Birtingur - 01.01.1965, Side 19

Birtingur - 01.01.1965, Side 19
landi“ eftir Tómas. Fyrst segir hann skilmerkilega frá ferð sinni til ís- lands sumarið áður á herskipi konungs og lýsir skemmtilega lífi háseta og yfirmanna um borð. En meginhluti bréfsins fjallar um líf íslenzku þjóðarinnar og landshagi, eins og málin komu honum fyrir sjónir eftir margra ára útivist. Útlenzki og almenni flokkurinn hefst á langri grein eftir Jónas „Urn eðli og uppruna jarðarinnar“, sem ber vitni áhuga hans á náttúruvís- indum og mikilli þekkingu. En merkastar í þessum flokki eru þýðingar þeirra Konráðs og Jónasar úr riturn tveggja rómantískra höfunda, „Ævintír af Eggérti Glóa“ eftir L. Tieck og kafli úr „Die Reisebilder“ eftir Heine. Málið er svo hreint og fágað, að slíks eru fá dæmi í íslenzkum þýðingum, og má nærri geta, hve mjög það hefur stungið í stúf við málfar íslenzkra menntamanna almennt á þeirn dögum. Enn ber að nefna stuttan kafla úr ritinu „Orð ins trúaða“ eftir franskan ábóta og uppreisnarmann, Lamennais að nafni. Hann var sannkallaður þrumuklerkur, og eflaust er það vegna frelsisandans í skrifum hans, sem hinir ungu Fjölnismenn vilja koma þeim fyrir augu íslenzkra lesenda: „Ef að undirokarar þjóðanna ættu að bjarga sér sjálfir, aðstoðarlausir og hjálparlausir, hvað ætli þeír gætu þá gert þeím? Ef aungvir styrktu þá til að halda þeím í ánauð, aðrir enn þeír sem græða á því, hvað væru þá þessir fáu í samanburði við allt fólkið? . . . Ennþá nokkra stund! og þeír sem börðust fyrir undirokarana, munu berjast fyrir hina undirokuðu, og þeír sem börðust til að halda í fjötr- um föður sínum og móður, systrum og bræðrum, munu berjast til að frelsa þau. Og djöfullinn mun flýa í fylsni undirdjúpanna með undirokurum 17 þjóðanna." Því miður mættu bókmenntir sem þessar algeru skilningsleysi og óvild íslendinga, og gáfust þeir félagar þess vegna upp á að birta slíkt efni. birtingur 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.