Birtingur - 01.01.1965, Page 15
þjóðaranda. En ævi hans fékk bráðan og átakanlegan enda: í febrúar-
byrjun 1833 lézt hann hér í Höfn af brunasárum aðeins liðlega þrítugur.
15 „ísalands / óhamingju / verður allt að vopni.“
En nú var ekki tími til að sýta. Þeir urðu að taka upp merki hins
fallna foringja. Hinn I. marz árið 1834 sendu þeir til íslands boðsbréf
um nýtt tímarit, sem flytja skyldi skynsamlegt og skemmtilegt efni. Þeir
höfðu ekki enn gefið ritinu nafn, en það átti að koma út árlega og
berast til íslands með vorskipum. Nokkrum vikum eftir að þeir sendu
út boðsbréfið, kom Tómas Sæmundsson úr suðurför, ríkari að reynslu,
fullur af nýjum hugmyndum og guðmóði. Þeir buðu honum þátttöku
í útgáfunni. Hann lét ekki á sér standa og var æ síðan mestur athafna-
maður þeirra félaga.
Tómas fór út til Islands eftir skamma viðdvöl í Kaupmannahöfn og
tók við brauði að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann fór ekki utan aftur,
en átti bréfaskipti við vini sína í útgáfustjórninni, sendi þeim ritgerðir
um margvísleg efni, lét hvaðeina, sem ritið varðaði, mjög til sín taka
og hafði, sem von var, einn mestalla önn af útbreiðslu ritsins heima
á Islandi.
IiIRTINGUR
13