Birtingur - 01.01.1965, Síða 22
því að Sigurður Breiðfjörð var um þessar mundir ástsælasta rímna-
skáld þjóðarinnar. Jónas limar verkið sundur lið fyrir lið. „First er
að minnast á efnið í fáum orðum,“ segir hann. „Það er einhvur liga-
saga; og höfundurinn seígir, Itún sje dönsk . . . hún er auðsjáanlega so
eínskjisverð og heímskulega Ijót og illa samin, að hennar vegna stendur
22 á litlu, hvurnig með hana er farið ..." Samt játar hann, að góðu skáldi
geti „orðið nokkuð úr vesælu efni,“ en bætir við, að höfundur hafi
„látið sjer linda, að koma vesælu efni í hendíngar — og nú er að líta
23 á, hvurnig Jiað hafi tekjist.“ Hann finnur á rímunum fleiri missmíði
en tölu verði á komið og flokkar þau í málleysur, bögumæli, þrjá flokka
hortitta, afskræmislegar kenningar, dönskuslettur, rangar áherzlur,
þvingað orðalag og smekkleysur. Undir lokin segir Jónas um rímur:
„Hvílík vanbrúkun á skáldskapar-listinni! hvílíkt hirðuleísi um sjálf-
ann sig og aðra — að hroða sona af kveðskapnum, og reína ekkji heldur
24 til, að vanda sig og kveða minna.“
Þriðji árgangur Fjölnis er 80+34 lesmálssíður og allur með sama sniði
og næsta ár á undan.
Nú varð árshlé á útgáfu Fjölnis. Stafaði það aðallega af því, að farið var
að slettast upp á vinskapinn með Tómasi og hinum útgefendunum.
Tómas var mjög óánægður með ritið og hafði í hótunum að „ganga út“.
— „Eður hvernig getur þú vænt, að ég vilji heita forleggjari að því, sem
25 ég ekki sé neitt gagn í og ekki vil sjá á prenti?“ — segir hann í bréfi til
Konráðs 21. ágúst 1837. Þessar ýfingar leiddu til fulls fjandskapar, og
fóru óþvegin skammarbréf á milli vinanna, Tómasar og Jónasar, en þó
komust sættir á með þeim, áður en Tómas dó.
Arið 1839 komu út samtímis fjórða og fimmta ár Fjölnis, en þó var
hið fyrra skráð 1838 á titilblaði. Hafði samizt um þá málamiðlun, að
Tómas ritaði fimmta árgang einn og gæfi út á sinn kostnað, en hinir
þrír efni fjórða árs. Þeirrar bókar verður lengst minnzt vegna „smá-
BIRTINGUR