Austurland


Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 21
Bjarni Þórðarson: Fyrsti saltfarmurinn Viðtal við fyrstu stjórn Samvinnufélags útgerðar- manna um stofnun félagsins og fyrstu verkefni þess. Það var í júlímánuði fyrir nokkrum árum að mér var gefinn kostur á að vera viðstaddur ]>egar fyrsta stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna kom saman til að rifja upp gamlar minningar. Hittist stjómin á heimili Olvers Guðmundssonar, en auk hans voru í stjóm þeir Sigurður Hinriksson og Jón Kerúlf Guðmundsson. Ölver er nú látinn. Sigurður hefur alla æfi átt heima í Neskaupstað, en Jón hefur í mörg ár átt heima í Reykjavík. Var hann í kymúsför á fornum slóðum og var )>á tækifærið notað til að hittast. Allir voru þeir félagar útgerðarmenn. Ölver gerði ]>á út Freystein fagra. Sigurður Marselíu og Jón Skúla fógeta í félagi við mág sinn. Helga Bjarnason. Allt voru ]>etta bátar af miðlungsstærð miðað við ]>á tíma. Það fór ekki á milli mála. að þeim félögum var )>að sérstaklega minnisstætt, er ]>eir fengu fyrsta saltfarminn. enda má segja, að pá hafi framtíð samtakanna verið tryggð. Fer hér á eftir útdráttur úr }>ví, sem okkur fór á milli, án )>ess að alltaf sé tilgreint hvað er haft eftir hverjum. Ég spyr fyrst um aðdraganda ]>ess, að félagið var stofnað. — Það átti sér nokkum aðdraganda. Við vorum lengi búnir að tala um ]>að, að við ]>yrftum einhvem félagsskap til þess að sinna málum útvegsmanna. Kom ýmislegt til. t. d. ]>að. að 1929 vár svipað ástand og núna að )>ví leyti, að smáfiskmarkaður fór )>verrandi. Eftirspum eftir Labrador verkuðum fiski fór þverrandi og við vomm í vandræðum með smáfiskinn. Það varð til þess, að veturinn 1929 voru margir fundir með okkur innbæingum og bollalagt um ]>að. að leigja skip til ísfiskflutninga á erlendan markað. Ölver fór svo til Reykjavíkur um veturinn rétt eftir )>orra og komst ]>ar í samband við skipamiðlara. Þeir sömdu um leigu á norskum togara og útveguðu nauðsynleg leyfi. Þá áttu Norðmenn tvo togara, en vildu ekki gera )’á út — voru bannaðir. Þetta leystist ]>ó upp, vegna )>ess, að rétt á eftir kom upp inflúensufaraldur og við vomm. ásamt öðrum stöðum hér fyrir austan. settir í sóttkví og einangruðum okkur frá samgöngum. — En hvernig var cístatt með fisksölumúlin og innkaup ci útgerðar- vörum, þegar þið stofnuðuð félagið? Það var allt í gegnum kaupmennina. bæði salt og veiðarfæri. Kaup- félagið var farið að selja smáslatta fyrir okkur til Guðmundar Albertssonar. Það hafði líka Copeland sem nokkurnveginn fastan viðskiptamann. Við komumst svo inn í ]>etta og sáum brátt, að ]?að gaf góða raun. Þetta varð líka til þess, að við fórum að hugsa um sameiginlegan útflutning. Það var mikið lagt að okkur. að láta kaupfélagið annast ]>essi mál fyrir okkur. Það var )>á fyrst og fremst bændaverslun. En við vorum sammála um höfuðstefnuna. Við ]>óttumst sjá fram á, að við gætum ekki komið okkar málum fram í gegnum bændaverslun. Svo var ]>að árið 1930. fiskiárið mikla og verðfallsárið. að við kom- umst í fyrstu beinu snertinguna við að flytja sjálfir út. Alliance hafði engan umboðsmann hér. eins og flestir aðrir. Við komumst í samband við framkvæmdastjóra félagsins í gegnum Fiskifélagið. Hann bað okkur að útvega sér Barcelonafisk og ]>að varð úr, að við innbæingar og fleiri af )>essum smærri útvegsmönnum. söfnum saman okkar fiski og seljum Alliance um 700 pakka, og sama ár seldurn við Lindsey-félaginu. ensku félagi sem starfaði í Hafnarfirði. meirihlutann af pressufiski okkar. Báðar ]>essar sölur tólust vel. Við fengum hæsta verð, sem fékkst á l>ví ári. Þeir. sem lengur biðu. lentu meir í verðfallinu. Þetta gaf okkur dálítinn bvr í seglin. — Tókst ykkur strax að fcí hœrra verð fyrir fiskinn en kaupmenn hnðu? Um sama leyti og við stofnuðum Samvinnufélagið var Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda stofnað og hættu |>á hinir erlenciu fiskkaup- endur starfsemi sinni með J>eim hætti, sem áður var. Samvinnttfélagið var í Sölusambandinu frá byrjun. Samvinnufélagið var stofnað 1932 og seldi ;>að ]>á allan okkar fisk, Við leigðum bæjarpakkhúsið og höfðum ] ar sma reiti fyrir hvern útgerðarmann. Sumir höfðu )>ó heimageytnslu'-. — Tókst ykkur cið lcekka salt og aðrar útgerðarnauðsynjar í verði? Árið 1931 kostaði saltið 55 krónur tonnið hjá kaupmönnum. En fyrsta saltið, sem við náðum í 1932, fengum við á kr. 32.50 tonnið. L.ækkun 70%. Auk ]>ess verzlaði félagið með veiðarfæri, línu. tauma og króka. — Var ekki miklum erfiðleikum bundið að komast yfir þessur vörur til að byrja með? Kaupmannavaldið hrinti okkur eiginlega út í saltkaupin. Okkur voru settir ]>eir skilmálar, að koma með eitt kíló af blautum fiski til að geta fengið eitt kíló af salti. Það var náttúrulega vonlaust. Var ]>á ekki um annað að gera en að hraða stofnun félagsins og ná í saltið. En ]>að var ljóti slagurinn. Við stóðum með tvær hendur tómar. Lán gátum við ekki fengið, nema gegn handveði. Þá voru hér tveir sjóðir. Samkomuhússsjóður og Sjúkrahússsjóður Lifrarbræðslufélagsins og voru ]>eir ]>á enn í vörzlu )>ess. Varð ]>að úr, að við ákváðum að gera tilraun til að fá )>essa sjóði til að afhenda bankanum sem handveð, svo hann fengist til að ábyrgjast greiðslu á saltinu. Þetta tókst við illan leik og hjálpaði okkur til að ná í saltið. — Mér eru )>essi saltkaup sérstaklega minnisstæð, segir Ölver. Þau voru fyrsta viðfangsefni félagsins. Skömmu eftir að stjóm ]>ess hafði verið kosin, réði hún Kristján Sigtryggsson sem starfsmann. Hann var ekki kallaður framkvæmdastjóri, en gegndi svipuðu starfi. Við vorum ákaflega heppnir að fá Kristján, sem var mjög góður skrifstofumaður, snyrtimenni á pví sviði og frágangur allur var upp á }>að bezta. Samstarfsmaður hans varð svo Jón L. Baldursson, sem cinnig var ágætlega fær á )>essu sviði. Kristjáni var nú fengið )>að verkefni, að festa kaup á salti og við fylgdumst með af miklum áhuga, en mjög taugaspenntir, vegna )>ess hve seint gekk. Þegar liðnar voru einar ]>rjár vikur og ekkert hafði gengið í málinu, tjáði Kristján mér, að hann hreint og beint gæfist upp, }>ví að )>essu væri allsstaðar ekið á undan sér og við fengjum ekki ]>á áheym, sem þyrfti, og hann engu nær en ]>egar hann byrjaði. að öðru leyti en ]>ví, að hann fann, að við vorum ekki )>eir aðilar, sem virtir voru viðtals. Þá geri ég )>á tilraun. að ég tala við Hallgrím Benediktsson nokkuð mörg viðtalsbil og reyni að setja okkar sjónarmið fram og skýra okkar félagsmyndun og hann hafði þolinmæði til að hlusta á )>etta og sagði að hann skyldi láta mig vita eftir lítinn tíma hvað hann gæti gert í málinu. Svo eftir eina tvo daga hringir Gestur Jóhannsson á Seyðisfirði til mín, en hann var umboðsmaður Hallgríms á Austurlandi. Tjáir hann mér, að H. Ben. & Co. ætli að verða við ]>essari beiðni okkar og láta okkur hafa saltið, en hann hafi fundið pann anmarka á félaginu, að )>að hefði ekki verið skrásett og gæti )>ar af leiðandi ekki verið aðili að kaupunum. Lagði hann til, að ég sampykkti víxil, sem hinir allir ábektu. í fundargerðinni er J>ess getið, að miklar umræður hafi orðið um )>essa skuldbindingu. Það sló marga illa, að )>urfa að fara að gangast undir einhverja skuldbindingu. En J>ess er getið í fundargerðinni — hún er mjög skýr — að }>etta sé ófrávíkjanlegt skilyrði. Saltið getum við ekki fengið með öðru móti. Það var stór dagur )>egar við fengum saltið. einhver sá eftirminni- legasti, sem ég man eftir. Ég var \>á svo strekktur, að þegar von var á skipinu fór ég upp í fjall og Iá )>ar einn ]>ar til ]>að var komið að bryggju. Ég man að ég gerði ekki neitt við )>essa uppskipun. Ég vappaði ]>ama í kring og talaði við mennma, sem safnast höfðu saman fyrir vestan hús- gaflinn og vissu ekki hvort ]>eir ættu að fara heim eða ekki, )>að væri ekkert verkefni. En )>að var aðeins á meðan verið var að byrja að moka upp. —- En hvernig gekk svo að afgreiða skipið? Fram að )>essu hafði salti verið skipað upp í pokum. Við bollalögð- um mikið um nýjar aðferðir við uppskipunina. Það var á skilið, að við skyldum losa a. m. k. 200 tonn á dag og voru viðurlög )>au, að við skyld- um greiða 2000 krónur fyrir virkan dag, sem uppskipun tæki lengri tíma en ]>ví svaraði. Því var haldið fram, að við gætum ekki skipað upp 200 tonnum á dag. En )>að fór á aðra leið. Fyrsta daginn losuðum við 400 tonn frá hádegi til klukkan sex. — Hvaða ný vinnubrögð tókuð þið upp? Við hurfum alveg frá pokaleiðinni. Við keyptum 14 kerrur frá Kristni á Klapparstígnum. með l>að í huga, að hver bátur keypti sína kerru að uppskipun lokinni. Það var gaman morguninn, sem við biðum eftir skipinu og við vorum komnir með pjönkur okkar niður á bæjarbryggjuna. Verkstjóri V.K.H. stóð )>ar á bryggjunni út af fyrir sig og horfði á. Honum hefur líklega ekki sýnst við líklegir til stórræða með ]>essi nýju vinnubiögð. Síðast var hann kominn í kerruþvöguna og karla. Við hífðum saltið upp úr skipinu í tunnum, tvær tumtur í einu og Austuiland jólablað 1979 21

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.