Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 41
Eftilvill sé ég þig aldrei framar. Það sem verra er: Ég gæti hitt þig af hendíngu eftir 30 ár. Ég stend kyrr og horfi á þig fjarlægjast. Ég æpi á þig í hljóði. Ég sé andlit þitt markast djúpum hrukkum mittið hverfa í skvap kálfana þrútna og afskræmast af æðahnútum hörundið verða á litinn einsog sigin ýsa. Það er svo sorglegt svo átakanlegt. Maður getur næstum jájá það er mkil mæða að vera karlmaður. Og þó er það skömminni skárra en að vera falleg stelpa fá ekki nema 16,14 kr. á tímann fyrir að puða í saltfiski og vera komin uppá einhvern déskotans draumaprins sem oftast reynist bölvaður drullusokkur áðuren yfir lýkur.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.