Austurland


Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1979, Blaðsíða 5
Þú varst að skoða sveitina mína Hanslið 1978 heiinsóttn nemendur 7. bekkjar Gagnfrœðaskólans í Neskanpstað Mjóafjörð. Ferðin var liður í náminu, og fléttnðust þar saman ntargir þœttir. Einn þeirra var upplýsingaöflun nm byggðina. Vilhjálmur á Brekku var sótiur heim og þar var veitt af rausn, ekki aðeins kaffi og ineðlœti heldnr einnig fróðleikur sem vert var að leggja eyrun við. Nœstu jól fékk hver nemandi sent jólakort þar sem á var ritað lítil frásögn úr Mjóafirði, ómetanleg. Vilhjálmur hefur nú góðfúslega veitt Austurlandi heimild til birtingar á þessum frásögnum og fara þcer hér á eftir. Fyrirsagnir eru blaðsins. Allir eign þeir sínn sögu Þú varst að skoða sveitina mína og frétta um sögu hennar. Þar eru nú 10 heimili. En ég get nefnt um 50 aðra mannabústaði. Allir eiga þeir sína sögu, og ég ætla að segja þér brotabrot af einni. Eldleysa er á leiðinni út á Dalatanga. Þar bjuggu seinast sex systkini. á fyrri hluta pessarar aldar. íbúðarhús ])eirra stendur enn, stórt og reisulegt. Þangað var gaman að koma. Stundum var slegið upp balli. Þar byrjaði ég að dansa. Allir bræð- urnir áttu mikið af bókum, einn keypti einkum ljóðabækur, og rit um trú- mál, annar skáldsögur og tímarit o. s. frv. Allir lásu dönsku og norsku. Á þetta heimili kom fyrsta viðtækið (radio) í sveitina. Þar voru til vand- aðir sjónaukar, margar liljómplötur og spilari (grammófónn). Öll voru systkinin myndarleg. Tveir bræðránna fluttu til Norðfjarðar. Jó það gerðist margt í gamla daga Afi minn fluttist að Brekku með föður sínum fyrir meira en hundrað árum. Þá bar svo við einn morguninn. þegar piltarnir komu niður að sjó, að tvö bjamdýr voru komin í fiskhjalla Hjálmars langafa. Mennimir náðu vopnum sínum, tveimur framhlöðnum haglabyssum. Dýrin lögðu á flótta, annað út á sjó, hitt upp í fjall. Langafi veitti öðrum eftirför á skektu við annan mann. Og |>egar ]>að sneri á móti bátnum reið skotið af, og bangsi ]>urfti ekki fleiri. enda hefði ]>á farið illa fyrir }>eim í bátnum. Afi og fleiri eltu hitt dýrið á landi inn hlíðar. |>ar til ]>að hljóp í sjóinn inn á Skógamesi. Þeir héldu ]>ar með dýrinu væri borgið. En ]>á leit Bessi um öxl, og varð það hans bani. — Já ]>að gerðist margt í gamla daga. Þoð er margt lífið þótt lifað sé Það var stundum lítið að borða í gamla daga. Og ]>ótt firðimir okkar væru eins og matarbúr, áttu sum:r bágt. Út undir Dalatanga í urð ofan við húsið á Borg, var lítill kofi sem hét Urð. Þar bjó nokkur ár fullorðinn maður með dóttur sinni. sem var aumingi. Þau höfðu sáralítið fyrir sig að leggja. Kirkjubækur segja að ]>essi maður dó skömmu síðar sem niður- setningur í Innra Firði úr aldursdómsveikindum. Tunga hefur heitið mannabústaður inn og upp af kirkjunni. Öldruð kona hefur sagt mér. að ]>arna hafi búið hjón með böm í litlum kofa. sem í fyrstu hafi verið fjós fyrir þrjár kýr, í gömlum bréfum sé ég að oddvitinn í Leiðvallahreppi hafi skammað oddvitann í Mjóafirði fyrir að láta fátæka konu að sunnan. fá hveiti, sykur og gerduft til að baka handa sér og bömunum fyrir jólin. Það er margt lífið }>ótt lifað sé. Þú vor slegið upp veislu Skammt fyrir innan Brekku er Hesteyri. Um aldamótin voru ]>ar all- mörg hús, einskonar ættar]>orp eins og víðar í Mjóafirði. f haust kom út bók með sögnum sem Eiríkur á Hesteyri skráði, og dagbókarbrotum hans. Hann byggði hús úr múrsteini úr hvalstöðvunum rétt fyrir 1920. Þar voru stórar stofur, fallega búnar að öllu leyti. Hann ræktaði fagran Irjá og blómagarð, og húsið var fullt með margs konar inniblómum. Þegar gestir komu á góðviðrisdögum, var hitað súkkulaði, og slegið upp veislu Húsið á Hesteyri var byggt úr múrsteini úr hvalstöðvuniim. í garðinum. Eiríkur dó ungur. Bróðir hans Guðmundur bjó í húsinu í liálfa öld, og allt var óhreyft í stofunum. Fyrir tveimur árum brann ]>ama allt sem brunnið gat, en fólkið, tvær konur björguðust )>ó. Hver bær á sína sögu. Tókst þú eftir rústunum ú Rimu ? Tókst ]>ú eftir rústunum á Rima, eyðibýlinu næst fyrir utan Brekku. Þær geyma sögu um fómfúst starf konu sem Ingibjörg hét. Árum saman gætti hún drengs, sem var svo vanskapaður að hann reisti aldrei höfuð frá koddanum. Hann gat ekki talað og enga björg sér veitt. Kroppur hans var eins og á smábarni, en höfuðið stórt. Ég sá hann einu sinni. Oft hevrði ég fólk tala um hvað lngibjörg hefði verið góð við ]>ennan aumingja. sem var ekkert skyldur henni. í þá daga var engin stofnun, sem hægt var að leita til í svona erfiðum tilvikum. Rimi var lítil jörð, en ]>ar bjó oft ágætt fólk og )>ar hafa alist upp menn. fleiri en einn sem síðar gerðust útvegsmenn í Neskaupstað. Kunnastur J’eirra var Gísli Bergsveinsson. Seinasti bóndi á Rima hét Önundur. Hann var afreksmaður á yngri árum (Því gleymi ég aldrei IV) og ákaflcga hjálpsamur við okkur granna sína alla tíð. Morgt er skrítið í kýrhausnum Þið voruð að glugga í fortíðina og fleira. Margt er skrítið í kýrhausn- um að sagt er. Þegar rollukarlamir — nei, fjáreigendur í Neskaupstað smala kindum sínum hér í Suðurbyggðinni, þá rétta þeir þar sem heitir Gilsártangi. Næsta dag reka ]>eir svo sitt fé suður yfir Miðstrandarskarð. En )>að er nú önnur saga. Ef vel er að gáð má sjá rústir af eyðibýli á Gilsártanga. samnefndu en var stundum kallað Gilsá. stundum Tangi. Þegar ég var h'till heyrði ég stundum talað um Ólaf á Tanganum, sem mér fannst mundi hafa búið þar í grárri forneskju. Svo fer ég til Ameríku nýlega og fyrstu menn sem ég hitti þar, eru böm Ólafs á Tanganum. Svona er nú heimurinn lítill og tíminn „undarlega skaptur“. Þegai jörð fer í eyði endar saga Þegar jörð fer í eyði endar saga, sem stundum er orðin löng. Steins- nes er út undir Dalaskriðum. Þar var einu sinni kirkja. Og oft bjuggu þar hreppsstjórar. Af einum þeirra er neyðarleg saga. Hreppstjóravogar í þjóðsögum Þorsteins Erlingssonar. Kirkjan í Firði átti ítak í Steinsnesi, sem var í )>ví fólgið að hafa á sumrin „kú í stocke“ (tjóðri) á vissum stað i' Steinsneslandi. Þetta hefur verið snúningasamt. Kirkjan mátti líka hafa naut á beit í svokallaðri Afrétt norður undir Skálanesbjargi. Við skiljum varia lengur hvemig þetta gat borgað sig. Ég var við heyskap á Steinsnesi nokkur sumur, og þótti mér skemmtilegt þar út við hafið. Enn stendur þama dálítið hús sem Eldleysingar notuðu tiJ viðlegu, en þeir höfðu lengi kindur þar útfrá. Austurland jólablað 1979 5

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.