Birtingur - 01.04.1954, Síða 10

Birtingur - 01.04.1954, Síða 10
SKÚLINORÐDAHL: Hlutur arkítekta í lístum og menníngu nútímans „Nei, byggðuð þið svona flott á íslandi um 1920?“ spurðu mig nokkrir sænskir arkitektar, þegar ég sýndi þeim myndir af íslenzkum bygg- ingum frá síðustu 10 árum. Þeim virtist vinnan og frágangurinn vera svo vönduð. Þeir sögðu ekki annað en: „Det ár inte möjligt,“ þegar ég svaraði að húsin væru reist á árunum 1944— 1950. Hvers vegna að segja frá þessu? Vegna þess að spurningin sýndi mér þróun byggingarlistarinnar hér heima í nýju ljósi. Undanfarna 3—4 áratugi hefur hér verið að störfum fyrsta kynslóð háskólamenntaðra arki- tekta, kynslóð sem er við nám á einum mestu umbrotatímum í sögu byggingarlistar hins vestræna heims — kynslóð arkitekta sem hefja starf á hreinu borði, án heftandi erfðavenja í byggingarlist landsins, án banda og takmark- ana af úreltri löggjöf, en einnig án stuðnings reyndrar iðnaðarmannastéttar, án stuðnings í reynslu byggingarefna við íslenzkt veðurfar og án stuðnings þroskaðra híþýlahátta og skiln- ings á því starfi, sem felst í skipulagningu, formsköpun og byggingastarfinu er mótar um- hverfið og verður komandi kynslóðum rnæli- kvarði á hina ytri menningu hvers tíma. í þessu ljósi ber að skoða það, sem þessir brautryðjendur hafa gert á sviði íslenzkrar byggingarlistar. Spurningin, sem greinin byrjar á, vakti aðra í brjósti mér: Hvernig hafa íslenzkir arkitektar rækt hlutverk sitt og notað þau tækifæri, sem aðstæðurnar skópu? Hér er auðvelt að fella sleggjudóm og skal því farið varlega í sakirnar. Fyrst skulum við ræða hlutverk arkitektsins. Fyrir daga endurreisnarstefnunnar var arki- tektinn einn úr hópi óþekktra samstarfsmanna, sem reistu hús og hallir. Hans er ekki getið sér- staklega sem skapara mannvirkja þeirra, er hafa lifað með sögunni. Hann var aðeins einn hluti þeirrar sálar, sem skóp minnismerki um tímabil sitt, í samræmi við tækni tímans, fé- lagslega og fjárhagslega skipan og þá ríkjandi andlegu strauma, trúarlega og veraldlega, sem ætíð eru einn veigamesti þáttur allrar listsköp- unar. Með upphafi endurreisnartímabilsins og einstaklingshyggjunnar sem drottnandi lífs- skoðunar kemur arkitektinn fram á sjónarsvið- ið sem sjálfstæður listamaður. Hinn mikli lista- maður, mér liggur við að segja afburðamaður- inn, sem hafði á valdi sínu allar greinir lista. Hann málaði, mótaði í leir og stein, orti ljóð og samdi rit. Hann var einnig verkfræðingur síns tíma. Honum var ekkert óviðkomandi í menningarlífi samtíðar sinnar. Þannig var það í byrjun, en dýrðin stóð ekki lengi. Þróunin verður stöðugt örari, og brátt kom að því að arkitektinn varð aftur úr, og um miðja síðustu öld var svo komið, að hann var notaður eins og hárkollumeistarinn í leik- húsinu: til að „ílikka upp á“ útlitið, til að velja úr fyrirmyndasafninu og klístra skreytingun- um utan á húsin, til að gefa þeim virðingar- svip, sem hæfði efnum og stöðu eigandans. Á þessu niðurlægingartímabili hófst sú bar- átta, sem stendur að nokkru enn þann dag í dag, 100 árum síðar. Þá hófu þeir arktitektar, 26 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.