Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 13
Lögregluþjónninn yppti öxlum, ráðalaus
eins og sú undirtylla sem hann var. „Af-
sakið“, sagði hann, „eitt vitni hefur gefið
sig fram við mig, en sá maður hefur ekk-
ert séð. Hann bíður hér fyrir utan“.
„Nú, látið hann koma inn“, hrópaði dr.
Mejzlík reiður og rýndi árangurslaust í
fáorða skýrsluna til að verða einhvers
vísari.
„Nafn og heimilisfang, með leyfi“, sagði
hann hugsunarlaust og án þess að líta á
vitnið.
„Jan Kralík, stúdent í Tækniháskólanum“,
sagði vitnið ákveðnum rómi.
„Þér voruð sem sagt nærstaddur, herra
stúdent, þegar ókunnur bíll ók yfir Bozenu
Machakovu klukkan fjögur í morgun?“
„Ég held nú það, og ég verð að segja, að
bílstjórinn átti alla sökina. Fulltrúinn skil-
ur, það var enginn á götunni; ef bílstjór-
inn hefði aðeins hægt á sér, þegar hann
kom að vegamótunum ...“.
„Voruð þér langt í burtu?“ greip dr.
Mejzlík fram í.
„Svona tíu skref. Ég var að fylgja vini
mínum heim . . . úr kaffihúsi, og þegar
við komum í Zitnagötu . . .“.
„Hver er þessi vinur yðar?“ greip full-
trúinn fram í á ný. „Hans er ekki getið
í skýrslunni".
„Jaroslav Nerad, skáld“, sagði vitnið og
kenndi stolts í röddinni, „en liann gæti
ekkert sagt yður“.
„Hvers vegna ekki?“ drundi dr. Majzlík
og greip í þetta hálmstrá.
„Af því . . . af því hann er svona skáld.
Þegar slysið varð, fór hann að gráta og
flýtti sér heim eins og krakki. Núnú, þeg-
ai' við vorum staddir í Zitnagötu, keyrði
bílinn fram á okkur með ofsalegum
hi’aða ...“.
„Hvaða númer var á honum?“
„Það veit ég ekki, satt að segja, ég tók
ekki eftir því. Ég sá bara þennan ofsa
hraða, og þá sagði ég við Jaroslav,
að ...“.
„Hverskonar bíll var þetta?“ greip dr.
Mejzlík fram í.
„Fjórgengismótor", svaraði vitnið af sér-
þekkingu. „Tegundina kannast ég ekkert
við“.
„Hvernig var hann á litinn? Hver sat í
honurn? Var þetta opinn bíll eða ekki?“
„Það veit ég ekki“, svaraði vitnið dol-
fallið. „Ég held, að það hafi verið svartur
bíll, en ég sá það ekki svo greinilega, því
þegar slysið varð, sagði ég við Jaroslav:
Líttu á, þessir óþokkar keyra yfir mann-
eskju og stanza ekki einu sinni“.
„Hm“, sagði dr. Mejzlík óánægður, „þetta
er vissulega alltsaman rétt og vel hugsað
af yðar hálfu, en ég hefði orðið því fegn-
ari, ef þér hefðuð tekið eftir númerinu.
I'að er hræðilegt, hvað það er lítið sem
fólk í rauninni sér. Það er augljóst mál,
að þér vitið að bílstjórinn er sekur, það er
augljóst, að þér hafið rétt fyrir yður, þeg-
ar þér kallið þessa náunga óþokka, en þér
lítið ekki einu sinni á númerið á bílnum.
Hver sem vera skal getur dæmt, en að
taka vel eftir því sem fyrir augun ber .. .
Þakka yður fyrir, Kralík stúdent, ég skal
ekki tefja yður meira“.
Klukkustund síðar hringdi lögregluþjónn
nr. 141 dyrabjöllunni þar sem skáldið
Nerad leigði herbergi. ójú, hr. Neard var
heima, en hann lá í bólinu og svaf.
Skáldið glápti á lögregluþjóninn smáum,
Birtingur 11