Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 37
GINSBERG OG „BEAT” KYNSLÓÐIN — Þegar hann var yngri og ég var yngri, þekkti ég Allen Ginsberg, ungt skóld sem bjó í Paterson, New Jersey. Þar fæddist hann og ólst upp, sonur velþekkts skólds. Hann var líkamlega veikbyggður og sólarlega truflaður af lífinu sem hann gekk á hólm við þessi fyrstu ór eftir fyrri heimsstyrjöldina eins og það birtist honum í og um- hverfis New York City. Hann var alltaf að því kominn að ,,fara burt"; hann ónóðaði mig, ég hélt aldrei að honum myndi endast líf og koma því í verk að semja Ijóðabók. Hæfileiki hans til að lifa, ferðast og halda ófram að skrifa vakti undrun mína. Að hann hefur nóð þroska og fullkomnun í list sinni gerir mig meira en lítið híssa. — Það er skóldið Allen Ginsberg, sem hefur ferðast í sínum eigin líkama á þessum síðum gegnum óhugnanlega lífsreynslu. Þannig talar skóldið William Carlos Williams um Ginsberg í formóla þekkt- asta skóldverks Ginsbergs Howl and other poems, sem er 40 síðna kver og hefur selst í rúmlega 30 þúsund ein- tökum. Allen Ginsberg er kunnasta Ijóðskóld ,,Beat" kynslóðarinnar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hann er fæddur 3. júní 1926. Móðir hans er rússneskur innflytjandi. Howl er tileinkað vini Ginsbergs, dadaistanum Carl Solomon.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.