og við sáum hann tauta eitthvað. En í )>ví skaut Valur og hitti undir húfuskyggnið og liúfan rauk af hausnum á kallinum. Þetta var snilldarskot. Nú virtist Grímsa öllum lokið, hann henti frá sér kartöflunni, beygði sig eftr húfupottlokinu og skakklappaðist af stað. Við létum hann fá kúlnadembu í kveðjuskini. Er við höfðum hiegið nægju okkar, fórum við enn að svipast um eftir skotmarki. En J>að var ekkert að sjá. Birtu var tekið töluvert að bregða og einhver fór að hafa orð á |>ví, hvort ekki væri best að koma sér heim. Þá datt mér dálítið í hug og sagði: — Þorið J>ið að skjóta í einn gluggapóstinn? — Nei, svaraði Eyvi. — Jú, ég )>ori J>að vel, en ég vil J>að ekki, sagði Valur. — Uss, )>ið eruð huglausir. Á ég að skjóta. sagði ég. — Þú )>orir ekki, sagði Valur hæðnislega. Og J>ar sem ég vildi ekki láta sannast á mig hugleysi, lagði ég kartöflu á streng, miðaði. skaut — og hitti. Það varð hátíðleg þögn nokkur andar- tök, en svo sagði ég ekki lítið merkilegur: — Jæja, ætlið J>ið ekki að )>ora? Það var hik á Vali og Eyvi starblíndi ofan í gólfið. — Ég trúi ekki, að )>ú sért algjör skræfa, Valur, sagði ég. — O, J>að er svo sem ekki mikill vandi að hitta J>ennan póst, tuldraði hann. — Nú, sýndu J>að J>á, annars ertu fyrsta flokks raggeit, sagði ég. Þá lét hann ekki mana sig frekar. skaut og hitti. -— Uss, J>etta er enginn vandi, sagð Valur og spýtti drýgindaiega. — Nú er Eyvi eftir, bætti hann vð. Eyvi leit upp. — En ef rúða brotnar, hvað }>á? spurði hann. — Það brotnar engin rúða, ]>ær eru svo )>ykkar, svaraði Valur. — Skjóttu bara. Og Eyvi skaut. Við heyrðum hávært glamur og vissum vel, hvað hafði skeð. Eyvi beygði )>egar af. svo við Valur hættum við að flýja, en fórum að reyna að hughreysta Eyva. — Blessaður hættu að orga og komum okkur í snatri burt. Valur var æstur og óðamála. En Eyvi hallaði sér upp að einum fláningsbekknum og grét hljóð- lausum gráti að venju. Aumingja Eyvi. Mamma hafði sagt mér eitt sinn, að hann væri óvenju meyrlyndur og )>ví beðið mig að vera honum góður. Ég hafði leitast við að efna )>að til }>essa. Ég horfði á Eyva. Tár hans komu veltandi niður kinnamar eins og gagnsæjar perlur. spmttu upp í augnakrókunum án nokkurs minnsta hljóðs. Það var eins og losnað hefði um tappa. Það hlaut að vera stór táratunna í höfðinu á honum Evva. Við )>essa vesöld Eyva, vaknaði mikill drengskapur í brjósti mér, drengskapur, sem ég hafði numið úr íslendingasögunum, en mamma las oft í )>eim fyrir mig, Þar var mesta fólkið allt saman drengskaparfólk og lét eitt og sama yfir sjálft sig ganga og vini sína og svo var ekki J>ví að neita, að ég hafði átt uppástunguna að ]>essari vafasömu skotfimi á glugga- póstinn. Ég sagði J>ví hressilega: — Ef }>ú hættir að gráta, Eyvi minn, skal ég skjóta niður eina rúðu viljandi. Þetta kom ábyggilega flatt upp á Eyva. Hann svo að segja snögg- hætti grátinum, strauk höndunum yfir augun og glápti á mig. Ég tók J>etta sem merki um sam)>ykki, enda pilturinn búinn að setja tappa í táratunn- una. Ég hafði )>ví ekki á J>essu frekari málalengingar, tók kartöflu og skaut á eina rúðuna. Aftur kvað við kalt glamur, er rúða splundraðist. En J>á vildi Valur auðsýnilega ekki vera minni drengskaparmaður en ég og hann skaut umsvifalaust niður J>riðju rúðuna. Þá breyttist Eyvi skyndilega. Hann rétti snöggt úr sér, benti á glugg- ana og sagði: — Það eru margar rúður eftir. Það var andartaks J>ögn. Það var eins og við Valur værum ekki alveg með á nótunum. En J>á hafði Eyvi ekki frekari vöflur á. heldur skaut án hiks niður fjórðu rúðuna. Þá var eins og kæmi yfir okkur æði. berserksgangur var )>að kallað í fornsögunum, og við tókum að ganga milli bols og höfuðs á J>essum rúðum, sem eftir voru og )>að hófst milli okkar innbyrðis keppni, hver skotið gæti flestar niður. — Tvær; kallaði ég. — Tvær; gargaði Eyvi táratunna. — Þrjár; )>rumaði Valur. Hann hafði forystuna. Þetta var æsispenn- andi, ]>etta var hreystilegt og hávaðinn jókst. Þá kvað við J>ungt fótatak og komið var harkalega við hurðina. Við litum felmtsfullir hver á annan andartak, en síðan J>utum við eins og pílur upp á bitana, er kjöthengjurnar voru festar á. Það mátti heldur ekki seinna vera. Steini utanbúðarmaður ruddist inn vopnaður skjannabjörtu vasaljósi. Hann lýsti í kringum sig og sá strax hin ömurlegu afdrif gluggarúðanna. Svo lýsti hann í alla króka og kima hússins og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Við heyrðum ekki hvað }>að var, en við J>óttumst vita hvað )>að væri. Við vorum vægast sagt illa settir og urðum nú að vona hið besta. Sú von brást. Allt í einu skall bjart ljósið á okkur og rödd Steina barst upp til okkar: Pillið ykkur niður. Þið eruð J>okkapiltar eða hitt ]>ó heldur. Við hikuðum, vildum kannski ekki trúa )>ví, að upp um okkur hafði komist. — Já, heyrið ekki hvað ég er að segja! kallaði Steini, teygði sig í annan fótinn á Val og dró hann niður. Þá létum við Eyvi okkur sunka niður, örlögin flýr víst enginn. Um leið og ég kom niður, skotraði ég aug- unum til dyra og sá J>á ekki betur en Björg væri að vinstrast fyrir utan. Þá læddist að mér sá grunur, að hún ætti einhvem J>átt í komu Steina, en nú tók liann til máls: — Hún er ekki óskemmtileg iðjan ykkar á sjálfan jóladaginn. Eruð |>ið galnir! Við sögðum ekki orð, horfðum niður á fæturna, fitluðum við byss- urnar og )>ögðum. Steini hélt áfram: — Nú, já, ]>ama eru vopnin, sagði hann og J>reif byssuna af mér. — Hún Björg litla hafði J>á rétt fyrir sér. Þið eigið skilið rækilega flengingu. Við J>ögðum sem áður. en ég hugsaði Björgu J>egjandi )>örfina. Það hafði J>á verið hún, sem kom upp um okkur. — Hvað haldið J>ið, að foreldrar ykkar segi við )>essu? Haldið J>ið, að J>au séu ekki hreykin að eiga slíka syni, ha? Jú, J>að er ekki ólíklegt. Ég er bara alveg orðlaus yfir )>essum ósköpum, sagði Steini. Sá var nú orðlaus eða hitt )>ó heldur. hugsaði ég. Ég heyrði ekki betur, en orðin streymdu af vörum hans, kæmu í fossaföllum og berg- máluðu í rökkvuðu húsinu. Eyvi var nú farinn að gráta sínum hljóðlausa, tármikla gráti. Hvort hann hefur eitthvað mýkt skap Steina, vissi ég ekki, en )>egar hann tók aftur til máls, var hann allur annar en áður. — Svona greyin mín. Komið J>ið nú. Ég reikna með, að )>etta hafi allt verið gert í hugsunarleysi, en ekki grófum prakkaraskap. En J>að er best, að ég hirði byssumar. Það vottaði fyrir brosi á vörum Steina. Valur og Eyvi réttu honum sínar byssur og svo gengum við út. Við húshomið stóð Björg og var heldur betur glottaraleg. Hún gaf okkur langt nef og kallaði: — Er nú búlð að handtaka kappana. Það er gott á ykkur fyrir alla hrekkina. Vonandi verðið )>ið flengdir, hí! Svo )>aut Björg upp í ]>orp. Við )>etta er raunar lítið að bæta. Björg hlaut mikinn heiður fyrir að koma upp um okkur. Hana hafði grunað, að við myndum einhvem )>átt hafa átt í hinum dularfullu skotárásum, sem stelpumar höfðu orðið fyrir. Hún hafði }>ví læðst aftur niður að sláturhúsi og séð hvað við vorum að gera og kallað á Steina utanbúðarmann. Við sluppum að vísu við rassskellingu, sem við hefðum líklega átt skilið. en byssumar voru gerðar upptækar og blátt bann lagt við smíði slíkra gripa aftur. Og næstu vikur á eftir, minntu stelpurnar okkur á „jólastriðið," ef )>eim |>ótti við ætla að gerast eitthvað digurbarkalegir, Guðjón Sveinsson Austurland jólablað 1979 15

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.