Birtingur - 01.01.1965, Side 8

Birtingur - 01.01.1965, Side 8
Jónssonar í Odda, fyrrum kennara á Bessastöðum. Hann tók einatt nokkra pilta til náms og þótti ágætur kennari. Á þessu fornfræga menntasetri dvaldist Tómas í þrjú ár eða þar til séra Steingrímur var kosinn biskup og fluttist til Reykjavíkur 1824. Þá um haustið fór Tómas að Bessastöðum og mun útskrifast héðan á vori komanda. Tómas er kappsfullur, ákafamaður mikill í lund, brennandi af áhuga á að verða ættjörð sinni að liði. Allir hafa þessir ungu menn frá blautu barnsbeini alizt upp við kjarn- góða, íslenzka sveitamenningu. Mál alþýðu liggur þeim eðlilega á tungu. Ást á landinu er þeim runnin í blóð af náinni samveru við náttúruna. Þjóðin er þeim innilega kær, af því að örlög hennar eru kveikjan í sögum og ljóðum, sem þeir hafa numið við móðurkné. Þeim hefur verið innrætt guðstrú og góðir siðir. Og allir hafa þeir mótazt af þeirri manngildishugmynd, að menntun sé hverjum auði eftirsókn- arverðari. Þess vegna eru þeir hér saman komnir, drengirnir. Námsdvölin á Bessastöðum átti mikilvægan þátt í að móta skapgerð þeirra og lífsstefnu, og þurfti sizt að óttast, að skólabragurinn spillti því, sem til var sáð í heimahögum. Nemendahópur var fámennur, og því dafnaði vinsamlegur heimilisandi í skólanum milli kennara og nemenda. Aðbúnaður var harla fátæklegur, en slíkt létu menn ekki á sig fá á þessum tímum, þegar sultur var árviss gestur á öðru hverju heimili í landinu. Rektor skólans var Jón Jónsson frá Hvítárvöllum, atkvæðalítill maður. Hann hafði tekið próf í guðfræði í Kaupmannahöfn, en starfað við skólann, frá því hann fluttist að Bessastöðum. Kennarar voru aðeins þrír, allir afburðamenn, hver með sínum hætti. Hallgrímur Scheving var þeirra elztur. Hann hafði lagt stund á nor- ræna málfræði í Kaupmannahöfn og þótti skarpur námsmaður. Hann kom að skólanum árið 1810 og kenndi við hann í 40 ár. Aðalkennslu- grein hans var latína, en hann lagði svo mikla alúð við að þýða lat- 6 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.