Birtingur - 24.12.1953, Qupperneq 14
S Ú P E R M A N N og blú pcelott
Framli. á 5. siðu
Hann var að mestu búinn að gleyma hvernig
nóttin hafði síðan liðið. Hann mundi að hann
hafði drukkið kogarann eins og hann gat og
hann hafði dottið í poll og farið að gráta og
biðja. Hann hafði engzt flatur í pollinum, velt
sér um hrygg og hrópað á hjálp frá himnum.
En það lak bara framan í hann ofan úr himnin-
um og innundir skyrtuna og niður með buxna-
strengnum eins og guð og jeremías væru að
skvetta á hann út um gat . . . svo hafði hann
dáið þarna í pollinum..
Hann hafði vaknað hríðskjálíandi undir
morguninn í þessari forarvilpu og nötraði allur
og var blaulur á enninu þegar hann skreiddist
á fætur og settist ofan i krapaleðjuna á bekkn-
um. Hann fálmaði í vasa sinn og fann kogara-
glasið. Það var heilt og hafði ekki brotnað
þegar hann dó, og tappinn hafði heldur ekki
farið úr því, en þegar hann var búinn að pína
sig til að súpa á því, kastaði hann upp. Hann
sat lengi tvöfaldur á bekknum og kúgaðist niður
á milli hnjánna á sér og horfði á blágrænt slím-
ið lita gráhvítan krapaskaflinn. Ælan minnti
hann á ógeðslega hvelju sem liggur í velktri
brimfroðu á sjávarströnd.
Loks hætti hann að æla og dróst á fætur til
að leita að einhverri rónasjoppu þar sem hami
gæti fengið kók til að blanda.
Stúlkan hótaði umsvifalaust að hringja á
Iögregluna þegar hann bar upp erindið en svo
aumkaðist hún yfir hann þegar hann stundi því
upp hvaðhann væri hræðilega þyrstur og sýndi
henni tíkallinn, því þó að hann væri blautur og
þvældur var þetta þó peningur, og hann sagðist
skyldu kaupa glerið líka og fara svo strax út.
Stúlkan var Ijóshærð og augun blá og hún
studdi sig við öxlina á Kananum sem sat hjá
henni innanvið borðið þegar hún gekk inn í
kompuna til að sækja kókið.
Hann litaðist um og fann að hann hafði ríg í
hálsinum, og þá sá hann ræfilslegan gæja í
14
speglinum á veggnum. lfann var með gelgjulegt
totuandlit og ekki sprottin grön, bara litlaus
hýjungur innanum bólurnar á efri vörinni og
kjálkabörðunum. Þessi lúðulakalegi gutti
horfði á hann á móti, sljóum, sinnulausum
pödduaugum og tinaði, eins og hálsinn væri úr
gormi eins og hálsarnir á sprellikörlunum sem
hanga í snúru niður úr spegli innan á bílrúðu.
Hann sá snöggvast allt í titrandi móðu — ó-
hreinl rennblautt rifið hárið sem hékk niður i
augu eins og moldugur arfi, — önnur kinnin
var storkið blóðrisa hrúgald með nokkrum
hvítura rákum niður frá bólgnu auganu eins og
]>ar hefði eitthvað runnið niður. Grænleitir
slefutaumar lágu frá munnvikunum niður á
háls og skærblár gabardínjakkinn hefði ekki
getað verið óþrifalegri þó að gatan hefði verið
þurrkuð með honum. Onnur ermin var næstum
af.
Guttinn horfði alltaf á hann næstum frekju-
lega og hann var að velta fyrir sér hvort hann
ætti ekki að slá hann kaldan, þegar hann rak
augun í stælbindið. Almáttugur jeremías! Þetta
var hann sjálfur í speglinum á veggnum! Þetta
var einmitt litskrúðuga stælbindið sem hann
hafði sjálfur keypt beint frá Amríku fyrir 130
kall — sem hann hafði sjálfur valið úr fimmtíu
öðrum bindum af því stúlkan á því var svo lík
stúlkunni hans! Guð! var hann þá svona lítill
og Ijótur og bólóttur og rifinn og óhreinn! Með
þetta andstyggilega uppbretta kartöflunef eins
og á krakka — þessi rauðmatandi vaglaugu!
Jeremías enn og aftur! Þessar rýru drengs-
axlir sem stoppið slapti útaf niður á þvengmjóa
handleggina, — þetta flata, innfallna kerlingar-
brjóst, — var þetta virkilega allt sem eftir var
af Súpermanninum frá í gærkvöldi? Nei, það
náði ekki nokkurri átt, — þetta var ekki hann
sjálfur, — þetta var smágæjapjakkur sem hafði
lent illa í því--
— Iférna er kókið og hypjaðu þig svo út
eins og skot! urraði stúlkan. —- Annars ferðu
beint í kjallarann!
Hann rankaði við sér og lagði tíkallinn á
borðið. Fyrst þegar hann var kominn út á götu
BIRTINGÚR