Austurland


Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 16

Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 16
Smári Geirsson: Æviferilsskýrsla Konrdðs H j dlmar ssonar ásamt nokkurri viðbót Það hefur tíðkast, að þegar menn hafa verið sæmdir opinberum heiðursmerkjum af ákveðnu tilefni, þá hafa þeir samið skýrslu um æviferil sinn og athafnir. Konráð Hjálmarsson kaupmaður á Mjóafirði og síðar á Norðfirði var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1939 og skrif- aði hann í því sambandi æviferilsskýrslu sína. Skýrslu Konráðs er að finna á Þjóðskjalasafni íslands. Var hún á sínum tíma send til Kaupmannahafnar, en samkvæmt 12 gr. reglugerðar „íslenska fálkans“ var Þjóðskjala- safninu send skýrslan að Konráði látnum í nóvember 1939. Mörgum Austfirðingum kann að þykja þessi skýrsla athyglisverð, en Konráð var um árabil einhver stærsti atvinnurekandi á Austfjörðum og upphafsmaður nýjunga í útgerð og fiskvinnslu. Œviferilsskýrsla Konráðs er birt orðrétt, með upp- haflegri stafsetningu og greinamerkjasetningu, annars- staðar á þessari síðu, en ég hef kosið að fara örfáum orð- um um nokkur atriði skýrslunnar í þeirri von að þau verði til frekari glöggv'unar. Fyrstu íshúsin á Austfjörðum Eins og fram kemur í skýrslu Konráðs var íshús hans á Mjóafirði fyrsta íshúsið sem tekið var í notkun á íslandi. ísak Jónsson. sá er reisti /shús Konráðs, var fæddur á Rima í Mjóafirði 1842. Stundaði ísak sjó- róðra frá Austfjörðum í rnörg ár og gjörpekkti því ]?au vandamál er fylgdu beituleysinu. Fór hann til Ameríku 1888 og dvaldi þar í sjö ár. Kynntist hann íshúsum ]>ar og peirri aðferð að framleiða frost með J’ví að blanda saman ís og salti. í bæklingi, sem ísak ritar og var geíinn út árið 1901, lýsir hann Jeg er fœddur ú Reykjum í Mjóafirði 9. Maí 1858. Þegar jeg fermdist, 14 ára gamall, fluttist jeg úr föðurhúsum til konsúls Carl D. Tuliniusar kaupmanns á Eskifirði og vann þar í 4 ár sem verzlunarlœrlingur, sem þá var siðvenja, og kauplaust. Þar á eftir fór jeg til Kaupmannahafnar og var þar í 1ár í verzlunarskóla. Eftir þann tíma fjekk jeg atvinnu hjá Jakobsen kaupmanni á Seyðisfirði, við verzlun sem kölluð var „Liverpool“. A hverju sumri í góða þrjá mánuði, Ijet hann mig fara í svokall- aða „spekulantstúra", á skipi, sem var innrjettað sem sölubúð, með allskonar kaupmannsvörur. Þessa atvinnu hafði jeg í 4 ár, en fór þá frá Jakobsen vegna þess að hann hœtti þá, sakir aldurs, að reka verzlun. Byrjaði jeg þá sjálfstæða atvinnu, sem i nokkur ár var aðallega fólgin í sjávarútvegi og gerði jeg út árabáta frá Mjóafirði. Árið 1888 stofnsetti jeg verzlún á Mjóafirði, en hjelt þó jafnframt áfram útgerðinni, sem oft var erfið sökum beituskorts. þar sem ómögulegt var að geyma síldina óskemmda lengur en tvo daga, þurftum við þá oft að sœkja hana landveg til Seyðis- fjarðar, ef hún veiddist þar en ekki í Mjóafirði. — En haustið 1895 sendir hamingjan okkur til íslands tvo menn frá Ameríku, sem kynnst höfðu frosthúsum þar og vissu um leið hvað ísland vantaði. Báðir þessir menn komu til Reykjavíkur, en menn voru ekki fljótir að taka nýunginni, svo þeim var ekki vel tekið. Samt fór svo, að Reykvíkingar mynduðu fjelag til að byggja frosthús undir stjórn annars mannsins, Jóhannesar Nordal. — Hinn maðurinn, ísak Jónsson, sem œttaður var hjeðan að austan, fór til Austfjarða og hitti mig fyrstan að máli. Jeg var fjöðrum fenginn út af þessari nýung og kölluðum við saman á fund á Mjóafirði alla sem vetlingi gátit valdið, — vortt þrír fundir haldnir með stuttu millibili, en þar var mótþróinn mikill, því menn liöfðu ekki trú á þessari nýttng. T. d. Ijetst einn fundarmanna reikna þáð út, að til reksturs frosthúss að stœrð 5 x 6 álnir, lojthœð 5 álnir, þyrfti tvœr skonnortur af salti árlega, hvora upp á 150 smálestir. Annar, sem tálsverð peningaráð hafði, ásamt nokkrum fleirum, gugnaði þegar hann heyrði hve mikils salts þyrfti með. Með þessu var allt á bak brotið, og fór svo áðurnefndur ísak til Akureyrar, til að reyna fyrir sjer undirtektir þar, sem ekki voru betri. — Jeg gat sem sje ekki sofið nótt nje dag, út af því að geta ekki komið þessu í framkvœmd, þar til jeg tek stóran pakkkassa, útbý hann sem frosthús eftir tilsögn Isaks, hengi upp í hann síld, kjöt og fisk, legg síðan í kassann ísblöndttna og fœ eftir hœfilegan tíma 11 gráðtt frost á celsíus og sá jeg þá strax, að útreikningur mannsins ttm saltbrúkunina, náði engri átt. — Eftir þetta skrifaði jeg ísaki að koma strax, því nút sje jeg átkveð- inn að byggja frosthús í fullkomnum stíl, sem jeg svo framkvæmdi með nokkurra góðra manna hjálp. Þetta hús mitt og Reykjavíkur jrosthúsið, urðu hjer um bil samhliða tilbúin, nema hvað mitt hús varð ca. 2 mánuðum fyrr til notkunar, bæði húsin reyndust vel. Svo liðu 2 til 3 átr þar til almennt var farið að byggja frost- hús hjer á Austfjörðum, en þatt gáju góðan hagnað. Jeg var fyrstur íslenskra manna til að eignast gufubát, sem jeg Ijet byggja í Bergen og var 50 smálestir, notaði jeg hann til fiskiris en seldi hann aftur eftir 3 átr, af því mjer þótti hann of lítill en Ijet byggja, í Hardanger í Noregi annan gufubát, 80 smálesta (trjeskip), maskínuna keypti jeg í Stavanger. Skip þetta notaði jeg til þorsk- og síldveiða í nokkur ár. Árið 1912 flutti jeg til Norðfjarðar og stofnsetti þar verzlun. blómgaðist hún vel og er mjer óhætt að fttllyrða að jeg var stœrsti kaupmaður og fiskkaupmaður hjer Austanlands. Árið 1915 var jeg, sem oftar i Kaupmannahöfn að vetri til. Keypti jeg þát í Danmörku 3-mastraða mólorskonnortu ttm 280 smálestir, hana œtlaði jeg að hafa til flutninga á vörum frá Noregi, Svíþjóð og aðallega frá Kaupmannahöfn, þar sem jeg hafði min mestu viðskipti, en þá var heimsstyrjöldin komin og breytti hún þessu áformi mínu þannig að jeg varð að nota hana til fiskflutninga til ftalíu og Spánar og til baka með salfarma frát Ibiza. Skonnortan var of litil til svona langtúra. Ennþá, árið 1925, Ijet jeg byggja í Hattgasundi í Noregi vjelskip og notaði það til þorsk- og síldveiða, stærð 65 smálestir. Árið 1904 keypti jeg i Danmörktt fyrsta mótorbát minn og revndist hann svo, að tveim árttm stðar keypti jeg 11 mótor- báta 7—9 smálesta, fengtt hinir og aðrir 6 af þeim, hina hafði jeg sjálfur. — Nú á seinni átrum hafa mótorskip stækkað og verið betur útbúin. Þar sem jeg nú er orðinn yfir 80 ára, er jeg hættur öllum störfum. Norðfirði 16. janúar 1939 Konráð Hjálmarsson 16 Austurland jólablað 1979

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.